Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1987, Síða 17
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987. 17 Egg-leikhúsinu komið fyrir í kassa til útflutnings. A myndinni eru Arni Ibsen, Gerla, Margrét Guttormsdóttir og Viðar Eggertsson. DV-mynd Brynjar Gauti Egg-leikhúsið í Brighton Viðari Eggertssyni leikara og Egg-leikhúsinu hans hefur verið boð- ið að sýna á listahátíðinni sem nú fer fram í Brighton á Englandi. Viðar ætlar að sýna einleik sinn, „Ekki ég ... heldur... “, 72 sinnum á hátiðinni. Þessi einleikur er óvenjulegur að því leyti að ekki að- eins er leikarinn einn heldur fær aðeins einn áhorfandi aðgang að hverri sýningu. Viðar hefur sýnt þetta verk áður á leiklistarhátíðum erlendis við góðar undirtektir. Á hátíðinni verða einnig sex sýn- ingar á „Skjaldbakan kemst þangað líka“ eftir Árna Ibsen. Þema hátíðarinnar er norræn list og hefur ýmsum listamönnum frá Norðurlöndunum verið boðið til leiks. Þar má til nefna Drottning- holm-óperuna frá Svíþjóð sem sýnir tvær af óperum Mozarts. Egg-leikhúsið er það eina frá Norð- urlöndum sem boðið er til hátíðar- innar. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslensku leikhúsi er boðið á há- tíð í Englandi. í för með Viðari eru Árni Ibsen, Gerla, sem hannar leikmvnd og bún- inga, Árni Baldvinsson ljósahönnuð- ur og Margrét Guttormsdóttir tæknimaður. Flugleiðir hafa styrkt leikhúsið til fararinnar og einnig ætlar menntamálaráðuneytið að leggja til fé. SVR AUGLÝSIR EFTIR VAGNSTJÓRUM til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á tímabil- inu júní/ágúst. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér sem fyrst til eftirlitsmanna í stjórnstöð SVR að Hverfisgötu 115. Strætisvagnar Reykjavíkur. Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað. VORLAUKAÚTSALA 30% afsláttur af öllum vorlaukum. Mæðradagurinn er á morgun. Blómaúrvalið er í Garðshorni. Gróórarstöóin GARÐSHORN SuðurfUíð 35 ♦ Fossvogi • Sími 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.