Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Side 5
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
Greiöslukjör útborgun eftirstöðvar
Eurokredit 0 kr. 11 mán.
Skuldabréf 19.000,-kr. 6 - 8 mán.
Fréttir
Hvalavinafélag Islands:
Mun berjast gegn vís-
indaveiðum íslendinga
- alþingismenn meðal félaga
Hvalveiðar Islendinga hafa mikið
verið í sviðsljósinu undanfarið. Ekki
eru allir sáttir við þær veiðar og á
miðvikudagskvöld verða stofnuð
samtökin Hvalavinafélag íslands.
Magnús Skarphéðinsson, einn af
forsvarsmönnum samtakanna, sagði
í samtali við DV að samtökin myndu
einbeita sér að fræðslu og friðsam-
legum mótmælum. Magnús sagði að
það væri ljóst að þetta félag myndi
starfa óháð erlendum samtökum.
Ekki sagðist hann búast við að beitt
yrði svipuðum aðgerðum og Sea
Shepard cg fleiri hafa beitt erlendis,
a.m.k. myndi félagið einskorða sig
við löglegar leiðir til að ná sínu fram.
Tilgangur félagsins verður m.a. að
vinna að friðun hvala, stuðla að
fræðslu um hvali og beijast fyrir að
hafnar verði skoðunarferðir á hvala-
slóðir en ekki veiðiferðir.
Stofnfundurinn á miðvikudags-
kvöld verður haldinn á Hótel Borg
og að sögn Magnúsar verða þar
margvísleg skemmtiatriði. Meðal
annars sagði hann að hápunktur
kvöldsins yrði flutningur hvalatón-
listar en þá verður spiluð upptaka
af þeim hljóðum sem hvalir gefa frá
sér. Það munu vera einhvers konar
blísturshljóð. Sagði Magnús þetta
áheyrilegt mjög og áhugavekjandi.
Undirbúningshópur hefur unnið
að stofriun samtakanna að undan-
fömu og meðal 52 skráðra félags-
manna eru nokkrir líffræðingar og
náttúrufræðingar auk fólks úr ýms-
um öðrum starfsgreinum. M.a. hefur
Guðrún Helgadóttir alþingismaður
gerst félagi og sagði Magnús að mik-
ill vilji væri meðal félagsmanna að
hún tæki sæti í stjóm félagsins sem
kosin yrði á stofhfundinum.
Samkvæmt heimildum DV mun
einnig vera hart lagt að einni þing-
konu Kvennalistans að taka sæti í
stjóminni. Því gæti eins farið svo,
ef stjómarmyndunarviðræðumar
bera árangur, að einn af ráðherrum
þeirrar ríkisstjómar yrði stjómar-
maður í Hvalavinafélagi íslands.
-ES
A A
MITSUBISHI
FARSÍMINN
,,, átöduqt i teunfcutcii
79.980,-
staðgreidd eða kr.
89.980,-með afborgunum.
Undirbúningsnefndin sem undanfarið hefur unnið að stofnun Hvalavinafélags Islands; (frá vinstri) Magnús Skarp-
héðinsson, Guðmundur Guðmundsson, Benedikt Erlingsson, Rúnar Guðbjartsson, Þórir Jakobsson og Hrannar
B. Arnarsson. DV-mynd Brynjar Gauti
Rjúpan heilög í Hrísey
Jón G. Haukssan, DV, Akureyri:
Rjúpnastofninn virðist vera að
minnka samkvæmt talningu sem gerð
var í Hrísey í síðustu viku. í Hrísey
er þéttasta ijúpnabyggð í heimi og þar
er rjúpan heilög líkt og kýrnar á Indl-
andi.
Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar á
Akureyri, en hann var aðstoðarmaður
dr. Finns Guðmundssonar fuglafræð-
ings í tíu ár, sem talið hefur rjúpumar
í Hrísey em ijúpnapörin þar nú 252
en talningin fór fram í síðustu viku. I
fyrravor var stofninn í hámarki en þá
vom í Hrísey 315 pör.
„Það tekur rjúpnastofninn um þrjú
ár að detta niður. Þegar hann er í
mestri lægð em í Hrísey þrjátíu til
fjörutíu pör,“ sagði Þorsteinn.
19
SKIPHOLTI
SÍMI 29800
VlfHOKUM VEL A MOTIÞÉR
BIAGKSlDECKER Garðáhöldunum
Kantskerar
í úrvali
Verð frá kr.
3.943,-
Við eigum einnig fyrir-
liggjandi stærri sláttuvél-
ar og ýmis gæðaáhöld.
Útsölustaðir um land allt.
___brsteinsson
&1ohnson
ÁRMÚLA1-SIMI 68-55-33