Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Frjálst,óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Kærkomin hvíld til hausts íslenzk stjórnmál munu nú leggjast í dvala, þegar nýja ríkisstjórnin hefur komið sér fyrir í hægum sessi. Hvorki stjórn né stjórnarandstaða er líkleg til átaka fyrr en í byrjun október, því að þreytan er mikil eftir kosningar vorsins og stjórnarmyndun sumarsins. Ekki gekk þrautalítið hjá stjórnmálamönnum okkar að koma sér í laxveiðar og annað dútl við hæfi. Ríkis- stjórnin fór afar illa af stað. Aðgerðir hennar komu út með afturfæturna á undan, svo að fyrsta aðgerð hennar reyndist verða sú að fresta fyrstu aðgerðum. Uti í atvinnulífinu þætti auðvitað til skammar að vera vikum saman á svokölluðum rífandi gangi við að mynda stjórn, með þeim árangri, að útkoman verður slíkt rugl, að ekki er unnt að framkvæma það að sinni. En það er tæpast nýtt, að stjórnmálamenn klúðri málum. Eðlilegt er, að kjósendur velti fyrir sér, hvort umboðs- menn þeirra gætu unnið fyrir sér í öðru starfi, til dæmis úti í atvinnulífmu. Líklega yrði það erfitt, því að stjórn- málin fjalla að verulegu leyti um annað en árangur. Þau fjalla um risnu og stóla, fé og ráðherrabíla. Stjórnarandstaðan mun hafa hægt um sig til hausts. Alþýðubandalagið vék sér skynsamlega undan tilraun- um til stjórnarmyndunar, enda mun það ekki hafa orku til annars næstu mánuði en að höggva á hnút ágrein- ingsins um, hver eigi að stjórna flokknum næstu árin. Kvennalistinn var ekki eins heppinn. Eftir atrennu að stjórnarmyndun sat hann uppi sem sértrúarflokkur, er verður seint beðinn aftur um að taka þátt í ríkis- stjórn. Hann kann ekki að sveigja málefni sín í farveg, sem hægt er að ná samkomulagi um að sigla eftir. Fyrir neytendur var fróðlegt að heyra í síðustu viku, að Kvennalistinn vill lækka dilkakjötsfjallið með því að hætta að borða ýmsa innflutta neyzluvöru, væntan- lega með valdboði. Þetta er miðaldaskoðun þess flokks, sem sennilega verður harðastur í stjórnarandstöðu. Kvennalistinn mun halda áfram að rækta sértrú sína og sérstöðu með hinni grónu sjálfsvorkunn, að allir séu vondir við hann. Kvartað verður áfram um lítinn að- gang að fjölmiðlum, þótt listinn hafi í rauninni ekki nennt að nota sér hinn mikla aðgang, sem hann hefur. Borgaraflokkurinn hefur svo gersamlega týnzt eftir kosningar, að erfitt er að trúa, að hann hafi sjö fulltrúa á þingi. Samanlögð er fyrirferð þeirra eins og tæplega einnar kvennalistakonu. Hugsanlegt er, að enginn nenni að auglýsa í haust eftir hinum týnda flokki. Af stjórnarflokkunum er hlutur Alþýðuflokksins sýnu verstur. Allir virðast vera sammála um, að flokkur- inn hefur einfaldlega gerzt þriðja hjólið undir gömlu stjórnarkerrunni. Flokkurinn fær engum stefnumálum framgengt að launum, ekki einu sinni kaupleiguruglinu. I stöðu Alþýðuflokksins sjáum við í hnotskurn hinn pólitíska raunveruleika. Flokkar virðast ekki vera mjög virk tæki til að koma stefnumálum fram, en geta við vissar aðstæður komið að gagni við að bæta kjör og aðstöðu þeirra flokksforingja, sem verða ráðherrar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fá og valdalítil embætti í ríkisstjórn, sem hann hefur þó tekið forustu fyrir. Næstum útilokað er, að flokkurinn geti notað ríkis- stjórnina til að marka slík spor í þjóðlífið, að hann geti borið höfuðið hátt í næstu kosningabaráttu. Ríkisstjórnin ekur í sumarleyfið í gamalli kerru, þar sem Jón Baldvin er viðgerðarmaðurinn, Þorsteinn vagn- stjórinn og Steingrímur farþeginn, sem ræður ferðinni. Jónas Kristjánsson Alþýðubandalagið: Flokkur í fýlu KjaUaiinn Eiður Guðnason alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn Eini kosturinn Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa verið býsna duglegir við að full- yrða í fjölmiðlum að Alþýðuflokkur- inn hafi gengið til liðs við kerfis- flokkana. Alþýðubandalagið starfaði með þessum sömu flokkum, Framsóknarflokki og hluta Sjálf- stæðisflokks, 1980 til 1983. Ef menn ekki muna þá var það stjómin sem jafnaðarstefhu en slíkar verkefna- skrár hafa áður gert. Okkur tókst í góðu samkomulagi við hina flokk- ana að þoka stefriumálum okkar vel áleiðis. Nokkurdæmi: * Auka einstaklingsfrelsi og jafn- rétti. Vinna að valddreifingu, félagslegum umbótum og treysta „Flokkur, sem má ekki vera að því að sinna stefhumótun og kjósendum af því hann er svo upptekinn af sjálfum sér, er ekki val- kostur. Hann er í mesta lagi kjaftaklúbbur fyrir sófakomma.“ Uml og nöldur hefur heyrst frá Al- þýðubandalaginu eftir að ný ríkis- stjóm var mynduð í landinu. Gagnvart þjóðinni og kjósendum er Alþýðubandalagið hætt í pólitík. Starf þess snýst nú eingöngu um maflaskoðun og valdabaráttu. Kjós- endur em á bak og burt og það sem eftir er af flokknum logar í illvígum deilum. Umhverfis sjálfan sig... Alþýðubandalaginu var á sínum tíma boðið að taka þátt í viðræðum um myndun ríkisstjómar. Það gerði formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Alþýðu- bandalagið sagði: Nei, takk. Við erum ekki til viðtals. Alþýðubanda- lagið er nefriilega flokkur í íýlu. Bæði út í sjálfan sig og kjósendur. Skömmu síðar kom út ritgerðasafn forystumannanna um flokkinn. Gár- ungamir kalla áttatíu síðna ritgerð Ólafs Ragnars þar: - „Umhverfis sjálfan sig á áttatíu síðum.“ Flokksforystan kom í fjölmiðla og lýsti það ástæðu kosningahrapsins, að fólk teldi Alþýðubandalagið úr- eltan, þröngsýnan og sundurlyndan kerfisflokk. í ritgerðasafriinu kom- ust höíúndar allir að sömu niður- stöðu. Flokkur, sem má ekki vera að því að sinna stefhumótun og kjósendum af því að hann er svo upptekinn af sjálfum sér, er ekki valkostur. Hann er í mesta lagi kjaftaklúbbur fyrir sófakomma. var við völd þegar allt fór úr böndun- um og verðbólgubálið var að brenna innviðu samfélagsins. í flokkakerfi okkar er það svo að það hafa allir unnið með öllum nema Kvennaflokkurinn og Albertsflokk- urinn en hvorir tveggja em að líkindum stundarfyrirbrigði í ís- lenskum stjómmálum. Þriggja flokka stjóm þeirra flokka, sem nú stjóma, var eini raunhæfi valkosturinn til að mynda landinu starfhæfa stjóm eftir að Alþýðu- bandalagið og Kvennaflokkurinn vom búin að dæma sig úr leik. Þver- pólitískt eðli Kvennaflokksins gerir það raunar að verkum að hann getur aldrei sameinast um nema örfá póli- tísk markmið. Það dugar ekki. Fjögurra flokka stjóm kom ekki til greina. Meira nýjabrum Víst hefðum við ýmsir kosið að meira nýjabrum væri á yfirbragði hinnar nýju stjómar. En í sam- steypustjóm ráða menn ekki ráð- herratilnefningum annarra flokka. Svo einfalt er nú það. Stefriuyfirlýsing og starfeáætlun nýju ríkisstjómarinnar er ítarlegra plagg ep slík hafa áður verið. Án þess að um nokkum meting sé að ræða þá hika ég ekki við að fullyrða að hún ber í ríkari mæli svipmót afkomuöryggi allra landsmanna. * Stöðugleiki í efhahags- og at- vinnulífi. Jafhvægi í ríkisfjármál- um. Endurskipulagning á ríkisbúskapnum. * Bætt eftirlit með framkvæmd skattalaga samkvæmt tillögum um aðgerðir gegn skattsvikum. Endurskoðun skattkerfisins. * Samræmt líeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Fækkun lífeyrissjóða. * Sett verða sérstök lagaákvæði um kaupleiguíbúðir og fjármögnun þeirra. * Átak í samgöngumálum. Flýta lagningu vega með bundnu slitlagi er tengja, saman þéttbýlisstaði. * Fiskveiðistefnan verður tekin til endurskoðunar. * Landbúnaðurinn verður aðlagað- ur breyttum markaðsaðstæðum og greitt fyrir búháttabreytingum. * Menntunaraðstaða verði jöfnuð svo sem kostur er. * Endurmat á störfum kvenna hjá hinu opinbera. Átak til að koma á jafhrétti kynjanna með sérstakri áherslu á launajafnrétti. - Þetta eru bara örfá dæmi. Af nógu er að taka. Allt þetta sögðum við Alþýðuflokks- menn fyrir kosningar. Allt þetta segjum við enn. Allt þetta stendur í stefhuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar. Við erum nefhilega í pólitík til þess að hafa áhrif og breyta samfélaginu í réttlætisátt. Ekki til að vera í fylu. Eiður Guðnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.