Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1987, Qupperneq 24
MILLI LÍNA Gunnar Gunnarsson Ég fann í gömlu dóti rit um „stjörnuspá og speki“, eins og á saur- blaði stendur, og fór að fletta. Þar gaf að lesa margan fróðleiksmola um persónugerð manna. En eins og frægt er þá hafa stjörnuspekingar komist uppá lag með að lesa mann niður í kjölinn með því einu að frétta hven- ær maður fæddist, ár, mánuð, vikudag og klukkuslag. í allsherjar úttekt á því fólki sem fætt er undir sömu stjörnu og ég segir að við séum fjölhæft fólk og listhneigt. Þetta kom mér verulega á óvart. Og ég settist niður og velti því vel og vandlega fyrir mér í hverju þessi fjölhæfni fælist eða birtist heiminum. En ég komst ekki að neinni niður- stöðu, Hingað til hef ég ekki litið á sjálfan mig sem fjölhæfan. Því fer víðsfjarri að ég sé þúsundþjalasmið- ur. Ég gæti ekki smíðað eina einustu fíöl. Ég er hvorki hagur á tré né járn. Ég get ekki einu sinni skrúfað saman módelgrip eftir númeruðu korti. Fyr- ir nokkrum árum lenti ég í því að kaupa einhver verksmiðjuframleidd húsgögn sem maður gat flutt heim með sér á bíldruslunni, dregið inn á stofugólf og reynt síðan að skrúfa saman með aðstoð leiðarvísis. Ég varð að ná í nágranna minn, laghentan pilt, og fela honum verkið eftir að hafa stórslasað sjálfan mig og grætt aðra í fjölskyldunni. Nei húgsaði ég. Ég er fjandakornið ekki fjölhæfur. Ég hef til dæmis ekki enn náð afreksmannaárangri í neinni fþróttagrein. Ég hef ekki svo mikið sem komist á varamannabekk landsliðsins í handbolta, hvað þá fót- bolta. Nú vill svo til að ég þekki fólk, greint og menntað, sem leggur mikið er. Og við ráðumst oftast á garðinn þar sem hann er hæstur, rjúkum af stað og byrjum að klastra löngu áður en forsenda er fyrir því að verk geti hafist. Það er ekki langt síðan við lærðum það hér á íslandi að byggi maður hús þarf götu nærri því og lóð sem hægt er að fara um. Gömlu út- hverfin í Reykjavík voru áratugum saman óhrjálegri mannabústaðir en stríðsrústir í Évrópu. Þar þyrlaðist um ryk og skítur og sum húsin stóðu með fúskaralegum vinnupöllum utan á sér árum saman. Þegar landbúnaðurinn tækni- væddist fyrir alvöru á sjöunda áratugnum fylltust skurðir og móar af gömlum tólum og þessu dóti sem bændur og búalið gátu ekki lært á. Enn liggur í landi draslarahátturinn í þessum efnum - og sér viðar til hans en í landbúnaði. Við leyfðum útlendingum að hrófla hér upp ál- verksmiðju og datt ekki í hug að láta þá útbúa almennilega vörn gegn mengun. Og finnst víst enn eins og 'það eigi að fylgja með í kaupunum að þeir útskfti hér land og lög. Enda erum við ekk'i vaxin uppúr því sjálf. Okkur finnst enn í aðalatriðum sjálf- sagt að hver sem er geti brunað á jeppa uppí heiði og markað spor í viðkvæman gróður (þennan sem við ætlum að sýna útlendu túristunum) svo að mun taka meira en ellefu hundruð ár að koma lagi á þá jörð aftur. Stjörnuspekin er einhvers konar fúskaravísindi, vel til þess fallin að búa til vitrænan afsökunarramma utan um athafnir okkar sem þykjumst þúsundþjala- smiðir og fær í flestan sjó, en erum í raun enn á fúskmannastigi. -GG Fúsk uppúr stjörnuspeki. Og hefur hvað eftir annað komið með skarpar at- hugasemdir um persónuleika minn, byggðar á upplýsingum um fæðing- arstund mína. Kona nokkur hafði, að mér skildist, mikinn áhuga á framtíð minni vegna þess að hún sá í mér brot af snillingi - en missti svo áhugann þegar hún var langt komin með að reikna út stjörnukortið mitt. - Hvur fjárinn, hvað er að? spurði ég- - Tja, sagði hún. Það er eins og þig vanti allt jarðsamband. Já! hugsaði ég. Þarna gæti verið kom- in skýringin á því hvers vegna þetta stendur í stjörnuspekiritunum um fjölhæfnina. Ég get vel byggt geir- neglda skýjaborg þar sem ég sit í stólnum heima og þarf ekki að hafa gengið á iðnskóla ellegar lært til arkitekts. Og ég geri ótalmargt ann- að í huganum. Og ferst það vel úr hendi. Ég get dreymt mig inn í hvaða úrvalslið sem er, skrúfað saman allt helvitis ikea á nótæm og gert við hárþurrku konunnar fái ég bara að blunda stundarkorn í góðum stól. Ætli mín fjölhæfni felist í því sem ég get afrekað í draumi? Við draumóramenn erum náttúrlega ekki barnanna bestir þótt lítið fari fyrir okkur, dormandi í stól. Við fáum nefnilega hinar undarlegustu hugmyndir í dag- draumunum miðjum og stundum er þeim hugmyndum hrint í fram- kvæmd. Þá getur illa farið. Ég er að tala um draumóramenn í tilefni af því að nú um stundir tíðk- ast það með okkar þjóð að velta vöngum yfir hvers konar gróðabralli uppá framtíðina að gera. Maður opn- sumar. (Ég lenti í því að realisera dagdraum minn, gamlan, og reið með þessum Svisslendingi og fleira fólki yfir hálendið.) Merkilegt, sagði hann og virti fyrir sér íslensku fararstjór- ana þar sem þeir voru álengdar að járna. - Ekkert hefur staðist það sem auglýst var og lofað í sambandi við þennan túr. En flest hefur bjargast á einhvern losaralegan og tilviljun- arkenndan hátt. Þetta fólk sem er að fara með túrista á hestum yfir fjöll er augljóslega fúskarar; veit kannski eitthvað um hross, en ekkert um fólk. Og enn minna um móttöku og með- höndlun ferðamanna. Satt að segja, sagði Svissarinn og horfði alvarlega í augun á mér - þá finnst mér merki- legast við ykkur Islendinga að þið eruð hreinlegt fólk og nokkuð vel klætt. Það stemmir ekki við fúskið og draslaraháttinn að öðru leyti. Það var ónotalegt að hrökkva upp úr dagdraum um ferðamannalandið ísland og hrossa- kynið sérstæða á þennan hátt. Á þeirri stundu sem Svisslendingurinn benti mér á fúskið og mistökin og hálflygina og það sem ósagt var í sambandi við sölu á íslandsferðum var ég trúlega staddur í miðri áætlun um að gera ísland að vin í mengaðri og þéttbýlli Evrópu, allsherjar þjóð- garði sem við litum eftir og ræktuð- um og leyfðum svo erlendum mönnum að fara um og segðum til vegar 'af kunnáttu og viti. Þið eruð greinilega fjölhæf og atorkusöm þjóð, sagði Svissarinn - en eigið margt eftir að læra. Fúsk er trúlega svo algengt hér vegna þess að við draumóramenn ímyndum okkur oft að við getum gert hvað sem ar naumast blað án þess að lesa draumórakennda áætlun einhvers sem hefur skrúfað saman eftir núm- erakerfi einhverja áætlun um gróða af ferðamönnum, sölu smádýra í stór- iðjubrúk, fjallavatns til drykkjar í Austurlöndum ellegar rafmagns til Skotlands. En fyrst og fremst eru það þó vesalings útlendu ferðamennirnir sem virðast eiga að fá að blæða hér á landi næstu árin. Merkilegt sagði ungur maður frá Sviss í fyrra-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.