Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Page 7
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
7
Utlönd
Saragosa rústir einar
eftir hvirfilvindinn
Þeir, sem komust lífs af er hvirfil-
vindur gekk yfir Saragosa í Texas í
Bandaríkjunum, héldu í gær minn-
ingarguðsþjónustu um þá sem urðu
náttúruhamförunum að bráð á föstu-
daginn. Alls létust tuttugu og níu
manns og hundrað og tuttugu særð-
ust.
Um sextíu hús jöfnuðust við jörðu í Saragosa í Texas er hvirfilvindur gekk
þar yfir á föstudaginn. Meðal þeirra var kirkjan en kirkjuklukkan og nokkr-
ir kirkjumunir sluppu við eyðilegginguna. Simamynd Reuter
Minningarstundin var haldin þar
sem kirkjan stóð áður en þar eru
nú rústir einar. Aðeins standa um
þrjátíu hús af þeim níutíu sem í þorp-
inu voru.
Veðurofsinn var slíkur að hús og
farartæki lyftust upp. Bifreiðar flött-
ust út og voru orðnar að járnarusli.
Móðir nokkur sagði frá því að fjög-
urra ára sonur hennar hefði þeyst
upp í loftið en að bróður hennar
hefði tekist að ná taki á fæti drengs-
ins og toga hann niður og koma
honum fyrir undir bekk. Skólaslit
voru er hvirfilvindurinn gekk yfir
og létust sex barnanna sem voru við
athöfnina.
Björgunarmenn, sem vanir eru
störfum í Suður-Ameríku, áttu varla
orð til að lýsa eyðileggingunni sem
varð. Höfðu þeir á orði að þegar um
jarðskjálfta væri að ræða hefði fólk
einhveija hugmynd um hvemig
bregðast mætti við. Hér var ekki um
slíkt að ræða og hvergi hægt að leita
skjóls. Einn eftirlifenda sagðist hafa
haldið að heimsendir væri kominn.
Ekki er hægt að segja að hvirfil-
vindar hagi sér eftir ákveðnu
mynstri nema hvað þeir eyðileggja
allt sem á vegi þeirra verður. Þeir
geta tekið niðri hér og þar eða þá
farið um á hundrað ferkílómetra
svæði.
Þessi systkin huga að því litla dóti sem bjargað var er heimili þeirra eyði-
lagðist í hvirfilvindinum. Á meðan fjarlægir jarðýta rústir hússins.
Simamynd Reuter
Aldraður biskup
lést úr eyðni
Sjötíu ára gamall meþódistabiskup á
eftirlaunum, sem veitti eyðnisjúkling-
um í Texas aðstoð sína, hefur látist
úr sjúkdómnum.
Að sögn fjölskyldu biskupsins er
ekki vitað hvemig hann smitaðist af
eyðni. Hann var ekki í neins konar
ástarsambandi utan hjónabandsins.
Ekki hafði honum verið gefið blóð né
heldur var hann eiturlyfjaneytandi.
Þegar biskupinn lét af störfum 1984
tók hann.til við að hjálpa fómarlömb-
um eyðni. Hann skipulagði jarðarfarir,
sá um flutninga sjúklinga á sjúkrahús
og þreif íbúðir þeirra.
Slanga send
heim til að
tiyggja uppskeru
Heilagri pýtonslöngu, sem var í með-
ferð í Nairobi vegna brunasára sem
hún hlaut í ijóðureldum í febrúar,
hefur nú verið komið aftur til heim-
kynna sinna. Óttuðust íbúamir í
Nyakach í Kenýa uppskembrest
vegna fjarvem slöngunnar en nærvera
hennar er talin tryggja góða uppskem.
Slöngunni, sem enn er á lyfjum,
verður ekki sleppt út á víðavang held-
ur verður hún fyrsti íbúinn í slöngu-
garði sem koma á upp í Kisumu.
Fundu 2,5 kíló
af heróíni
Á norðvesturströnd Frakklands
fannst poki með tveimur og hálfu kílói
af heróíni, að sögn lögregluyfirvalda
þar.
Var það fólk á gangi á ströndinni
sem fann heróínið en andvirði þess,
komið á götuna, er fimmtán milljónir
íslenskra króna.
Fyrir tíu dögum fannst plastpoki á
sömu slóðum og innihélt hann þrjú
hundmð og fimmtíu grömm af heróíni.
n Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF.
umboóið Smiójuvegi 4, Kóp., s. 7 72 00-7 72 02.
flugnbiH
Verð frá kr. 14.700,- 4 saman í bíl i viku.
Brottför alla fimmtudaga.
OTltXVTMC
FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580