Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 73 Minningarmerki eru sjaldnast hol að innan „Mér skilst að ég hafi lýst því yfir þegar hún var endurreist að það skipti ekki máli hvort kirkjan væri hol að innan eða ekki. Mér er út af fyrir sig sama um það. Hún er ágæt- is minningarmerki en slík merki eru venjulega ekki hol að innan nema að þau séu úr blikki." Við horfum út um gluggann yfir Mosfellsdalinn og sýnist okkur frek- ar vera að bæta í vindinn en hitt. - Hafa ekki orðið geysimiklar breyt- ingar á Mosfellsdalnum þessi ár sem þið hafið búið hér? „ Jú, bæði til góðs og ills. Hér hafa risið upp mörg íbúðarhús á seinni árum en búskapur hefur lagst af í dalnum nema á einum eða tveim bæjum. Sumirhafa þó fáeinar kindur sér til skemmtunar, eins og af göml- um vana. Þannig er það til dæmis með vin minn og nágranna, Bjarna yngri á Hraðastöðum. Hann er með nokkrar sauðkindur sér til ánægju- auka, rétt eins og aðrir hafa blóm. Svo hygg ég að hann sé með nokkra hesta. Annar búskapur er nú ekki rekinn á Hraðastöðum.“ Vissu ekki hvað átti að gera við heita vatnið - Varnokkurtrafmagneðaheitt vatn þegar þið fluttuð í dalinn? „Hér var hvergi heitt vatn á bæjum nema þar sem það kom upp í hlað- varpanum við þrjá bæi sunnanmegin í dalnum, Æsustaði, Norður-Reyki og Hlaðgerðarkot. Þar var óhemju- mikið sjóðheitt vatn en það vissi bara enginn hvað ætti að gera við það. Reyndar var þvottur þveginn í heitum pollum sem mynduðust ná- lægt húsunum. Þannig sparaðist eldiviður til að hita upp vatn i þvott- inn en það datt engum í hug að leiða vatnið inn í húsin til að hita þau upp. Þessir bændur voru miklir ágætismenn en hugmyndin um upp- hitun húsa með hveravatni kom ekki upp fyrr en löngu síðar.“ Huldufólk sérstakur þjóðflokkur - Trúir þú á huldufólk og álfa? Nei, það hef ég aldrei gert. Það er erfitt að átta sig á því hvernig þessar sögur hafa orðið til. Hvort fólk hefur samið þær til að vekja á sér athygli og koma í gang skemmtilegu um- ræðuefni eða hvort fólk hefur dreymt þetta. Það væri fróðlegt rannsóknar- efni. Það voru aldrei sagðar neinar huldufólks- eða álfasögur á mínu heimili. Það voru frekar hrollvekj- andi frásagnir, sögur af draugum sem gamlar kellingar kunnu og fóru með svona án þess að taka mikið mark á þeim. Gamla fólkið kunni mikið af svona þjóðarfróðleik. Huldufólkið hefur dálitla sérstöðu á íslandi. Þetta er fólk sem þó ekki er fólk en er al- mennt viðurkennt á landinu sem sérstakur þjóðflokkur, eins og fróð- legt er að heyra í útvarpserindum Ólafs Ragnarssonar sem hafa staðið yfir undanfarið.“ Fjölmiðla- byltingin - Hvað finnst þér um hinar miklu breytingar sem orðið hafa í fjölmiðl- um? „Ja, menn verða að hafa mjög góð- an tíma til að sinna öllu sem er á boðstólum í fjölmiðlum. Eg hef aldrei verið mikið fyrir útvarp og sjónvarp og lítið skipt mér af þeim miðlum nema hvað ég hef gefið góðum mönn- um, aðallega útlendum, leyfi til að filma nokkra af rómönunum minum. Ég reyni hins vegar að fylgjast með blöðunum en ég skil ekki hvernig í ósköpunum menn eiga að fara að því að lesa öll þessi býsn sem dembt er yfir lesendur dagblaðanna. Ég hef ágætan tíma en það tekur mig hálfan daginn að gera blöðunum sæmileg skil. Og hvað með þá sem einnig reyna að fylgjast með fleiri og fleiri útvarpsrásum og tveim sjónvarps- dagskrám? Þeir hljóta að byrja klukkan sex á morgnana til að geta haft við.“ Þetta eru þolanleg afköst - Ertu að vinna að nýrri bók þessa dagana? „Nei, nei, ég er mest að skemmta mér. Ég er nú búinn að skrifa fimm- tíu bækur og fólk hlýtur að halda að ég sé orðinn vitlaus ef ég skrifa meira. Það þótti löngum góður siður að skrifa eina bók, samanber suma höfunda íslendingasagnanna, og láta þær svo fara frá sér án þess að merkja þær höfundi. Ekki rýrði það gildi bókanna. Nei, ég held að þetta séu nú orðin þolanleg afköst hjá mér.“ - Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú hefðir tekið þér fyrir hendur hefð- ir þú ekki sem ungur maður lagt fyrir þig ritstörfin? Hyskinn við önnur verk „Ég setti mér eiginlega enga val- kosti. Þetta var svo náttúrlegt val fyrir migi Ég hef sennilega fengið þessa áráttu við að hlusta ungur á upplesnar bækur á mínu heimili, Laxnesi. Alltaf þegar fór að hausta og allan veturinn voru útvegaðar bækur til upplestrar að gömlum og góðum sið. Á hverju kvöldi meðan fólk vann handavinnu eða aðra þá vinnu sem fólk vann innandyra var einn sem las upphátt fyrir alla hina. Þessi lestur stóð yfir í tvo tíma eða lengur á hverju rúmhelgu kvöldi sex daga vikunnar. íslendingasögurnar voru oft lesnar og Riddarasögurnar og svo bækur eftir íslenska höfunda eins og Jón Trausta og Einar Hjörleifsson Kvaran. Á mínu heimili var því sjálfsagt að lesa bækur og ég leitaði mikið í bóka- skápinn." - Nú varstumjögungurþegarfyrsta bókin þín, Barn náttúrunnar, kom út. Voru örlög þín og framtíð þar með ráðin? „Ja, ég gat að minnsta kosti ekki varist því að skrifa fleiri bækur og beina áhuga mínum að bókmenntum. Ég var allur á kafi í bókmenntum og heldur hyskinn við önnur verk- efni og fræðigreinar. Ég var sautján ára þegar Barn náttúrunnar kom út. Ég var mjög fljótur að átta mig á þeim möguleika að það var ekki aðeins hægt að lesa bækur; það var líka hægt að skrifa bækur. Áður en Barn náttúrunnar kom út var ég búinn að skrifa mikið magn af alls kyns pistlum, greinum og öðrum langlokum sem fylltu þykkar stílabækur eins og þá voru í tísku. Sem betur fer týndust þessar úttútnuðu stílabækur ásamt þeirri snilligáfu sem þar til heyrði. Ég hef víst haft í mér þessa nátt- úru, hvernig sem á því stóð.“ -ATA „Mér finnst sjálfsagt að láta hvern finna þann guð sem honum hentar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.