Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
7
Atvinnumál
FiskSfélagið:
Héildaraflinn
meirienásama
tíma í fýrra
Samkvæmt bráðabirgðatölum
frá Fiskifélagi íslands yfir afla
landsmanna fyrstu 5 mánuði ársins
er heildaraflinn rúmum 150 þúsund
lestum meiri nú en var á sama tíma
í fyrra. Þá var heildaraflinn 673.832
lestir en nú 828.145 lestir. Munur-
inn liggur nær eingöngu í meiri
loðnuafla í ár en í fyrra.
Heildarþorskaflinn nú er 181.135
lestir en var í fyrra 1821256 lestir
þannig að munurinn er svo til eng-
inn. Það vekur athygli að þorskafli
báta þessa 5 fyrstu mánuði ársins
er meiri nú en í fyrra, eða 118.198
á móti 117.875 í fyrra. Aftur á
móti er þorskafli togaranna minni
nú eða 62.937 lestir á móti 64.381
lest.
Útlit er því fyrir að nú verði
metár í afla því árið í fyrra var
eitt hið besta sem komið hefur.
-S.dór
Ákvörðunin um frjálst fiskverð:
Fæstir voru viðbúnir
- margir fiskkaupendur virðast vera andvígir frjálsu fiskverði
Svo virðist sem ákvörðun Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins um að gefa
fiskverð frjálst frá 15. júní til 30. sept-
ember hafi komið flestum fiskkaup-
endum á óvart.
Þeir aðilar sem DV
ræddi við sögðust ekki hafa átt von á
þessu enda hefði fiskverðsákvörðun
verið komin til yfimefndar og menn
þar verið að reyna að ná samkomulagi
um nýtt verð.
Guðfinnur Einarsson, forstjóri í Bol-
ungavík, sagðist lítið geta sagt um
málið á þessari stundu enda hefði ák-
vörðun Verðlagsráðs komið sér mjög
á óvart. Gísli Konráðsson, forstjóri
Útgerðarfélags Akureyringa, sagði
ákvörðunina hafa komið sér á óvart
og að hann væri henni andvígur.
Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri
Útgerðarfélags Skagfirðinga, sagðist
ekki hafa átt von á þessu nú, enda
teldi hann ákvörðunina koma einu
verðtímabili of snemma. Menn hefðu
átt að sjá til hvað gerðist þegar fisk-
markaðirnir færu af stað.
Rök þeirra sem eru andvígir því að
gefa fiskverð frjálst nú em fyrst og
fremst þau að hvorki fiskkaupendur
né seljendur séu tilbúnir fyrir frjálst
verð, gefa hefði átt aðlögunartíma og
helst af öllu að sjá til hvað gerðist
eftir að fiskmarkaðimir tækju til
starfa.
-S.dór
Nú reynir á sjómenn
og sjómannafélögin
„Ég tel að nú fyrst reyni á sjómenn
og sjómannafélögin að halda vöku
sinni þegar fiskverðið er orðið frjálst.
Það er nauðsynlegt fyrir sjómenn á
skipum, sem eru í eigu fiskvinnslufyr-
irtækja, að vera á verði því þar hafa
þeir minni áhrif á verðið en hjá óskyld-
um aðila. Þess vegna þurfa sjómenn
sjálfir og þá ekki síður sjómannafélög-
in að fylgjast með þróuninni," sagði
Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna-
sambandsins, í samtali við DV.
Hann var spurður hvað sjómenn
gætu gert til að hafa ákvörðun á fisk-
verð þegar skipið væri í eigu fisk-
vinnslufyrirtækis?
„Auðvitað verður fyrst og fremst
reynt að ná samkomulagi en ef sjó-
menn ekki sætta sig við verðið verða
þeir að beita þrýstingi, líkt og gerðist
hjá sjómönnum á togurum Útgerðarfé-
lags Akureyringa í fyrra þegar þeir
vildu fá verðuppbót í átt að því sem
gámaverð gaf öðrum. Það tók þá 2
daga að fá í gegn að 10% aflans skyldi
greiddur á gámaverði. En sjómenn
verða líka að gera sér grein fyrir því
að fiskverð getur allt eins farið niður
eins og upp þvi nú lýtur það framboði
og eftirspum. Þegar mikið berst að,
eins og oft vill verða á sumrin, mun
verðið lækka nema sjómenn dragi úr
sókninni," sagði Óskar.
Hann sagðist fullyrða að í mörgum
tilfellum hefðu átt sér stað yfirborgan-
ir á fiski sem ekki hefðu komið fram
í skiptaverði. Með fijálsu fiskverði
ætti það mál að vera úr sögunni, alla
vega yrði mun erfiðara að koma yfir-
borgunum framhjá skiptum en verið
hefði.
-S.dór
Þegar sami aðili a fiskiskipið og fiskvinnsluna:
Hvernig verður þá
fiskverð ákveðið?
Eftir að fiskverð hefur verið gefið
fijálst vaknar sú spuming hvemig
fiskverð verði ákveðið þegar sami
aðili á bæði fiskiskipið og vinnsluna.
Hvaða áhrif geta sjómenn haft á þá
verðákvörðun? Svo virðist sem menn
séu alls óviðbúnir að svara þessari
spumingu.
Gísli Konráðsson, forstjóri Útgerð-
arfélags Akureyringa, sagðist ekki
geta svarað þessari spumingu. Hann
sagðist telja víst að til að byrja með
yrði miðað við það verðlagsráðsverð
sem í gildi er til 15. júní. Menn yrðu
að sjá til hvernig þetta þróaðist, á
þessari stundu væri ekki hægt að slá
neinu föstu.
Runólfur Birgisson, skrifstoíú-
stjóri Þormóðs Ramma á Siglufirði.
sagði að nú þegar greiddu þeir 10%
ofan á verðlagsráðsverð eða tvöfalda
kassauppbót. Hann sagðist ekki eiga
von á miklum breytingum til að
byrja með, menn yrðu að sjá til hver
þróunin yrði. Þegar til lengri tíma
er litið sagðist Runólfur eiga von á
þvi að fiskverð mvndi hækka en þó
mætti alltaf búast við sveiflum, eins
og þegar um oflframboð á fiski er að
ræða.
Bjarki Tryggvason hjá Útgerðarfé-
lagi Skagfirðinga sagði að í dag yrði
haldinn fundur eigenda fyrirtækis-
ins og sjómanna um hvemig staðið
skyldi að þessu. Hann sagðist eiga
von á því að fiskverð myndi hækka
verulega frá því sem nú er við að
gefa það fijálst. -S.dór
Við erum fluttir
en rýmum gömlu versl-
unina okkar á Berg-
staðastræti 10A og
seljum útstillingartækin
og lítið útlitsgölluð
heimilistæki og vaska
með ævintýralegum afs-
lætti.
Ofn: UK-1124. Yfir- og undirhiti. Verð
áðurkr. 25.475,-Núkr. 13.900.- Þessi
úrvals Blomberg- tæki eru úr útstillingum,
ónotuð og nokkur með smávægilegum
göllum.
heimilistækjum
og
vöskum
Ofn: UK-1734. Blástur, grill, yfir- og undir-
hiti. Verð áður kr. 32.930. Nú kr. 19.830.-
A Litir: Grár, brúnn.
\ustfritstál
Ofn: BO-1230. Blástur, grill, yfir- og und-
irhiti. Verð áður kr. 28.525,- Nú kr.
17.925.- Litir: Brúnn, hvítur.
Vaskur FC-610. Verð áður kr.
7.190,- Nú kr. 4.600.- Litir: Gulir,
gráir, rauðir, brúnir, stál.
Einar Farestveit & Co hf.,
útsölumarkaður,
Bergstaðastræti 10a, sími 27370.
(Uppl. einnig í síma 622900).
Helluborð: BA-1244 með rofum.
Verð áður kr. 13.380.- Nú kr. 8.900,
Hentugtísumarhús.
Ofn: UK-1754.Tölvukl., kjötmælir, blást
ur. grill. Verð áður kr. 40.585,- Nú kr.
24.985.- Litir: Grár, rauður.
Utsaian stendur aðeins
í dag til kl. 19 og á
morgun, laugardag, kl. 10-12
Síðasti dagur.