Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
11
Hvitir með mjúkum
innleggjum i st. 18-23
Rauðir leðursandalar
í st. 23-30
Kóngabláir með góðum
innleggjum i st. 24-31
Turkisgrænir með
mjúkum innleggjum i st. 18-23
Svartir og rauðir
fótlagaskór í st. 24-30
Hvitir skriðskór
smáskór
Sérverslun með
barnaskó
Skólavörðustig 6b
á bakhlið
Póstsendum
S 622812
ATH! Opið á
laugardögum
kl. 10-12 i júní.
0 ■ 222
3-666
2-225
1 • 230
2 - 390
Utlönd
Bundgaarti
Fótlagaskórnir
fást hjá okkur
■ ■
'V :
Margaret Thatcher fagnar nú sigri í þriðja sinn. A þessari myndaröð sést hún fagna sigri í kosningunum 1979 (til vinstri), 1983 (í miðju) og loks í gær (til
hægri). Hún sest nú i embætti forsætisráðherra i þriðja sinn í röö, fyrst breskra stjórnmálamanna á þessari öld. Slmamynd Reuter
England
David Owen, leiðtogi sósíaldemókrata, horfir nú upp á hrun bandalags
flokks hans með frjálslyndum. Simamynd Reuter
Fyigisbreytingar eftir svæðum voru töluveröar í þessum kosningum. Verka-
mannaflokkurinn treysti fylgi sitt i norðanverðu Englandi nokkuð, sem og
i Skotlandi, en virðist ekki hafa gengið eins vel i Wales og ætlað hafði
verið. íhaldsflokkurinn sýndi enn að hann á allt fylgi á suðurhluta Eng-
lands, þar sem afkoma manna er best og atvinnuleysi minnst. Kosninga-
bandalagið missti hins vegar mikið alls staðar.
Margaret Thatcher vinnur
enn einn stórsigur á Bretlandi
Ljóst er að Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra Bretlands og leiðtogi
íhaldsmanna þar í landi, fagnar nú enn
einum stórsigri sínum í breskum
stjómmálum því að flokkur hennar
hlaut yfir hundrað sæta meirihluta á
þingi í kosningum þeim sem fram fóru
í gær.
Þegar talningu var lokið í 595 af 650
kjördæmum Bretlands hafói Ihalds-
flokkurinn tryggt sér 348 þingsæti,
Verkamannaflokkurinn 225 þingsæti,
kosningabandalag frjálslyndra og sós-
íaldemókrata 16 þingsæti og aðrir
flokkar 6 sæti.
Neil Kinnóck, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, var djúpt hugsi yfir óförum
flokks síns í gær. Þrátt fyrir nokkra
aukningu í atkvæðamagni náði hann
ekki þeim árangri sem hann ætlaði
sér. Simamynd Reuter
I síðustu þingkosningum á Bret-
landi, árið 1983, hlaut íhaldsflokkur
397 sæti, Verkamannaflokkur 209 sæti,
kosningabandalagið 23 og aðrir flokk-
ar 21.
Síðustu atkvæðatölur í morgun
bentu til þess að íhaldsflokkur hlyti
um 43 prósent atkvæða, verkamanna-
flokkur um 32 prósent og um ellefu
prósentustig myndu því skilja þessa
tvo stærstu flokka að. Skoðanakann-
anir síðustu daga fyrir kosningar
höföu sýnt mismun sem var mjög
nærri þessu lagi, eða frá sjö til ellefu
prósentum.
Margaret Thatcher tekur þvi nú við
embætti forsætisráðherra Bretlands
þriðja kjörtímabilið í röð. Er hún fyrst
breskra stjómmálamanna til að vinna
slíkt afrek á þessari öld.
Verkamannaflokkurinn mun vænt-
anlega taka stefiiumörkun sína alvar-
lega til endurskoðunar í kjölfar
þessara úrslita. Þrátt fyrir liðlega
þriggja prósenta aukningu atkvæða-
magns virðist stefna hans ekki hafa
fengið þann hljómgrunn meðal kjós-
enda sem vonir stóðu til. Fylgisaukn-
ingu sína hefur flokkurinn líka tekið
einkum úr röðum annarra stjómar-
andstöðuflokka því að íhaldsflokkur-
inn virðist ekki hafa tapað nema innan
við hálfu prósenti atkvæða. Verka-
mannaflokkur hélt vel fylgi sínu í
Skotlandi og í norðanverðu Englandi
en hins vegar jók hann ekki við sig í
Wales, svo sem vonir höfðu staðið til.
Kosningabandalag frjálslyndra og
sósíaldemókrata stendur nú frammi
fyrir hmni. Nokkrir af helstu forystu-
mönnum þess töpuðu þingsætum
sínum í gær, þeirra á meðal Roy Jenk-
ins og Shirley WOliams, sem voru í
íjóreykinu fræga, sem klauf sig út úr
Verkamannaflokknum til að stofna
flokk sósíaldemókrata.
Davíðamir tveir, Steel og Owen,
munu væntanlega taka starf banda-
lagsins til gagngerrar endurskoðunar.
Talið er að nauðsyn beri til að sam-
eina flokkana tvo formlega því að
kjósendum falli illa að sjá tvo leiðtoga
á sama framboði. Owen sagði í morgun
að róttækra breytinga væri þörf, aug-
ljóst væri að þeim heföi ekki tekist
að hnika neitt við íhaldsmönnum.
Fréttaskýrendur em flestir sammála
um að úrslit kosninganna sýni mjög
vel andstæður í bresku samfélagi.
Ihaldsmenn treystu mjög stöðu sína á
öllu sunnanverðu og miðju Englandi,
þar sem atvinnuleysi er minna en í
öðrum hlutum landsins og velmegun
meiri. Verkamannaflokkur hélt fylgi
sínu í norðanverðu Englandi og í
Skotlandi. Frjálslyndir héldu best velli
í Wales, eins og spáð hafði verið. Þá
héldu þeir líka þokkalega fylgi sínu í
norðanverðu Skotlandi.
Bretar sjá því fram á fimm ára stjóm
Margaret Thatcher í viðbót og er búist
við að hún haldi áfram breytinga-
stefiiu sinni á fullri ferð. Um hundrað
sæta meirihluti er henni nægjanlegur
til þess að geta tekið stefiiuna beint á
markmið sín.
Áhrifasvæði
kosningabandalags
Áhrifasvæði
Verkamannaflokks
Áhrifavæði íhaldsflokks
Flokkar N-írlands
Skotland