Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 71 foreldrar ekki treyst því að fram fari uppeldisstarf það sem skyldi á leik- skólanum. Það verður því ekkert val af hálfu foreldranna. Þeir annað- hvort neyðast til að vinna báðir, ef brýn fjárhagsþörf er á, eða að velja á milli þess að vera heima eða vinna utan heimilis og hafa dagvist fyrir börnin, sem þau eru ekki ánægð með. Konur sem búa við þetta óöryggi með aðhlynningu bama sinna fara síður út á vinnumarkað í ábyrgðar- stöðu.“ Smíðar skútu, skerpir skauta ... - Ef við snúum okkur nú að öðrum áhugamálum ykkar þá hef ég heyrt, Guðmundur, að þú sért búinn að smíða skútu. Guðmundur: „Já, það er rétt. Ég er að leggja síðustu hönd á hana núna. Ég byrjaði að smíða hana þeg- ar ég var við nám í Svíþjóð. Eftir að við fluttum heim til íslands fórum við út tvö sumur með það fyrir aug- um að klára skútuna. En það gekk ekki svo að við fluttum hana til ís- lands með Smyrli og héldum áfram að vinna í henni hór. Við ætluðum að sigla í fyrrasumar en í fríinu okkar var rok og rigning svo að ekkert varð úr því. En við stefnum á að fara á henni hringinn í kringum landið í sumar. Þessi skúta er 32 fet og 8,8 tonn. Hún er með þeim stærri sem smíðaðar hafa verið hér á landi og er hún reyndar sú eina hér á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu hef ég lagt mikla vinnu í hana en það er ekkert mál að smíða skútu ef maður bara kann það - bara feikilega tímafrekt. Við höfum vandað til hennar, t.d. eru allar innréttingar úr tekkvið. Ekkert próf þarf til þess að stjórna skútu en þó hef ég tekið pungapróf, eitt ís- lenskt og annað sænskt, svo við ættum að vera í stakk búin að fara í heimsreisu ef því er að skipta. Við eigum kunningja sem búa í svona skútu. Þau voru á Grænhöfða- eyjum í fyrra, vissi ég, og núna ættu þau vera á Kyrrahafi." ... býr til súpur, osta og grauta - Guðmundur, þú ert áhugamaður um matargerð, eldar þú eftir upp- skriftum? Guðmundur: „Nei, bara af fingrum fram. Annars hef ég minnkað elda- mennskuna töluvert núna, maður hefur svo lítinn tíma. Ég gerði meira að þessu áður fyrr. Þá héldum við stundum matarveislur." Kristín: „Ég var einmitt ófrísk þeg- ar við fluttumst hingað, þá gerðum við svolítið að því að bjóða fólki heim í mat. Eftir að barnið fæddist héldum við þessu áfram í dálítinn tíma en svo datt það upp fyrir, sjálf- sagt af því að yfirleitt þegar loksins var sest að borðum fór annaðhvort barnið að skæla eða Guðmundur var kallaður út. Annars höfum við áhuga á matargerð og leggjum mikið upp úr því að hafa kjarngóðan og lystug- an mat á boðstólum." - Áfram með áhugamálin, ég sé að þið eruð tónlistarunnendur því að nóg eigið þið af plötunum og eitthvað hljótið þið að lesa því að allar hillur eru fullar af bókum. Kristín: „Já, við lesum töluvert og gerðum mikið að því að hlusta á tón- list. Ég á nokkuð gott safn af bókum um uppeldismál þar sem ég er fóstra. Ég hef unnið hér við leikskólann, bæði við sérkennslu og sem forstöðu- kona um tíma. Ég hef verið að fikta við að skrifa ýmiss konar barnaefni, bæði bækur og fyrir myndbönd." - Líka hefur heyrst, Guðmundur, að þú sért „tölvufrík" og sért að vinna stórt verkefni sem getur haft víðtæk áhrif, er það rétt? Guðmundur: „Jú, það er rétt að ég hef haft áhuga á tölvum síðustu árin. Ég fékk strax áhuga á að nota tölvu til að skrá upplýsingar um sjúkling- ana. Hófst ég handa með að semja forrit til að gera þetta, en gekk ekki vel. Nú er ég kominn í samvinnu um þetta verkefni við fyrirtæki í Reykja- vík sem heitir Hjarni sf. Hjarni sérhæfir sig í forritum fyrir lækna og við vinnum þarna tveir læknar og tveir forritarar. Hvað forritið varðar þá er það orðið mjög viðamik- ið. Það geymir allar ypplýsingar sem geyma þarf um sjúklinga. Eftir nokk- ur ár verður væntanlega hætt að nota vélritaðar upplýsingar og svona forrit eingöngu notuð. Við erum að vinna brautryðjendastarf hér á landi því forritið er að öllu leyti samið hér á landi og hentar vel íslenskum að- stæðum. Það er í það minnsta eins öflugt og það besta á markaðnum erlendis og töluvert vingjarnlegra í notkun. Forritið er ætlað til notkun- ar á IBM PC líkar tölvur, en mun síðar verða nothæft á fleiri tegundir. Forritið er nú tilbúið og munum við hefja markaðssetningu nú á næst- unni.“ Langarekkisuður - Jæja, Kristín, reiknarðu með því að komast inn á þing? Kristín: „Já, ég á alveg eins von á því. I raun verð ég að reikna með því. Það getur orðið svolítið mál því að ef ég kemst að þá verðum við jafn- vel að flytja suður sem okkur langar alls ekki til. En það verður bara að koma í ljós.“ Guðmundur: „Við „þingmanns- frúrnar" verðum bara að taka því. Annars kemur þetta allt í ljós í kosn- ingunum og við erum ekkert að velta okkur upp úr því núna, nógur verður tíminn.“ - Þið drffið ykkur kannski bara í heimsreisu? Kristín: „Það var nú meiningin með smíði skútunnar í upphafi. En það er ekki svo gott á meðan börnin eru lítil, nú, ef aðstæður breytast svo í kosningunum þá bíður það bara betri tíma.“ - Er það satt, Guðmundur, að þegar þú varst að smíða skútuna og Seyð- firðingar þurftu á læknishjálp að halda utan hefðbundins vinnutíma fóru þeir beint á verkstæðið til þín? Guðmundur: „Jú, þeir komu þarna sumir með sín vandamál að ein- hverju leyti. Ég hef, jú. lent í því að skrifa út lyfseðil á verkstæðinu." - Er það rétt að þegar skipta þurfti um vél í plastbát þá var komið til þín og leitað aðstoðar? Guðmundur: „Já, reyndar, annað- hvort þurftu þeir að fá aðkeyptan mann að sunnan eða notast við ráð- leggingar læknisins á staðnum. Nú, þeir völdu síðari kostinn." -AI Kristín Karlsdóttir á frægum æsingafundi á Reyðarfirði. B 'H',1/111,:■'////> 'Illl/I ‘U/W ////»- 7//////' ..ll Ur'///. ,////////'■ .llll’- Kosningahappdrættið stendur straum af kosningabaráttunni Sjátfstæðismenn, greiðum heimsenda gíróseðla. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll er opin alla daga kl 09.00-22.00. DREGIÐ 24. APRÍL 1987 Stórglæsilegir vinningar að verðmæti kr. 3.998.160 3 fólksbifreiðir 34 glæsilegir ferðavinningar 20 húsbúnaðarvinningar SJÁLFSTÆÐISMENN STÖNDUM SAMAN UM D-LISTANN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.