Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1987, Side 17
MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 1987.
17
Dýr
Könnun Verðlagsstofhunar á inn-
flutningsverði í Bergen annars vegar
og hérlendis hins vegar hefur vakið
athygli og umtal. Meginniðurstaða
könnunarinnar er að innkaupsverð
sé of hátt, a.m.k. samanborið við
innkaupsverð hjá frændum vorum.
Að vísu skal varast að alhæfa.
Eflaust eru þeir til sem vanda inn-
kaup til landsins og gæta þess vel
að ná lægsta verði. Reynslan er þó
ólygnust og verður hér á eftir getið
þriggja tilfella sem sýna að betur
má ef duga skal.
Margir milliliðir
Fyrsta dæmið er af útboði hjá hinu
opinbera. Óskað var eftir tilboði í
ákveðið magn vöru. Tekið var til-
boði frá innflytjanda sem hafði
umboð fyrir fyrirtæki á Norður-
löndum. Við athugun síðar kom í
ljós að fyrirtækið á Norðurlöndum
hafði verslað við móðurfyrirtæki sitt
í Hollandi. Það hafði verslað við
annað fyrirtæki í öðru landi sem
jafnframt framleiddi vöruna. í ljós
kom að með því að kaupa inn frá
framleiðanda og halda óhreyttri
álagningu mátti lækka verðið um
helming. Þeir sem töpuðu á því að
taka vöruna beint frá framleiðanda
voru umboðsaðilamir erlendis
umboðið hér hélt sínu, neytandinn
græddi og það vel. Umrædd verk-
smiðja er í tæplega 200 km fjarlægð
frá Luxemburg, þannig að sam-
gönguerfiðleikum er ekki um að
kenna.
Sama varan í margs konar
umbúðum
Annað dæmi er um vöru sem hing-
að er flutt inn frá Norðurlöndum.
Lengi vel var varan einungis til
innkaup
KjaUarinn
Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins
tegundir undir mörgum vörumerkj-
um, allar samar að gæðum. Hér má
spara óþarfa milliliðakostnað.
Smurt ofan á
Síðasta dæmið sýnir hve frændui'
vorir á Norðurlöndum geta beitt
okkur órétti vegna smæðar og fá-
kunnáttu.
Framleiðandi vöru hérlendis vant-
aði ákveðið tæki, innlendur umboðs-
aðili fannst ekki. Við nánari
athugun kom í ljós að danskur um-
boðsaðili hafði söluréttinn, en
framleiðandinn var í USA.
Við samanburð á verði kom í ljós
að tækið keypt í Danmörku kostaði
sama og tvö í USA, munurinn var
nokkur hundruð þúsund krónur.
Ákveðið var að sjálfsögðu að
kaupa frá framleiðanda, hann neit-
. dæmið sýnir hve frændur okkar á
Norðurlöndum geta beitt okkur órétti
vegna smæðar og fákunnáttu.“
undir dönsku merki - þá keypt hing-
að til lands af heildsala sem aftur
keypti af dönskum heildsala. Daninn
keypti vöruna af sænskum framleið-
anda sem eingöngu framleiðir
vöruna fyrir aðra, þ.e. ekki undir
eigin merki heldur einvörðungu í
umbúðir sem seljandinn hefur
ákveðið. Þessi vara fæst hérlendis
nú, pökkuð í mismunandi umbúðir,
danskar og islenskar, nákvæmlega
sama varan; eini munurinn er í
verði. Þessi sænski framleiðandi
framleiðir margs konar vöru, sumar
aði að selja, kvað umboðið vera í
Danmörku og það ætti að selja hing-
að. Þegar honum var sagt frá
verðlagningunni kom í ljós að fyrir-
tækið hafði ákveðna stefnu í verð-
lagsmálum - þá að selja vöruna alls
staðar á sama verði. Innan tveggja
tíma frá samtalinu við framleiðand-
ann var búið að hringja frá
Danmörku og tilkynna að verðið
lækkaði um helming - ástæðan var
sú að höfuðstöðvar í Evrópu höfðu
komið skilaboðum frá skrifstofúnni
í USA til skila þess efriis að verð
„Það er og umhugsunarefni nú þegar unnið er að myndum nýrrar ríkis-
stjórnar hvort ekki sé rétt að nota tækifærið til þess að breyta starfsemi
ráðuneyta á þann veg að til bóta horfi í inn- og útflutningsversluninni.“
skyldi alls staðar vera það sama.
Slík tæki sem um ræðir eru notuð
í nokkrum fyrirtækjum hérlendis.
hvort öll hafa notið sömu kjara er
óvíst.
Hvað er til ráða?
Þessi dæmi eru hér tekin til þess
að glöggva lesendur á þvi að fyllsta
ástæða er til þess hvetja innflytj-
endur til hagkvæmra innkaupa.
Það er og umhugsunarvert nú þeg-
ar unnið er að mvndun nvrrar
ríkisstjómar hvort ekki sé rétt að
nota tækifærið til þess að breyta
starfsemi ráðuneyta á þann veg að
til bóta horfi í inn- og útflutnings-
versluninni.
Ekki skal skilja þetta svo að undir-
ritaður vilji að ríkið hefji eigin
innflutning, þvert á móti. Hins vegar
á strax að endurskipuleggja starf-
semi viðskipta- og utanríkisráðu-
neytis, sameina þau og beina
starfsemi þeirra í ríkari mæli að því
að afla og miðla upplýsingum um
framleiðendur. umboðsaðilja. kaup-
endur og verð. Bæði þessi ráðuneyti
eru steinmnnin. nær öll vinna er í
etikettuformi i stað þess að beinast
a.m.k. að hluta til að því að bæta
kjör landsmanna.
Bjarni P. Magnússon
Mistök Þorsteins
Síðan alþingiskosningamar fóru
fram hafa formenn stærstu stjóm-
málaflokkanna verið að reyna að
mynda ríkisstjórn. Steingrímur fyrst
og var hann fljótur að gefast upp.
Þá næst byrjaði Þorsteinn Pálsson
og það vissu náttúrlega allir fyrir-
fram að sá blessaði maður væri ekki
fær í það þrátt fyrir það að hann
tæki sér hálfan mánuð. Duglegur
þingmaður þarf skilyrðislaust að
hafa unnið við atvinnuvegi íslensku
þjóðarinnar til þess að hann geti
fúllnægt sínu starfi (og þarf að gjör-
þekkja atvinnulífið). Þorsteinn
Pálsson þyrfti að fara í sveit í tvö
ár og þrjú ár til sjós og koma aldrei
til Reykjavíkur að hitta stjómendur
Heimdallar. Þar lærði hann sína
stjórnmálavisku og verkin tala svo
að hann sé ómögulegur stjómmála-
maður, feikilega fljótfærinn og fram
úr hófi illa innrættur. Islenska þjóð-
in mun seint gleyma framkomu hans
við Albert Guðmundsson iðnaðar-
málaráðherra. Ég spyr: Er Þorsteinn
Pálsson einráður í þingflokki Sjálf-
stæðisflokksins? Verkin tala svo að
alþingismenn Sjálfstæðisflokksins
sofi værum blundi og láti flokks-
formanninn vera einráðan í ljótu
verkunum. Þorsteinn var lengi bú-
inn að undirbúa það ljóta verk að
bola Albert burt með því að koma
sjálfum sér í fjármálaembættið. Þor-
steinn er fram úr hófi fljótfærinn og
sér aldrei neitt fram í tímann (eins
og algengt er með menn á hans
þroskastigi). Hann bara anar áfram
í sinni vitleysu þar til hann rekur
sig á, eins og t.d. með að koma Al-
bert úr ríkisstjórn í vor. Þá var
Þorsteinn svo glaður og þvoði hend-
ur sínar og hann taldi sig svo
sigurvissan að hann gleymdi að þvo
samvisku sína. Svo sigurviss var
hann, en það ber ekki allt upp á
sama dag fyrir litlu Heimdallarstutt-
buxnadrengina í þossu jarðneska lífi.
Kópavogsblaðið
íslenska þjóðin fylltist hryggð með
„Nú er Þorsteinn svo ánægður
með sjálfan sig og ætlar sér að
verða forsætisráðherra i næstu
rfkisstjórn."
óþokkaverkum Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstæðisflokksins, og
var stofnaður Borgaraflokkur með
Albert sem fyrsta mann á lista og
kom flokkurinn inn sjö mönnum
með viku fyrirvara. Framboðsfrest-
urinn var að renna út en Þorsteinn
fjármálaráðherra hefur aldrei verið
góður í reikningi. Verkin sýna það.
I besta góðæri Islands hefur sjaldan
verið meiri halli á fjárlögum íslensku
þjóðarinnar og er þá mikið sagt.
Auðvitað gat blessuðtmi blinda
súkkulaðidrengnum Þorsteini ekki
dottið í hug að stuðningsfólk hins
mikla manns, Alberts Guðmunds-
sonar, gæti stofnað Borgaraflokkinn
á nokkrum dögum. Alþjóð veit hvað
hugsandi fólk getur mikið sem er
ekki með þessa miklu sjálfstæðis-
blindu sem einkennir ráðandi rnenn
í hinum svokallaða Sjálfstæðisflokki
og þá sérstaklega alþingismennina
sem eru kosnir sem trúnaðarmenn
íslensku þjóðarinnar.
Eg get vorkennt aumingja Þor-
steini formanni hvað hann á lang-
blinda húsbændur yfir sér og á ég
þá aðallega við alþingismenn Sjálf-
stæðisflokksins sem geta verið
skynsamir eftir á. en þeir eru alltaf
svo ánægðir með sjálfa sig og taka
ekki_ábendingum flokkssvstkina
sinna.
Ég gladdist sannarlega yfir því að
sjá í blaði sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi nýlega að þar skrifa nokkrir
sjáandi sjálfstæöismenn ágætis
greinar og þar á meðal Friðrik Soph-
usson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, og býðm- að formaður og
varaformaður flokksins séu tilbúnir
hvenær sem er til að boða til lands-
fundar. Ég spyr: Til hvers er verið
að boða til landsfundar þar sem eng-
inn má segja neitt nema stjórnin
sjálf? Af hverju var landsfundar-
mönnum á síðasta landsfundi ekki
sagt frá því mikla skattsvikamáli
Alberts Guðmundssonar sem Þor-
steini Pálssyni lá svo á hjarta og
ætlaði sannarlega að slá sér upp á
i alþingiskosningunum? Þeir orðuðu
það ekki við nokkurn rnann á lands-
fundim.un, þetta mikla skattamál, en
KjaUarinn
Regína Thorarensen
fréttaritari á Selfossi
lágu bara á þv'í eins og góðar ungar
hænur liggja á eggjum sínum. Ég
bara spyr: Er ekki landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins bai'a skemmtisam-
koma og sýndarmennska og mikil
peningaeyðsla? Ég hef hevrt mm-gan
landsfimdarfullti'úann kvarta undan
þessum landsfundtmi. hvað þeir
væru fólkinu dýrir.
Ekki forsætisráðherra
Ég bara vonast til þess að sjónin
aukist hjá fleirmn en þeim sem skrifa
i áðurgreint Kópavogsblað. Einnig
vonast ég til þess að það óhapp hendi
ekki að Þorsteinn verði forsætisráð-
herra í næstu ríkisstjóm. Ráðandi
menn í Sjálfstæðisflokknum eru
búnir að færa Þorsteini margar stöð-
ur á silfurfati sem er að eyðileggja
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og
er að koma þjóðarbúinu á vonarvöl.
Við þurfum að kjósa fólk á alþingi
sem hefur unnið við atvinnuvegi
þjóðarinnar og þekkir það af eigin
reynslu. Það eru orðnir allt of marg-
ir ungir lögfræðingar. sem þekkja
ekki hvað þjóðinni er fyrir bestu. á
alþingi. Verkin tala svo. ef alþingis-
maður. sem er háskólagenginn. hjá
Sjálfstæðisflokknum fer nokkra túra
á sjó yfir sumarmánuðina til að
kvnnast þeim atvinnuvegi þá hregð-
ur svo við að það er traðkað á honum
af ráðamönnum Sjálfstæðisflokkks-
ins og honum sýnd rnikil fyrirlitning
í alla staði.
Þorsteinn Pálsson rankaði við sér
eftir kosningamar í vor að eitthvað
væri að sér sem formanni því eins
og alþjóð veit tapaði flokkurinn
gevsilega mikið í kosningunum og
Þoi-steinn spurði þessa ráðandi
menn hvort hann ætti ekki að segja
af sér formennskunni. Hverju svör-
uðu þeir Þorsteini? Stóðu upp og
lýstu fyllsta trausti til hans og báðu
hann að vera áfram sem formaður.
Nú er Þorsteinn svo ánægður með
sjálfan sig og ætlar sér að verða for-
sætisráðherra í næstu ríkisstjórn.
Þorsteinn Pálsson. Ertu ekki bú-
inn að gera nógu illt af þér. kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn? Það hefur eng-
inn flokkur að gera með mann í
formannsstöðu sem er alltaf eins og
klipptur út úr tískublaði og þekkir
ekkert til atvinnu þjóðarinnai' og
kann.ekki að svara andstæðingum
sinum nema með sömu páfagauks-
orðunum... Svo er Þorsteinn svo
illa innréttaður að íslenska húsrnæð-
ur myndu ekki þola svoleiðis eld-
húsinnréttingar sem eru ekkert
nema vtra byrðið og hurðalausar og
þar af leiðandi ekkert hægt að
geynta í þeim og ekki til nokkurs
nýtar nema bara horfa á þær. Hús-
mæður láta rífa þær niður með
forgangshraða þvi fólk vill hafa eld-
hús með mikla geymslu og vel
innréttað. Að endingu þurfa ráðandi
sjálfstæðismenn að koma Þorsteini
í burtu og láta hann vinna við at-
vinnuvegi þjóðarinnar í fimrn ár
samfleytt og þá mun stækka hans
sjóndeildarhringur.
Regína Thorarensen.
„Þorsteinn er fram úr hófi fljótfærinn
og sér aldrei neitt fram í tímann (eins
og algengt er með menn á hans þroska-
stigi).“