Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987. 83 Marisa Arason heitir ung kona frá Barcelona á Spáni. Hún kom fyrst til Islands árið 1979 og var hér í þrjú ár. Þá hélt hún á ný á heimaslóðir. Nú um áramótin sneri hún þó aftur á norðurslóðir og ætlar að búa hér næstu árin. Marisa er lærður ljósmyndari og hefur ekki látið hjá líða að mynda íslendinga og íslenskt umhverfi þeg- ar hún hefur dvalið hér. Á milli þess sem hún svipast eftir mótífum í ís- lensku mannlífi myndar hún handrit fyrir Árnastofnun. Marisa léði DV þrjár myndir sem hún tók þegar hún var hér í fyrri Islandsferð sinni og birtast þær hér á síðunni. Hvild i reykvískri sól. Stefán i Möðrudal vakti forvítni Marisu. Hann er reffilegur með nikkuna á þessari mynd. Hestar eru engir aufúsugestir á götum Reykjavikur enda er lögreglan fljót að gripa í taumana þega þeir birtast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.