Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Fermingarbarnið Auður Jónsdóttir með afa og ömmu tveimur tímum fyrir athöfnina. DV-myndir Brynjar Gauti Ég er mest að skemmta mér — stutt spjall við Halldór Laxness um lífið og tilveruna í tilefni 85 ára afinælis hans Það er hryssingslegt veður fyrir utan, austanrok og gengur á með slyddu og rigningu. Inni er hlýtt og notalegt en mikið um að vera. Það er nefnilega ferming í íjölskyldunni og amman er að hjálpa til við undir- búning fermingarveislu dótturdóttur sinnar og nöfnu. Við erum stödd á Gljúfrasteini og höfum lokað húsbóndann, Halldór Laxness, af í vinnuherbergi hans til að spjalla ögn við hann um daginn og veginn í tilefni af 85 ára afmæli hans. Hluti af vinnunni Við lítum á lætin í veðrinu út um gluggann og Halldór er spurður hvort hann sé búinn að fara í sína daglegu gönguferð í dag. „Nei, ég fer sjaldan út í svona bjálfalegu veðri. Þá kem ég hund- blautur heim og það verður lítið úr ánægju og hollustu af slíkum göngu- ferðum." - En þú ferð annars ennþá í göngu- ferðir um umhverfið ú hverjum degi? „Já, nema þegar veðrið er svona vont. Þetta er bara hluti af vinnu minni. Þegar vinnudegi er lokið fer ég út að ganga til að fá ferskt loft, hvíla mig. Þetta er mín leið til að slaka á eftir vinnu, sumir hafa annan hátt á, leggja sig eða setjast fyrir framan sjónvarpsskjáinn." Ekki mikill afmæl i smaður - Mér skilst að hvorki þú né þín fjöl- skylda séuð mikið afmælisfólk. „Afmælisfólk! Nei, við höfum ekki gert mikið af því að halda upp á af- mæli á þessu heimili. Afmæli brestur náttúrlega á mann einu sinni á ári á meðan maður tórir, en það er enginn undirbúningur hafður undir þau hér.“ - Nú verður samt talsvert umstang í kringum 85 úra afmælið 23. apríl, sérstakar leiksýningar og útkoma nýrrar bókar. „ Já, en ég er svo heppinn að það snertir mig ekki. Það eru þessir Svíar sem setja þarna strik í reikninginn með sínum áhuga fyrir mínum bók- um. Þetta ágæta fólk hefur tekið að sér upp á eigin býti að halda upp á þetta afmæli. Þeir sýna leikrit sem þeir fá út úr róman eftir mig, Atómstöðinni. Þeir búa þetta til sjálfir; ég sagði þeim bara að gera svo vel. Sjálfsögð kurt- eisi á báða bóga. Þeir sendu mér handritið á sínum tíma; ég las það yfir og sendi það til baka um hæl. Ég var sáttur við þessa leikgerð, þeim er velkomið að leika sér að söguefninu." Sagan af brauðinu dýra í tilefni afmælisins er líka að koma út hátíðarútgáfa af smásögunni Sag- an af brauðinu dýra. Sagan birtist upphaflega í Innansveitarkroniku en kemur nú út í stóru viðhafnarbroti með mörgum skemmtilegum mynd- um eftir myndlistarmanninn Snorra Svein Friðriksson. „Já, þessi saga var sögð þegar ég var lítill drengur að alast upp hér í dalnum. Hún var útbúin sem þáttur í Innansveitarkroniku, bók sem ég setti saman í þakklætisskyni við Mosfellssveitina. Skrítin tilviljun að einmitt þessi saga kom fyrst út áður en ég samdi Innansveitarkroniku hjá einu helsta listaverkaforlagi í Sviss, Galerie Er- ker, í samvinnu við Danann Aager Jorn, heimsfrægan málara. En sú bók hefur mér vitanlega ekki sést hér á landi. Mér hefur verið ánægju- efni að það skyldi vera tekið svona vel á móti þessari sögu sem er í eðli sínu heldur dapurleg.“ Við heyrum að fermingarbarnið er komið í heimsókn í sínu fínasta pússi til ömmu og afa. Það er Auður yngri, dóttir Sigríðar Halldórsdóttur og Jóns Gunnars Ottóssonar en fjöl- skyldan býr í næsta húsi við Gljúfra- stein, Jónstótt, sem er rétt handan við ána. Engar stórar fermingar í fjöl- skyldunni fyrr - Nú stendur mikið til, dótturdóttir- in að fermast. „Já, hún Auja er að fermast. Ég man nú ekki eftir að við höfum haft stórar fermingar i fjölskyldunni fyrr. Ég held að dætur okkar hafi ekki fermst. Amma þeirra skírði þær báð- ar samkvæmt litúrgíunni. Þó ég sé nú ekki lúterstrúarmaður þá verð ég að gera ráð fyrir að svona ung stúlka, sem er mikið innan um félaga, leikbræður og vini, vilji líka vera með þeim í kirkjunni. Ungling- ar eru ekki mikið fyrir að skera sig úr, þeir eru venjulega félagslyndir á þessum aldri.“ - Ertu lítið hrifinn af lúterskri ferm- ingu? „Nei, nei, ég er al veg hlutlaus. Ég tek yfirleitt ekki þátt í trúmálaum- ræðu, nú orðið að minnsta kosti. Ég gerði það meðan ég var unglingur. Þá var allt nýtt fyrir mér í kaþólsk- unni. Ég hef reyndar alltaf játað kaþólska trú síðan.“ Ekki skipt mér af trúboði - En þú hefur ekki verið mikill kirkjumaður, alla vega ekki hin síð- ariár? „Ég hef ekki skipt mér af trúboði. Ég hef kannski ekki alltaf verið mjög þægilegur í athugasemdum mínum um lúterskuna. Ég skrifaði til dæmis töluvert um 16. öldina í síðasta greinasafni mínu. En það er engin ástæða til að fara út i hasar út af trúmálum á íslandi. Stelpurnar mínar mega gjarnan hafa þá religion sem þær vilja; ég skipti mér ekkert af því. Mér finnst sjálfsagt að láta hvern finna þann guð sem honum hentar. Þetta er einkamál. Plattþýskir herrar danska ríkisins Ég er að minnsta kosti ekki gefinn fyrir að kristna fólk með blóði og eldi eins og var siður hér áður fyrr - og þótti góður. Þegar lúterstrúar- menn innleiddu sína trú hér á landi byrjuðu þeir á því að höggva höfuðið af mesta manni Islands, Jóni Ara- syni. Plattþýskir herrar danska ríkisins stóðu að þeim verknaði. Þessir menn töluðu ekki danska tungu og kunnu lítil skil á dönskum málefnum, hvað þá íslenskum. Trúarj átningin í næsta herbergi mátti heyra að Auður, kona Halldórs, var að hlýða dótturdóttur sinni yfir trúarjátning- una. Okkur fannst tilvalið að trufla yfirheyrslurnar og mynda fermingar- barnið með afa og ömmu. Að myndatökum loknum fara þær nöfnur fram og gera aðra atlögu að trúarjátningunni. - NúfermistAuðuríMosfellskirkju. Þú hefur ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af Mosfellskirkju? „Jú, ég hef skrifað bók um hana sem ég tel sjálfur eina af mínum skárri bókum; fyrmefnda Innan- sveitarkroniku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.