Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Síða 36
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst,óháö dagblað
MANUDAGUR 25. MAI 1987.
Omar
brotlenti
Ómar Ragnarsson fréttamaður og
flugmaður, með meiru, gat með snar-
ræði sínu og langri flugreynslu
forðað sjálfum sér og farþegum sín-
* um frá mjög alvarlegu flugslysi
þegar hann nauðlenti flugvél á
Revkjahlíðarafrétti, 10 km vestan
við Grímsstaði á Fjöllum.
Samkvæmt upplýsingum Ómars
voru þeir að mvnda afréttinn á þess-
um slóðum í því skyni að rannsaka
gróðurástand svæðisins en flugferð-
in var farin í samráði við Vélflugfé-
lagið. Landgræðsluna og Náttúru-
vemdarráð.
Fimm manns voru um borð i vél-
inni og sluppu þeir allir ótrúlega
vel. Vélin er hins vegar gjörónýt að
dómi Ómars.
Tildrög óhappsins voru þau að
vélin lenti í óvenju miklu niður-
strevmi sem nressaði hana niðui' á
(t > við á ótrúlega skömmum tíma: ..Ég
hef flogið mikið um dagana en ég
man ekki eftir að hafa lent í öðru
eins niðurstreymi. nema ef verið
hefúr fý-rir 18 árum.“ sagði Ómar i
viðtah við DV.
„Ég hafði hjólin uppi og kviðlenti
vélmni en þama var laus sandur og
nokkuð óslétt svo að vélin fór fram
yfir sig í lendingunni og hvolfdi þar
með."
Ómar og tveir aðrir fengu smá-
skrámur og tveir farþeganna voru
aumir í baki en þar með eru meiðsl-
in upptalin. ..Ég er forsjóninni mjög
þakklátur fvrir að ekki fór verr.“
sagði Ómar að lokum. -KGK
Grænt Ijós á
Pólverjana
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Grænt ljós er komið frá félags-
málaráðuneytinu á ráðningu Slipp-
stöðvarinnar á Akurevri á pólskum
málmiðnaðarmönnum. Að sögn
Gunnars Arasonar hjá Slippstöðinni
'vjA vom pólsku rafvirkj amir afþakkaðir
því ekki þurfti á þeim að halda þar
sem íslenskir rafvirkjar hafa verið
ráðnir að undanfömu.
Gunnar sagðist reikna með því að
pólsku málmiðnaðarmennirnir
kæmu til starfa fljótlega í næsta
mánuði.
th&'*
LOKI
Þær eru varasamar,
þessar fljúgandi
fréttastofur.
Tillögur Kvennalista um lágmarkslaun:
Mikill ágreiningur
um lögbindinguna
Eitt af þeim skilyrðum, sem
Kvennalistinn setur fyrir þátttöku í
ríkisstjóm, er að tryggð verði 36-40
þús. kr. lágmarkslaun.
Andstæðingar þessarar hugmynd-
ar hafa bent á að lágmarkslaun hafi
nú þegar hækkað mjög mikið og
mun meira en öll önnur laun.
Kvennalistakonur segja þessa
hækkun einfaldlega ekki nógu mikla
því að lágmarkslaun dugi einstakl-
ingi ekki til framfærslu.
Ljóst er að þessi hugmynd grund-
vallast á því að hækkunin skili’sér
ekki upp alla taxta í samningum eða
launaskriði en hvemig koma ætti í
veg fyrir það er enn alls óljóst
„Nei, þessar hugmyndir ganga
ekki upp. Mér virðist ljóst að þetta
myndi þýða hækkun fyrir allan
þorra launafólks en væri ekki bund-
ið við lægstu laun. Eins og dæmið
stendur núna þá verður nógu erfitt
að viðhalda þeim kaupmætti sem
þegar er fenginn. Menn verða að
gera sér grein fyrir því að góðar óskir
einar sér verða aldrei tmdirstaða
kaupraáttar. Aukin verðmætasköp-
un verður að standa undir honum,“
sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ, þegar DV
spurði hann álits á þessum hug-
myndum.
„Ég tel að lágmarkslaun verði að
hækka og sé það ekki mögulegt með
almennu samkomulagi milli aðila
hefði ég síður en svo á móti því að
lágmarkslaun yrðu lögbundin. Þetta
er mín persónulega skoðun,“ sagði
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, þing-
maður Borgaraflokksins, rnn þessar
hugmyndir í morgun.
Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ,
sagði i samtali við DV að það væri
ljóst að hækkun lægstu launa um-
fram önnur laun væri vandasamt
verk. „Ef lægstu laun eiga að hækka
hlutfallslega umfram önnur laun þá
verða líka önnur laun að hækka
minna. Þetta höfiun við verið að
reyna að gera, raunar með misjöfh-
um árangri. Ég hef ekki séð hvemig
hugmyndin er að framkvæma þetta
nú og fyrr get ég ekkert sagt um
málið,“ sagði Ásmundur.
-ES/FRI
Grillað í góða veðrinu
Nemendur við Kársnesskóla í Kópavogi og foreldrar þeirra létu hendur standa fram úr ermum
í blíðviðrinu um helgina, hreinsuðu skólalóðina eftir veturinn og gróðursettu þar tré og plönt-
ur. Að afloknu góðu verki er svo prýðilegt að fá sér grillaðar pylsur. DV-mynd S
Veðríð á morgun:
Hæg breyti-
leg eða
suðaust-
læg átt
á landinu
Á þriðjudaginn verður hæg
breytileg eða suðaustlæg átt á
landinu. Léttskýjað verður inn til
landsins og hiti 12-18 stig en sums
staðar þokubakkar við ströndina
og hiti 7-13 stig.
Eldur í
verslun
Slökkviliðið var kallað út að Þing-
holtsbraut 21 í KópaVogi aðfaranótt
laugardagsins en þar var eldur laus í
versluninni Matvali. íhúar í nærliggj-
andi götu höfðu orðið eldsins varir og
hringt í slökkviliðið.
Er slökkviliðið kom á staðinn lagði
töluverðan reyk úr versluninni og
talsverður eldur var kominn í lager-
plássi hennar. Tveir reykkafarar vom
sendir inn í verslunina og tókst þeim
fljótlega að ráða niðurlögum eldsins.
Nokkrar reykskemmdir urðu í versl-
unni og rífa þurfi niður millivegg á
lagemum þar sem eldurinn hafði kom-
ist í hann.
Ibúð er á efri hæð verslunarinnar
en hún slapp alveg við reykskemmdir.
-FRI
Rafeindavirkjar:
Samnings-
tilboð í dag
i
i
Rafeindavirkjar sitja í dag fund hjá
ríkissáttasemjara og leggja þar fram
tillögu sína að samningi við ríkið en
fyrir helgi höfnuðu rafeindavirkjar
framkomnu samningstilboði ríkisins,
samkvæmt upplýsingum sem DV fékk
hjá Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissátta-
semjara.
Verkfall rafeindavirkja, sem starfa
hjá Pósti og síma, Flugmálastjóm og
Vita- og hafhamálastjórn, hófst á
fimmtudag en á föstudaginn næstkom-
andi hefst verkfall rafeindavirkja hjá
Ríkisútvarpinu og Ríkisspítulum. Er
reiknað með að verkfall starfsmanna
þessara stofnana hafi vemleg áhrif.
Aðspurður sagði ríkissáttasemjari
að hann vildi ekkert segja um horfur
í samningamálum þessai'a aðila á
næstunni. -ój
Þyrla sótti
slasaðan
sjómann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
slasaðan sjómann um borð í togarann
Arinbjöm frá Reykjavík á sunnudags-
morguninn. Hafði sjómaðurinn fengið
vír í höfuðið en við nánari skoðun
vom meiðsl hans ekki talin alvarleg.
Arinbjöm var á veiðum um 20 mílur
suðvestur af Eldey er óhappið varð.
Þyrlan lagði af stað úr borginni um
kl. 6.25 um morguninn og var komin
með manninn á slysadeild Borgar-
spítalans um klukkutíma seinna.
-FRI
Stjómarmyndunartilraunimar
Fundalota
skipulógð
Stjómarmyndunartilraunir Þor-
steins Pálssonar halda áfram í dag.
Sett hefur verið upp dagskrá fyrir
viðræðumar í þrjá daga, þ.e. mánu-
dag, þriðjudag og miðvikudag. Er þá
ráðgert að ræða meðal annars um rík-
isfjármál, efnahagsmál og utanríkis-
mál.
Á miðvikudag verður þessari funda-
hrinu lokið og sagði Þorsteinn Pálsson
í samtali við DV í morgun að þá ætti
að vera orðið ljóst hvort þessir flokk-
ar, Sjálfstaaðisflokkur, Alþýðuflokkur
og Kvennalisti, hefðu einhvem mögu-
leika á því að ná saman um myndun
ríkisstjómar.
Fundurinn í morgun hófst kl. 10.30
og er búist við að hann muni standa
langt fram eftir degi. -ES