Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
Frjálst, óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Flækjur í stjórnarmyndun
Flækjurnar eru margar við tilraunir til stjórnar-
myndunar, sem nú eru hafnar. Persónulegur metnaður
forystumanna skiptir miklu. Líklegt er, að stjórnar-
myndun dragist eitthvað á langinn. Ýmsir þingmenn
telja, að lítið gerist í þessum mánuði. Því veldur meðal
annars, að flokksformenn verða að láta sinn flokk koma
sem bezt út. Ekki verður aðeins barizt um ráðherra-
stóla, heldur verður hver formaður að tryggja, að
kjósendur flokksins sætti sig sæmilega við þá bræðslu,
sem út kemur. Verði samið við ólíkan flokk, verður
vandinn þeim mun meiri. Þá er flokkunum mikilvæg-
ast, að landsmenn verði orðnir þreyttir á stjórnarkreppu
og uni nýju ríkisstjórninni sem þrautalendingu.
Steingfmur Hermannsson hefur síðustu ár getað bað-
að sig í sviðsljósinu. Fundur helztu leiðtoga heims var
notaður til að auglýsa Steingrím fyrir kosningarnar.
Steingrímur sér, að þetta borgar sig. Stærstur hluti þjóð-
arinnar vill einnig, að hann verði áfram forsætisráð-
herra. Steingrímur vann mikinn persónulegan
kosningasigur á Reykjanesi. Því vill Steingrímur Her-
mannsson verða áfram forsætisráðherra. Hann hyggst
næst rífa Framsóknarflokkinn upp úr lægðinni í Reykja-
vík. Þetta þýðir, að formanni Framsóknarflokksins er
kappsmál að halda áfram að stýra þjóðarskútunni.
Það skipti Þorstein Pálsson miklu, verði hann forsæt-
isráðherra. Þorsteinn liggur undir ámæli stórs hluta
flokksmanna sinna. Hann er af mörgum sakaður um
að hafa rústað Sjálfstæðisflokkinn, verið við stjórn,
þegar flokkurinn beið mesta ósigur sögu sinnar. Kröfur
eru uppi um, að Þorsteinn taki afleiðingum gerða sinna
og segi af sér formennsku. Þær kröfur þagna ekki í
bráð. Þorsteinn hugsar því um dóm sögunnar. Auðvitað
vill hann ekki, ungur maður, verða að víkja með slíka
skömm á herðunum. Verði Þorsteinn hins vegar forsæt-
isráðherra í þokkalega farsælli stjórn, gæti hann
endurreist álit sitt, þegar árin líða.
Jón Baldvin Hannibalsson er metnaðargjarn. Einnig
hann vildi helzt verða forsætisráðherra, að minnsta
kosti ráðherra. Hann var eftir kosningarnar fyrstur á
ferð með þreifingar um stjórnarmyndun. Jóni er mikið
kappsmál, að Alþýðuflokkurinn komist í stjórn eftir að
hafa verið utangarðs sfðan 1980. Þess vegna vinnur Jón
svo mjög að myndun stjórnar. Hann hafði fyrir kosning-
ar stefnt að viðreisnarstjórn en virðist nú vilja reyna
nánast hvað sem er.
Albert Guðmundsson þarf að verða ráðherra til að
endurheimta heiður sinn, sem beið hnekki, þegar Al-
bert var neyddur til að segja af sér ráðherradómi.
Borgaraflokkurinn var stofnaður utan um Albert til
þess að trýggja heiður hans í íslandssögunni. Það yrði,
að þeirra dómi, auðvitað bezt gert með því, að Albert
yrði fljótlega ráðherra að nýju.
Svavar Gestsson gerir varla miklar kröfur. En mörg-
um alþýðubandalagsmönnum finnst einna skást að
setjast hið fyrsta í ríkisstjórn. Þeir sjá, að við svo búið
má ekki standa, eigi flokkurnn að halda áfram
Kvennalistinn er óskrifað blað. Flestir telja nú ólík-
legt, að konurnar setjist 1 næstu stjórn. Þó hlýtur það
að freista eftir alla athyglina heima og erlendis.
Metnaður margra hnígur því til þátttöku í stjórn.
En fleiri en formennirnir eru um hituna. Spilið næstu
vikur verður afar fróðlegt.
Haukur Helgason.
Þegar allir sigra
Það hefur vafist fyrir mörgum, þar
á meðal undirrituðum, hvemig á þvi
stendur að íslendingar em hamingj-
usamari en aðrar þjóðir. Þetta er þó
niðurstaða hávísindalegrar athug-
unar sem félagsvísindadeild Háskól-
ans lét gera um árið. Samkvæmt
könnuninni em íslendingar ýmist
hamingjusamir eða mjög hamingju-
samir með lífið og tilveruna og er
síðamefndi hópurinn stærri og
meira áberandi ef nokkuð er.
Efasemdamenn og nöldurseggir
hafa haft á orði að þessi niðurstaða
sé undarleg ef tillit er tekið til þess
að sjálfsmorðshlutfall á fslandi er
með því hærra sem þekkist í heimin-
um og að stór hluti launafólks situr
uppi með gjaldfallna víxla og íbúð-
ina undir hamrinum.
Hækkandi kaupmáttur reikni-
meistaranna
Með þetta í huga hafa ýmsir leitað
ástæðunnar logándi ljósi og hafa
margir komið með athyglisverðar
kenningar. Nú eiga launamenn til
dæmis að vera gríðarlega hamingju-
samir þar sem kaupmáttur launa
þeirra á að hafa hækkað einhver
býsn. Launamennimir trúa stjóm-
málamönnunum sínum eins og fyrri
daginn og kaupa sér bíla og panta
utanlandsferðir fyrir kaupmáttar-
aukninguna sem hefur aðallega
verið að finna í útreikningum en
minna í buddum.
Efasemdamennimir leiðinlegu
hafa bent á að tilhneiging íslendinga
til hamingju hafi opinberast áður en
reiknimeistarar uppgötvuðu að þrátt
fyrir gúmmilykt af tékkheftum og
tómar buddur hefði launafólk það
bara helvíti gott og þyrfti bara ekk-
ert að kvarta þó íbúðimar þeirra
færu á uppboð. Þar væri einhveiju
öðm um að kenna en lágum launum
því tölvumar sýndu eindregna kaup-
máttaraukningu.
Nú er undirritaður hreint enginn
bölsýnismaður en þó hefúr hann líkt
og aðrir verið að leita að ástæðunum
fyrir taumlausri hamingju landans.
Nú á dögunum rann upp fyrir mér
ljós, skýringin eða hluti skýringar á
því hvers vegna hýrudregið fámenn-
í talfæri
Axel Ammendrup
um eða hálfur þingflokkurinn hyrfi
á braut.
Bandalag jafhaðarmanna fékk
innan við hálft prósent atkvæða en
forráðamönnum flokksins fannst
mikið hafa áunnist þar sem athygli
hefði verið vakin á nauðsyn þess að
kjósa forsætisráðherra beint. Það
hefði hvort eð er aldrei verið ætlun-
in að koma manni á þing.
Flokkurinn stærri en Stefán
Flokkur mannsins fékk fina kosn-
ingu og er ekki lengur minnsti
flokkur landsins. Flokkurinn fékk
til dæmis fleiri atkvæði en Stefán
Valgeirsson sem þó komst á þing.
Þegar litið er á kosninganiðurstöður
læðist þó að manni sá gmnur að
frambjóðendumir sjálfir hafi ekki
allir kosið flokkinn, hvað þá makar
þeirra eða skyldmenni.
Sjálfstæðismenn telja brotthvarf
hálfs þingflokksins vera Albert Guð-
mundssyni og fólskulegu framboði
hans að kenna. í rauninni sé því
ekki um tap að ræða, öllu frekar
spurðu hann um ástæðumar fyrir
því að hann náði ekki sæti á þingi.
Hann svaraði stutt og laggott:
„Astæðan er einfaldlega sú að ég
fékk ekki nógu mörg atkvæði."
Hann sá síðan að sér og brá fyrir
sig bjartsýninni og sagði kosnin-
gaúrslitin engu að síður sigur fyrir
flokkinn. Þrátt fyrir að flokkurinn
hefði misst mann í kosningunum
væri hann þó búinn að ná því marki
að vera stærsti flokkur kjördæmis-
ins.
Já, bjartsýnin lætur ekki að sér
hæða í stjómmálunum frekar en á
öðrum stöðum. Sjónvarpsstöðvamar
tvær gerðu einnig út á stjómmálin
í kosningunum sælu. Báðar stöðv-
amar lögðu mikið undir og vönduðu
kosningasjónvarp sitt sem mest
mátti. Það var örugglega enginn
svikinn af því að sitja fyrir framan
kassann þessa nótt og má þá einu
gilda á hvora stöðina var horft. Þeg-
ar fréttastjórar stöðvanna vom
spurðir eftir kosningahasarinn hvor
stöðin hefði nú orðið ofan á í sam-
keppninni um áhorfendur, brá svo
við að báðir þóttust hafa orðið ofan
á og væri um mjög marktækan mun
að ræða sem enginn viti borinn
maður gæti borið brigður á. Máli
sínu til stuðnings lögðu fréttastjór-
amir fram niðurstöður ítarlegra
skoðanakannana sem báðar voru
unnar af sama aðilanum fyrir hvora
stöðina um sig.
Hnípin þjóð í vanda
Þama kemur enn fram að bjart-
sýnin fleytir landanum yfir margt
skerið. Þó svo að útlendingar, sem
koma til landsins og kanna verðlag-
ið og launakjör landsmanna, haldi
að hér hljóti að búa hnípin þjóð í
vanda þá vitum við sem hér búum
betur. Hamingjan beinlínis tröllríð-
ur þessari þjóð.
Fyrir utan bjartsýnina er kannski
annað atriði sem hressir upp á ham-
ingjuna í skoðanakönnunum.
Undirritaður varð þess heiðurs að-
njótandi á dögunum að vera beðinn
um að taka þátt í skoðanakönnun
félagsvísindadeildar. Ég hafði lagt
.mig eftir vinnu og var vakinn upp
Sjálfstæðismenn fagna sigri á kosninganótt. Hálfur þingflokkurinn féll en samt skín hamingjan ur
hverju andliti.
ið hér við Dumbshaf, norðan marka
hins byggilega heims, er jafn yfir-
máta hamingjusamt og það er.
Islendingar eru hreinlega bjartsýnni
en lög leyfa!
Lýðræðið hvílt í fjögur ár
Fyrir guðs miskunn eru þingkosn-
ingamar afstaðnar og við þurfúm
ekki lengur að heyra hvað Yoko Ono
Lennon hefur að segja um stefnu-
fastar og traustar rauðar rósir á
réttri leið. Niðurstöður kosninganna
liggja fyrir og nú á aðeins eftir að
velja stjóm og ekki þarf að hafa
meiri áhyggjur af lýðræðinu næstu
Qögur árin.
Þegar níu flokkar berjast um hylli
kjósenda, þar af fjórir nýir flokkar,
mætti halda að í slíkum kosningum
væm einhverjir sigurvegarar og að
einhverjir bæm skarðan hlut frá
borði. Því var þó ekki að heilsa í
þessum kosningum. Út úr kosning-
unum komu allir sigurvegarar og
mátti þá einu gilda hvort flokkar
bættu við sig einhverjum þingmönn-
sigur því nú sé flokkurinn á réttri
leið.
Alþýðubandalagið tapaði nokkr-
um atkvæðum en það er alfarið
vegna þess að Kvennalistinn réri á
sömu atkvæðamið og Alþýðubanda-
lagið og hirti af þeim mörg atkvæði
með því lævíslega bragði. Svavar
Gestsson, formaður flokksins, var
hins vegar svo mikill félagsskítur að
halda því fram að ef til vill og
kannski þyrfti hugsanlega að gera
einhverjar breytingar á stefnu og
störfum flokksins með tilliti til fall-
andi gengis á atkvæðamarkaðnum.
Fyrir þessar vanhugsuðu athuga-
semdir hefúr formaðurinn að sjálf-
sögðu fengið miklar ákúrur og em
uppi háværar raddir innan flokksins
um að höfundur þessa svartsýnis-
rauss eigi fortakslaust að láta af
embætti.
Ástæðan er einfaldlega sú...
Einn góður fyrrverandi þingmað-
ur, sem féll naumlega á Vesturlandi,
dró hvergi undan þegar blaðamenn
með þessu símtali, sem tók hátt í
klukkutíma. Syfjaður, þreyttur og
skapillur reyndi ég að svara öllum
spumingum eftir bestu getu og sam-
visku og var meðal annars komið inn
á nokkur mjög persónuleg málefni.
Þetta spurningaflóð vakti nokkra
athygli heimilisfólks, þeirra á meðal
eiginkonu og tengdamóður sem var
i heimsókn. Þær fylgdust með graut-
fúlum og syfjulegum heimilisfoðum-
um svara ólíklegustu spumingum
og virtist hann um tíma vera að því
kominn að gleypa símann af einni
saman geðvonsku.
Ertu hamingjusamur?
En hverju gat ég svarað þegar
lokaspumingin kom: Ertu mjög
hamingjusamur, hamingjusamur,
lítið hamingjusamur eða ekki ham-
ingjusamur? Ég gleymdi geðvons-
kunni, fjárhagsáhyggj unum,
kjamorkusprengjunni og vondu
stjómmálamönnunum, brosti til
konunnar og sagði: Mjög hamingju-
samur! -ATA