Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 14
76 MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. Öskubuska - páskaleikrit sjónvarpsins „Það eru engir sálar- tappar í þessu verki“ - segir höfundurinn, Gísli J. Astþórsson. Edda Heiðrún Backman í hlutverki Maju eða Öskubusku. „Ef þau tvö, Öskubuska og at- hafnamaðurinn lífsþreytti, eiga að hittast við þær kringumstæður sem gert er ráð fyrir í myndinni þá verð- ur það að gerast í Reykjavík vegna þess að hún er eina borgin," segir Gísli J. Ástþórsson, blaðamaður og rithöfundur, en hann er höfundur páskaleikrits sjónvarpsins í ár. Verkið heitir Ögkubuska og mað- urinn sem átti engar buxur. Til þessa hefur Gísli verið þekktastur fyrir sögur sem gerast í sjávarpláss- um og í einu slíkú átti hún Sigga Vigga samastað í tilverunni. Nú víkur hann frá venjunni af ofan- greindum ástæðum. Öskubuska og lífsleiður at- hafnamaður 1 Öskubusku og manninum sem átti engar buxur segir frá Maju, sem vinnur „í öskunni", og Niku- lási, fyrrum athafnamanni sem nennir ekki lengur að lifa. Þegar leiðir þeirra liggja óvænt saman finnur hún ævintýrið og blæs um leið nýju lífi í gömlu kempuna sem er búin að týna sínu ævintýri. Þetta er kjami málsins en sögu- þráðurinn er auðvitað miklu flóknari og verður ekki rakinn hér. I myndinni kemur ýmislegt spaugi- legt við sögu. Þar á meðal er forláta vasi sem fenginn var að láni hjá kínverska sendiráðinu. Til tökunn- ar þurfti „alveg spes vasa“, segir Gísli um gripinn. „Vasinn, sem fenginn var að láni, kostar, að því er mér skilst, hundruð þúsunda króna þannig að upptökufólkið var með lífið í lúkunum meðan það hafði gripinn í sinni vörslu og var þeirri stund fegnast þegar búið var að skila honum.“ Annars segist Gísli lítið hafa komið nærri upptökum á verkinu. Þó mætti hann til að fylgjast með síðasta upptökudaginn. Þá var ver- ið að mynda jarðarför í Dómkirkj- unni og vantaði mann til að leika prúðbúinn kirkjugest. Höfundur- inn var því dubþaður upp snarlega og settur á bekk með kirkjugestum. „Ég veit ekki einu sinni hvort ég sést,“ segir Gísli. „Það má hins vegar líkja þessu við það að Hitch- cock kom ávallt fram í aukahlut- verkum í sínum myndum," heldur Gísli áfram og er sýnilega skemmt við tilhugsunina. Bíð rólegur tll páskadags Það er Hilmar Öddsson sem leik- stýrir verkinu. „Við Hilmar fórum yfir handritið áður en tökur hóf- ust,“ segir Gísli. „Við urðum ásáttir um að stytta verkið aðeins og eftir það lét ég Hilmar alveg um útfærsluna og hef ekkert skipt mér af henni. Ég hef ekki einu sinni séð verkið og ætla bara að bíða rólegur og horfa á það í sjónvarpinu. Ég bíð svona mátulega spenntur eftir að sjá árangurinn en ekkert ægilega. Það er þó óneitanlega spennandi að sjá hvernig það sem sett er á pappír tekur sig út á filmu. Ég þarf þó engu að kvíða því ég finn að það lenti í góðum höndum. Það var góður andi í hópnum og ég held að fólki hafi þótt heldur gaman og það gæti gefið manni vonir um að vel hafi tekist til. Ég get nefnt sem dæmi um vinnu- brögðin að þegar ég var með upptökufólkinu síðasta daginn þá var ég að spjalla í hléi við Eddu Heiðrúnu sem fer með aðalhlut- verkið. Síðan er hún kölluð í töku og þá er eins og hún detti um leið inn í hlutverkið og það var allt önnur kona sem gekk frá mér en ég var að tala við.“ Þriðj'a sjónvarpsleikritið Þetta er þriðja leikritið sem Gísli skrifar fyrir sjónvarpið. Margir minnast eflaust Skrípaleiks, sög- unnar um Rósant Hansson sem ætlaði að fá lán fyrir vörubíl. Það var tekið upp á Siglufirði og Gísli var þar með í för. „Ég minnist enn hvað hann Gísli Halldórsson gat borðað mikið,“ segir Gísli þegar hann rifjar þessa sögu upp. „Það var heilmikil átsena í leikritinu. Það varð að taka hana upp fjórum sinnum og alltaf varð Gísli að inn- byrða skammtinn sinn.“ Tildrögin að því að Gísli skrifaði leikritið um Öskubusku voru að Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri hjá sjónvarpinu, kom að máli við hann fyrir nokkru og bað um leik- rit. Efnið var sjálfvalið og sjón- varpið áskildi sér sjálfdæmi í hvort það yrði tekið upp eða hafnað. „Ég kann vel við þessa aðferð," segir Gísli. „Þetta er bæði jákvætt og heiðarlegt að leggja svona spilin á borðið fyrirfram." Gísli segist fyrst hafa fengið hug- myndina að Maju eða Öskubusku og síðan hafi verkið spunnist út frá henni. „Eftir að hún var fædd tók hún að rata í öll þessi ævintýri," segir Gísli. „Mér hefur sjaldan gengið jafnvel að skrifa. Mín reynsla er sú að þetta sem speking- arnir segja um að bíða eftir að andinn komi yfir mann sé einber vitleysa. Það er að vísu hvorki skáldlegt né dramatískt að viður- kenna það en ég held að það verði að ganga að þessu eins og hverri annarri vinnu.“ Blaðamennska og ritstörf Gísli neitar því að leikrit hans sé tilbrigði við ævintýrið alkunna um Öskubusku þó verkið sé óneit- anlega ævintýri. „Nafnið gengur upp við hlutverkið og reyndar er líf Maju hálfgert öskubuskulíf." Fyrir utan leikritin hefur Gísli skrifað nokkrar skáldsögur jafn- framt því sem hann hefur verið blaðamaður undanfarna Ijóra ára- tugi, með hléum þó. „Ég ætlaði einu sinni að hætta alveg í blaða- mennskunni og hafa það rólegt og skrifa sögur,“ segir Gísli. „Ég fór að kenna og fékk það rúma stunda- töflu að ég var laus á hádegi hvern dag en mér varð voðalega lítið úr verki þótt ég hefði nægan tíma. Það er svona þegar pressuna vantar, þá gerist ekki neitt.“ Gísli réðst því aftur í blaða- mennskuna og hefur jafnframt sinnt ritstörfum. Hann viðurkennir með semingi að hafa nýtt leikrit á prjónunum. Það er að vísu óskrifað enn en „það er tilbúið í hugan- um“, segir Gísli. Öskubusku segist Gísli skrifa í þeim tilgangi að segja sögu sem allir geta skilið. „Það eru engir sálartappar í þessu verki," segir hann. „Og ef þarna eru einhver sálarvandræði leyst þá eru þau svo einföld að allir geta skilið.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.