Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Page 15
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
15
dv Lesendur
„Lagið hans Valgeirs var aldrei liklegt til stórræðanna en það er laglegt lag,
áskorun til þjóða um að breyta út frá því hefðbundna Eurovisionformi."
Söngvakeppnin stór-
kostleg skemmtun
Ingibjörg Jónasdóttir skrifar:
Mig langar til að lýsa ánægju minni
með fólkið okkar sem bar erfiði
söngvakeppninnar fyrir Islands hönd.
Lagið hans Valgeirs var aldrei lík-
legt til stórræðanna en það er laglegt
lag, áskorun til þjóða um að breyta
út frá því hefðbundna Eurovision-
formi.
Ég dáist af þvi hvað Valgeir, kona
hans, Halla Margrét og fleiri komu
laginu vel frá sér miðað við allt glingr-
ið og prjálið sem oft vill fylgja svona
keppnum. Sáuð þið bara kynninn sem
var eins og illa skreytt jólatré.
Nei, það var stór sómi að okkar
fólki, Halla Margrét eins og norður-
ljósin og Valgeir eins og óhagganlegur
borgarísjaki, þau héldu sínu striki með
einfaldleikanum sem hæfði þessu lagi
vel.
Það eina sem ég gat fundið að var
að Halla Margrét hefði mátt syngja
aðeins sterkara í upphafi. Mér fannst
dásamlegt að heyra bakraddir okkar
besta söngfólks, röddin hans Egils er
nú svo frábær og sexí, það hefði
kannski mátt heyrast aðeins meira í
þeim. Kynnirinn Kolbrún Halldórs-
dóttir stóð sig einnig vel en hún hefði
mátt sleppa þvi að tala á meðan stiga-
gjöfin fór fram, að öðru leyti frábær.
Hvemig stendur á því að þeir sem
eru í dómnefnd mega ekki vera eldri
en 60 ára, ég er sjálf 61 árs og er í kafi
í öllu svona? Mér finnst ekki rétt að
hafa svona aldurstakmarkanir.
I lokin vil ég taka fram að mér fannst
íslendingamir stórkostlegir í keppn-
inni og þjóð sinni til mikils sóma.
Léleg þjónusta
Ólafur Ólafsson, 6779-4958, hringdi:
Mig langar að vara fólk við Lúkasarverkstæði i Síðumúlanum. Ástæðan
er sú að þeir standa ekki við það sem þeir segja.
Málið er það að ég panta tíma kl. 9 um morguninn til að hjólastilla bíl-
inn. Tók ég það sérstaklega fram að bifreiðin væri atvinnubifreið svo að
öll tímasetning yrði að standast.
Klukkan 9 mæti ég stundvíslega en er beðinn að koma kl. 10.50 og þá
verði bílinn tilbúinn.
Nei, aldeilis ekki, - bíllinn var rneira að segja á sama stað óhreyfður. Er
ég bað um skýringu á þessu fékk ég fyrirslátt og dónaskap að svörum.
Þetta er hlutur sem fólk á rétt á að vita svo það þurfi ekki að lenda í slíku.
Hæfari dansara í heimsmeistarakeppnina
Rut Pálsdóttir skrifar:
Voðalega er skrítið að íslandsmeistarar í suðuramerískum dönsum skuli
ekki vera sendir í heimsmeistarakeppnina í flokki áhugamanna í suðuramer-
ískum dönsum.
Þeir sem voru í þriðja sæti í Islandsmeistarakeppninni, sem haldin var í
Laugardalshöllinni hér fyrr um árið, í suðuramerískum dönsum verða sendir
í heimsmeistarakeppnina.
Því er ekki nema von að maður spvrji af hverju eru ekki sjálfir íslands-
meistararnir í þessum dönsum sendir utan? Þeir hljóta að eiga mesta-
möguleika.
RAFMOTORAR
Á GÓÐU VERÐl
Vorum að fá einfasa og
þriggjafasa rafmótora
frá Kína.
Mótorarnir eru í
I. E. C. málum,
í flestum stærðum,
1400 og 2900 s/m.
Sérlega
hagstætt verð.
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
' SÍMI: 685656 og 84530
ZIOTUMM','
ÞARFT ÞÚ AÐ
SELJA BÍLINN
ÞINN STRAX?
Blaðið BÍLASALINN kemur út á fimmtudaginn.
Þá mun bíllinn þinn birtast þúsundum áhugasamra
kaupenda um allt suð-vesturland.
VIÐ KOMUM TIL ÞÍN OG TÖKUM MYND AF
BÍLNUM ÞÍNUM OG ÞÚ AFHENDIR OKKUR
TEXTANN EF ÞÚ ÓSKAR.
SKRÁNING í FYRSTA TÖLUBLAÐ STENDUR YFIR
TIL KL. 19:00 Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLD.
Hringdu strax í síma 689990 eða komdu við
á Suðurlandsbraut 22 (sjá kort).
- BLAÐIÐ SEM SELUR BÍLINN ÞINN
Suöurlandsbraut 22 108 Reykjavik
________simar 689990 og 687053
FLUTNINGUR YINNUTÆKJA
Ótrúlega einialdur
M/S Esja er fjölhæfniskip sem hentar mjög vel til flutninga á
vinnuvélum. Skipið er búið öflugum krana, skutbrú og hiiðaropi.
Við keyrum t.d. allt að 50 tonna krana um borð og flytjum hann
á Bakkafjörð sé þess óskað. Kynntu þér kosti M/S Esju við flutn-
ing á vinnutækjum.
I
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822