Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. 31 ikóngurinn í gang ítursson skoraði bæði mörk KR-inga gegn Vöisungi „Það er alveg öruggt að það þrífst engin eigingimi í KR-liðinu. Menn leita alltaf að samheija í betra færi og það hefur skilað sér,“ sagði Pétur Pétursson, markakóngurinn mikli, sem nú er greinilega kominn á skrið. Tvö mörk hans í gærkvöldi á vellinum við Frostaskjól slökktu vonir Húsvík- inga um stig í sínum fyrsta leik í 1. deild í Reykjavík. Já, höfuðborgarbúar voru ekki að gefa það eftir. Lengi vel leit þó út fyrir að Norðlendingar ætl- uðu að halda aftur af KR-ingum. Barátta Völsunga var frábær og höfðu þeir í fullu tré við þá röndóttu í um 65 mínútur af leiknum. En það er erf- itt að halda aftur af fæddum marka- skorara eins og Pétri Péturssyni sem er að komast í geysilegt form. Hingað til hefúr hann einbeitt sér að því að spila upp samherja sína vitandi það af reynslu sinni að mörkin koma í fyll- ingu tímans. Reyndar vom það sprettir hans sem einna helst glöddu augu áhorfenda því leikurinn var heldur dapur á heildina litið. Fyrra mark hans kom á 63. mínútu. Pétur fékk þá boltann þar sem hann var á auðum sjó fyrir framan mark Völsungs. Það var ekkert fum á hon- um og hann skoraði með hægri fótar skoti. Boltinn kom reyndar við Þorf- inn Hjaltason, markvörð Húsvíkinga, á leið sinni í markið. Húsvíkingar voru þó ekkert á því að gefast upp enda léku þeir í grænni útgáfú af danska landsliðsbúningnum. Seinna mark Péturs kom í þann mund sem Magnús Teódórsson var að fara að flauta leikinn af og er líklega ein- beitingarleysi um að kenna hjá Húsvíkingum. Pétur og Bjöm Rafns- son voru á auðum sjó og renndi Björn til Péturs sem sneiddi knöttinn yfir Þorfinn sem reyndi úthlaup. 2 0 og KR-ingar enn á toppnum. „Klaufamörk," sagði Guðmundur Ólafsson, þjálfari Völsungs, eftir leik- inn, að vonum ekki of hress yfir úrslitunum. „Nú, við reyndum okkar besta og meira er ekki hægt að fara fram á. Það veikir okkur óneitanlega að þeir Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ómar Rafnsson og Kristján Olgeirsson em ekki með. Aðalsteinn er ekki lög- legur enn með Völsungi og Kristján og Ómar em meiddir." Eins og áður sagði þá var barátta Húsvíkinga mikil i upphafi og bmtu þeir þá oft illa á Pétri Péturssyni. „Ég segi bara að eftir að hafa verið á Spáni em þetta eins og jól. Þar kynntist maður mönnum eins og Coicoechea, slátrai'anum frá Bilbao. Annars vai' erfitt að spila gegn Völsungum. það var góð barátta hjá þeim," sagði Pétur sem hafði ekki skorað í þrem fyrstu leikjunum - nokkuð sem hafði ekki komið fyrir hann hér á landi síðan hann var „yngri". Pétur var langbesti maður KR-inga sem áttu erfitt með að ná saman lengst af enda má segja að baráttugleði Völs- unga hafi sett þá út af laginu. Vömm var þó yfirleitt traust með Jóstein og Þorstein sem bestu menn. Þá er vert að geta frammistöðu Páls Ólafssonar í markinu en þrátt f>TÍr að vera „fjórði" markvörður KR hefúr hann aðeins fengið eitt mark á sig. Miðju- leikmenn KR stóðu sig ekki nógu vel í gær og kom sérstaklega lítið út úr Gunnari Skúlasyni og Sæbimi Guð- mundssyni. Hjá Völsungi vai' Bjöm Olgeirsson bestur og þeir Hörðiu og Jónas b\nj- uðu vel í sókninni en döluðu mjög er á leið. Gui spjöld: Björn Rafhsson. Agúst Már Jónsson. Jónas Hallgrímsson og Svavar Geirfinnsson. Maður leiksins: Pétur Pétinsson. -SMJ „Stefnum að sigri á Landsmótinu“ - sagði Guðmundur Jónsson formaður HSK „Vormót HSK í frjálsum íþróttimi fór fram á Selfossi 3. júní. Lið HSK stefnir að sigri í frjálsíþróttakeppni landsmóts UMFÍ á Húsavík 10.-12. júlí, eins og á síðustu landsmótimi. Ungt frjálsíþróttafólk er að koma fram á sjónarsviðið sem er til alls líklegt í sumar," sagði Guðmundur Jónsson formaður HSK eftir mótið á Selfossi. Á mótinu sigraði Guðbjörg Gvlfa- dóttir USAH frá Skagaströnd i kúluvarpi með 14.30 m. sem er USAH met. Önnur varð SofTía Rósa Gestsdóttir HSK með 14.00 m. Birg- itta Guðjónsdóttir sigraði í spjót- kasti með 39,70 m. Önnur varð Hildur Harðardóttir HSK með 35,14 m. Úrslit í öðrum greinum urðu: Langstökk: l.Bryndís Hólm ÍR 5.76 m. 2.Birgitta Guðjónsdóttir HSK 5.47 m. 3.1ngibjörg ívarsdóttir HSK 5.39 m. 300 m hlaup: 1. Oddný Arna- dóttir ÍR 41,5 sek. 2.Guðrún Arnar- dóttir UMSK 42.3 sek. Míla: 1. Fnða Rún Þórðardóttir UMSK 5:52.3 mín. 4x100 m boðhlaup. Sveit ÍR 51.4 sek. 2. Sveit HSK 53.1 sek. Hörkukeppni var í 300 m hlaupi karla: 1. Bjarni Jónsson UMSS. 37.4 sek. 2.Ólafur Guðmundsson HSK. 37.6 sek. 3.Agnar Steinai'sson IR. 37.6 sek. 4. Jón Eiríksson UMSS 37.7 sek. Míla: l.Ingvar Garðai'sson HSK, 4:58.6 mín. Kringlukast: 1. Unnar Garðarsson HSK, 45,72 m. Spjótkast: l.Friðrik Halldórsson HVÍ 52.10 m. Þrístökk: l.Ólafur Þór- arinsson HSK. 14.28 m. (meðvindur) 2. Jón Amar Magnússon HSK. 14.04 m. 4x100 m boðhlaup: l.Sveit HSK 45.8 sek. -ÓU íþróttir Raggi for út til viðræðna - við forráðamenn Waterschei í morgun „Ég er að fara út í fyrramálið til viðræðna við forráðamenn Watersc- hei. Þeir munu líklega gera mér tilboð sem ég geri fastlega ráð fyrir að hafna, þvf félagið á engan pening til að bjóða almennilegan samning," sagði Ragnar Margeirsson sem var áhorfandi að leik Fram og Víðis í gærkvöldi. Nú er fyrir- séð að mál hans hjá Waterschei eru að skýrast þvi hann fór út í morgun og gerði ráð fyrir að vera úti i viku til að ganga frá sínum málum. „Það er ætlunin að koma þessum málum á hreint. Fyrst vildi Watersc- hei fá 15 milljónir fyrir mig sem var allt of hátt. Nú em þeir komnir niðui' í 9-10 milljónir en ég geri ráð fyrir að þeir verði að fara niður í 5-6 milljónir. Lið sem hafa áhuga á mér, hrevfa sig ekki fyrr," sagði Ragnar og bætti við að hann gerði ekki ráð fyrir að Wat- erschei myndi lækka sig strax. „Ef þetta gengur ekki þá er ekkert því til fyrirstöðu að liðið sendi skeyti heim sem gerir mig löglegan með Fram. Ég er farinn að hlakka til að leika með Fram en ég tel að Fram lið- ið henti mér best." Ef samningar ganga ekki upp hjá Ragnari þá er hann laus allra mála hjá liðinu. -JKS/SMJ • Ragnar Margeirsson fór út i morg- un til viðræðna við forráðamenn Waterschei AndeHecht án fyri Irliða iraði Amór eftir %y. rpp fyrir en nú á ði Vercauteren. rgamir við And- ir í strand. Ég ?ikmaður og hef laun hjá And- ekki semja við er ég á förum." antes varð í 12. -SMJ Kristján Bemburg, DV, Belgíu: 10 ™arka s™na skc sendmgar n*a Fran Nú hefúr verið gengið frá því að „Þetta kom ekki Franky Vercauteren. fyrirliði And- laugardaginn." sag erlecht. leikm- með franska liðinu „Ég fann að samnir Nantes næsta vetur. Þessi frétt kem- erlecht voru komr ur mjög á óvart en Franky sem nú veit að ég er dýr 1 er 31 árs. hefur verið í 20 ár hjá alltaf fengið góð Anderleeht. Það er hætt við því að erlecht. Liðið vildi Amór finni íýnr því þegar Vercaut- rnig til 4 ára og þv eren fer því hann hefur verið mjög Þess raá geta að h duglegur við að skapa Amóri færi. sæti í Frakklandi. DV-lið 4. umferðar Villijíilmur Kin- Fridrik Friðriks- Hrimir GtnV anMon. Viði. son. Fr.un. mark- mundííon (21. vttmnrmaður. vörður. \;mumnaður. imimimur l’r.iins- ttuAni Bvr|*ason Gauti Liiwlal. KA. snn (21. Val. (21. Val. vnmnr- niiðíumaður. vamannaöur. mat’iur. ritvingrimur BirR- Púttir Arnþórsson Svrinbjórn Hti- Isson. KA. tniðju- (41. Fram. miðvali- konarson. ÍA. maður. arWikmaðnr. miðjumaður. IVtur IVuuTwon Aðalatvmn Víg- (31. KR. sóknar- lundsaon. f.A. maílur. sóknannaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.