Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Stólar skipta öllu máli
Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
hefur nú tvisvar reynt að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrri
tilraunina gerði hann, þegar Þorsteinn Pálsson hafði
umboð til stjórnarmyndunar, og hina síðari er hann að
gera núna, þegar Jón Hannibalsson hefur umboðið.
Margt er svipað með báðum tilraunum Jóns Sigurðs-
sonar. í báðum tilvikum hefur hann reynzt vera hinn
ókrýndi leiðtogi viðræðnanna, þótt aðrir hafi að formi
til haft forustu. Hann hefur reynt að berja saman niður-
stöðu eins og gamall oddamaður úr verðlagsnefndum.
í fyrra skiptið lék Kvennalistinn hlutverk vandræða-
barnsins. Honum var falið að koma með tillögur, sem
þá voru kallaðar kröfur. í þetta sinn hefur Alþýðuflokk-
urinn leikið hlutverkið. Hann hefur lagt fram tillögur,
eins og Kvennalistinn gerði í fyrra skiptið.
Þá lögðu Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur lítið
til málanna og létu sér nægja að hlusta. Fyrst kinkuðu
menn kolli, en síðan hristu þeir hausinn. Nú leggja
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lítið til mál-
anna og hafa til skamms tíma látið sér nægja að hlusta.
Þá snérust viðræður þriggja stjórnmálaflokka um,
hvort Kvennalistinn væri fáanlegur ókeypis til að punta
upp á nýja útgáfu af viðreisnarstjórn. í ljós kom, að
listinn vildi eitthvað fyrir snúð sinn. Þess vegna fór út
um þúfur sú tilraun til stjórnarmyndunar.
I tilrauninni, sem stendur yfir þessa daga, snúast
viðræðurnar um, hvort Alþýðuflokkurinn sé fáanlegur
ókeypis til að blása lífsanda í líkið af ríkisstjórninni,
sem nú er við völd. í ljós er að koma, að Alþýðuflokkur-
inn þarf lítið fyrir sinn snúð. Nema ráðherrastóla.
Vandamálin úr fyrri tilrauninni hafa verið afnumin
með nýju slagorði, sem heitir fjölskyldustefna. Aðilar
viðræðnanna hafa tekið orðinu fegins hendi, því að það
felur í sér, að hægt er að fjalla um óþægilegt mál á
þægilegan hátt með almennu og verðlausu snakki.
Alþýðuflokkurinn gafst fyrst upp á umbótum í land-
búnaði. Síðan gaf hann eftir lífeyrissjóð fyrir alla
landsmenn. Kaupleiguíbúðirnar lágu óafgreiddar, þegar
þetta var skrifað. Þá hafði ekki heldur verið tekið á
tillögum Alþýðuflokks um skatta upp í allt sukkið.
Núna undir helgina er að koma í ljós, hvort Morgun-
blaðið fær strax þá ríkisstjórn, sem það pantaði í Jeiðara,
þegar hófst önnur tilraun Jóns Sigurðssonar. En Morg-
unblaðsmynztrið getur orðið síðari niðurstaða, þótt
ekki takist að vefa það saman í þessari umferð.
Gangur viðræðnanna hefur verið svipaður undir
merki Jóns Hannibalssonar og var hjá Þorsteini Páls-
syni. Samningamenn hafa aflað sér upplýsinga um
stefnuskrár flokkanna og almennt látið eins og þeir séu
álfar út úr hól eða nýkomnir til jarðarinnar frá Mars.
Eftir tvær vikur í þessari umferð er nú að koma í
ljós kjarni málsins, sem er, hvort Steingrímur Her-
mannsson sættir sig við að verða utanríkisráðherra.
Ef hann gerir það ekki, þarf boltinn að rúlla eitthvað
áfram, unz aðrir málsaðilar komast að, hver ræður.
Steingrímur á fjóra mismunandi kosti á fjögurra
flokka vinstri stjórn, með eða án Borgaraflokksins.
Hann getur þurft að veifa því sverði dálítið meira til
að láta Sjálfstæðisflokkinn átta sig á, að heppilegt sé
að fórna forsæti Þorsteins fyrir hægri stjórn.
Stjórnarviðræður verða marktækar, þegar þær hætta
að snúast um fjölskyldustefnu og fara að snúast um,
hverjir verða ráðherrar og hver verður í forsæti.
Jónas Kristjánsson
Hverjir eru
verst settir?
„Margrét enska er svo sem hugguleg og hörð á brunina, en það væri tilbreyting að sjá svipmyndir úr lifi fólks
i Breiðholtinu, fiskvinnufólk, sóknarfólk eða trillukarla svo eitthvað sé nefnt. Það er okkar fólk.“
Nú standa yfir stjómarmyndunar-
viðræður og hafa reyndar gert síðan
fyrir kosningar. Það sem mér þykir
merkilegt við þær er að allir keppast
við að segja að þeir ætli að rétta
hlut þeirra sem verst em settir. En
hveijir em það og hvað á að gera
til að rétta þeirra hlut hef ég ekki
heyrt þá sem em í þessum viðræðum
segja, að Kvennalistanum undan-
teknum sem gerði kröfu um lág-
markslaun og fékk skömm í hattinn.
Ég býst við að þær ágætu konur
hafi gert sér grein fyrir að þeirra
tillaga gengi ekki. I fyrsta lagi vegna
þess að þetta hefur verið reynt og
ekki tekist og í öðm lagi vegna þess
að dagvinnulaun á fslandi em al-
mennt lægri en allt í kringum okkur
og það fólk, sem hefur menntun og
möguleika, kemur sér áfram með
einhverju móti ef hinir hreyfast. Nú,
en kvennalistakonur lýstu þessari
kröfu sinni fyrir kosningar svo þess
vegna þurfti ekki að senda stafkarla
til Mesópótamíu til að losa sig við
þær. En vonandi fylgir einhver hug-
ur máli hjá foringjunum og þá er
spumingin hvemig á að byrja.
Herfileg blekking
Að mínu viti á'því að finna þá sem
þurfa strax leiðréttingu á kjörum
sínum. Ég veit að þeir em allt of
fáir sem gera sér grein fyrir eða vita
hvað herfileg blekking kjararann-
sóknir em. A meðan ríkið og stór
sveitarfélög gera kjararannsóknar-
nefnd ekki grein fyrir launum starfs-
manna sinna er ekki hægt að taka
mark á tölum um meðallaun eða
kaupmátt. Hér er um svo stóra at-
vinnurekendur að ræða og vel
mættu konur hugsa um það að þama
er hópur kvenna - mjög stór hópur
- og kannski er það aðalástæðan
fyrir því að hann er utan dyra.
Sú launakönnun, sem mér finnst
tvímælalaust marktækust, er sú sem
Steingrímur Hermannsson beitti sér
fyrir vegna áskorunar frá Sókn og
Framsókn og mörg önnur stéttarfé-
lög tóku þátt í og sú umræða sem
KjaUaiiim
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
var í tengslum við hana segir enn
til sín. Ég er satt að segja löngu
orðin yfir mig hissa á því geðleysi
stéttarsamtakanna að láta þessa
stóratvinnurekendur komast upp
með að hundsa svona kjararann-
sóknir og birta þar að auki fréttabréf
án þess að geta þess.
Það er ekki hægt að misbjóða
mannlegri skynsemi
Næsta skref ætti svo að vera að
ríkið eða löggjafinn hefði forystu um
nýtt launakerfi. Vinna heiðarlega
að því að koma dagvinnulaunum hér
í svipað horf og á öðrum Norðurl-
öndum. Hætta feluleiknum, launa-
skriðinu eða hvað þeir nú kalla það
fræðingamir.
Það er ekki hægt að misbjóða
mannlegri skynsemi lengur með því
að ætla að telja fólki trú um hvom-
tveggja, að hér séu þjóðartekjur með
því hæsta í heiminum og að ekki sé
hægt að borga hér mannsæmandi
laun. Einhvers staðar em maðkar í
mysunni og þá þarf að finna. Hvar
er fé falið? Hvar stendur það fast?
Þeir efnahagsráðunautar, sem halda
því fram að ekki megi hækka jafn-
vel lægstu laun án þess að verðbólga
fari úr böndunum, verða að fara að
gefa sér aðra formúlu. Fólk er hætt
að trúa að útkoman sé rétt. En von-
andi tekst að mynda stjórn og hana
á að dæma af verkum sínum.
Ríkisfjölmiðlarnir þreytandi
En skelfing em þessar fréttir í rík-
isfjölmiðlum orðnar þreytandi. Er
ekki betra að hafa þær sjaldnar og
hafa þá meira að segja. Er ekki líka
hægt á þessu dásamlega vori að segja
meira frá fólki í dagsins önn. Venju-
legu fólki, lífi þess og starfi. Mér
hefur fundist það svo bæði með unga
og gamla að þeir horfi og hlusti
mest þegar fjallað er um lífið í kring-
um okkur. Margrét enska er svo sem
hugguleg og hörð á brúnina, en það
væri tilbreyting að sjá svipmyndir
úr lífi fólks í Breiðholtinu, fiskvinnu-
fólk, sóknarfólk eða trillukarla svo
eitthvað sé nefiit. Það er okkar fólk.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
alþingismaður
fyrir Borgaraflokkinn
„Á meðan ríkið og stór sveitarfélög gera
kjararannsóknarnefnd ekki grein fyrir
launum starfsmanna sinna er ekki hægt
að taka mark á tölum um meðallaun eða
kaupmátt.“