Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1987.
5
Stjómmál
„Ber ekki róg á milli manna,“ segir
Guömundur Einarsson. DV-mynd EJ
Ólga á Djúpavogi:
Þingmaður
sagður saka
heimamenn
um leti
„Þessir menn halda að þeir séu enn-
þá í Reykjavík. En þeir fá að vita að
það þarf að beita öðrum brögðum til
að komast á þing fyrir landsbyggð-
ina,“ sagði Ólafur Ragnarsson, sveit-
arstjóri á Djúpavogi. Þar í bæ er mikil
ólga meðal heimamanna vegna um-
mæla er Guðmundur Einarsson,
frambjóðandi Alþýðuflokksins lét falla
á Höfn í Hornafirði fyrir skömmu.
„Við höfum fjölda vitna að því að
Guðmundur sagði að ástandið hér á
Djúpavogi væri að lagast vegna þess
að hér væru menn loks famir að vinna
allt árið. Við viljum hins vegar koma
þeim skilaboðum til þingmannsins að
framleiðsla á mann hér á Djúpavogi
er með því mesta sem þekkist á
landinu," sagði Ólafur sveitarstjóri.
Guðmundur Einarsson alþingismað-
ur kannaðist ekki við að hafa viðhaft
umrædd ummæli er DV bar þau undir
hann þar sem hann var staddur á
kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins á
Egilsstöðum í gær.
„Þessi saga um Djúpavog var mér
sögð þar á staðnum af heimamanni.
Það hefur ekki hvarflað að mér að
bera nokkurn róg um byggðir þessa
kjördæmis á milli manna. Ég tel þetta
vera pólitískan rógburð og hef reyndar
heyrt fleiri gróusögur á kreiki varð-
andi framboð mitt og annarra. Það er
kannski viðurkenning á því að menn
óttist framboð Alþýðuflokksins í þessu
kjördæmisagði Guðmundur Einars-
son.
-EIR
...gela hœglega endaö
meö hrœöiiegri martröö!
VAKNAÐU MAÐUR!
Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku-
manria eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin,
verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar
skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá
slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend-
um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax!
(Niðurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa).
5AMVINNU
TRYGGINGAR
-gegngáleysi
OPIÐ í DAG
KL 13-17.
annn umboðið
SKEIFUNNI 8 - SÍMJ 688850