Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Page 8
70 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. DV í heimsókn hjá læknishjónunum á Seyðisfirði: „Eg verðað reikna með að fara á þing“ - segir Kristín Karlsdóttir sem er í framboði fyrir Kvennalistann Aiina Ingólfsdóttir, DV, Egisstööum; A Seyðisfirði búa hjónin Guð- mundur Sverrisson, 37 ára læknir frá Hafnarfirði, og Kristín Karlsdóttir, 32 ára fóstra úr Reykjavík. Þau eiga tvö börn saman, Ólöfu Ösp, sem er 5 ára, og Björn Ómar, 2ja ára. Guð- mundur á son sem heitir Draupnir og er hann 14 ára. Seyðisfjörður er lítið bæjarfélag og er fjörðurinn mjög lokaður því ekki sést út á haf. Hefur margur sagt að ekki sé fyrir hvern sem er að búa á jafneinangruðum stað og Seyðisfirði. Athafnafólk Á veturna er oft þungfært yfir Fjarðarheiði sökum snjóa en öku- menn snjóruðningstækja sjá um að Seyðfirðingar fái póstinn sinn reglu- lega og komist til annarra staða á Austurlandi. Því eru þessir tjarð- arbúar háðir veðri og vindum og hlaupa ekki hvert sem er þegar þeim dettur í hug, a.m.k ekki á veturna. Á slíkum stað sem þessum er því mikilvægt að fólk hafi nóg að sysla og helst hvað fjölbreytilegast. Guð- mundur og Kristín sitja ekki auðum höndum því margvísleg áhugamál þeirra komu upp á pallborðið er við hófum spjall við þau. Það eru sjálf- sagt ekki margir læknar sem smíða skútu á frívaktinni, semja tölvufor- rit, elda mat, taka þátt í pólitík og sinna fjölskyldunni. En Guðmundur sinnir öllu þessu og er léttur á brá. Hann nær árangri ' á mörgum sviðum og nær að fram- kvæma á stuttum tíma. Sjálfsagt er I það lífsmat hans sjálfs og viðhorf til ; tímans sem gerir honum þetta kleift. En Guðmundur er ekki einn um afkastagetuna. Kristín, kona hans, ;sér um heimilið og börnin, starfar hálfan daginn sem fóstra og er á kafi í pólitík, skipar nefnilega 1. sæti Kvennalistans á Austurlandi. - Hvernig er að flytjast í svona lítið bæjarfélag eftir að hafa alist upp á Reykjavíkursvæðinu og búið í frekar stórri borg? Guðmundur: „Eitt af því sem ég áttaði mig fyrst á þegar við fluttum hingað var að hér eru menn meira , og minna tengdir hver öðrum. Sam- félagið er smátt og því allir undir smásjá en hér er gott að vera og hér líður mér vel.“ Kristín: „Þegar komið er inn í svona lítið samfélag er eins og þjóð- félagið sjáist í hnotskurn. Það sést fljótt hvernig högum fólks er háttað, ihvað fólk vinnur mikið og hvemig það ver frítíma sínum. Allt þetta ger- : ist án þéss að leitað sé eftir eða verið með forvitni. Þá finnst mér sérstak- lega koma í Ijós hve miklu misrétti landsbyggðin er beitt.“ varðar. Mér virðast markmið flokk- anna vera svipuð. Framsetningin er mismunandi og leiðir til að ná þess- um markmiðum oft ólíkar." Kristín: „Þarna er ég ósammála að hluta til. Það er ef til vill um ólíkar leiðir að ræða en það sem greinir Kvennalistann frá hinum stjórn- málaflokkunum er fyrst og fremst spurning um forgangsröð verkefna. Við viljum að velferð fjölskyldunnar sé alltaf höfð í fyrirrúmi. Það er eins og konur hafi meiri framtíðarsýn vegna uppeldis- og umönnunarhlut- verksins. Við viljum framtíðarsýn þar sem börn okkar og barnabörn lifa í friðsömum og ómenguðum heimi.“ Framboð - Fyrst við erum komin út í pólitík. ekki mjög margar í hópnum en um leið og við vorum komnar í samband við hina hópana hér styrktum við hverjar aðrar til að vinna að þessum málefnum." Aldrei komið allar saman - Nú eru samgöngur erfiðar í kjör- dæminu. Hefur það sett mark sitt a framboð ykkar? „Já, frá því að framboðið kom fram höfum við ætlað að hittast, konur af öllu svæðinu, þrisvar en samgöng- urnar hafa alltaf komið í veg fyrir að það gæti orðið. Samgöngurnar hafa því svo sannarlega sett strik í reikninginn. Þegar framboðið var ákveðið urðum við að vera á tveim stöðum og hafa samband í gegnum síma.“ gerum líka minna að því að deila á andstæðingana en þeir á okkur. Það hefur lika komið mér á óvart að þótt rifist sé á sjálfum fundinum þá fellur allt í ljúfa löð á eftir. Það er engin óvinátta-í þessu þrátt fyrir snörp orðaskipti oft á tíðum.“ Erfiður fundur á Djúpavogi - Hver er erfiðasti fundurinn sem þú hefur tekið þátt í? „Það var á Djúpavogi. Það var þá sem þeir réðust fyrst ansi harkalega á Kvennalistann. Það voru einkum Guðmundur Einarsson og Sverrir Hermannsson sem höfðu þar undan- ferðina. Þeir töluðu á eftir okkur þannig að við gátum ekki svarað. Ég varð bæði reið og sár en þetta hefur vanist því þetta eru alltaf sömu skotin.“ son hefur líka hug á þessu þingsæti en ég hef meiri trú á að Kvennalist- inn hafi það en Alþýðuflokkurinn.“ - Nú ert þú tveggja barna móðir. Hvernig kemstu frá heimilinu til að taka þátt í kosningabaráttunni? „Maðurinn minn var með börnin þessar tvær vikur sem fundahöldin voru mest og vinkona min kom seinni vikuna til að aðstoða þannig að þetta bjargaðist. Hins vegar á ég ekki von á að vinur hans hefði kom- ið ef hann hefði verið í framboði til að hjálpa mér að gæta barnanna. Þetta er aðstöðumunur sem við kvennalistakonur höfum oft bent á og finnum áþreifanlega." - Nú hafið þið kvennalistakonur unnið náið saman í kosningabarátt- unni. Hvernig hefur það gegnið? „Það hefur gengið vel. Við erum I stofunni heima á Seyðisfirði. Kristín Karlsdóttir, Guðmundur Sverrisson og börnin, Björn Ómar og Ólöf Ösp. DV-mynd Anna Ingólfsdóttir Andstæðingar í pólitík - Nú hafið þið búið hér á Seyðisfirði 'í sex ár og þið eruð bæði farin að hafa afskipti af pólitík, þó hvort á sinni línunni, ekki satt? Guðmundur: „Jú, við erum bæði tiltölulega ný í pólitíkinni. Ég tók þátt í bæjarstjórnarkosningunum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit nú í bæjarstjórn. Ég kýs heldur að beita áhrifum mínum í sveitarstjórnarmál- um á meðan Kristín sinnir landsmál- unum.“ ] - En einkennist fjölskyldulífið ekki af pólitískum skoðunum og er and- rúmsloftið ekkert rafmagnað vegna þess þessa dagana? Kristín: „Það er ekki rafmagnað en auðvitað spila stjórnmálin svolít- ið inn í hjá okkur, sérstaklega núna. Okkur tekst að samræma ólíkar skoðanir á meðan við virðum hvort annað.“ Guðmundur: „í sjálfu sér finnast mér þetta ekkert svo ólíkar skoðan- ir, allavega ekki hvað stjórnmálin hvað fékk þig, Kristín, til þess að fara í framboð fyrir Kvennalistann? Kristín: „Ég hef lengi haft áhuga á kvennapólitík og þegar Kvenna- listinn ákvað framboð sitt hér á Austurlandi ákvað ég að láta slag standa. Fyrst eftir að ég kom hingað fann ég mjög vel hversu hlutur kvenna var fyrir borð borinn og fann þá þörf fyrir að vinna að kvennamálum. Það hefur ekki til þessa verið starfandi hópur kvennalistakvenna hér á Seyðisfirði og við höfðum ekki frum- kvæði í okkur til að standa að stofnun slíks hóps. Á Egilsstöðum og Höfn í Horna- firði hafa verið starfandi hópar og þegar þeir komu, ásamt Kristínu Halldórsdóttur, þingkonu Kvenna- listans, var það eins og vitamín- sprauta fyrir okkur hér. Við erum - Af hverju tókst þú að þér fyrsta sætið? „Ég hafði alls ekki ætlað mér að fara í fyrsta sætið en svo fannst mér þetta orðið svo spennandi að ég lét til leið- ast.“ - Á Austfjörðum eru í framboði orðhákar á borð við Sverri Her- mannsson. Hvernig hefur gengið að fást við slíka karla? „Það hefur gengið vonum framar. Við höldum þeirri stefnu að vera málefnalegar og okkur finnst sem það hafi tekist furðuvel. Þeir eru líka farnir að mildast í árásunum." - Voruð þið hræddar við að kom- ast í hann krappan á fundum? „Jú, við höfðum svolitlar áhyggjur af því en þegar til kom þá lærðum við að bregðast rétt við. Ég átti von á að þetta væri miklu erfiðara en það hefur reynst. Við - Nú er sagt að þið kvennalista- konur græðið á því 'að Helgi Seljan er ekki í framboði fyrir Alþýðu- bandalagið. Finnið þið fyrir þessu? „Við höfum kosið að setja hlutina ekki upp svona. Við bjóðum ekki fram sérstaklega gegn einum flokki öðrum fremur. Innan okkar raða starfa konur sem hafa starfað innan allra flokka og einnig þær sem hinir fokkarnir hafa ekki höfðað til.“ Yfir 7 prósent - Hvernig metur þú möguleikana á að þið náið þingsæti? „Ef við komumst yfir 7% höfum við möguleika á jöfnunarþingsæti og ef til vill flakkaranum. Samkvæmt útreikningum hefur Kvennalistinn átt mikið af ónýttum atkvæðum og því er talið líklegt að fiakkarinn komi til okkar. Guðmundur Einars- 10 konur á listanum hér og eitt af grundvallaratriðunum i starfi okkar er samvinna og jöfn þátttaka. Allar konurnar 10 hafa haldið ræðu að minnsta kosti einu sinni á framboðs- fundum. Þetta hefur verið mikil lífsreynsla og skemmtilegt.“ Konum misboðið - Mörgum finnst Kvennalistinn úti á landi vera hálfgerður lands- byggðarflokkur. Er það svo? „Mér fmnst landsbyggðinni mis- boðið og fólkið, sem býr hér, virðist vera orðið vondauft um að geta haft nokkur áhrif. Það hafa auðvitað all- ir rétt á að hafa áhrif á hvað gerist í þjóðfélaginu okkar. Nú, einnig finnst mér konum mis- boðið, virðingarlega og í launum. Ég get nefnt að sé t.d. skortur á fóstrum á dagheimilum og leikskólum geta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.