Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Utlönd Hver verða áhrifin af kjamorkuafvopnun? Undanfamar vikur hefur mikið verið rætt og ritað um afvopnunar- mál, einkum viðræður stórveldanna um samdrátt, hugsanlegan brott- flutning allra meðal- og skamm- drægra kjarnorkuvopna frá Evrópu. Margs er spurt í samhengi við hugs- anlega samninga og það hver áhrif þeirra kunna að verða - ekki aðeins um hemaðarjafnvægi milli austurs og vesturs heldur innbyrðisafstöðu ríkja í hemaðarbandalögunum tveim, Atlantshafsbandalagi og Var- sjárbandalagi. Hvað gengur þeim til? Ein af veigameiri spurningum, sem menn velta íyrir sér, er sú hvað stór- veldunum gangi til að sýna nú þá samningalipurð sem raun ber vitni. Ljóst er að Sovétríkjunum er þung byrði að halda uppi hermætti sínum, byrði sem erfiður efnahagur gerir þeim illa kleift að bera. Hins vegar hefúr verið bent á að kjamorku- vopn, hvort heldur eru langdræg eða skammdræg, eru einhver ódýrasti vígbúnaður sem stórveldin framleiða og reka. Því væri samdráttur í hefð- bundnum vígbúnaði, þótt ekki væri neina til jafnaðar við vesturveldin, til muna sterkari leikur ef Kreml- verjum gengi sparnaður einn til. Bandaríkjunum eru samningar.um kjamavopn hins vegar alls enginn spamaður, heldur kostnaðarauki, vegna þeirrar aukningar sem þeir telja sig þurfa í hefðbundnum víg- búnaði í kjölfar slíks samkomulags. Umdeilanlegt er þó hver sá kostn- aðarauki verður því þeir sem halda nauðsyn hans á lofti em hinir sömu og rætt hafa um nauðsyn aukins hefðbundins vígbúnaðar árum sam- an. Flestir telja ólíklegt að verulegr- ar aukningar verði þörf enda geti reynst ákaflega erfitt fyrir ríkis- stjórnir einstakra aðildarríkja að fá fjárveitingar til slíks. Breytir litlu í raun breytir samkomulag um meðaldrægar «g skammdrægar kjamorkuflaugar í Evrópu ákaflega litlu fyrir heildarjafnvægi í víg- búnaði. Þótt samningurinn verði ef til vill sá mesti, sem gerður hefur verið milli stórveldanna og leiði til meiri samdráttar í vígbúnaði en ver- ið hefur til þessa, breytir hann heildarmyndinni nánast ekkert. Með brottflutningi flauganna úr Evrópu verður einfaldlega horfið af'tur til þess tíma, á sjöunda áratug aldarinnar, þegar hemaðarlegt jafh- vægi byggðist á hefðbundnum vígbúnaði annars vegar og lang- drægum kjarnorkuvopnum hins vegar. í því jafnvægi réðu stórveldin nær ein lögum og lofum. Að auki má ekki gleyma þeim kjamorkuvopnum sem enn verða í Evrópu, í flugvélum og á skipum á hafi úti. Hugsanlega ræður því hér að ein- hverju söknuður stórveldanna eftir þeim tíma þegar þau vom ekki háð flóknum og erfiðum samningum við bandamenn sína um fjölda, afkasta- getu og staðsetningu vígbúnaðar síns. Þar má þó minnast þess að þau hafa aldrei, að minnsta kosti ekki Bandaríkin, verið yfir sig hrifin af staðsetningu kjamorkuvopna í Evr- ópu. Breytt hlutdeild Ljóst er að samningar um Evrópu- flaugamar koma til með að breyta innb\TÖis afstöðu ríkja Atlantshafs- bandalagsins og hlutdeild þeirra í starfsemi NATO eitthvað. Þótt fátt sé á hreinu í þeim efnum enn má leiða nokkrum getum að væntan- legri framvindu mála á því sviði. Ef til samdráttar í kjamorkuvíg- búnaði kemur og í kjölfar hans aukið mikilvægi hefðbundins vígbúnaðar er ljóst að Bandaríkin munu vilja láta bandalagsríki sín í Evrópu bera stærri hluta þess kostnaðar, er af hlýst, en verið hefur. Mun þá rætast gamall draumur margra ráðamanna vestra sem telja að þjóð þeirra hafi um áratugaskeið borið of miklar fjárhagsbyrðar vegna varna Evrópu. Rætt hefur verið um að kostnaðar- aukning hjá Evrópuríkjum þurfi ef til vill ekki að vera nein ef herir Atlantshafsbandalagsríkja fallast á að samræma búnað sinn þannig að þeir geti að minnsta kosti notað skotin hver úr annars byssum. Megi þá ná vemlegri hagræðingu með stærri framleiðslueiningum og meiri magninnkaupum. Enn þykjast þeir sem haldnir em gagnrýnistilhneigingum sjá hönd óheillaafla að verki. Benda þeir á að samhæfing á búnaði NATO-herja myndi fyrst og fremst verða til hagn- aðar fyrir stóra vopnaframleiðendur í Evrópu en þó einkum í Bandaríkj- unum. Yrðu þá samningamir til að auka umsvif þeirra og reikningurinn yrði að töluverðu leyti greiddur af Evrópuþjóðum. Á móti kemur þar sú fullyrðing Atlantshafsbandalags- ins að það sé reiðubúið til að semja um samdrátt í hefðbundnum víg- búnaði og þar með semja af það sem samið var um áður. Afstaðan til NATO Þá er enn spurt hvort þróun þessi, ef hún verður, geti haft áhrif á af- stöðu þjóða þeirra sem standa að Atlantshafsbandalaginu til aðildar að því. Undanfarin ár hefur verið fremur hljótt um bandalagið í flestum aðild- arríkjum þess. Andstaða gegn aðild að því hefur verið næsta lítið virk og umræða um bandalagið með minnsta móti. Hafa þeir sem fylgj- andi em aðild helst túlkað þögnina sem samþykki og leiða líkum að því að yfirgnæfandi meirihluti hverrar þjóðar sé fylgjandi NATO. Aðrir telja þó líklegt að andstaðan sé einfaldlega sofandi. Að hún kunni að vakna að nýju ef innbyrðis af- staða bandalagsríkja breytist að ráði. Norðmenn eiga landamæri að Sov- étríkjunum og hefur oft verið órótt vegna þeirra. Ekki er ljóst hvort eða hversu mikið þeir þyrftu að auka vígbúnað sinn ef friður í Evrópu ætti aftur að byggjast á hefðbundn- um vopnum, heimsfríðurinn á langdrægum kjarnorkuvopnum og kjamavopnum í lofti og á hafi. Telja verður þó víst að komi til kostnaðar- auka muni spurningar um tilhögun landvama fara að brenna á mönnum að nýju og illmögulegt að spá um hverja stefhu sú umræða kann að taka. Hugsanlegt verður því að telja að samningamir um Evrópuflaugarnar leiði til nýrrar endurskoðunar á NATO-aðild, meðal sumra banda- lagsríkja að minnsta kosti. Þýsku ríkin tvö I framhaldi af öllu þessu beinast svo sjónir manna að hjarta Evrópu, einkum þýsku ríkjunum tveim. Austur-Þjóðverjar hafa tekið flest- um umþótahugmyndum Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna, fremur fálega. Virðast ráðamenn þar í landi telja breytingar hans annað- hvort svo lítilvægar að þær séu vart þess virði að athuga þær eða svo hættulegar að þeim lítist betur á að feta sínar eigin leiðir, ólíkar þeim sovésku. Er varla við að búast að aukið hlutfallslegt mikilvægi hefðbundins vígbúnaður í Vestur-Þýskalandi valdi öðm en áhyggjum í Austur- Þýskalandi, meðal annars með hliðsjón af þeirri fótfestu sem NATO hefúr inni í miðju landinu, það er í Vestur-Berlín. Til em þeir sem óttast að þessi þróun auki verulega á spennuna milli þýsku ríkjanna tveggja, jafhvel að til átaka kunni að koma með þeim. Sú var tíðin að Evrópubúar óttuðust að Bandaríkjamenn stæðu ekki að fúllu við varnarskuldbind- ingar Atlantshafsbandalagsins ef til átaka með hefðbundnum vopnum kæmi milli Evrópuríkja. Þeim ótta hefur verið eytt að mestu í stjómar- tíð Ronalds Reagan enda hefúr hann sýnt að hann er reiðubúinn að beita hervaldi Bandaríkjanna ef honum þykir þörf á. Reagan lætur hins veg- ar af embætti á komandi ári og taki þar við forseti sem ekki hefur sama haukseðlið, ef til vill einhver líkari Jimmy Carter, gæti uggur þessi vaknað að nýju. Þeir sem spyrja nú þessara spum- inga, sem og íjölda annarra, vilja fæstir leggjast gegn samningum um kjamorkuvígbúnað, enda munu flestir eða allir sammála um að tak- ist þeir verði þar mörkuð tímamót sem opnað gæti leið til frekari samn- inga og þá jafhvel vemlegrar minnkunar kjamorkuógnunarinn- ar. Hins vegar telja þeir að miklum fjölda spuminga sé enn ósvarað og telja það í verkahring stjómvalda að gefa svör. Ef til vill em spurning- amar einfeldningslegar. En þeir sem spyrja em líka aðeins einfaldir þegn- ar ríkisstjóma sem hingað til hafa ekki séð ástæðu til að útskýra þessi mál í smáatriðum. Þurfa Norðmenn, ef til brottflutnings kemur á kjarnavopnum frá Evrópu, að styrkja varnir sinar vegna landamæranna við Sovétríkin? Ef Vestur-Þjóðverjar, sem sjást hér á heræfingu (hægri mynd), verða hlutfallslega stærra herveldi og Austur-Þjóðverjar (vinstri mynd) draga sig i auknum mæli undan áhrifum Sovétríkjanna hver gæti staðan milli þýsku rikjanna tveggja þá orðið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.