Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Side 17
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987.
17
Hvað verður nú um
sjávarútveginn?
'■’-í ■
„Sumir eru svo forstokkaðir að halda þvi fram að kvótakerfið sé í and-
stöðu við „sjálfstæðistefnuna í fiskveiðum"..
Öllum ber saman um það að af-
koma sjávarútvegs á lslandi sé nú
betri en hún hefur verið um árabil.
Á þvi er enginn vafi að styrk stjórn
efnahagsmála undanfarin ár á þar
stærstan þátt í. Ýmsir vilja halda því
fram að góð aflabrögð eða góð við-
skíptakjör hafi valdið góðærinu í
sjávarútveginum. Því er til að svara
að einhver bestu aflabrögð, sem ver-
ið hafa á íslandsmiðum árið 1981,
birtust í verulegum rekstrarhalla
sjávarútvegsins. Á þeim árum var
gengi dollarans eitthvert það alha
hæsta sem nokkurn tíma hefur verið
og þar af leiðandi verð á flestum
okkar afurðum (í krónum). Þá var
góðæri hið ytra en það vantaði bjart-
sýnina og kjarkinn sem einkennir
sjávarútveginn nú.
Mistök auk efnahagsóstjórnar
Okkur hélst þá ekki á þeim ábata
sem við hefðum getað haft af hag-
stæðum ytri skilyrðum aflabragða
og afúrðaverðmæta. Ástæðan var
fyrst og fremst sú að efnahagsmálin
voru í ólestri, verðbólgan æddi áfram
og tíð verkfoll geisuðu með tilheyr-
andi víxlhækkunum kaupgjalds og
verðlags. Vinstri stjórnin 1980-1983,
sem þó hafði fyrst í stað mikinn
stuðning almennings, réð ekkert við
efnahagsmál og sjávarútvegurinn
var blóðmjólkaður sem aldrei fyrr.
Ýmis mjög alvarleg mistök, sem enn
sjást merki um, voru gerð þá. Skreið-
arframleiðslan var aukin þar til
markaðurinn hrundi. Loðnustofhinn
KjaUarinn
Dr. Björn
Dagbjartsson
matvælaverkfræöingur
var ofveiddur þar til stöðva varð
veiðar í nærri 2 ár. Ofsókn í þorsk-
stofhinn var haldið áfram á fullri
ferð þar til veiðin brást árin 1982 og
1983. Afdrifaríkast var kannski það
að opnað var fyrir skipainnflutning
upp á gátt en það hafði nærri því
tekist að stöðva stækkun fiskiskipa-
stólsins á árinu 1979.
Hvað tekur við?
Það fer ekki hjá því að sú óvissa
sem ríkir í efnahagsmálum eftir
kosningaúrslitin hafi áhrif á sjávar-
útveginn. Sú bjartsýni og gróska sem
ríkt hefur í sjávarplássum víðs vegar
um landið, sérstaklega á Norður-
landi, mun dvína og menn munu
halda að sér höndum, hika og bíða.
Þetta mun koma harðast niður á
landsbyggðinni, þar sem öruggasti
mátinn til að afrakstur sjávarútvegs-
ins verði eftir þar sem hann verður
til, er að menn hafi trú á og kjark
til að byggja upp ný atvinnufyrir-
tæki í sinni heimabyggð. Það hefúr
verið að gerast í næstum hveiju sjáv-
arplássi undanfarin 2-3 ár.
Það er ekki líklegt að stórar breyt-
ingar verði á fiskveiðistefnunni
næstu ár hvaða ríkisstjóm sem við
tekur og hvað sem menn sögðu í
kosningabaráttunni. Skammtíma-
sjónarmið verða þó líklega látin
ráða. Um langtímastefnu verður
tæpast samkomulag í fjölflokka-
stjórn jafnvel þó að hagsmunaaðilar
reyni að gefa þann tón. Eflaust verð-
ur revnt að lagfæra ýmsa agnúa sem
enn má finna á kvótakerfinu hvernig
sem til tekst. Fáir munu hlusta á
staglið í Vestfjarðaþingmönnum sem
eru svo blindaðir af þrengstu sér-
hagsmunum síns landshluta að þeir
halda að kvótakerfið sé eitthvað
meiri miðstýring en aðrar stjórnun-
araðferðir sem er hreint öfúgmæli.
Sumir eru svo forstokkaðir að halda
því fram að kvótakerfið sé í andstöðu
við „sjálfstæðisstefnuna í fiskveið-
um". hvað sem það nú er og að
sjálfstæðismönnum beri að varð-
veita „frelsi einstaklingsins" til að
ofveiða fiskstofnal!
Ekkert sérstakt bendir til versn-
andi viðskiptakjara eins og stendur.
Það verður þrí stjórn efnahagsmála.
sem mun ráða framvindu og afkomu
í sjávai'útveginum eins og svo oft
áðm'. Hvort áfram verður ríkjandi
stöðugleiki í þjóðarbúskapnum eins
og undanfarin tvö ár. hvort vinstri
glundroði tekur við eða hvort efna-
hagsundur Steingríms og Alberts frá
1983-1984 endurtekur sig. það veit
engirrn eins og sakir standa.
Björn Dagbjartsson.
„Það er ekki líklegt að stórar breytingar
verði á fiskveiðistefnunni næstu ár hvaða
ríkisstjórn sem við tekur og hvað sem
menn sögðu í kosningabaráttunni.“
Tekst að semja um afvopnun?
Að undanförnu hefúr mikið verið
fjallað í fjölmiðlum um samninga um
fækkun kjamorkuvopna í Evrópu.
Það hefur vakið athygli að ýmis ríki
innan Atlantshafsbandalagsins
(NATO) eru einna tregust til að sam-
þykkja niðurskurð á þessum vopn-
um. Til dæmis lýsti Carrington
lávarður, framkvæmdastjóri NATO,
því yfir að kjarnorkuvopnalaus Evr-
ópa jafrigilti endalokum NATO í
núverandi mynd. Ráðamenn í V-
Þýskalandi geta ekki komið sér
saman um afstöðu og telur Kohl
kanslari tillögur Sovétmanna um
fækkun óaðgengilegar nema fleiri
atriði komi til. Þannig hafa NATO-
ríkin stöðugt reynt að finna eitthvað
sem verði líka að gera áður en hægt
sé að semja. Fyrst var ekki nóg að
ræða um meðaldrægar eldflaugar
heldur þurfti einnig að taka skamm-
drægar flaugar inn í dæmið og þegar
Sovétmenn reyndust tilbúnir til þess
vilja ýmis NATO-ríki ekki semja
nema flaugar í Asíu séu líka með í
fyrstu lotu. Með bessu virðist eiga
að drepa málinu á dreif og hincha
samninga þrátt fyrir að fyrir liggi
skýr vilji almennings í NATO-lönd-
unum um að kjarnorkuvopnum
verði fækkað.
Aukið vopnakapphlaup á höf-
unum
Fyrir utan það að í ljós hefúr kom-
ið mjög takmarkaður vilji til
samninga hjá ýmsum NATO-löndum
er annað atriði sem hefur komið upp
á yfirborðið þegar leiðir til að
tryggja frið hafa verið ræddar, en
það er vígvæðingin á höfunum.
Bandaríski vamarmálaráðherrann,
Caspar Weinberger, reyndi að róa
félaga sína í yfirstjórn NATO með
því að ekkert þyrfti að óttast þvi að
samhliða fækkun í Evrópu yrði
NATO að sjálfsögðu að fjölga
kjarnaflaugum um borð í kafbátum
og flugvélum á N-Atlantshafi. Þarna
KjaUaiiim
Ingibjörg
Haraldsdóttir
formaður Samtaka
herstöðvaandstæðinga
uppsetningu kjamaflauga i löndum
sinum var þannig markvisst stefnt
að því að flytja vígbúnaðinn út á
höfin. Þar eru vopnin „ósýnileg" og
því ekki eins augljós ógnun eins og
uppi á landi. Þetta var einnig ráð
hemaðai'sinna til að mæta sífellt
háværari kröfi.mi almennings mn
afvopnun. þeir færðu sig einungis til.
Aukin hætta fyrir ísland
Þótt kjámorkukapphlaupið sé
ekki jafnaugljóst þegar það er háð
á höfúnum verður þó erfiðara að
fela það þegar uppbyggingin eykst.
Samhliða verður nefnilega vaxandi
þörf fyrir aðstöðu fyrir flotann uppi
á landi. Nýir flugvellir. hafhai'að-
staða. kafbátalægi. ratsjái'stöðvar og
heimsóknir herskipa sem bera kjarn-
orkuvopn. allt eru þetta merki imi
sivaxandi vígbúnað. Við Islendingar
„Það er ófært ef NATO á t.d. að ráða því
að gengið verði gegn vilja 90 % þjóðar-
innar um stofnun kjarnorkuvopnalauss
svæðis á Norðurlöndunum.“
dró hann fram mál sem e.t.v. hefúr
legið í of miklu þagnargildi. Því á
meðan unnið var að uppsetningu
Pershing 2 og stýriflauganna í V-
Evrópu og SS-flauganna austan-
megin voru þessar flaugar mjög í
sviðsljósinu og þeim mótmælt kröft-
uglega. Á sama tíma átti sór stað
önnur og. mun alvarlegri þróun í
vopnakapphlaupinu. Unnið var að
áætlun imi að koma fyrir meira en
4000 stýriflaugum í kafbátimi og
öðmm eins fjölda imi borð i sprengi-
þotum yfir höfunum. Samhliða var
undirbúningi að ýmsum búnaði
tengdum þeirn hraðað. Meðan al-
menningur i Evrópu mótmælti
höfurn á undanförnum árum orðið
vitni að þvi hvernig vígbúnaðar-
kapphlaupið er að færast nær okkur.
Það felst engin lausn í því ef bmgð-
ist er við fækkun kjarnorkuvopna á
landi með því að fjölga þeim enn
meira á höfunum. Þess vegna er biýn
ástæða til að vera vel a verði og
standa gegn öllum tilraunum i þá
átt. Friðarsinnar hafa gert sér grein
fyrir þessai'i hættu og hefur krafan
rmi að ísland yrði skilyrðislaust þátt-
takandi i stofnun kjarnorkuvopna-
lauss svæðis á Noðurlöndum ekki
hvað síst tengst þeirri staðrevnd að
annars gætu kjarnorkuveldin auð-
veldlega aukið viðbúnað sinn hér í
„Kjarnorkuslys sem yrði á fiskimiðum okkar eða nærri ströndum lands-
ins myndi hafa óbætanleg áhrif og gæti lagt sjávarútveg okkar i rúst.“
kjölfar fiiðlýsingai' annai-s staðm'.
Fvrir þióðir eins og okkrn- Islendinga
heftu’ slík þróun sérstaklega alvm'-
legar afleiðingar vegna þess að með
aukinni imiferð kafbáta. skipa og
flugvéla. sem bera kjamorkuvopn.
stóreykst slysahættan. A síðasta ári
yiðurkenndi bandariski flotinn að
hafa skráð alls 630 kjmTiorkuslys og
óhöpp síðastliðin 20 ár. Sérffæðingar
í þessmn málum eru sammála mn
að fjöldi slysa sé örugglega ekki
minni hjá sovéska flotanum þótt töl-
m- um.það séu ekki aögengilegm'.
Kjamorkuslys. sem yrði á fiskimið-
mn okkar eða næm ströndmn
landsins. myndi hafa óbætanleg
áhrif og gæti lagt sjávarútveg okkar
i rúst því það myndi ekki reynast
okkur auðvelt að finna markað fyrir
geislavirkan fisk.
Aðgerða er þörf
I ljósi þess sem rætt hefur verið
hér að framan tel ég ljóst að almenn-
ingur á Islandi verður að vera
vakandi í þessu máli. í fyrsta lagi
er eðlilegt að gera þá kröfu til utan-
ríkisráðherra okkar (hver svo sem
veður við stjómvölinn) að á fúndi
NATO-ríkjanna hér í júní virði hann
vilja þjóðarinnar og beiti sér fyrir
því að þegar verði gengið til samn-
inga við Sovétmenn imi fækkun
kjamorkuvopna. í öðm lagi er nauð-
synlegt að tryggja að ekki verði ljáð
máls á því að auka vígbúnaðinn hér
á landi og á hafinu umhverfis. í fram-
haldi af þrí er sjálfsagt að hefjast
handa við afvopnun hér á norðrn'-
slóðum eins og verið er að ræða á
meginlandi Evrópu. Það hefði m.a.
í för með sér að ýmiss konar búnað-
ur tengdur kjarnorkuvígvæðingunni
vtöí fluttur á brott og hafnar yrðu
viðræður imt brottflutning herafla
stórveldanna frá Evrópu en banda-
ríska herstöðin hér er hluti hans.
Loks er það meginkrafa að allar
ákvarðanir mn vígbúnaðarmál hér á
landi verði teknar af íslendingum
sjálfum. Það er ófært ef NATO á t.d.
að ráða því að gengið verði gegn
vilja 90 % þjóðarinnar um stofnun
kjamorkuvopnalauss svæðis á
Norðurlöndum.
Samtök herstöðvaandstæðinga
hafa ákveðið að standa að aðgerðum
nú í lok maí og b\Tjun júní þar sem
þessi mál verða í brennidepli. Há-
punktur þehra verður Keflavíkur-
ganga laugai-daginn 6. júní þar sem
hvatt verður til nýrrar friðarsóknar
og baráttu fyrir hlutlausu og her-
lausu landi. Vil ég hvetja alla
hugsandi Islendinga til að veita sam-
tökunum lið og mæta í gönguna.
Með því getur fólk lagt sitt lóð á
vogarskálina til að auka friðarlíkur
í heiminum.
Ingibjörg Haraldsdóttir.