Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 28
40
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987.
AndJát
Arndís Skúladóttir lést 5. júní sl.
Hún fæddist á Blönduósi 25. janúar
1911. Foreldrar hennar voru Skúli
Jónsson og kona hans Elín Theo-
dórs. Arndís giftist Hans Guðmunds-
syni en hann lést 1967. þeim hjónum
varð fjögurra barna auðið. Útför
Amdísar verður gerð frá Dómkirkj-
unni, í dag, kl. 13.30.
Ingibjörg S. Jónsdóttir lést 3. júní
sl. Hún fæddist á Staðarbjörgum 31.
maí 1919. Foreldrar hennar voru
hjónin Jón R. Jónsson og Guðrún
Sveinsdóttir. Ingibjörg starfaði
lengst af í eldhúsi Landspítalans.
Útför hennar verður gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, kl. 13.30.
/
(
Egill Th. Sandholt skrifstofustjóri,
lést 5. júní sl. Hann fæddist 16. maí
1912, sonur hjónanna Stefáns Sand-
holt og Jennyar Christensen. Egill
lauk námi frá Verslunarskóla ís-
lands og síðan framhaldsnámi í
verslunarskóla í Brighton í Eng-
landi. Hann starfaði lengst af á
Lögfræðiskrifstofu Einars B. Guð-
mundssonar og Guðlaugs Þorláks-
sonar. Eftirlifandi eiginkona hans er
Sigríður Magnúsdóttir. Þeim hjón-
um varð tveggja sona auðið. Útför
Egils verður gerð frá Dómkirkjunni,
í dag, kl. 15.
Jarðaför Margrétar Magnúsdótt-
ur Grönvold, Reynimel 23 sem
andaðist 9. þ.m. í Landakotsspítala,
fer fram frá Dómkirkjunni, mánu-
daginn 15. júní, kl. 13.30.
Guðjón Kristjánsson, Hafnargötu
101, Bolungarvík, verður jarðsung-
inn frá Hólskirkju, Bolungarvík,
laugardaginn 13. júní, kl. 14.
Bjarni Jónsson, Foldahrauni 40
sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja
9. júní, verður jarðsettur frá Landa-
kirkju, laugardaginn 13. júní, kl. 11.
ísey Skaftadóttir, Vestmannabraut
25, Vestmannaeyjum, er lést í
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja laugar-
daginn 6. júní, verður jarðsungin frá
Landakirkju, Vestmannaeyjum í
dag, föstudaginn 12. júní, kl. 14.
Elenora Þórðardóttir, Þórufelli 10,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Hvalsneskirkju, laugardaginn 13.
júní, kl. 14.
Tímarit í gærkvöldi
DV
19. júníer komiðút
Ársrit Kvenréttindafélags Islands, 19. júní,
er komið út í 37. skipti. Efni blaðsins er
sem fyrr helgað málefnum jafnréttis milli
kvenna og karla og kennir að þessu sinni
margra gra'sa í því efni. „Ég hlakka til
þess dags...“ er fyrirsögn á forsíðuviðtali
við forseta Islands, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur. íþróttir og konur eru að öðru leyti
það efni sem á stærstan hlut í blaðinu. „Ef
Bjarni Fel væri kona...“ heitir ein nokk-
urra greina í þessum efnisflokki og fjallar
um þátt fjölmiðla í þeirri mynd sem al-
menningur fær af íþróttum kvenna. Margt
fleira er að fmna í blaðinu enda ritið 100
bls. og stærra en nokkru sinni áður. Það
er litprentað að hluta og vandað hefur
verið til útlits þess í hvívetna. Þá hlið
annaðist Þórhildur Jónsdóttir auglýsinga-
teiknari en ritstjóri blaðsins er Jónína
Margrét Guðnadóttir. Upplag 19. júní hef-
ur verið nær tvöfaldað að þessu sinni og
í fyrsta skipti verður blaðinu nú dreift
mun víðar en hingað til. Það verður fáan-
legt í öllum blaðsölustöðum og bókabúð-
um um land alit og á Reykjavíkursvæðinu
og víða úti á landi verður blaðið einnig
boðið í lausasölu af blaðsölufólki.
- Fundiö
Tilkyniungar
Orlof húsmæðra í Kópavogi
verður á Laugarvatni vikuna 29. júní til
5. júlí nk. Tekið verður á móti pöntunum
í s. 42546, Inga, 41084, Stefanía og 40576,
Katrín.
Borgarinn, ný plata
Út er komin hljómplatan Borgarinn með
Ingva Þór Kormákssyni. Ingvi hefur áður
sent frá sér hljómplötuna Tíðindalaust...,
en hún kom út árið 1983. Á þessari plötu
Ingva koma fram ásamt honum Sverrir
Guðjónsson, Eiríkur Hauksson, Diddú,
Edda Borg, Guðmundur Hermannsson,
Skarphéðinn Kjartansson, Þór Ásgeirs-
son, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðjón
Guðmundsson og Már Elísson. Margir
hljóðfæraleikarar koma við sögu á Borg-
aranum auk Ingva. Öll lög plötunnar eru
eftir Ingva og um helmingur textanna.
Aðrir textar eða ljóð eru eftir Þórarin
Eldjám, Ragnar Inga Aðalsteinsson og
Jóhann S. Hannesson. Hér er um býsna
fjölbreytta hljómlist að ræða og má á plöt-
unni fínna rokk, ballöður, samba, sving,
reggae; bossa nova, bræðing og „new
age“. Útgefandi er ITK en dreifmgu ann-
ast Hljómdeild Fálkans- Taktur.
Mikið lagt í sjómanna-
daginn á Flateyri
Sjómannadagurinn er einn aðal-
hátíðisdagur Flateyringa. Mikið er
lagt upp úr deginum af hálfú sjó-
mannadagsráðsins á staðnum og
yfirleitt mætir hver einasti kjaftur á
hátíðahöldin.
Klukkan hálfníu á sunnudag hefjast
hátíðahöldin niðri við höfnina þar sem
keppt verður í beitningu og bætingu
neta. Þá munu hraustmenni plássins
fara í koddaslag.
Um tíuleytið er hópsigling fyrir
krakkana og er þetta vanalega há-
punktur dagsins hjá smáfólkinu.
Klukkan eitt er svo skrúðganga að
kirkjunni þar sem Lárus Þ. Guð-
mundsson prófastur prédikar.
Eftir messu sér slysavamadeild
kvenna um kaffiveitingar.
Upp úr fjögur verður kappróður og
vænst er mikillar þátttöku. Eftir kapp-
róðurinn er reiptog, stakkasund í
sundlauginni; auk þess boðsund fyrir-
tækja og bringusund. Vegleg verðlaun
eru í boði.
Þegar buslinu lýkur halda menn á
íþróttavöllinn og fara þar i leiki og
hlusta á skemmtiatriði flutt af Eddu
Björgvinsdóttur, Eggert Þorleifssyni
og Júlíusi Brjánssyni.
Fjölskylduskemmtun hefst um
kvöldið og flytur þar ávarp Guðjón
Kristjánsson, formaður Farmanna- og
fiskimannasambandsins. Aldraður sjó-
maður verður heiðraður og farið
verður með gamanvísur. Þá mun Leik-
félag Flateyrar flytja atriði úr Orða-
belgnum.
Deginum lýkur svo með dansleik þar
sem Dolbý frá ísafirði leikur.
888 •‘-.í^ífæÍS!
Mjása ertýnd
Mjása er kisa með rautt merki um hálsinn
þar sem á stendur nafn og heimilisfang,
Hjaltabakki 22, sími 71252. Hún hefur
ekki sést heima í viku og er hennar sárt
saknað. Þeir sem hafa orðið varir við ferð-
ir hennar eru vinsamlegast beðnir að
hringja í síma 71252.
Vinnupallarnir við Boðagranda 3.
Maðurinn féll niður af þriðju hæð.
DV-mynd S
Féllaf
þriðju hæð
Málari féll úr stiga á vinnupalli við
húsið að Boðagranda 3 seint í gærdag.
Maðurinn mun hafa verið kominn upp
að þriðju hæð hússins þegar hann féll.
Hann var fluttur á slysadeild og liggur
nú á sjúkrahúsi. Hann fékk alvarlega
höfúðáverka við fallið. -sme
60 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag,
12. júní, Guðrún Þórðardóttir og
Jón Óskar Eðvaldsson, Ranakoti,
Stokkseyri. Þau eru að heiman.
Guðjón Petersen forstjórí:
Þægileg gamanmynd
Ég hlustaði og_ horfði á fréttir á
öllum rásum. Ég náði einungis
seinni hluta frétta á rás 2 og þar sem
ég taldi mig hafa misst af einhverju
þar, þá hlustaði ég á allar fréttimar
á rás 1. Eftir fréttir þurfti ég að fara
á milli staða. Ég kveikti því á útvarp-
inu í bílnum og hlustaði á einhverja
poppstöð en veit ekki hverja þeirra.
Það er nú einhvem veginn þannig
með þessar nýju stöðvar, að maður
getur hlustað í góða stund án þess
að renna í gmn um hvaða stöð er
að ræða, nema þá að skoða skalann
og athuga á hvaða bylgjulengd mað-
ur er.
I þessu húsi sem ég var í, var ekki
Guðjón Petersen
möguleiki á að hlusta á útvarp eða
að horfa á sjónvarp en þegar ég kom
heim klukkan 10 settist ég niður og
horfði á myndina Faðerni, á Stöð 2.
Þetta var gamanmynd og mjög þægi-
leg mynd miðað það sem manni er
oftast boðið upp á í sjónvarpi, því
hún var laus við allar blóðsúthell-
ingar. Mesta friðsemdarmynd.
Ég hafði hugsað með að horfa á
umræðu og fréttaskýringarþáttinn
um ráðherrafundinn en það fórst
fýrir sökum gestagangs. Það varð
því minna úr útvarpshlustun og
sjónvarpsglápi en til stóð í upphafi
og öll fjölmiðlanotkun varð mjög svo
losarleg og á hlaupum.
Spakmælið
Ég er mjög hógvær í kröfum, alltaf ánægður með það besta.
G.B. Shaw
Styrkir til unglingaþjálfara
1 mars sl. auglýsti unglinganefnd ISÍ eftir
umsóknum um styrki til unglingaþjálfara
sem hyggjast sækja námskeið erlendis í
sumar. Er þetta einn liður í starfi nefndar-
innar til eflingar íþróttum barna og
unglinga. Að þessu sinni bárust 28 um-
sóknir frá þjálfurum 9 íþróttagreina.
Veittir voru 3 styrkir að upphæð 25.000
hver og 3 aukastyrkir að upphæð 15.000
hver. Er þetta í fyrsta sinn sem aukastyrk-
ir eru veittir. Þeir sem hlutu styrki að
upphæð kr. 25.000 voru Pálmi Ágústsson,
Sundfélaginu Ægi, til að kynna sér sund-
þjálfun yngri aldurshópa hjá sundfélögum
í Helsingborg. Ingvar S. Jónsson, Hauk-
um, hlaut styrk til að sækja International
basketball coaches school í Svíðþjóð. Guð-
mundur Helgason, UMF Stjörnunni, hlaut
styrk til að sækja námskeið hjá enska
knattspymusambandinu. Jóhannes
Bjarnason, KA, Magnús Teitsson, Stjörn-
unni. og Eyjólfur Bragason, Þór, Vest-
marutaeyjum, hlutu allir styrk að upphæð
kr. 15.000 hver til að sækja Den nordiske
handboldskole sem haldinn verður í Dan-
mörku. Katrín Gunnarsdóttir, formaður
unglinganefndar, afhenti styrkina á fundi
nefndarinnar þann 22. mai sl.
Kvennaráðgjöfin, Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3, er opin þriðjudaga kl. 20-22.
Sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar
þeirra sem orðið hafa fyrir siíjaspellum,
sími 21500, símsvari.
Bikarmeistaramót í hesta-
íþróttum.
Nú um helgina verður haldið bikarmeist-
aramót í hestaíþróttum að Víðivöllum.
Þetta mót er sameiginlegt mót hesta-
mannafélaganna á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, þ.e.a.s. Gusts, Sörla og Andvara.
Keppt verður í flokki barna, unglinga og
fullorðinna. Keppnisgreinar eru 4; gangur,
tölt, gæðingaskeið, hindrunarstökk og
hlýðnikeppni. SI. vor hafa áðurnefnd félög
haft sín deildarmót í hestaíþróttum og
mæta 3 efstu keppendurnir frá félögunum
með hesta sína að Víðivöllum. Mót þetta
er stigasöfnun milli félaga, þannig að ljóst
er að spennan verður í hámarki á Víðivöll-
um um helgina. Aðgangur á svæðið er
ókeypis og verður dansleikur í félags-
heimilinu um kvöldið.
Afrnæli