Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
Udönd
c
Q^^^^rsfjörður
Xa
FINN -
LAND
Frá þvi að seinni heimsstyrjöldinni lauk hefur ekki verið hleypt af skoti við landamæri Noregs
og Sovétrikjanna. Þeir einu sem ekki virða þessi landamæri eru norsk hreindýr.
Horfa á kúreka-
myndir og snæða
saman kavíar
Norskir og sovéskir landamæraverðir langt frá kalda stríðinu
Nálægt Kirkeiies i Noregi eru það aðeins
nokkrir kofar. virgirðing, nokkrir varðstaðir
og hlið með hengilás sem minna á að þarna
eigi Natóland landamæri að Sovétríkjunum.
Yfirmaður norsku landamæravarðanna. Inge
Torhaug liðsforingi, og sovéskur starfsbróðir
hans, Alexander Ivanovich ofursti, leggja sitt
af mörkum til þess að þessi landamæri séu
undantekning og gjörólík Berlínarmúmum.
Á hverjum degi talast þeir við i sima og einu
sinni í mánuði hittast þeir í Noregi og Sovétríkj-
unum til skiptis. Fundur þein-a hefst á formleg-
um umræðum um starfsemina með aðstoð túlks.
Þegar skyldustörfunum er lokið slaka þeir á
yfir vodkaglasi og gæða sér á kavíar. Á dag-
skrá er einnig gufubað, kvikmyndasýning eða
vélsleðaakstur. Kúrekamyndir og myndir um
Bleika pardusinn eru vinsælastar, hefur Tor-
haug látið hafa eftir sér kíminn á svip.
Friðsæl landamæri
Frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk hefur
ekki verið hleypt af skoti við þessi landamæri.
Átakamiklar flóttatilraunir frá Sovétríkjunum
eru óþekkt fyrirbæri. Þeir einu sem ekki virða
landamærin eru norsk hreindýr sem fara þar
vfir ísilagða á, sæl og ánægð, og er algjörlega
ókunnugt um hugmyndafræðilegan ágreining.
Noregur, sem lagt hefur áherslu á að halda
niðri spennunni þama norður frá, hefur ekki
leyft æfingar Nató á þessum slóðum og landa-
mæraverðirnir eru aðeins hundrað og fimmtíu
talsins. Hinn norski vfirmaður þeirra tekur
fram að þeir geti ekki með aðferð sinni kornið
í veg fyrir stríð en nauðsyn sé á að Norðmenn
og Sovétmenn skilji hvorir aðra. Það sé nauð-
synlegt fyrir Norðmenn að gera sér grein fyrir
hvað það sé sem þeir óttist af hálfu Sovét-
manna sem óttist Norðmenn jafnmikið. Sovét-
mönnum er enn í fersku minni að það var frá
þessum stað sem Þjóðverjar réðust á Sovétríkin
1941 eftir að Noregur var hernuminn.
Hreindýrin fundarefni
Það er lítið rætt um varnarmál og stjómmál
á fundum yfirmannanna tveggja. Fundarefnið
er hvemig best sé að safna saman hreindýrun-
um sem villst hafa yfir til Sovétríkjanna eða
hvort varðstaðirnir þurfi viðgerðar við eftir
harðan vetur. Báðir eru þeir listunnendur og
ræða gjaman það áhugamál sitt, auk þess sem
fjölskylduna ber oft á góma.
Á landamærunum dró síðast til tíðinda fyrir
nær tveim tugum ára. Þegar sovéskir skriðdrek-
ar réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968 ók vélvædd
herdeild í allt að hundrað metra fjarlægð að
norsku landamærunum. Sovétmenn vildu vera
viðbúnir viðbrögðum af hálfu vesturveldanna
en það varð aldrei úr neinum slíkum.
Að vera landamæravörður á þessum slóðum
veldur því ekki neinni umtalsverðri streitu og
vonar sá norski að ástandið haldist óbreytt.
Framfara-
sinnaður og
íhaldssamur
í síðustu viku bættist enn í hóp þeirra sem
nú gefa kost á sér sem forsetaefni fyrir Demó-
krataflokkinn í kosningum þeim sem fara
fram í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Sim-
on, öldungadeildarþingmaður frá Illinois
fvlki, tilkynnti þá að hann hygðist keppa að
útnefningu flokksins.
Við þetta bættist Simon formlega í hóp
þeirra sem gárungar í Bandaríkjunum kalla
dvergana sjö. Flokk þennan skipa þeir fram-
bjóðendur sem opinberlega hafa gefið kost á
sér sem forsetaefni fyrir demókrata en nafn-
giftin er dregin af því að enginn þeirra hefur
verulegt fylgi innan flokksins. Flestir hafa
þeir sýnt þrjú til fimm prósent fylgi í skoðana-
könnunum og jafnvel þótt Gary Harc, sá sem
naut áberandi mests fylgis, drægi sig í hlé
vegna kvennamála sinna virðist lítið af at-
kvæðum hans hafa færst yfir á sjömenning-
ana.
Dvergarnir sjö eru þeldökki klerkurinn
Jesse Jackson, Michael Dukakis, fylkisstjóri
Massachusetts, Bruce Babbit, fyrrum fylkis-
stjóri Arizona, Joseph Biden, öldungadeildar-
þingmaður frá Delaware, Albert Gore,
öldungadeildarþingmaður frá Tennessee, Ric-
hard Gephardt, fulltrúadeildarþingmaður frá
Missouri, og svo Paul Simon.
Langur stjórnmálaferill
Paul Simon, sem fæddur er í Oregon árið
1928 og verður því sextugur á kosningaárinu,
á að baki nokkuð langan og traustan stjórn-
málaferil.
Hann var fyrst kjörinn til fulltrúadeildar
Illinoisþings árið 1955 og til öldungadeildar
sama þings 1963. Þar þjónaði hann til ársins
1969 þegar hann var kjörinn aðstoðarfylkis-
stjóri Illinois en því embætti gegndi hann til
ársins 1972.
Simon var kjörinn til fulltrúadeildar Banda-
ríkjaþings árið 1975 og árið 1984 hlaut hann
svo kosningu sem öldungadeildarþingmaður.
Simon var ritstjóri og útgefandi dagblaðsins
Troy Tribune í Illinois árin 1948 til 1966.
Hann hefur skrifað fjölda fræðirita um stjórn-
mál og heimsmál, meðal annars um fólksfjölg-
unarvandann og hungur í heiminum.
Framfarasinnaðurog íhaldssamur
Simon þykir framfarasinnaður í öllu því sem
lýtur að félagsmálum en á sama tíma er hann
íhaldssamur í efnahagsmálum og því sem lýt-
ur að ríkisútgjöldum. Hann greiddi á sínum
tíma atkvæði með jafnréttislöggjöf og með
ýmsum umbótum í almannatryggingum. Þá
hefur hann groitt atkvæði með því að frysta
aukningu kjarnorkuvígbúnaðar. Hann hefur
hins vegar setið hjá í ýmsum mikilvægum
atkvæðagreiðslum, svo sem um fóstureyð-
ingamál.
Paul Simon nýtur virðingar meðal sam-
starfs-
manna sinna, jafnt sem kjósenda i kjördæmi
sínu. Hann er einn þeirra er sáu fyrir þá ná-
kvæmnisskoðun sem tíðkast hefur um hagi
stjórnmálamanna, af hálfu fjölmiðla og ann-
arra. Ef til vill er það þess vegna sem hann
hefur gætt þess að hafa líf sitt eins og opna
bók. Öll hans fjármál liggja fyrir, hverjum sem
vill til athugunar og umfjöllunar. Hann hefur
ekki borist á að neinu marki og ekki hætt sér
út í neinar umdeilanlegar aðgerðir eða bar-
áttumál.
Simon er því fremur litlítill frambjóðandi
og þykir vart líklegur til stórræða í forkosn-
ingum demókrataflokksins. Enda er hlutverk
hans, líkt og hinna dverganna sjö, fyrst og
fremst það að halda umræðunni um forkosn-
ingarnar gangandi, að halda frambjóðenda-
sætunum volgum meðan þeir stóru það er
demókratar á borð við Mario Cuomo, Bill
Bradley og Sam Nunn - velta vöngum yfir
því hvort þeir eigi að bjóða fram.
Paul Simon.
MAL
Síðustu sætin 13. júní -TTO daga eða 3 vikur.
Fjölskylduafsláttur
Einn borgar fullt -
aðrir í fjölskyldunni minna.
Verð á mann miðað við hjón
með tvö börn yngri en
16 ára: kr. 27.300,-
Brottfarardagar:
Júní 1., 13., 22.
Júlí 4., 13., 25.
Ágúst 3., 15., 24.
Sept. 5., 14., 26.
Okt. 5.
Aðeins
í þessa
einu ferð.
Umboö á islandi fyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl. Símar 28388 og 9.8580