Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Kvikmyndahús Bíóborg Angel Heart Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 Arizona yngri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Moskítóströndin Sýnd kl. 7 og 9. Krókódila Dundee Sýnd kl. 5 og 11.05. Bíóhúsið Bláa Betty Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Morgan kemur heim Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn Allir á vakt Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morguninn eftir sýnd kl. 5, 7 og 9. Blátt flauel Sýnd kl. 9. Litla hryllingsbúðin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Háskólabíó Herdeildin Sýnd kl. 7, 9.05 og 11.15. Bönnuð innan 16, ára. Laugarásbíó Meiriháttar mál sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Djöfulóður kærasti Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Draumátök Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. Regnboqinn Hættuástacf Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Dauðinn á skriðbeltum Sýnd kl. 3.10, 5.10, 9.10 og 11.10. Á toppinn Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05, og 11.05 Gullni drengurinn Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Hrafninn flýgur Sýnd kl. 7. Kvikmy ndas j óður kynnir Atómstöðin Atomic Station Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Sýnd kl. 7. Stjömubíó Heiðursvellir sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Wisdom Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára TÆKI- FÆRIN eru óteljandi r 1 smáauglýsingum. Kvikmyndir DV Gamall draumur sem varð að veruleika Ekki er seinna vænna að við fáum að sjá kvikmyndina Under the Volc- ano eða í lauslegri þýðingu Undir eldíjallinu. Ein þrjú ár eru liðin frá því hún var sýnd í Bandaríkjunum og víðar um heim. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur hún ekki enn borist í kvikmyndahús landsmanna. Bíóhúsið, sem fer sínar eigin leiðir, ætlar hins vegar að bæta úr því þegar líða tekur á suma- rið enda mun hún falla vel inn í þann kvikmyndastíl sem þar er verið að skapa. Og er mjög jákvætt fram- tak. John Huston, hinn þekkti kvik- myndaleikstjóri, á mestan heiðurinn að baki þessari mynd ásamt þremur frægum leikurum, þeim Jaqueline Bisset, Anthony Andrews og Albert Finney sem var útnefhdur til óskars- ins fræga fýrir aðalhlutverkið. Hann levsti það vel af hendi sem endranær. Huston hefúr leikstýrt yfir 30 kvik- myndum og unnið með svo til frá byrjun öllum frægustu kvikmynda- stjömum Hollywood. Síðast kom frá honum Heiður Prizzis sem sópaði til sín verðlaunum. Hann er enn að þrátt fyrir að hann sé kominn yfir áttrætt og sitji fastur í hjólastól, oft fárveikur. Hann er með öðrum orð- um nánast kominn á grafarbakkann og gefst ekki upp. U nder the Volcano er by ggð á sögu Malcom Lowry sem kom út árið 1947 og er orðin sígild. Hún er ein af þeim sögum sem Huston hefúr gengið með í maganum í 30 ár. Á þessu tímabili reit hann yfir 20 handrit að verkinu og ræddi við marga sem vildu vera í hlutverki konsúlsins. í gegnum tíð- ina hafa mörg kvikmyndastúdíó og einstaklingar reynt fyrir sér með að gera handrit eftir sögunni en gengið heldur hrösulega. Að lokum tókst Gay Gallo vel til. Hann vann svo að gerð myndarinnar ásamt John Huston og fleiri fagmönnum. Myndin gerist árið 1938 og spann- ar sólarhring á degi dauðahátíðar í Mexíkó þegar þrjár manneskjur spila út síðustu stundum lífs síns eftir að hafa upplifað fortíð sem ekki var upp á marga fiska. Þetta er saga sjálfseyðingar og brostinna vona. -Gkr Urvalslið stendur að baki Under the volcano: Anthony Andrews, John Huston, Jaqueline Bisset og Albert Finney. Á ferðalagi Bóla og bölvun Akrahrepps Við kotið Bólu í Skagafirði er skáld- ið Hjálmar Jónsson kenndur. Á sinni löngu æfi bjó Bólu-Hjálmar þó ekki lengi á Bólu. Árin þar urðu samt afdrifarík og þar gerðist atburður sá er stóð sem fleinn í holdi skáldsins og brennimerkti manninn Hjálmar Jónsson. Hjálmar hafði tvö ár um fertugt þegar hreppstjóri Akrahrepps heim- sótti hann veturinn 1838. Á Bólu bjó Hjálmar með konu sinni Guðríði. Erindi hreppstjórans var að leita stolinna sauða 'hjá þeim hjónum. Enn þann dag í dag er ekki ljóst hver kom orðrómnum um sauðast- uldinn á kreik. Ásamt fylgdarmönn- um leitaði hreppstjórinn í bæjar- og útihúsum Bólu. Eftir drjúga stund fann yfirvaldið kjötkagga, hálffalinn í taði sem notað var til eldiviðar. Útskýringar hjónanna á Bólu voru ekki teknar gildar og var ákveðið að innsigla kassan uns frekari rann- sókn færi fram. Kertisstubbur var notaður til að innsigla kjötið. Fórst aðkomumönnum það ekki betur en svo að um kvöldið kveiknaði í kotinu á Bólu og brann mikið. Þennan vet- ur sat skáldið svipt ærunni á skaðbrenndu heimili. Þótt Hjálmar og Guðríður væru sýknuð af þjófn- Við Bólu. Minnismerki um Hjálmar í forgrunni. aði dæmdi almannarómur hjónin hart og óvægið. Þau hjónin hrökk- luðust frá Bólu nokkru síðar. Það sem eftir lifði æfinnar var nær samfelld þrautganga fyrir skáldið og orðsnillinginn Hjálmar Jónsson. Skáldgáfa Hjálmars naut sína hvað best þegar hann orti gráglettn- ar níðisvísur og bölbænir. Ungur var hann dæmdur í varðhaldsvist fyrir níðkveðlinga um kvensemi og trúar- hræsni klerks eins. Kveðskapurinn varð að ákímnisorðum þegar prest- urinn síðar missti hempuna fyrir að geta vinnukona sinni bam. Kveðja Hjálmars til Akrahrepps vitnar um hug skáldsins til heima- sveitarinnar: Eftir fimmtíu ára dvöl í Akrahreppi, ég má nú deyja úr sulti, nakleika, kröm og kvöl! kvein mitt ei heyrist, skal því þegja. Félagsbræður ei fmnast þar, af frjálsum manngæðum lítið eiga, eru því flestir aumingjar, en illgjarnir þeir, sem betur mega. Þetta er fyrsta erindið af sex og birtist það fyrst árið 1870 og hefúi Skagfirðingum löngum sviðið und- Smáauglýsinga- síminn er 27022. LUKKUDAGAR 16. júli 7658 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi i sima 91-82580. Útvarp - Sjónvarp Bylgjan á morgun kl. 12.10-14.00 Hámarkshraði á hádegi „Ég ætla að spila 78 snúninga gullkorn á þar til gert verkfæri. Það jaðrar líklega við þau hraðatakmörk sem lögreglan setur í umferðinni svona rétt fyrir helgar. Bylgjunni hafa borist fjölmagar plötusendingar frá því stöðin fór í loftið. Rúsínan í pylsuendanum var forláta grammó- fónn, framleiddur í Middlesex á framanverðri öldinni. Ég ætla að skella nokkrum ekta grammófónplötum á tryllitækið. Þær snúast einungis á 78 snúningum og eru stökkar sem kex, eins og vera ber. Ekkert rafmagn er heldur í þess- ari Middlesex uppfinningu. Fónninn er handsnúinn og satt best að segja þarf töluverða lagni við að koma honum af stað. Ef það tekst er ör- uggt að gullkom á borð við Laugar- dagskvöld með MA kvartettinum hljómi á Bylgjunni á hádegi á morg- un. Og það jafnvel oftar en einu sinni,“ sagði Þorsteinn. DV Þorsteinn Vilhjálmsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.