Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Side 4
4
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
Fréttir
Þremenningamir sem lentu í miklum hrakningum á smábáti:
„Kuldinn var verstur'1
Ingibergur ískarsson, Guðmundur Olafsson og Jóhann Ragnarsson um
borð i plastbátnum. DV-mynd Ömar
Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum;
Aðfaranótt laugardags var gerð
umfangsmikil leit af þremur ungum
mönnum sem höfðu um klukkan 21
á föstudagskvöldið haldið áleiðis út
í Elliðaey sem er um eina sjómílu
austan Heimaeyjar. Mikil þoka var
um nóttina og er þeir höfðu ekki
skilað sér var farið að óttast um þá.
Klukkan fjögur aðfaranótt laugar-
dags var ákveðið að hefja leit.
Humarbátar, sem voru á veiðum
við Eyjar, félagar úr Björgunarfélagi
Vestmannaeyja, Lóðsinn og varð-
skipið Týr hófu leitina. Þyrla
Landhelgisgæslunnar fór í loftið
klukkan 6.45 og hálftíma síðar fann
hún bátinn þar sem hann var rétt
við land utan við brimgarðinn um
12 sjómílur vestan við Eyjar. Leið-
beindi hún varðskipinu og björgun-
arbáti Eyjamanna að týnda bátnum
og var þeim fylgt til Eyja.
Þegar blaðamaður ræddi við þre-
menningana, voru þeir að mestu
búnir að ná sér eftir volkið. En þeir
heita Ingibergur Óskarsson, Guð-
mundur Ólafsson og Jóhann Ragn-
arsson. Jóhann var beðinn um að
lýsa ferðinni og sagði hann að þeir
hefðu um klukkan 21 á föstudag siglt
áleiðis út í Elliðaey. Mikil þoka var
Egilsstaðir 40 ára
en það sást í Bjarnarey sem er nær
höfninni og átti að taka stefnuna
þaðan á Elliðaey. En þegar þeir voru
komnir áleiðis umlukti þokan þá og
misstu þeir alla landsýn.
„Þegar þarna var komið var sólin
það eina sem við gátum áttað okkur
á en við sáum hana í gegnum þokuna
og tókum stefnuna út frá henni. Við
ákváðum að sigla áleiðis upp í sand
með sólina á vinstri hönd. Þegar við
komum að brimgarðinum sigldum
við vestur með honum í átt að Þor-
lákshöfn. Eftir um klukkutíma sigl-
ingu ákváðum við að stöðva bátinn
og bíða en þá var farið að ganga á
bensínið. Við héldum okkur fyrir
utan brimgarðinn en það braut mikið
og bátinn rak að landi svo við urðum
að kippa út annað slagið. Einn okkar
sat alltaf uppi og fylgdist með til að
við færum ekki of nálægt.“
Þeir heyrðu svo í þokulúðri um
klukkan sjö um morguninn „og
fimmtán mínútum síðar fann þyrlan
okkur“, sagði Jóhann.
Skömmu síðar kom varðskipið og
bátur Björgunarfélagsins að þeim og
var þeim fylgt til hafnar í Eyjum.
„Þessi túr, sem átti að taka eina
klukkustund, dróst á langinn en það
sem hrjáði okkur mest var kuldinn.
Einnig að geta ekki látið fólkið okk-
ar vita að allt væri í lagi. Við hefðum
frekar viljað hafa talstöð en átta-
vita,“ sagði Jóhann.
Vítavert
Þremenningamir, sem fóru á litl-
um piastbáti út í Elliðaey aðfaranótt
laugardagsins, þykja hafa sýnt víta-
vert kæruleysi því ekkert var af
öryggistækjum um borð í bátnum,
að sögn lögreglunnar í Vestmanna-
eyniun.
I þokunni römbuðu þeir svo á
Bjamarey sem er næsta eyja við
Elliðaey og reyndu þá að komast á
áfangastað en misstu af honom.
Sigldu þeir upp undir meginlandið
og fann þyrla Landhelgisgæslunnar
þá þar rétt fyrir utan brimgarðinn.
Eins og fyrr sagði höfðu þeir
hvorki talstöð né kompás um borð
sem er furðulegt þar sem einn þeirra
er meðlimur í björgunarsveitinni í
Eyjum. Vitað er að einir tíu bátar,
sem voru á veiðum á þessum slóðum,
tóku unp troll sín og héldu í leitina
að mönnunum auk þess sem varð-
skipið Týr kom frá Þorlákshöfh.
-FRI
Arma ingólfedóttir, DV; Egflsstöðum:
Egilsstaðabúar minnast þess nú
að 40 ár em liðin frá stofnun Egils-
staðahrepps. Þessara tímamóta verður
minnst með ýmsum samkomum og við-
burðum tímabilið 24. maí - 8. júlí í
sumar en þann dag verður hátíðar-
fundur í bæjarstjóm Egilsstaðabæjar.
Hátíðarsamkoma var í Valaskjálf í
gær. Þar var dagskrá í umsjón Menn-
ingarsamtaka Héraðsbúa, kórsöngur,
opnun málverka- og sögusýningar o.fl.
Hátíðin var öllum opin.
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
tónleika á Egilsstöðum 29. maí og í
júní verða m.a. íþróttaviðburðir.
Félagasamtök hafa gengist fyrir
ýmsu tengdu afmælinu; Rotaryklúbb-
unnn mun gefa út ömefnakort,
Lionsklúbburinn Múli mun reisa út-
sýnisskífu, JC-Hérað reisir nýja af mörkum við fegrunina og klæða
vegvísa við bæinn og íbúar leggja sitt hinn nýja bæ í sín bestu spariföt.
Frá vinstri: Bjöm Ágústsson, Sigurður Símonarson sveitarstjóri og Bjami Björg-
vinsson, formaður afmælisnefndar. Á myndina vantar Ragnar Steinarsson sem
einnig situr í afmælisnefnd.
Þokan
raskar flugi
Ómar Garðaissan, DV, Vestmannaeyjum:
Undanfama daga hefur þokan
gert Vestmannaeyingum lífið leitt.
Röskun hefur orðið á flugi. Má helst
líkja við gemingaveður að sjá þok-
una koma héma inn yfir eyjuna og
á stundum hefur þoka legið yfir
hluta hennar meðan annars staðar
hefur skinið sól. Á föstudaginn var
vesturbærinn umlukinn svartri þoku
svo varla sást út úr augum meðan
austurhluti bæjarins var baðaður í
sól.
Á laugardagsmorgun tepptist ein
véla Flugleiða í Vestmannaeyjum
vegna þokunnar. Hún komst ekki í
loftið aftur fyrr en um klukkan 15
sama dag en þá þurfti að sæta lagi.
I gær, sunnudag, gekk flug vel enda
ágætasta veður og gott skyggni.
I dag mælir Dagfari____________________
Kvennalistinn kostar Irtið
Enn virðist allt með ró og spekt í
stjórnarmyndunarviðræðum þrí-
flokkanna og menn tóku sér meira
að segja frí frá viðræðum í gær og
nutu góða veðursins. Enda liggur
svo sem ekki lífið á. Það er ekki
nema mánuður frá því kosningar
fóru fram og allra flokka mönnum
ber saman um að í þeim kosningum
hafi kjósendur lýst trausti á fráfar-
andi ríkisstjóm. Hún ætti því að
geta setið áfram hin rólegasta næstu
vikur eða mánuði meðan verið er
að bræða saman nýja stjóm. Lítið
hefur síast út um hvað þríflokkarnir
hafa verið að stinga saman nefjum
um. Þó er helst að heyra að fulltrúar
flokkanna séu að tala saman um það
hvort þeir eigi að tala saman í fullri
alvöm eða ekki. Það ku þó vera
komin sú niðurstaða að flokkarnir
haldi áfram að tala saman og ætli
að tala saman í alvöru um það sem
þeir em sammála um til að byrja
með. Ekki fylgir það hins vegar sög-
unni um hvaða atriði flokkamir em
sammála en eflaust má finna ýmsa
fleti þar að lútandi, til dæmis að efla
hag lands og þjóðar án þess að
hleypa verðbólgunni á fullt skrið.
í frétt í DV á laugardaginn var því
lýst að þátttaka Kvennalista í nýrri
ríkisstjórn kostaði minnst fimm
milljarða króna. Engum ætti að
bregða við slíkar tölur enda kostaði
þátttaka Útvegsbankans í rekstri
Hafskips ríkissjóð ekki nema tæpan
milljarð svo allir sjá að hér er ekki
um stórar upphæðir að tefla. í fyrr-
nefhdri frétt segir að dýrasta krafa
kvennanna sé sú að gamalt fólk og
öryrkjar fái hátt í 40 þúsund krónur
frá ríkinu á mánuði. Þetta muni
kosta ríkissjóð í heild nærri fjóra
milljarða. Ekki fylgir það sögunni
hvort greiða eigi ellilífeyrisþegum
þessa summu á mánuði án tillits til
þess hvort viðkomandi hafi þörf fyr-
ir peningana eða ekki. Það er
nefnilega svo, sem betur fer, að
margt gamalt fólk hefur úr nokkm
fé að spila og hefur nurlað saman
til elliáranna þótt bömum og bama-
bömum hafi í sumum tilfellum tekist
að krækja sér í dágóðan hlut af þeim
sjóði. Og eflaust eykst umhyggja af-
komendanna í réttu hlutfalli við
hækkun ellilaunanna. Þá vilja kon-
umar að ríkisstarfsmenn hækki í
launum. Það er víst ekki vanþörf á
þótt hitt sé mjög algengt að ríkis-
starfsmaður með 40 þúsund króna
mánaðarlaun fái tvöfalda þá upphæð
í raun af einhverjum dularfullum
ástæðum. En auðvitað ber fyrst og
fremst að tryggja hag þeirra sem
vinna hjá kerfinu því annars gæti
kerfið verið í hættu. Enda er það
ekki lengur gulltryggt að þeir sem
einu sinni em komnir á ríkisjötuna
geti dundað sér þar til æviloka án
tillits til þess hvað þeir gera eða láta
ógert.
Þetta kemur glöggt fram hjá flug-
umferðarstjórum þessa dagana. Þeir
hafa uppi háar kröfur að venju en
hafa nú lýst því yfir að þær eigi enn
eftir að hækka. Ástæðan er sú að
saksóknari gerðist svo ósvífinn að
höfða mál gegn flugumferðarstjórum
sem taldir em hafa gerst sekir um
mistök í starfi. Vill saksóknari svipta
þá réttindum. Þetta finnst flugum-
ferðarstjórum hin mesta ósvinna og
krefjast þess að það verði metið í
launum alveg sérstaklega ef þeir eigi
á hættu að verða látnir gjalda fyrir
mistök sín. En það er ekki nóg að
hækka laun ríkisstarfsmanna og
gamla fólksins því það þarf líka að
hyggja að þeim sem eiga að erfa
landið og konumar vilja því lengja
fæðingarorlof og fjölga vistheimilum
fyrir blessuð bömin svo vandræða-
laust sé að koma þeim í ömgga
geymslu strax og fæðingarorlofinu
lýkur. Ennfremur að skólabörn verði
látin dvelja í skólanum jafnlengi dag
hvem og foreldramir em að störfum
og er þá sjálfsagt stutt í að skólam-
ir verði opnir mestan hluta sólar-
hringsins svo foreldramir geti unnið
tvöfalda eftirvinnu án þess að þurfa
að hafa áhyggjur af því að blessuð
bömin dundi sér við að brjóta postu-
línsvasa heima í stofu. Það er því
margt sem ber að hafa í huga þegar
myndun nýrrar ríkisstjómar er ann-
ars vegar. Og auðvitað verða kratar
og íhald að bjóða fram góð málefhi
líka svo fólk haldi nú ekki að þaðan
komi eintóm atvinnuillmenni. Okk-
ur kjósendum verður svo sendur
reikningurinn að venju og auðvitað
borgum við hærri skatta með bros
ávör því öllum verða tryggð hærri
laun svo þeir geti borgað hærri
skatta og þá er tilganginum náð -
eða hvað?
Óþarfi er að fjölyrða um annað sem
heyrst hefur varðandi viðræður þrí-
flokkanna svo sem kröfu kvennanna
um að gerð varaflugvallar tengist
ekki hemaðarframkvæmdum. Gall-
inn er bara sá, að herflugvélar em
gerðar með þeim ósköpum að þær
geta notað sömu flugvelli og far-
þegavélar og ef til hættuástands
kemur verður enginn spurður hveij-
ir megi nota flugvelli landsins og
hvetjir ekki. Dagfari