Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1987. Spumingin Hvernig er þitt óskaveður? Hermann S. Jónsson: „Súld og rign- ing - mér líður vel í svoleiðis veðri. Sem bé-flokk máttu setja sól og þess háttar." Guðbjörg Hildur Kolbeins: „Sólskin. Þegar er logn og sólskin og maður getur verið úti við.“ Börkur Valdimarsson: „Bara eins og búið er að vera undanfarinn mánuð - sól og sumar.“ Jóhann Ólafsson: „Gott veður. Sólskin og logn svo ég komist í sund og sólbað þegar ég er búinn að selja blöðin." Þórdis Guðmundsdóttir: „Allt nema rok - það tekur kraftinn úr manni.“ Sigrún Ásta Jónsdóttir: „Það er ann- aðhvort sólskin og logn eða rok - mér líkar vel við vindinn." Lesendur Hér drepa læknar böm í hundraðatali Einar Ingi Magnússon skrifar: Sónartæki er tæki sem notað er á sjúkrahúsum til þess að skyggnast inn í líkama manna. Þetta tæki, sem einnig kallast ómtæki, er aðallega notað til þess að skoða fóstur í móð- urlífi og kemur fram mynd af þeim á sjónvarpsskjá. Fyrir skömmu veittist mér sú ein- staka ánægja að sjá fóstur í þessu tæki. Það var ekki nema 8 vikna gamalt en á því var full mannsmynd og hjartað byrjað að slá. Þrem vikum seinna sá ég það aftur. Það var þá ekki nema 3 cm á lengd en spriklaði og veifaði sínum smáu höndum. Þetta var mikil upplifun en minnti mig á skelfilegar og sorglegar að- gerðir sem framkvæmdar eru, nefrii- lega fóstureyðingar. Ég gerði mér því ferð niður á skrif- stofu landlæknis vegna þess að mig langaði til þess að vita hversu marg- ar fóstureyðingar væru framdar hér á landi vegna félagslegra aðstæðna hinna barnshafandi kvenna. En í félagslegum aðstæðum er m.a. fólgið það að kona búi við bág kjör og heimilisaðstæður. Mér var sagt að árið 1981 hefðu samtals 597 fóstureyðingar verið gerðar og þar af 525 af félagslegum aðstæðum. Af sömu ástæðum voru 619 fóstureyðingar gerðar árið eftir, af samtals 689. 1983 voru þær 543 af samtals 613. 1984 voru fóstureyð- ingar samtals 742. Bráðabirgðatölur liggja fyrir fyrir árið 1985 en engar heildartölur eru enn komnar fyrir síðastliðið ár. Yngsta konan 1985 var ekki nema 14 ára en þær elstu yfir 45 ára. Þá voru langflest fósturdráp gerð á kon- um frá 15-29 ára. Þetta eru skelfileg- ar tölur, skelfilegar staðreyndir, að lifandi mannverur skuli vera drepn- ar í hundraðatali hér á landi vegna þess að ekki er talið hagkvæmt að þær fæðist vegna kvennanna sem ganga með þær. Þessi hættulegi „Litla kriliö veifaði höndum.. hugsunarháttur er álíka og sá að einstaklingar séu dregnir til aftöku vegna þess að þeirra gæti beðið hafragrautur og kartöflur en ekki krásir og vín. Lifandi fóstur eru menn, böm sem enginn hefur rétt til að deyða. Fóst- urdráp eru heldur harkalegar og seinbúnar getnaðarvamir fyrir fólk sem vill lifa lífinu. Fólk ætti að skammast sín fyrir þær og ætti ekki að komast upp með slíkt því fóstu- reyðingar vegna félagslegra að- stæðna em manndráp að yfirlögðu ráði og slíkur verknaður er refsi- verður samkvæmt lögum. Meðan ég beið afgreiðslu hjá Landlæknisem- bættinu, sem var með afburðum góð og liðleg, rak ég augun í skjal sem hékk þar á vegg, innrammað. Það var Genfarheit lækna sem stofnað var 1949. Þar segir m.a.: „Ég heiti því að virða mannslíf öllu framar, allt frá getnaði... “ Hér þarf greinilega einhverju að breyta. Um leið og læknar vemda lífið drepa þeir böm í hundraðatali vegna þess að ekki þykir hentugt að láta þau lifa vegna félagslegra aðstæðna. Þau eru að vísu ófædd en lifandi í móðurlífi. Hvað þá með gamalt fólk og ósjálfbjarga? Hvar er öll siðfræðin, mannréttindin og mannkærleikurinn? Hvemig í ósköpunum hafa þau lög verið sett að leyfilegt sé að drepa ósjálfbjarga böm í móðurlífi? Þetta em ekki nein einkamál þessara bamshafandi kvenna sem fremja slíkan verknað. Morð em ekki einkamál, morð em sakamál vegna þess að þau em glæp- ir af fyrstu gráðu. Að sjá litla krílið í sónamum, veif- andi höndum sínum og hjarta þess var byrjað að slá þrem vikum eftir getnað, er reynsla sem vekur mann til umhugsunar þegar vitað er að öll þessi fósturdráp em framin og lög- vemduð. Um hvað em þessar konur að hugsa? Hvað er eiginlega að læknum, alþingismönnum og bara fólki yfirleitt? Ég komst ekki hjá því að minnast orða Drottins í heilagri ritningu þar sem hann segir við mann einn:„ Áður en ég myndaði þig í móðuriífi útvaldi ég þig.“ Og á öðrum stað segir svo að það sé ákveðið hvað menn eigi að verða áður en þeir fæðast. Nei, þessum bamamorðum verður að linna eða eins og prestur- inn sagði við mig um daginn: „Þegar líf er einu sinni kviknað, verður að vemda það.“ HRINGIÐ í SÍIVTA 27022 MILIiIKIi. 13 OG 15 Sjúkrapúðar í bíla Guðrún skrifar: „ Fyrir skömmu var það í einhverju dagblaðanna að skátamir væm famir að selja sjúkrapúða í bíla. í þessum púðum eiga að vera alls kyns hjálpar- tæki til nota á neyðarstundu ásamt bæklingi með upplýsingum um fyrstu hjálp. Þetta er þarft framtak og undar- legt að ekki skuli vera lögboðin skylda að hafa slíkt í öllum bílum. Ég geri það hér með að tillögu minni að lög verði sett þess efnis að bíleigendur skuli sjá um að hafa sjúkrapúða - eða annað tilsvarandi - í bílum sínum og skipti þá ekki máli hvort um nýja eða gamla bíla er að ræða.“ Hvað gerist á Natófundinum? A.J. skrifan „ Eflaust er það eðlilegt að okkur íslendingum þyki tíðindum sæta að Natófundurinn skuli haldinn hér- lendis þetta vorið. Samt sem áður kemur það nokkuð spánskt fyrir sjónir að sjá blöðin uppfull af vanga- veltum um hvort ekki verði nú stórmerkileg skref stigin hér í átt til afvopnunar - einmitt vegna þess að leitogamir tveir funduðu á þessu sama skeri fyrir nokkrum mánuðum! Hafi staðarval funda áhrif á gang friðarmála í heiminum er eins gott að bíðja fyrir sér - hver skyldi verða niðurstaðan eftir frmdahöld í kuld- anum á Grænlandi eða í hitakófi á suðurhvelinu! Er ekki kominn tími til þess að leggja til hliðar bamaleg skrif um afvopnunarmál og snúa sér að kjamanum? Ég bara spyr.“ Meiri kvennaknattspymu Gunnhildur hringdi: Ég var á leik héma á laugardaginn á Skaganum og þá unnu Skagamenn 13-0 í viðureign við Þór í Vest- mannaeyjum. Það kom ekki neitt um þetta í blaðinu ykkar og ég vil gagnrýna það. Leikurinn var í öðr- um flokki kvenna og mér finnst yfirieitt alltof h'tið birt af kvenna- knattspymu í blöðunum, sérstaklega í yngri Qokkunum. Or þessu þarf að bæta. Frakkinn úr Lennon Linda hringdi: „Ég var að skemmta mér í Lennon laugardaginn 30. maí og var svo óheppin að týna fatahengisnúmerinu. Þegar ég ætlaði að ná í frakkann minn var hann horfinn úr fatahenginu og fannst ekki. Ég vildi biðja þann sem í ógáti hefur tekið frakkann að vera ófeiminn við að hafa samband við mig. Þetta er svartur síður leðurfrakki og mikill missir fyrir mig. Því heiti ég hverjum þeim fundarlaunum sem get- ur bent mér á frakkann. Síminn hjá mér er 16170.“ Reiðhjól: Hver sækir og sendir? B.A. skrifar: Það er mikill galli við reiðhjóla- eignina hversu erfitt er að fá gert við gripina. Ef springur á dekki er meiri háttar mál að fá því kippt í liðinn. Ekki aðeins eru reiðhjólavið- gerðir sjaldséðar og vandfundnar heldur þarf sérstaka bifreið til að flytja „sjúklinginn" bæjarhluta á milli. Einhverjir framtakssamir við- gerðamenn ættu að taka sig til og setja á stofh fyrirtæki sem ekki að- eins gerir við gripina heldur sækir þá og sendir heim aftur að viðgerð lokinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.