Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. Ég kom fyrst til Glasgow fyrir tutt- ugu árum og var logandi hræddur þá stuttu stund sem ég hafði þar við- dvöl. Hræðsla mín var afleiðing af því slæma orði sem um langt skeið hafði farið af borginni. Þar voru ömurlegustu slömm í Evrópu, sagði sagan, og jafnframt versta glæpa- hyskið. Þetta hyski rottaðist saman í gengi sem höfðu það að skemmtun að skera fólk með rakblöðum, sér- staklega ef þau höfðu orðið fyrir vonbrigðum í fótbolta. Enginn hafði heldur búið mig und- ir mállýsku innfæddra. Ég bjóst að vísu við að heyra þá kveða fast að eins og James Robertson Justice gerði í læknamyndunum, var meira að segja farinn að hlakka til að heyra syngjandi framburð hálendinga. Ég var ekki fyrr kominn út úr flug- vallarvagninum en snarborulegur leigubílstjóri greip mig traustataki og spurði: Whurjaawentuoguoo, jemmah? Gamalt og nýtt: Viktoríutímabilið endurspeglast í nýju stórhýsi við Georgestræti. þróttmikla og sjálfumglaða arkitekt- úr frá blómaskeiði borgarinnar: Viðskiptamiðstöðina, sem er eftirlik- ing af höll hertogans Dogans í Feneyjum, St. Vincents kirkjuna sem þykist vera grískt hof, Ráðhúsið við Georges Square sem er eins og §ög- urra hæða marsípanterta að innan. Menningarleg heilsa Þá fyrst fór mér að skiljast hvers vegna snilldarhönnuður og arkitekt eins og Charles Rennie Mackintosh (1868-1928) kom fram einmitt í Glas- gow í lok þessa gróskumikla bygg- ingarskeiðs. Enginn sá sem sækir borgina heim ætti að láta hjá líða að skoða hinar þokkafullu byggingar hans, til dæmis Listaskólann ofan við Sauchiehallstræti, Tehúsið við sömu götu og svo auðvitað hið end- urbyggða heimili Mackintosh sjálfs í Hunterian-listasafninu. En ég var ekki kominn til Glasgow Glasgow: Menningarborg Evrópu 1990 - ný vakning í skoskum menningarmáluni Ég starði á manninn' eins og álfur út úr íslenskum hól, taldi víst að hann ætlaði að ræna mig, eða mér. Við skelfingarsvipinn á mér hrökklaðist bílstjórinn í burtu. Það var eiginlega sama hvert ég sneri mér þann dag, mér tókst ekki að skilja nema orð og orð á stangli. Ég ranglaði um Argyle Street og býsnaðist yfir því með sjálfum mér hve smávaxnir, dökkbrýndir og púkalega klæddir Glasgowbúar voru. Þá var nú einhver munur að sjá fagurlimaðan landann ... Sót og skinhelgi Ég var líka handviss um að ljótari borg en Glasgow (eða „Glescge", eins og heimamenn kölluðu hana) væri ekki til í Vesturálfu. Þunglamalegar byggingar í vikt- oríönskum stíl grúfðu yfir mannfólk- inu, mettaðar af sóti og skinhelgi 19. aldar, margar hverjar rúnar allri æru, útbrunnar eða umbreyttar í óþrifalegar steikarbúllur og öldur- hús. Einhverjum Glasgowbúum tókst síðan að eyðileggja fyrir mér jólin 1967 með því að stela frá mér forláta kápu sem ég hafði keypt handa móð- ur minni á leiðinni heim í jólafrí. En kannski gat ég sjálfum mér um kennt með því að líta af flíkinni nokkur augnablik eða, eins og skóla- bróðir minn frá Glasgow sagði við mig síðar: Glasgowgengin eru ekki að abbast upp á aðkomumenn nema þeir veiti á sér höggstað. Þau láta sér yfirleitt nægja að slást sín á með- al. Næstu fjögur árin fór ég oft um Glasgow. Ég kynntist enn ljótari borgum á Bretlandi og fór smátt og smátt að fá mætur á Glasgowbúum, sérstaklega eftir að ég kynntist fólki frá Edinborg. Edinborgarar telja sig sjálfkjörna útverði skoskrar menningar og í krafti þeirrar vissu geta þeir verið dáldið snúðugir. Ærslafengin kímnigáfa Glasgowbúar eiga ekki til slíka takta. Óumbeðnir eru þeir vísir til þess að taka á sig langan krók með vegvilltum aðkomumanni. Þeir hafa líka til að bera ríkulega, stundum ærslafengna kímnigáfu sem oftar en ekki beinist gegn þeim sjálfum, sjá uppákomur æringjans Billy Conn- olly, og þeir eru útsjónar- og hug- vitssamir með afbrigðum. Ótaldir viðskiptajöfrar og hugvits- menn á Bretlandseyjum eru einmitt ættaðir frá Glasgow. Allt þetta þóttist ég sannreyna meðan Skotland var mitt annað heimili. En allan þann tima heyrði ég aldrei minnst á Glasgow sem sér- stakan griðastað glaumgosa eða menningarvita, þvert á móti var allt- af talið að skosk menning væri heimilisföst í Edinborg. Snemma á síðasta ári fór ég að verða var við breytingar á þéssari hefðbundnu ímynd borgarinnar við Clyde. Utlend listatímarit voru uppfull af lofgjörðum um hið nýja og glæsilega Burrellsafn í Pollokgörðum, auk þess sem sömu rit voru farin að tala um Glasgow sem sérstaka útungunar- Listaskóli Glasgowborgar, fræg bygging eftir Charles Rennie Mack- intosh frá 1897. stöð fyrir hugvitssama hönnuði og arkitekta. i Glasgowkvikmyndir skoska kvik- myndaleikstjórans Bill Forsyth voru einnig til umræðu í alþjóðlegum kvikmyndablöðum með reglulegu millibili. í breskum dagblöðum var æ oftar minnst á skosku óperuna og aðskilj- anleg afrek skosku sinfóníuhljóm- sveitarinnar undir stjórn eistneska hljómsveitarstjórans Neeme Járvi en báðar þessar stofnanir hafa aðsetur sitt í Glasgow. A meðan auglýstu dagblöð í Reykjavík borgina upp sem einn alls- herjar skemmtistað, jú, og svo auðvitað sem „hagstæða“ verslunar- miðstöð. Stakkaskipti Punkturinn yfir i-ið var svo til- kynning menningarmálanefndar Evrópubandalagsins um að Glasgow hefði verið útnefnd „menningarborg Evrópu“, næst á eftir Amsterdam, og ætti útnefningin að taka gildi árið 1990. Hvað var eiginlega að gerast í Glasgow? Forvitnin rak mig þangað til að karina málið. Ég kom til Glasgow í skosku vor- veðri, rigningarsudda og garra, en samt leyndi það sér ekki að yfirbragð borgarinnar hafði tekið breytingum, ef ekki stakkaskiptum, frá því 1967. Nú grúfði ekki kolareykurinn yfir Clydeánni því í áratug eða meir hef- ur verið bannað að nota kol til upphitunar í Glasgow. I kjölfar þessa hafa borgarbúar byrjað að hreinsa uppsafnaðan kola- salla af gömlum byggingum og sjá, þá kom í ljós merkileg og stundum bráðskemmtileg byggingarlist frá Viktoríutímanum, meðal annars mikið af höggmyndum og öðru yfir- borðsskrauti sem hvergi er að finna annars staðar á Bretlandseyjum. Þessi byggingarlist minnir aðkomu- manninn á þá staðreynd að á 19. öld kom Glasgow næst á eftir London að umsvifum og auði. Á næstum dögum varð það ein helsta ánægja mín að ganga um göt- ur borgarinnar og góna á þerinan til þess eins að góna á byggingar þótt þær séu oft ágætur mælikvarði á menningarlega heilsu hverrar borgar heldur í því augnamiði að taka púlsinn á þessari tilvonandi menningarborg Evrópu. Kemur Glasgow til með að standa undir því sæmdarheiti? „Ég er sannfærður um það,“ segir Robert Palmer, nýskipaður fram- kvæmdastjóri sérstakrar menningar- hátíðar sem halda á í borginni árið 1990. „í Glasgow eru heimkynni Skosku óperunnar, Skoska ballettsins og Skosku sinfóníunnar en auk þess er í borginni Skoska kammersveitin, níu leikhús, fjörutíu og þrjú bóka- söfn og að minnsta kosti fjögur meiri háttar listasöfn. Þar á meðal er Burr- ellsafnið sem nú dregur að eina milljón gesta á hverju ári. Síðan hefur borgin afráðið að byggja tónlistarhöll og tónlistar- skóla fyrir 1990.“ Víst er að nægir peningar eru í spilinu. Fram til 1990 ætla Skotar sjálfir að leggja meira en 30 milljón pund (1.800.000.000 krónur) til menn- ingarinnar en þar að auki hafa þeir aðgang að menningarsjóðum Efna- hagsbandalagsins. Ekki til yngri kynslóðarinnar Ekki voru allir viðmælendur mínir yfir sig hrifnir af þeirri' síbylju um menningarborgina Glasgow sem embættismenn eins og Palmer og talsmenn ferðamálaráðs borgarinnar láta dynja á öllum þeim sem heyra vilja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.