Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. 31 Undratækið sem allir verða að eign- ast sem vilja vera ökumenn með ökumönnum. Harðsvíraðir kaupa- héðnar hafa uppgötvað þörfina. Af far- símabraski Einn liður í fyrstu efnahags- aðgerðum nýrrar ríkisstjómar var að leggja söluskatt á far- síma. Nokkru áður en ríkis- stjórnin tók við höfðu fjölmiðlar fært almenningi fréttir um að þessi aðgerð vtéri á prjónunum og má segja að fólk hafi heldur betur tekið við sér. Sölumenn, er höndla með þessi undratæki, sem eng- inn bílstjóri getur verið án, sögðust hafa unnið fram á nótt við að afgreiða tækin og vart haft undan. Fjölmargir virðast hafa fengið sér einn síma en einhverj ir létu sér það ekki nægja. Hefur heyrst saga af cinum sönnum „bisness- manni“ sem sá sér leik á borði og hamstraði töluverðan fjölda af símum og býður nú vinum og kunningjum á lægra verði en út úr búð. Ætlar „bis- nessmaðurinn“ sér að græða á öllu saman, um 10.000 á síma eða svo. YfirtekurÁmi Bíóhöllina? Ef marka má klausu í Skagablaðinu virðist aðsókn Skagamanna á bíó vera heldur dræm. Rekstrarstaða Bíóhall- arinnar á Akranesi sé mjög' erfið og stefni í lokun á næstu vikum og mánuðum. Segist Skagablaðið hafa heyrt því fleygt að menn séu nú að velta fyrir sér þeirri lausn að bjóða einhverjum sterkum aðila að leigja Bíóhöllina og sé þá helst nefnt til nafn Arna Samúels- sonar sem nú rekur Bíóhöll- ina, Bíóborgina og Bíóhúsið í Reykjavik. Ekki verið að fela sannleikann Stundumer því haldið fram að auglýsendur dragi úr göil- um þess sem þeir eru að auglýsa eða ýki kostina. Menn geti því hæglega keypt köttinn í sekknum ef þeir fari ekki að öllu með gát. Auglýs- andi, sem auglýsti íbúð sína til leigu um daginn var ekkert að skafa utan af því er hann auglýsti: „Lítil 2ja herbergja risíbúð til leigu í Nóatúni, á 4. hæð, síðasta sort, nóg af stigum, litlir þakgluggar, mik- ið undir súð, dýr leiga.“ Steingrímur gegn lauslæti „íslendingar verða nú rétt feðraðir á Norðurlöndum“ segir Tíminn á forsíöu í gær og hampar Steingrími flokks- formanni ákaft fyrir þessa breytingu, enda ekki seinna vænna að einhver tæki til hendinni og spyrnti við fótun- um gegn öllum þessum laus- lætiskrógum sem ætla má að séu á Norðurlöndum, af fyrir- sögninni að dæma. Lögreglan i Grindavík lenti víst illa í þvi eins og þessir kollegar þeirra, nú var þaö bara lögreglan sjálf sem áttiallan hlutaðmáli. Lögguárekstur Víkurfréttir í Kcflavík segja frá nokkuð neyðarlegum árekstri í Grindavík á dögun- um þegar ekið var á nýjan lögreglubíl Grindavíkurlög- reglunnar af gerðinni Toyota Tercel. I ljós kom nefnilega að tjónvaldurinn var lögregl- an sjálf á gamla bílnum. Hafði gamla bílnum verið bakkað inn í hlið nýja bílsins í inn- keyrslunni við lögreglustöð- ina. Segir sagan að síðan megi ekki setja gamla bílinn í inn- keyrsluna heidur verði að leggja honum einhvers staðar annars staðar í nágrenni lög- reglustöðvarinnar, heist langt í burtu frá nýja bílnum. Torskilin íslenska Fyrir skömmu kom út könn- un sem nemendur við félags- vísindadeild Háskólans gerðu Sandkom á viðhorfi fréttamanna til sjálfra sín og sinna „koliega". Mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um þessa könnun og hafa ýmsir hent gaman að ýmsu sem þar kemur fram. Annar angi á málinu er þó sá að niðurstaða könnunar- innar er skrifuð á svo lærðu máli að það getur reynst venjulegum leikmönnum tor- velt að lesa út úr því. Til að mynda segir á einum stað þar sem verið er að ræða um launakjör fjölmiðlamanna: „Fylgistuðullinn r getur tekið gildi á bilinu frá -1,0 til 1,0 og táknar fyrri talan fullkomlega neikvæða fylgni tveggja breyta, en hin síðari fullkom- legajákvæðafylgni. r = 0,0 táknar hins vegar að ekkert samband sé milli tveggja breyta.“ Bjarg- vætturinn Dagbækur hafa jafnan vak- ið athygli forvitinna þótt misjöfn séu leyndarmálin sem þær búa yfir. Ung mennta- skólastúika, sem var að ferðast í fyrsta skipti í út- löndum, hélt dagbók. Einnar viku innfærsia hljóðaði svo: „Mánudagur: Skipstjórinn bauð mér í kvöidverð. Þriðju- dagur: Ég var allan morgun- inn í brúnni hjá skipstjóran- um. Miðvikudagur: Skipstjórinn kom með uppá- stungu sem ekki hæfir manni í hans stöðu. Fimmtudagur: I kvöld hótaði skipstjórinn að sökkva skipinu ef ég yrði ekki við bón hans. Föstudagur: I dag bjargaði ég lífi fimm hundruð manns.“ Umsjón JónasFr. Jónsson ALLT NÝIR BILAR Framhjóladrilinn, sparneytinn og htjóólatur 4 manna smábill sem hentar vel til styttri ferða i og kringum Reykjavik. Góður 4-5 manna bíll sem býður upp á meiriþægindi og hentar vel til lengri íerða. Rumgóður 5 manna jeppi sem býður upp á mikil þægindi fyrir ökumann og farþega jafnt i akstri innanbæjar svo og á ógreiðfærari vegum. Lipur 4 manna jeppi sem hentar vel i btönduðum akstri á þjóðvegum og ógreiðfærari vegum. Framhjóladrifinn 4-5 manna bíll sem hentar vel jafnt til lengri og styttri feröa. Lipur 4 manna jeppi með miklu farangursrými. Hentar einnig vel sem sendibill. Bi r u A. L El GA } BÍIALEIGA ARNARFLUGS HF. j Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavík. Sími 92-50305. Reykjavíkurflugvelli, sími 91-29577. HELUSSANDUR DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Hellisandi frá 1.8/87. Upplýsingar í síma 93-6764 og 91 -27022. Bílaleiga RYS. h/f Sigtúni 5 -s* 19400 FYRIRTÆKI - STOFNANIR LJÚFFENGIR MATARBAKKAR Matseðill Kabarett Vikuna 13.-17. júlí Mánudagur Ávaxtasúpa. Saltaður lambavóðvi með kartöflusalati. Síld með rúgbrauði og smjori. Þriðjudagur Vanillubúðingssúpa. Blandað kjötálegg, brauð, smjor, salat, egg o.fl. Miðvikudagur Súpa Espagnole. Smjördeigsbotn m/rækju- salati. Blandaðir ostar og kex. Fimmtudagur Brauðsúpa m/þeyttum rjóma. Baconrúlla m/kryddsósu, hrisgrjónum og salati. Föstudagur Sveppasúpa. Brauð m/roast beef og re- molaði. Steiktur laukur. Desert. Matseðill Vikuna 13.-17. júlí Mánudagur Ávaxtasúpa. Karrýkrydduð djúpsteikt fiskflök m/cocktailsósu, hrá- salati og hvitum kartöflum. Þriðjudagur Vanillubúðingssúpa. Rjómagúllach m/kartöflu- mús, sultu og snittubrauði. Miðvikudagur Súpa Espagnole. Lambalærissneiðar „barbe- ecue“. Framreitt m/steiktum kartöflum, grænmeti og kryddsmjöri. Fimmtudagur Brauðsúpa m/þeyttum rjóma. Nýr soðinn lax m/hvitum kartöflum, tómötum, agúrk- um, sítrónu og smjöri. Föstudagur Sveppasúpa. Londonlamb m/sykurbrún- uðum kartöflum, hrásalati og rjómasósu. Desert. Verði ykkur að góðu SENDUM Leitið tilboða HV eitingamaðurinn sími: 686880.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.