Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 12. JÚNI 1987.
Atviimumál
hækka
lækka
Innanbæjarsímtöl
en langlínusímtöl
- margs konar breytíngar á kjörum símnotenda
Tekjur Pósts og síma eiga að hækka
um 9,5% með margs konar breytingum
á kjörum símnotenda. Þriggja mín-
útna símtöl innan svæðis hækka um
20% á daginn og 47,7% þess utan.
Jaínlöng langlínusímtöl lækka á hinn
bóginn um 7,5-9,5% á daginn og
kvöldin og um 26,8-28,8% á nóttunni
og um helgar. Póstgjöld hækka að
jafhaði um 9,5%.
Breytingamar eru gerðar með
breyttri skrefatalningu og breyttri
gjaldskrá. Skreíúm inniföldum í fasta-
gjaldi fækkar úr 600 í 400 og þar sem
notendafjöldi er yfir 20.000 á sama
svæði fækkar skrefunum úr 300 í 200.
Skrefatalning verður tekin upp á inn-
anbæjarsímtölum á þeim tíma sem
símtölin voru áður ótakmörkuð, milli
klukkan 18 og 8, og verður talið á 12
mínútna fresti. Ársfjórðungsgjald hækk-
ar úr 585 krónum í 641 eða um 9,6%.
Tveir langlínutaxtar gilda eins og
áður, hærri og lægri. Skrefsekúndum
fjölgar á daginn úr 12 í 16 í hærri taxta
og 18 í 24 í þeim lægri. Kvöldtaxti
byrjar nú klukkan 18 í stað 19. Skref-
sekúndum fjölgar þar úr 18 í 24 í hærri
taxta og 27 í 36 í lægri taxtanum.
Síðan kemur til nýtt tímabil, nætur-
og helgartaxti. Hann gildir milli
klukkan 23 og 8 á nóttunni og frá 23
á föstudagskvöldi til 8 á mánudags-
morgni. Skrefsekúndur verða 32 í
hærri taxta og 48 í lægri taxta.
Síðustu mánuði hafa flest gjaldsvæði
með staðar- eða innanbæjartaxta verið
stækkuð. Sem dæmi um það er samein-
ing ísafjarðar, Bolungarvíkur, Flat-
eyrar, Suðureyrar og Þingeyrar á
innanbæjartaxta. En hliðstæð samein-
ing hefur átt sér stað í öðrum lands-
hlutum.
Fyrir upplýsingaþjónustu í 03 og 08
greiðast nú þrjú skref. Fyrir að láta
02 vekja sig greiðast 35 krónur í hvert
skipti eða 600 krónur á mánuði. Mín-
útugjald til og frá sjálfvirka farsíma-
kerfinu verður nú 7,80 krónur.
Þá hafa verið gerðar breytingar á
skeytaþjónustunni. Nú er hringt til
viðtakanda og texti skeytis lesinn fyr-
ir hann, en skeytið síðan póstlagt
nema viðtakandi vilji sækja það á sím-
stöð. Bæði sendandi og viðtakandi
geta þó óskað heimsendingar samdæg-
urs gegn 90 króna hraðboðagjaldi.
Heillaskeyti og samúðarskeyti verða
þó borin út með sama hætti og áður.
-HERB
Manville-menn á fundi með iðnaðarráðherra. Dillon stjórnarformaður, Stephens aöalforstjóri, Þorsteinn Pálsson
og Gough, framkvæmdastjóri vöruþróunardeildar.
Manville spáir í perlusteininn
- einnig kísilryk og steinull
Djúpavík:
Langtígrásleppuna
Regina Thorarensen, DV, Selfœsi;
Hótel Djúpavík í Strandasýslu var
opnað fyrir hálfúm mánuði. Að sögn
Ásbjörns Þengilssonar framkvæmda-
stjóra var hótelið fúllt af gestum yfir
hvítasunnuna og engin slys urðu á
mönnum né bílum.
Búið er að ráða sumarfólk á hótelið.
Grásleppuveiði hefui- verið góð hjá
Ásbimi og hann búinn að fá í 15 tunn-
ur frá 10. maí þegar hann hóf veiðar
með fá net. Langt er á grásleppumiðin.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð'
Sparisjóðsbækur 10-12 Ib.Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 11-15 Sb
6 mán. uppsögn 12-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18mán. uppsogn 22-24,5 Bb
Ávisanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7
Innlan verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 1.5-2 Ab.Bb,
6 mán. uppsögn 2,5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 10-22
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5,5-6,5 Ib
Sterlingspund 7.5-10 Vb
Vestur-þýsk mörk 2.5-3,5 Ab.Vb
Danskarkrónur 9-9,5 Ab.Sb,
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Sp.Úb lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 21-24 Bb.Úb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) 24-26 eða kge
Almennskuldabréf 21,5-25 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 21,5-25 Úb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5árum 6,5-7,5 Lb
Til lenqri tíma 6,75-7,5 Úb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 18,5-24 Ab
SDR 7,75-8 Bb.Lb.
Bandarikjadalir 8-9 Úb Sb
Sterlingspund 10,25-11,5 Lb
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,75 Bb.Lb
Húsnæðislán 3,5
Lifeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 33,6
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júní 1687 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði3%1.apríl
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110kr.
Eimskip 248 kr
Flugleiðir 170kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 134 kr.
Verslunarbankinn 116 kr
Úgerðarf. Akure. hf. 150 kr.
Skagstrendingurhf. 350 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla
gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og
nokkrir sparisj. 26%,
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkaðinn
bírtast í DV á fimmtudögum.
Yfirmenn bandaríska fyrirtækisins
Manville Co., sem á Kísiliðjuna hf. á
móti ríkinu, hafa áhuga á að kanna
ffekari viðskipti við Islendinga, þar á
meðal á perlusteinsvinnslu, en Man-
ville notar allt að 50.000 tonn á ári
af því efni í hágæðaeinangrunarplöt-
ur.
Einnig hefur Manville áhuga á að
kaupa kísilryk af íslenska jámblendi-
félaginu hf. og úrvinnslu hér á landi
úr því efni. Loks er hugsanlegt að
bandaríska fyrirtækið kaupi steinull
frá Steinullarverksmiðjunni hf. til iðn-
aðarffamleiðslu í Evrópu. Þessi mál
verða öll könnuð nánar á næstu vik-
um.
Stjómarformaður Manville, G.C.
Dillon, og W.T. Stephens aðalforstjóri
voru hér á landi fyrir nokkrum dögum
ásamt yfirmönnum Evrópuskrifstofu
fyrirtækisins í París. Þeir ræddu þá
við Þorstein Pálsson iðnaðarráðherra
og lýstu aðilar ánægju sinni með sam-
starííð um Kísiliðjuna hf. Manville á
40% í henni. Á döfinni em aðgerðir
til þess að auka framleiðni og afköst
þeirrar verksmiðju sem skilaði nokkr-
um hagnaði bæði í fyrra og hittifyrra.
-HERB
Tillaga innan EFTA:
Fríverslun
með fisk
á 4-5 árum
Vinnuhópur innan EFTA, ffíversl-
unarbandalags Evrópu, hefur sam-
þykkt, að frumkvæði Kjartans
Jóhannssonar alþingismanns, að
leggja til að skorað verði á EFTA-
ríkin sex að koma á ffiverslun með
fisk á næstu fjórum til fimm árum.
Tillagan verður tekin fyrir á fúndi
þingmannanefndar EFTA i Noregi 23.
júní næstkomandi.
Kjartan kom því til leiðar, sem form-
aður þingmannanefndarinnar árin
1985 og 1986, að sérstakur vinnuhópur
yrði skipaður um þetta mál. Með
Kjartani hefur Gunnar G. Schram,
fyrrverandi alþingismaður, starfað í
vinnuhópnum.
Kjartan sagði í samtali við DV að
einn stærsti ávinningur íslendinga af
ákvörðun um ffíverslun með fisk inn-
an EFTA yrði sterkari samningsstaða
íslands gagnvart Evrópubandalaginu.
Þetta yrði einnig til að ryðja úr vegi
ýmsum hindrunum, ekki aðeins tollum
heldur einnig óbeinum innflutnings-
hömlum, eins og kvótum. Loks ætti
þetta að hamla gegn opinberu styrkja-
kerfi.
Þetta snertir beint vissar afurðir Is-
lendinga, eins og rækju, síld, hörpu-
disk og humar, sem fluttar eru út til
EFTA-Iandanna Noregs, Svíþjóðar,
Finnlands, Austurríkis og Sviss. Port-
úgal er nýgengið í Evrópubandalagið.
-KMU
Gunnar Bjamason í bréfi til landlæknis:
Afskipti fulltrúa Hollustu-
vemdar er algert hneyksli
Gunnar Bjamason, fyrrverandi
landsráðunautur í alifúgla- og svína-
rækt, telur afskipti fulltrúa Hollustu-
vemdar ríkisins af aðvömn vegna
salmonellugerla í kjúklinga- og svína-
kjöti vera „algert hneyksli" að því er
Gunnar segir í bréfi sem hann hefur
skrifað landlækni.
Bréfið er skrifað í tilefni af ffétta-
tilkynningu frá Neytendasamtökun-
um, sem skýrt var frá f DV, þar sem
varað er við kjúklinga- og svínakjöti
vegna salmonellugerla. I bréfinu segir
Gunnar:
,.,Ef rétt er farið með í fféttinni, að
hér sé byggt á upplýsingum ffá „full-
trúa Hollustuvemdar ríkisins“, þá tel
ég afskipti þessa fulltrúa af heilbrigð-
isþætti þeim sem varðar kjötneyslu
Islendinga, vera algert hneyksli."
Segir Gunnar að það að gefa í skyn
að sérstök hætta sé á skaðlegum salm-
onellum ffá afurðum alifugla og svína,
ffemur en af kjöti sauðfjár, nautgripa,
hrossa og veiddum fuglum og hrein-
dýrum, lýsi of mikilli fávisku. „Hitt
væri „vísindalegra" og stuðlar að gmn
um að samkeppnisaðilar á kjötmark-
aðinum hefðu þama haft of mikið
andlegt samneyti við fulltrúa Holl-
ustuvemdar,“ segir i bréfi Gunnars.
Segir Gunnar að það virðist furðu-
legur rökstuðningur að vísa til
salmonellumengunar erlendis þar sem
salmonellugerlar séu orðnir hluti af
íslensku líffíki fyrir mörgum árum og
séu þessir gerlar jafnþjóðlegir og aðrir
gamalþekktir gerlar. Segist Gunnar
ekki vilja skapa ótta hjá mjólkurneyt-
endum með því að nefna þá gerla sem
geta komið fyrir í mjólk, en hún er
hituð í 70 gráður á celcíus til þess að
gerilsneyða hana.
Gunnar segir í bréfi sínu að það, að
taka ffam að sérstaklega þurfi að hita
alifugla- og svínakjöt í 70 gráður eða
meira, gefi í skyn að þess sé ekki þörf
þegar um kjöt af sauðum eða nautum
er að ræða. „Þetta gæti orðið hættuleg
blekking. Skyldi hollustufulltrúinn
álíta að einhver bakteríudrepandi efni
séu í því kjöti sem sótthreinsar fyrir
salmonellum. Skyldi hann trúa, eins
og ætla mætti af þessum skrifum, að
salmonellusýklar berist í fólk úr vöðv-
um heilbrigðra svína og fugla," segir
Gunnar.
Segir hann að mikilvægt sé að neyt-
endur geri sér grein fyrir því að gerlar
þessir komi ffá umhverfinu og þeir sem
vinna við slátrun og matargerð séu
hættulegustu smitberamir ef þeir gæta
ekki hreinlætis. I lok bréfs síns fer
Gunnar fram á það við landlækni að
birt verði skrá yfir þau atvik síðustu
10 ár þar sem salmonellur hafi valdið
alvarlegum eða mildum magaveikik-
villum, líkt og í Búðardal nýlega. Taka
verði ffam úr hvaða matvælum gerl-
arnir hafi komið og hvemig þeir
komust í matvælin.
-ój