Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Page 11
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987.
11
Hvað gerðist - og af hverju?
Löngum hafa stjómmálaforingjar
verið lagnir við að útskýra eftir
kosningar að úrslit þeirra hafi verið
sigur fyrir sinn flokk. Jafnvel þótt
atkvæðamagn minnki og þingmönn-
um fækki hafa þeir verið manna
fyrstir til að telja kjósendum trú um
að tapið hafi reynst sigur, varnarsig-
ur ef ekki vill betur, og réttlætt
niðurstöður með tölfræðilegum og
pólitískum formúlum. I þetta skiptið
eru slíkar sjálfsblfekkingar útilokað-
ar enda hafa talsmenn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðubandalags
viðm-kennt ósigurinn og lýst von-
brigðum sínum. Annað er heldur
ekki hægt. Báðir flokkamir guldu
meira afhroð en áður hefur þekkst
í sögu þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn
fer nú í fyrsta skipti niður fyrir þrjá-
tíu prósent fylgi og hefur ekki í
annan tíma séð það svartara.
En meðan Alþýðubandalagið hef-
ur þegar í stað .hafið opinberar
umræður um orsakir ósigursins og
nefnt til helstu skýringar hefúr lítið
sem ekkert farið fyrir slíkum umræð-
um meðal sjálfstæðismanna, að
minnsta kosti ekki í fjölmiðlum né
heldur innan flokksstofnana hans.
Skýringin kann að vera sú að þessa
dagana standa yfir stjómarmyndun-
arviðræður þar sem flokkurinn
kemur óhjákvæmilega við sögu og
það er engum til góðs að upphefja
gagnrýni, árásir eða naflaskoðun
meðan flokksforystan spilar úr þeim
spilmn sem eftir em á hendinni. Þau
em heldur ekki mörg og trompin fá.
Undiraldan
Margt er þó skrafað í tveggja
manna tali og augljósasta og nær-
tækasta skýringin er auðvitað
framboð Borgaraflokksins. Hann
heggur fyrst og fremst inn í raðir
kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þetta
liggur í augum uppi. Hins vegar er
það sömuleiðis ljóst að Borgara-
flokkurinn er ekki einhlít skýring. í
kjördæmum eins og Austurlandi og
Norðurlandi eystra náði Borgara-
flokkurinn engri fótfestu en samt
tapaði Sjálfstæðisflokkurinn miklu
atkvæðamagni í báðum kjördæmum.
Og auðvitað fá ný og framandi fram-
boð Borgaraflokksins í fleiri kjör-
dæmum ekki umtalsvert fylgi nema
vegna þess að kjósendur eru óá-
nægðir með gömlu framboðin.
Það er i rauninni sérstök ástæða
til að vara við þeirri almennu skoð-
un i innsta hring Sjálfstæðisflokks-
ins að tap flokksins verði rakið að
öllu levti til þess að Borgaraflokkur-
inn hafi komið í veg fyrir góða
kosningu Sjálfstæðisflokksins. Það
má miklu fremur halda því fram að
Borgaraflokkurinn hafi komið í veg
fyrir stórsigur Alþýðuflokksins eða
ennþá stærri sigur Kvennalistans.
Sannleikurinn er nefnilega sá að sú
óánægja, sem undir kraumaði. og sú
undiraida, sem hneig'að landi í kosn-
ingunum, hefði skolað atkvæðunum
á fjörur einhven-a annarra en Sjálf-
stæðisflokksins. Það var eitthvað að
í Sjálfstæðisflokknum, eitthvað sem
fældi fólkið frá og gaf því tilefni til
að yfirgefa hann. Þetta verða menn
að gera sér ljóst vegna þess að Borg-
araflokkurinn nær ekki slíkum
árangri nema af þeirri ástæðu að
skilyrðin eru fyrir hendi. Ef menn
geta fiskað í gruggugu vatni þá er
það vegna þess að vatnið er grugg-
ugt, ekki satt?
Sterk málefnastaða
Nú skal það tekið fram að málefna-
staða Sjálfstæðisflokksins var að
mörgu leyti góð þegar kosningabar-
áttan hófst. Margvísleg framfara-
spor hafa verið stigin. Árangur hefiu'
náðst í efnahags- og atvinhumálum.
Fijálsræði er i sókn á mörgum svið-
um og pólitískir landvinningar em
allir til hægri. Vinstri stefna. sósíal-
ismi, á ekki upp á pallborðið hjá
ungu kynslóðinni og í heild sinni
lifum við i borgaralegu millistéttar-
samfélagi sem er heppilegasti jai'ð-
vegur sjálfstæðisstefnunnar sem
hugsast getur. Flokkurinn var einn-
ig búinn að ná sér að mestu eftir
hatrönmi átök í tengslum við ríkis-
stjórn Gunnars heitins Thoroddsens;
ný forysta leiddi flokkinn í fyrsta
skipti til kosninga. Þátttaka Sjálf-
stæðisfiokksins í ríkisstjórn hefur
að ýmsu leyti skilað árangri sem
jafna má við viðreisnarárin.
Allt gaf þetta vísbendingu um að
gengi Sjálfstæðisflokksins vrði gott.
Staðan var jafnvel þannig að ef allt
væri með felldu átti flokkurinn að
geta staðið af sér sprengiframboð
eins manns sem hafði sjálfur verið í
vörn vegna Hafskips- og Utvegs-
bankamálsins og flokkurinn hafði
sjálfur talið óheppilegan í ráðherra-
stól. Málið er bara að það er ekki
allt með felldu í Sjálfstæðisflokkn-
um.
Það er ekki í mínu valdi að kveða
upp úr með annmarkana enda ekki
eins eða neins að þvkjast vita allt
um innanmein Sjálfstæðisflokksins.
Til þess er hann of stór og of marg-
þættur og vegir stjórnmálanna eru
sem betur fer órannsakanlegir.
Ellert B. Schram
Sumir kunna að nefna einstök
mál: Borgarspítalavitleysima.
Sturlumálið. kjai'asanminga. hús-
næðisvandann. bvggðamál. kvó-
tann. embættisfærslu. hnevkslismál
hvers konar og svo ft-amvegis og svo
framvegis. Þetta kann vitaskuld allt
að hafa sín álunf en að mínu mati
verður að leita skýringanna ennþá
dýpra. einhvers staðar í þeim tengsl-
imi sem verða að vera milli flokks
og frambjóðanda annars vegar og
kjósenda hins vegar. Sumir kalla
þetta jarðsamband. aðrirhinn mann-
lega þátt stjórhmálanna sem lýsirsér
i svipmóti. andliti eða snertingu
flokksins við hinn venjulega kiós-
anda frá degi til dags grasrótina.
Fylgi eftir pöntun
Einhvem veginn hefúr maðtu' á
tilfinningunni að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi einangrast í sínum eigin
heimi; tali ekki tungumálið sem fólk-
ið skilur. Jafnvel þótt hann sé að
gera góða hluti hefur hommi ekki
tekist að fá það talið sér til tekna.
kannski af því að það er talið svo
sjálfsagt, kannski af því að fólk er
orðið góðu vant og vill meira. Það
þekkjum við úr eigin lífi. Dekurbarn-
ið er aldrei ánægt.
Stórir flokkar hafa tilhneigingu til
að verða að stofnunum lifiausimi.
vélrænum stofnummi þar sem fylgið
er á sínimi stað úti í bæ og kemur
eftir pöntun. Því er ekki sinnt vegna
þess að flokkurinn er öruggur með
sig. ætlast til að kjósendm-nir skili
sér þegar kallað er. Flokkurinn telur
sig eiga þetta fylgi. hafi alltaf átt og
muni alltaf eiga það. Þess vegna
reka menn upp stór augu þegar þess-
ir sömu kjósendur dirfast að hlaupa
eitthvað annað. Það er ekkert að
hjá flokknum. Það er þveit á móti
eitthvað að hiá þessu brenglaða
fólki.
Mér heyrist á ýmsum sjálfstæðis-
mönmmi að þeir telji það sjálfgefið
að þetta fólk hafi vaknað með timb-
urmenn eftir kosningamai' og ef
ekki .eigi beinlínis að hefna sín á
Albertsliðinu þá skuli að minnsta
kosti láta það éta það sem úti fiýs
þangað til það kemur skríðandi aftur
á fjónun fótuni og biður imi gott
veðm- í Sjálfstæðisflokknum - með
öðnmi orðmn. enn og aftur: mistökin
liggja hjá kjósendumun. ekki
flokkmmi.
Mikill dæmalaus misskilningm- er
þetta. Þeir tímar ein mnnir upp að
Sjálfstæðisflokkurinn verðiu' að
hafa fyrir fylgi sínu eins og aðrir
flokkar. Hann verður að sinna því
og skilja það. Hann verður að kom-
ast í jai'ðsamband. Fólkið. sem hvarf
frá Sjálfstæðisflokknum í þessmn
kosningiun. fór vegna þess að eitt-
hvað i fari flokksins fældi það burt.
Málflutningur fór fyrir ofan garð og
neðan. foiystan var klisiuð. við-
brögðin hofmóðug eða slió. tilfinn-
ingin fyrir manneskjunni kaldlynd.
Án jarðsambands
Það er athyglisvert í þessu sam-
bandi að þær sögur bárust frá
kosningaferðalögum fi'ambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins að þeir fyndu
hvergi þetta svokallaða fylgi Borg-
araflokksins. Þeir urðu ekki varir
við flótta úr herbúðunum. enga
straiuna sem bentu til þess að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapaði neinu sem
næmi. í Revkjavík gældu þeir við
það á kosningaskrifstofunum að nýtt
fólk nnindi þyrpast í flokkinn í til-
efhi af klofningmun og bæta upp
fylgistapið og vel það. Niðui'staðan
varð önnur eins og öllum er kunn-
ugt. Nænú lagi er að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi ekki unnið eitt
einasta atkvæði í kosningabarátt-
unni úr hópi hinna óákveðnu og
manni sýnist af kosningatölum að
þau tuttugu og sjö prósent, sem
Sjálfstæðisflokkurinn fékk. sé
berstrípað flokksfylgið og ekki
gramm í viðbót.
Hvað segir þetta okkur? -Jú. það
segir okkmvað frambjóðendm'. kosn-
ingavélin. þessi siálfvirka maskína
sem sitm- á kosningakontómnmn
dagana fyrir kjördag. sé í engiú
snertingu við kjósandann. Það ligg-
m' við að þeir komi af annarri
plánetu til að safna atkvæðmn einn
dag en hverfi síðan til síns heima
aðra virka daga kiörtímabilsins. Ef
flokkurinn væri í jarðsambandi hefði
hann gert sér grein fyrir áfallinu
áður en það skall yfir. Þá hefði hann
lært og viðurkennt að það kann
ekki góðri lukku að stýra að hundsa
og vanrækja vini sína. stuðningsfólk
sitt. stíga á litla manninn eða láta
hún'ahrópin yfir sjálftmi sér berg-
mála svo hátt að þau yfirgnæfi
neyðarópin frá hinum sem ekki em
í náðinni.
Númer eitt, tvö og þrjú
Ég var siálfstæðismaður fyrir
kosningar og er sjálfstæðismaðm-
eftir-kosningai'. Svo er mn fleiri. En
nú er kominn upp að hliðinni á Siálf-
stæðisflokknmn annar flokkur sem
segist einnig staifa í anda siálfstæð-
isstefnunnar. bara með ööriun
blæbrigðmn. öðrum áherslmn. ann-
ai's konar viðmóti. Fyrir þá sem bera
hag sjálfstæðisstefnunnar fýrir
brjósti hlýtiu' það að vera æskilegt
keppikefli að þessir hópar geti sam-
einast fyrr eða síðar. Þeir hafa
sameiginlegar lífsskoðanir en það
sem skilm- þá að í augnablikinu er
afstaða þeiira til fólksins - eða fólks-
ins til þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn
nálgast ekki þetta fólk nema með
því að sýna því skilning. viðurkenna
að áminningarinnar var þörf og iæra
af mistökum sínum. Ef sami hof-
móðurinn á að ríkia áfram. tillits-
leysið gagnvai-t einstaklingnmn sem
leitai' ásjár og íhaldssemi gagnvart
breyttimi viðhorfiun í byggðamálum.
jafnréttismálum og öðrum pólitísk-
imi staðrevndmn þá kemur þetta fólk
ekki aftur. hvort heldur Borgara-
flokkurinn lifir eða deyr. Þá fer það
bara eitthvað annað.
Niðurstaða mín er því sú að númer
eitt. tvö og þrjú sé að Sjálfstæðis-
flokkurinn nái sáttum við þær
þúsundir kjósenda sem hurfu frá
flokknum i þessum kosningum. Og
það gerist hvorki með hefndum né
hótunum.
Ellert B. Schram