Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. MAI 1987. 5 Fréttir Tæknimaður nær dottinn Kristján Bemburg, DV, Belgíu; Tæknimenn eru á fullu við að vinna við ljós og annað á meðan flytjendur eru að æfa. Oft verða þeir að klifra hátt upp í stiga og hanga í loftum. Þegar Lillian StPierre, belgíski keppandinn, var að flytja sitt lag heyrðist allt í einu hrópað: hjálp! hjálp! Hafði þá tæknimaður dottið af palli sem hékk tólf metra fyrir ofan sviðið. Svo mikill taugakippur kom í þá sem ætluðu að koma með stiga og hjálpa manngreyinu, sem hékk í pallinum, niður að allt fór í handaskolum og það tók allt of langan tíma. Að lokum gat tæknimaðurinn prílað upp sjálfur. Var óneitanlega spennandi að horfa á þetta. '*■**■/' -' ' ■■ Halla Margrét með íslensku sendiherrajónunum í Brussel, Einari Benediktssyni og Elsu Pétursdóttur. DV-mynd De Cauwer Johnny Logan, fulltrúi írlands í söngvakeppninni, ræðir við Belgíukonung í veislu sem konungur hélt þátttakendum keppninnar. DV-mynd De Cauwer Halla Margrét vekur hrífningu blaðamanna Kristján Bemburg, DV, Briissel: 1 belgísku blöðunum voru í morgun birtar myndir og viðtöl við Höllu og Valgeir. Var greinilegt áð Halla vakti mikla hrifningu blaðamanna sem einnig fóru lofsamlegum orðum um lagið. Gazet Van Antwerp, stærsta blaðið í Antwerpen, sem er höfuðborg flæm- ingja, birtir í dag stóra mynd af Höllu á forsíðu. í myndatexta segir: „ísland er með fallegasta keppandann." Síðan er vísað á bls. 3 en þar stendur í stór- um fyrirsögnum: „Kemur þetta úr ævintýri? Er hún draumahafmeyjan?" Aðeins eitt lag hefur vakið áhuga blaðamanns okkar og er það Hægt og hljótt, segir blaðið sem birtir síðan viðtal og tvær myndir af Höllu. „Islenska snjóprinsessan er með kalt norðurblóð f æðum en er þú ræðir við hana er hún mjög heit innst inni við hjartað." Het Nuesblad birtir myndir af Höllu og Valgeiri i dag þar sem þau fá af- henta silfurkassettu. I gær afhenti hljómplötuútgáfan Kontinental Konsult a.s. Hölla silfur- kassettu. Tilefnið var að plata með söng Höllu ásamt fleiri lögum úr keppninni hefur nú selst í meira en 150.000 eintökum. Við það tækifæri var haldinn blaða- mannafundur í Hotel President á vegum Jóns Ólafssonar í Skífunni. Fundminn fór mjög vel fram en á hann kom mikill fjöldi blaðamanna og einnig kom Johnny Logan í heim- sókn. Síðan var farið í íslenska sendiráðið og tók íslenski sendiheirann á móti hópnum. Ekki gátu Halla og Valli stoppað lengi hjá honum þar sem þau þurftu að mæta í kvöldboð sem haldið var í kastalanum van Genval. Halla virkaði hálfþreytt eftir allt umstangið síðustu vikurnar. -PLP BÍLASÝNING og sunnudag Bestu bílakaupin ídag! Og auk bílanna verða til sýnis og sölu mikið úrval aukahluta á allartegundir Lada bílanna. Bíla- og vélsleðasalan verður opin. Komið, þiggið veitingar og njótið dags- ins með okkur. Opid alla helgina frá kl. 10—17. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.