Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1987.
35
[_________________skák
Viktor Kortsnoj
og endatöflin
„Því eldri sem skákmaðurinn er
því meira kann hann fyrir sér í enda-
töflum," segir gömul skákspeki.
Þessi orð áttu vel við á IBM-ofur-
mótinu á dögunum því að aldurs-
forseti mótsins, Viktor Kortsnoj, bar
af öðrum keppendum er fram í enda-
tafl var komið. Nokkra hafði hann
undir er jafntefli virtist borðliggj-
andi úrslit en reyndar mátti hann
þola eitt tap í nokkuð jafhri enda-
taflsstöðu og það gegn sér miklu
yngri skákmanni, Jóhanni Hjartar-
syni, sem lét lögmálið um aldurinn
og endatöflin ekki á sig fá.
Kortsnoj varð 56 ára gamall 23.
mars sl. og er því kominn af léttasta
skeiði. Áhorfendur á IBM-mótinu
urðu þó vitni að því að hann lætur
aldurinn ekki há sér þegar hann er
sestur fyrir framan taflborð. Þá er
ekkert gefið eftir - lagt út í þær
flækjur sem völ er á og haldið áfram
eins lengi og kostur er þótt leik-
mönnum finnist dauð jafhteflisstaða
vera komin upp á borðinu fyrir
löngu. Þannig vann hann Margeir í
fyrstu umferð - hitti ávallt á besta
leikinn í lok setunnar þótt hann
væri orðinn tímanaumur. Það var
eins og hann hefði réttu aðferðina í
fingrunum. Og áhorfendum fannst
með enn meiri ólíkindum hvemig
hann svo sneri á Timman tveimur
umferðum síðar. Flestir vom hættir
að fylgjast með skákinni, nema
kannski með öðm auganu, því að
svo jafnteflisleg þótti hún. Meira að
segja biðstaðan var almennt álitin
jafhtefli. En Kortsnoj hélt ótrauður
áfram að tefla og á endanum tókst
honum að knýja fram hárfínan sigur.
En hvers vegna er Kortsnoj svo
snjall í lokaþætti skákarinnar sem
raun ber vitni? Sú skýring að hann
sé orðinn gamall nægir ekki ein og
sér því að hann hefur löngum verið
erfiður viðureignar í endatöflunum
þótt honum fari fram með aukinni
reynslu. Hitt er líklegra að einmitt
í endatöflum njóti styrkur hans sín
best: Hann er þekktur fyrir að geta
reiknað út þvingaðar leikjaraðir
öðrum mönnum nákvæmar og betur
og í endatöflunum er það einmitt
nákvæmnin sem gildir.
Enginn verður hins vegar sterkur
í endatöflum án þess að tileinka sér
ákveðna tækni og þekkja grundvall-
arstöður. Til þess er nauðsynlegt að
eyða töluverðum tíma. „Taktík og
byrjanafræði fær að jafíiaði mesta
athygli ungra skákmanna en ég
hafði annan háttinn á. Ég beindi
einkum athygli minni að endatafli
en grúskaði lítið í byrjunum," segir
Kortsnoj um uppvaxtarár sín. Og
þetta hafa sterkustu skákmenn
heims almennt tileinkað sér. Karpov
setur fram þá rökréttu athugasemd
að endatöflin standi ávallt fyrir sínu
og þeirra lögmálum verði ekki breytt
en einn nýr leikur í flókinni byrjun
geti á hinn bóginn gjörbreytt mati
manna á stöðunni. Því sé tímanum
betur varið til þess að rannsaka
endatöfl heldur en byrjanir.
Annars getur Kortsnoj ekki þakk-
að kunnáttunni einni góðan árang-
ur, heldur er það baráttugleðin og
harkan, sem einmitt gerir hann svo
viðsjárverðan í jöfrium endatafls-
stöðum. Margir hefðu t.a.m. verið
búnir að semja jafhtefli í skák hans
við Timman er aðeins biskupar og
hrókar voru eftir á borðinu eftir til-
tölulega fáa leiki. En þeir héldu
áfram að tefla og raunar segir mér
svo hugur um að hvorugur þessara
baráttujaxla hafi látið sér koma til
hugar að bjóða jafntefli. Svo fór að
Kortsnoj náði að knýja fram sigur.
Það er fróðlegt að sjá hvemig það
atvikaðist.
Hvitt: Jan Timman
Svart: Viktor Kortsnoj
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
RfB 5. 0-0 Rxe4
Opna afbrigðið af spænska leikn-
um hefur reynst Kortsnoj vel og það
hefur verið lengi í vopnabúrinu. Les-
endur DV ættu að minnast fjöl-
margra skáka Kortsnojs við Karpov,
þar sem þetta afbrigði varð uppi á
teningnum.
6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Be3
Algengasta framhaldið nú á dög-
um er 9. Rbd2, sem reyndist Karpov
svo vel í lokaeinvíginu við Kortsnoj
(Merano 1981). Þannig tefldi Tal
einnig gegn Kortsnoj á IBM-mótinu
og vann snoturlega þótt ekki hafi
hann átt sigurinn byrjumnni að
þakka.
Annars er 9. c3 sígilda framhaldið
en þannig lék t.a.m. Ljubojevic gegn
Kortsnoj á IBM-mótinu. Reyndar
tefldu þeir ekki áfram í sígildum stíl,
því að eftir 9. - Bc5 10. Rbd2 gerði
Kortsnoj sig sekan um makalausan
klaufaskap. í stað 10. - 04) 11. Bc2
Rxf2!?, sem kemur vel til greina, lék
hann strax 10. - Rxf2? 11. Hxf2 f6 12.
De2! 04) og var þá búinn að tapa
leik miðað við hefðbundnu leiðina.
Og biskup hvíts stendur betur á b3
en c2 í þessu afbrigði. Þrátt fyrir
þetta tókst Kortsnoj með ótrúlegri
seiglu og útsjónarsemi að halda jafh-
tefli. Aðrar jafíiteflisskákir átti
Kortsnoj ekki í mótinu!
Skák
Jón L. Árnason
9. - Be7 10. c3 Dd7 11. Rbd2 Hd8 12.
Rxe4?!
Þessi uppskipti leiða sannanlega
ekki til ávinnings. Það er engu lík-
ara en að Timman sé að tefla til
jafhteflis?! Næstu leikir eru svo gott
sem þvingaðir.
12. - dxe4 13. Dxd7+ Bxd7 14. Rg5
Rxe5 15. Bd4 Bxg5 16. Bxe5 0-0 17.
Bxc7 Hc8 18. Bb6 Hfe8
Þá eru aðeins hrókar og biskupar
eftir á borðinu og einhverjir færu
vafalaust að slíðra sverðin. Samt er
hér nokkur möguleiki til þess að
sprella, því að peðin stangast ekki á
- hvítur á peðameirihluta á drottn-
ingarvæng en svartur á kóngsvæng.
Hvítur eygir von um að koma sér
upp frelsingja drottningarmegin en
færi svarts á kóngsvængnum eru
aflrænni. Bent Larsen segir að fjögur
peð gegn þremur sé sterkari meiri-
hluti en þrjú peð gegn tveimur. Samt
má ekki vanmeta drottningarvængs-
meirihlutann. Sterkur frelsingi gæfi
hvítum yfirhöndina.
19. Hfel h5! 20. Bd4 Bc6 21. He2
Svarið við 21. a4 yrði 21. - b4! og
ef 22. cxb4, þá 22. - Bd2 23. He2 Bxb4
og nær að skorða umframpeð hvíts
drottningarmegin.
21. - Hcd8 22. h3 h4 23. a4 b4! 24. Bc4
Bb7 25. Hael bxc3 26. Bxc3 BfB!
Snjall leikur, einmitt þegar hvítur
virtist una glaður við sitt. Eftir upp-
skipti á f6 fær svartur tvípeð en
miðborðsstaðan styrkist og að auki
fær svartur möguleika til þess að
þrýsta eftir hálfopinni g-línunni. Til
greina kemur nú 27. He3 en Timman
kærir sig kollóttan.
27. BxfB gxfB 28. f3 Hd4 29. b3 f5 30.
fxe4 Hexe4 31. Hxe4?
Einkennilegur leikur þvi að hvítur
lagar svörtu peðastöðuna sjálfvilj-
ugur. Betra er 31. Kf2 og þá tapar
hvítur skákinni varla.
31. - fxe4 32. Kf2 Hd2+ 33. He2 Hxe2
34. Bxe2 a5!
Auðvitað! Samkvæmt grundvall-
arreglunni í biskupaendatöflum
setur svartur peð sitt á friðhelgan
reit fyrir hvíta biskupnum og skorð-
ar um leið tvö hvít peð með einu.
Svartur hefur náð yfirhöndinni því
að hann hefur tvö skotmörk, á b3
og g2, og til vara á a4 og h3. En það
er óvíst að þetta nægi til vinnings.
35. g4?
Forðar peðinu úr sjónmáli bisk-
upsins en er þessi leikur ekki
misráðinn? Ekki gekk 35. g3? vegna
35. -e3 + ! 36. Kxe3 hxg3 37. Bf3 g2
og vinnur. En mun betra virðist 35.
Ke3 Kg7 36. Kf4. T.d. 36. - Bd5 (ef 36.
- e3, þá 37. Bf3!) 37. Bc4 e3 38. Kxe3
Bxg2 39. Kf4 Bxh3 40. Kg5 og heldur
jafntefli. Eða 36. - Kg6 37. Kg4 e3
38. Kxh4 Bxg2 39. Kg3 Bd5 40. Bc4
og aftur virðist hvítur ekki í vand-
ræðum með að halda sínu.
35. - f6! 36. Ke3 Kf7 37.Bc4+ Ke7 38.
Kd4 Kd6 39. Bb5
Engu breytir 39. Bfl Bd5 40. Bc4
Ba8 41. Bfl Bb7 og hvítur lendir í
leikþröng, þar sem 42. Bg2?? strand-
ar á 42. - e3! 43. Be2 Bg2! o.s.frv.
39. - e3! 40. Kxe3 Bg2 41. Kf4 Bxh3 42.
g5 Ke7!
Þannig kemst Kortsnoj hjá því að
tapa h-peðinu og nú getur Timman
nagað sig í handarbökin fyrir óná-
kvæmnina í 35. leik.
43. gxfB + KxfB 44. Bc4 Bc8 45. Bd5 h3
Biðstaðan. Ekki jafntefli, eins og
flestir spáðu, heldur á svartur hár-
fínan vinning.
46. Bc4 Ke7 47. Kg3 Kd6 48. b4
Timman gerir sér grein fyrir því
að hann tapar ef hann bíður átekta.
T.d. 48. Kh2 Kc5 49. Bf7 Kb4 50. Kg3
Bf5 51. Kh2 Bc2 52. Kxh3 Bxb3 53.
Bg6 Bxa4 54. Kg3 Bb5 55. Bc2 Bc4
56. Kf2 Bb3 57. Bbl a4 58. Ke3 Kc3
o.s.frv.
48. - axb4 49. Bb3 Kc5 50. Kh2 Kb6 51.
Kg3 Ka5 52. Bc2 Be6 53. Kh2 Bd7 54.
Bb3 Kb6!
Kóngurinn snýr við, því að 54.
-Bxa4 55. Be6 hefði einungis leitt til
jafhteflis.
55. Kg3 Kc5 56. Kh2 Kd6 57. Kg3 Be6
58. Bc2 Kc5 59. Bdl Kc4 60. Kh2 Kc3!
61. a5
Þvingað, því að svartur hótaði 61.
- Kd2 og skríða svo ffarn með frels-
ingjann. En nú sækir Kortsnoj
einfaldlega peðið og heldur svo
áfram þar sem frá var horfið. Tim-
man fær ekkert að gert.
61. - Bc8 62. Kg3 Kd4 63. Bb3 Kc5 64.
Ba4 Be6 65. Kh2 Kd6 66. Kg3 Kc7 67.
Bc2 Kc6 68. Ba4+ Kb7 69. Bb5 b3 70.
Bd3 b2 71. Kh2 Kc6 72. Kg3 Kc5 73.
Kh2 Bc8 74. Kg3 Kb4
Og hér gafst Timman upp.
-JLÁ
Giöf sem kemur á óvart
Vasasjinvarp
frá Sínclair - ensk gæðavara.
Sniðug fermingargjöf, gengur fyrir rafhlöðum
eða rafmagni. Tæki sem þú hehir með þér hvert
sem er.
Staðgrverð 11.600,-
Greiðsluskilmálar.
Opið laugardaga
Verslunin Grensásvegi 50 - sínii 83350.
St. Jósefsspítali, Landakoti
Fóstrur
Skóladagheimilið Brekkukot auglýsir eftir tveim fóstr-
um. Upplýsingar í síma 19600/260 alla virka daga frá
kl. 9-15.
Reykjavík 2.4. 1987.
Vestmannaeyjabær auglýsir stöðu for-
stöðumanns safnahúss lausa. Háskóla-
menntun í bókasafnsfræðum er æskileg.
Safnahús Vestmannaeyja hýsir bókasafn bæjarins,
eitt elsta bókasafn í landinu, byggðasafn og listmuna-
safn, svo og skjalasafn í rúmgóðu og nýlegu húsi.
Frekari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 98-1088
og 98-1092 á vinnustað.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum
Amaldur Bjarnason
Frá Grunnskólum
Kópavogs
Innritun 6 ára barna (börn fædd 1981) fer fram í skól-
um bæjarins mánudaginn 6. apríl og þriðjudaginn 7.
apríl kl. 13-16. Innritun skólaskyldra barna og ungl-
inga sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog eða
koma úr einkaskólum fer fram sömu daga á skólaskrif-
stofu Kópavogs, Hamraborg 12, 3. hæð, kl. 10-12
og 13-15, sími 41988.
Skólafulltrúi
Námsstyrkur
við Kielarháskóla
Borgarstjórnin í Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til
námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að
upphæð 870 þýsk mörk á mánuði í 10 mánuði, frá
1. okt. 1 987 til 31. júlí 1 988, auk þess sem kennslu-
gjöld eru gefin eftir.
Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stund-
að háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsækjendur verða
að hafa góða kunnáttu í þýsku.
Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla Islands eigi
síðar en 31. maí 1987. Umsóknum skulu fylgja náms-
vottorð ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um
námsástundun og námsárangur. Umsókn og vottorð
skulu vera á þýsku.