Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 12. JÚNl 1987.
3
Ólafur Guðmundsson, settur
fræðslustjóri, kominn í stól Sturlu
Kristjáhssonar sem var rekinn úr
starfi. DV-mynd JGH
Ólafur
sestur í
stólinn
Jón G. Hauksson, DV, Akureyii
Ólafur Guðmundsson, settur
fræðslustjóri, hefur tekið til starfa á
íræðsluskrifstofunni á Akureyri.
Fylgdarmenn úr menntamálaráðu-
neytinu mættu með Ólafi norður og
var fundað með nokkrum starfsmönn-
um skrifetofunnar.
Enn er óvíst hve lengi Ólafur mun
starfa á skrifstofunni en vilji starfs-
fólksins er ótvíræður. Það vill hinn
brottrekna Sturlu Kristjánsson aftur.
Þrátt fyrir að hljótt hafi verið um
málið síðustu daga er talið að það
blossi upp innan tíðar.
Kosningaloforð svikin:
Ekkert mal-
bikaðá
Siglufirði
í sumar
Jón G. Haukssom, DV, Akureyri:
Kosningaloforðin á Siglufirði frá því
í fyrravor hafa verið svikin. Mál mál-
anna var að gera átak í gatnamálum
bæjarins en nú er komið á daginn að
ekkert verður malbikað á Siglufirði í
sumar.
„Þetta eru okkur mikil vonbrigði,"
sagði Isak Ólafsson bæjarstjóri. „Nýi
meirihlutinn ákvað að fara þessa leið
enda erfitt um vik.“
ísak sagði að bæjarfélagið hefði boð-
ið út 3,3 km gatnagerð og talið að
greiðlega ætti að ganga að fá verktaka
til að bjóða í verkið. Það gekk ekki
eftir því tvö tilboð bárust og var ann-
að þeirra 38 prósent yfir kostnaðará-
ætlun og hitt 47 prósent yfir.
Kostnaðaráætlunin var 38 milljónir
króna.
Bæjarstjóm ákvað í staðinn að
skipta um jarðveg í þrem götum og
malbika þær næsta haust.
Missti 3 fingur
Jón G. Haukssan, DV, Akureyit
Sjómaður á rækjutogaranum Odd-
eyri frá Akureyri missti 3 fingur í slysi
um borð í togaranum þegar hann var
við veiðar út af Norðurlandi um helg-
ina. Slysið varð með þeim hætti að
lestarlúga féll ofan á hönd sjómanns-
ins.
Eftir slysið sigldi togarinn til Gríms-
eyjar og þaðan var flogið með hinn
slasaða til Akureyrar.
ÞAD MA LENGJA
LÍFDAGA
LOTTÓMIDANS.
Það er ekkert auðveldara en að láta
Lottómiðann endast lengur en í eitt skipti
Á hverjum miða eru sérstakir reitir til
þess að merkja í, ef óskað er eftir fleiri
leikvikum með sama talnavali.
Hægt er að velja um
2,5 eða 10 vikur. é
' w.
Með þessu móti geta milljónirnar beðið eftir þér,
þegar þú kemur heim úr sumarfríinu.
Þú missir ekki af neinu, ef þú notfærir þér
margra vikna*nöguleikann.
Éin lítil ábending að lokum: Ef vinningur er
leystur út á gitdistíma margra vikna miða,
er nauðsynlegt að fá sérstaka
endurnýjunarkvittun.