Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. 15 Réttaníkið og Krislján B. Þórarinsson Þann 19. júní sl. skrifaði ég smá- grein i DV undir fyrirsögninni: „Er réttarríkið í hættu?“ Aðalefni greinarinnar var að lýsa hvemig Framsóknarflokkurinn hefði haft aðstöðu til þess um langt árabil að troða gæðingum sínum á jötuna við veitingu embætta á sviði dómsmálanna í landinu. Ég taldi vissa hættu liggja í því að einn stjómmálaflokkur væri einráður í þessum málum. Kristján nokkur B. Þórarinsson tekur sér fyrir hendur að svara grein minni í DV þann 29.6. Hann byrjar á því sjálfsmati að líkja sér við Ara fróða - „Hafa skal það heldur er sannara reynist." Það er eins og þessi ritfákur Fram- sóknar hafi fengið pipar undir stertinn, því svo böðlast hann áfram við að reyna að afsanna orð mín. M.a. segir hann að ég hafi kallað saksóknara ríkisins, Hallvarð Ein- varðsson, framsóknarlepp. Það er hvergi stafur í þá átt í minni grein. Hann hefur því eitthvað misstigið sig á sannleikanum þegar hann er að reyna að stilla sér upp við hliðina á Ara fróða. Hann er fátalaður um þau atriði í embættisfærslu saksóknara að Hæstiréttur skuli hvað eftir annað hafa þurft að taka fram fyrir hendur hans og leiðrétta hjá honum embætt- isleg afglöp. Kristjáni verður tíðrætt um það hve framsóknarráðherrar hafi veitt mörgum sjálfstæðismönnum emb- ætti í dómskerfinu. Sérstaklega tekur hann fram veitingu Steingríms Hermannssonar á bæjarfógetaemb- ættinu í Kópavogi til Ásgeirs Péturssonar, fyrrv. sýslumanns í Borgarnesi. I fljótu bragði verður ekki séð hvemig Steingrímur hefði getað gengið framhjá Ásgeiri í það embætti enda ber ég ekki saman embættisfærslu Steingríms við setu Jóns Helgasonar í sæti dómsmála- ráðherra. Kristján er furðu fáorður um sak- sóknara ríkisins, telur vafasamt að hann sé framsóknarmaður, kannske eitthvert pólitískt viðundur, sem hafi e.t.v. rænu á þvi að nota' sinn kosningarétt. Eftir alla þá gullhamra, sem Kristj- án er að reyna að slá Jóni Helgasyni, mætti hann minnast afreka hans í áfengismálum þegar hlegið var að honum um allt land fyrir aðgerðir hans og ákvarðanir - „Blandað á staðnum.“ Og ekki em síðri verk hans í landbúnaðarmálunum. Það verður langt þangað til þau þagna, „Það verður langt þangað til þau þagna, lambalikin sem urðuð voru á ruslahaugum Reykjavíkur. Þau hrópa hátt um landbúnaðarafrek Framsóknar." Kjallarinn Þórður E. Halldórsson „Hann er fátalaður um þau atriði í embætt- isfærslu saksóknara að Hæstiréttur skuli hvað eftir annað hafa þurft að taka fram fyrir hendur hans og leiðrétta hjá honum embættisleg afglöp.“ lambalíkin sem urðuð vom á rusla- haugum Reykjavíkur. Þau hrópa hátt um landbúnaðarafrek Fram- sóknar. Vegna embættisveitinga Fram- sóknar til sjálfstæðismanna, sem Kristján sér svo ofsjónum yfir, læð- ist að manni sá grunur að sú staða kunni að hafa komið upp að lagerinn af framsóknarmönnum í lögfræð- ingastétt hafi stundum verið orðinn þunnskipaður. Það má einnig minna Kristján á að ekki hafa skipanir Jóns Helga- sonar mælst vel fyrir meðal dýra- lækna í stöður á þeirra vettvangi. Ég vil enda þessi orð mín á loka- kaflafyrirsögninni í grein Kristjáns: „Eyðileggjum ekki tilfinningu al- mennings fyrir réttaröryggi." Um þetta atriði snýst min umræða og ábendingar í þessum málum. Þórður E. Halldórsson Það er ekki óft að ég leggi það á mig að lesa í gegnum vangaveltur Haraldar Blöndals þegar hann geys- ist fram ritvöllinn í DV. En þann 7. júlí var hnippt í mig og bent á prent- aðar vangaveltur hans í kjallara- grein sem birtist þann dag. í greininni, sem í heild sinni er ekkert annað en hversdagslegur kjafta- gangur, blandaður beiskju og illa dulbúnu svekkelsi, kemur fram nokkuð stór misskilningur varðandi stöðu Alberts Guðmundssonar og Borgaraflokksins að kosningum loknum. Haraldur fjallar í grein sinni meðal annars um að „Borgara- flokkurinn hafi komið í veg fyrir myndun tveggja flokka stjómar og við það hafi áhrif Sjálfetæðisflokks- ins skerst.“ Skilaboð kjósenda í þessum kosningum vom þau að þeir væm omir leiðir á einhæfu og úr sér gengnu flokkakerfi og ekki hvað síst orðnir leiðir á eim'æðiskenndum vinnbrögðum innan Sjálfstæðis- flokksins og reyndar annarra flokka. Borgaraflokkurinn, sem nýtt afl í íslenskum stjómmálum, er stað- reynd hvað sem hver segir. Kjósend- ur kváðu upp sinn dóm yfir fráfarandi ríkisstjóm, Sjálfstæðis- flokknum og úreltu fjórflokkakerfi sem gengur fyrst og fremst út á hrossakaup og eiginhagsmuni frem- ur en hagsmuni fólksins í landinu. Hvað fá svo kjósendur yfir sig eftir stólabrölt aldarinnar? - Fjandvina- stjóm, eins og einn skírði stjómina eftir sjónai'spilið mikla. Þeir em ekki einungis innbyrðis íjandvinir heldur sýnist manni við lestur langr- ar loforðarullu viðtakandi ríkis- stjómar, sem þó er ekkert annað en útibú frá þeirri fráfarandi, að þessi stjóm sé fjandvinur þjóðarinnar allr- ar því nú á að leggja skatta á þetta og skatta á hitt. Þessi stjóm á eftir að kosta landsmenn drjúgan skild- ing. Þríeykið hefiu- upplýst okkur um það að fyrstu efnahagsaðgerðirn- ar muni kosta þjóðina 1,2 milljarða. Ég er þess hins vegar fullviss að reikningurinn sem þjóðin fær i haus- inn þegar upp er staðið verður mun hærri. Stokkum spilin Er ekki kominn tími til þess að smyrja ráðherrastólana, stokka upp spilin og gefa þau í samræmi við vilja kjósenda? Kjósendur vilja Einangrun Haraldar KjaUariim Rúnar Sig. Birgisson framkvæmdastjóri mannlegar breytingar á stjómar- háttum, forystu sem hefur skilning á óskum og þörfum einstaklingsins, og scarfar á lýðræðislegan og mann- úðlegan hátt. Stefnuskrá Borgara- flokksins tekur fyrst og fremst mið af mildum breytingum gagnvart fólkinu sjálfu og einmitt þess vegna er Borgaraflokkurinn sterkt afl sem á eftir að treystast enn frekar í sessi. Það má einnig nefha að Borgara- flokkurinn er þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa Álbert Guðmundsson innan sinna vébanda, mann sem „Það skilur ekki nokkur maður með heil- brigða skynsemi í því hvernig hægt er að tala um einangrun með stuðning 17.000 kjósenda á bak við sig. Albert Guðmunds- son situr ekki í neinni einangrun, hvorki innan Borgaraflokksins né annarstaðar.“ „Kjósendur kváðu upp sinn dóm yfir fráfarandi rikisstjórn, Sjálfstæðisflokknum og úreltu fjórflokkakerti sem geng- ur fyrst og fremst út á hrossakaup og eiginhagsmuni fremur en hagsmuni fólksins i landinu. Hvað fá svo kjósendur yfir sig eftir stólabrölt aldarinnar?“ \dnnur út frá tilfinningum og hjarta- lagi í garð náungans en ekki eftir vélrænum tilfæringum á högum fólks, með tilheyrandi röskun. Innan flokksins starfar breiðfylking fólks úr öllum hópum þjóðfélagsins, fólk sem vill breytingar en fann sér ekki starfsvettvang innan annan'a flokka sem nánast eru umkringdir gaddavír og girðingum. I grein Haraldar, sem minnst var á í upphafi, er einnig að finna klausu sem stingur í stúf við blákaldan veruleikann, en þar segir orðrétt: „Hins vegar held ég að kosningamar hafi einungis orðið til þess að ein- angra Albert Guðmundsson og muni þess sjást merki á næstu mánuð- um.“ Brosleg niðurstaða hjá Haraldi sérstaklega þegar það er haft í huga að Borgaraflokkurinn hlaut um 17.000 atkvæði í síðustu kosningum. Ég fæ ekki séð hvaða tilgangi svona getgátur þjóna. nema þá helst að það sé óskadraumur dagdraumamanna innan Sjálfstæðisflokksins. en af þeim virðist offramboð innan þess flokks. Borgaraflokkur er í stöðugri sókn Það skilur ekki nokkur maður með heilbrigða skynsemi i því hvernig hægt er að tala um einangrun með stuðning 17.000 kjósenda á bak við sig. Albert Guðmundsson situr ekki í neinni einangrun, hvorki innan Borgaraflokksins né annarstaðar. Það eitt get ég fullvissað Harald Blöndal og kumpána um. Borgara- flokkurinn er í stöðugri sókn og stefna flokksins nýtur æ meira fylgis meðal landsmanna. Það sjáum við, finnum og heyrum allt í kringum okkur daglega, vegna þess að við erum í stöðugu sambandi við fólkið í landinu og grundvöllum allt okkar starf á vinnu í þágu þess. En slík vinnubrögð ber forysta Sjálfetæðis- flokksins ekki skynbragð á vegna þess að innan hans er lítill sem eng- inn vilji né áhugi fyrir því að taka tillit til óska eða skoðana fólksins í landinu. Og hver talar svo um að einhver sitji í einangrun? Svarið liggur nokkuð ljóst fyrir að mínu mati, það er fámenn forystuklíka sjálfetæðismanna ásamt nokkrum hlýðnum þjónum sem sitja sjálfskip- aðir í einangrun - frá fólkinu í landinu. Rúnar Sig. Birgisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.