Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1987. Fréttir___________________________________________________________________________________ dv Meðferðarstöðin Von Veritas í Danmörku: Greiðslustöðvun framlengd „Von Veritas er í fullurn rekstri, stöðin hefur fengið greiðslustöðvun en það er verið að vinna í þessu og árang- urinn kemur í ljós á næstu vikum. Hlutafjársöfnun er vel á veg komin og bæði innlendir og erlendir aðilar sem hafa áhuga á málefninu vilja setja peninga í þetta,“ sagði Hendrik Bemdsen, einn stofnenda sjúkrastöðv- arinnar Von Veritas. Sjúkrastöðin er staðsett í Hojreby á Lálandi og mun vera pláss fyrir um 70 sjúklinga. Til starfseminnar var keyptur gamall skóli og hann gerður upp. Virðist svo vera sem kostnaður af umbótunum hafi verið tvöfalt hærri en reiknað var með. Þetta ásamt því að um fjórðungur viðskiptavinanna gat ekki greitt fyrir dvölina olli mikl- um fjárhagsvandræðurn. Þann 5. maí leiddu þessi vandræði til greiðslustöðvunnar en iðnaðar- mennimir, er sáu um lagfæringar á skólanum, höfðu ekki fengið greitt fyrir vinnu sína og kröfðust þess að fyrirtækið yrði gert upp. „Fjárhæðin sem okkur vantar er 2 milljónir dan- skra króna og það er sennilega sú upphæð sem við eigum í útistandi reikningum. Við fjárfestum í fólki og vorum of miklir hugsjónamenn. Af þessu fólki eigum við litla von að fá eitthvað til baka en kommúnur og ömt em þó nú farin að borga meira og meira með fólki sem ræður ekki við kostnaðinn," sagði Hendrik Bemd- sen. Bjartsýnn á framhaldið Hendrik Berndsen segir hlutafjár- söfnunina vera vel á veg komna og hann sé bjartsýnn á að það takist að safna þeim 2 milljónum danskra króna (um 11 milljónir íslenskra króna) sem á vantar. Ef slíkt tekst er talið að sjúkrastöðin komist yfir verstu erfið- leikana. Ef marka má danska fjölmiðla em skuldir Von Veritas taldar vera um 8,6 milljónir danskra króna (48 millj- ónir íslenskra króna). Hendrik Bemdsen sagði að eignimar væm mun verðmætari, stöðin ætti 3200 fer- metra hús, fúllinnréttað með 70 herbergjum. Að auki væm þar 4 starfs- mannahús. Þetta allt væri metið á um 12 milljónir danskra króna. Hagnaður af rekstri Þann 7. júlí fékk sjúkrastöðin greiðslustöðvunina framlengda fram til 28. ágúst og er mun fram að þeim tíma allt vera reynt til að bjarga sjúkrastöðinni frá gjaldþroti. „Þetta er á réttri leið hjá okkur. Það er ekki hægt að fá framlengingu á greiðslu- stöðvun í Danmörku ef fyrirtækið er ekki rekið hallalaust á meðan á þeim greiðslustöðvuninni stendur. Það hef- ur verið gert í 2 mánuði. Nú er aukning á sjúklingum og það fer eng- inn inn án þess að greiða fyrirfram," sagði Hendrik Bemdsen, en sá sem nú rekur fyrirtækið og reynir að bjarga því heitir Peter Scavenius og vildi áður eignast hlut í sjúkrastöð- inni. -JFJ Ýmis sérkennifeg farartæki sjást á götum Reykjavíkur. Þetta furðulega hjól rakst Ijósmyndari DV á og vekur stýris- útbúnaðurinn sérstaka athygli. DV-mynd JAK Salmonellusýkingin: Úr svínakjöti frá SS Botnlangabólga í 70 % uppskurða „Einkenni slíkrar sýkingar og botn- langabólgu em svo lík að það er ekkert óvenjulegt við það sem læknir- inn gerði. Þegar svona sýking gekk yfir í Stokkhólmi tóku þeir 10 fyrstu sjúklingana og skám upp. Það er eng- in áhætta tekin þegar minnsti gmnur leikur á því að sjúklingur sé með botn- langabólgu heldur gerð aðgerð. Þetta er það alvarlegur sjúkdómur. í bestu spítulum í heimi em ekki nema um 70 % þeirra sem skomir em upp við botnlangabólgu sem raunvemlega hafa klára botnlangabólgu, hitt geta verið bólgnir eitlar og fleira,“ sagði Ólafúr Ólafsson landlæknir um það atvik að ung stúlka var skorin upp vegna salmonellusýkingar. Ólafur sagði, varðandi salmonellu- sýkinguna á ættarmótinu, að land- læknisembættið ynni í samvinnu við Hollustuvemd ríkisins og heilbrigðis- fúlltrúa að því máli og fylgdist grannt með framvindu mála. Gerður hefði verið listi yfir gestina á ættarmótinu og ætti að taka sýni úr öllum þeim er starfa að matvælagerð svo og öllum þeim er hafa veikst. „Það má leggja áherslu á að fólk sem þama var sendi inn sýni og hafi samband við sína heilsugæslustöð og fái upplýsingar um hvemig best sé að haga sér. Þetta leggst misjafhlega á menn og fólk þarf ekki að verða veikt. Allir sem hafa verið eitthvað slappir ættu að fara í próf,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að fúndið yrði hvaðan þessi sýking kæmi og fólk fengi síðan upplýsingar um það. Hins vegar fynd- ist ekki alltaf hvaðan smit kæmi. Á meðan salmonella væri orðin hluti að lífríkinu gætu svona tilfelli alltaf kom- ið upp. -JFJ ^ Salmonellusýkingín: Óvissan verst „Það er enginn vafi á því að það em sömu bakteríur í svínakjötinu og fólkinu sem sýktist og því em yfir- gnæfandi líkur á að uppruninn sé úr svínakjötinu," sagði Ólafur Stein- grímsson, yfirlæknir á sýkladeild Rannsóknarstofnunar Háskólans. Sýni, sem tekið var úr hráu, frystu svínakjöti frá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík, hefur reynst innihalda salmonellusýkla af sömu tegund og greinst hefur í sjúklingum sem veikt- ust eftir ættarmótið. í bréfi frá Holl- ustuvemd segir að stofnunin, í samráði við fyrirtækið, hafi gert allar tiltækar öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi ffamleiðsluvara úr sama hráefni. Mönnum í heilbrigðisstétt finnst lík- legt að sýkillinn hafi borist inn í eldhús hótelsins með svínakjötinu og mengað önnur matvæli með áhöldum eða á annan hátt. Gunnar Rafn Jó- hannsson, heilsugæslulæknir í Búð- ardal sagði: „Þegar fólk fær sýkta vöm þá býður þetta hreinlega hætt- unni heim, þó að hreinlætis sé gætt.“ -JFJ Ástæðulaust að loka „Með það sem við höfum í höndun- um teljum við ástæðulaust að loka hótelinu vegna gmnsemdanna. Við í heilbrigðisnefndinni tökum þessa ák- vörðun í samráði við landlækni út frá okkar þekkingu á málinu og erum ábyrgir fyrir okkar ákvörðunum," sagði Gunnar Rafn Jóhannsson, heil- sugæslulæknir í Búðardal. Gunnar sagði að enn væri ekkert hægt að segja um hvers konar smitun væri að ræða, hvemig hún hefði bor- ist til fólksins eða hvort hótelið væri eitthvað tengt henni. Frá Ólafi Steingrímssyni, yfirlækni sýkladeildar Rannsóknarstofnunnar háskólans, fengust þær upplýsingar að salmonellan hefði fundist í fleiri sýnum og virtist vera um sömu salm- onellutegund að ræða hjá öllu. Það væri frekar sjaldgæf tegund sem ekki hefði orðið vart við hérlendis í 5 ár og nefnist salmonella enteritdis. JFJ Kjaftshöggið á Hótel Bovg: Albert greiddi Bnari tæplega 200 þúsund „Málinu lauk með því að ég tók peningatilboði frá Albert Guð- mundssyni þar sem hann greiðir allan útlagðan kostnað við tann- viðgerðina og hluta af þeim miska- bótum sem ég fór ffarn á,“ sagði Einar Ólason Ijósmyndari í samtali við DV. Einar hafði kært Albert Guð- mundsson vegna kjaftshöggs sem Albert gaf honum á Hótel Borg nokkrn fyrir kosningar og leiddi höggið til þess að tönn brotnaði í Einari. Albert greiðir Einari tæplega 200.000 krónur samtals en Einar hafði farið ffam á 70.000 krónur vegna tannviðgerðar og 250.000 í miskabætur. „Ég hefði helst kosið að þetta hefði aldrei gerst og þar af leiðandi ég aldrei þurft að ráða mér lögfræðing til aðstoðar. Einnig hefði ég kosið að ég hefði aldrei þurft að kæra Al- bert Guðmundsson. Ég vona líka að þetta kveði niður þær gróusögur að Albert hafi greitt mér háar penin- gaupphæðir vegna þessa,“ sagði Einar. „Ég er feginn því að þetta mál er úr sögunni því það hefúr valdið fjöl- skyldu minni óþægindum og mér sársauka og vinnutapi," sagði Einar Ólason. -ój „Ég hræðist það að hver dagur sem líður án niðurstöðu frá yfirvöldum sé okkur í óhag. Tímaklukkan gengur á okkur með réttu eða röngu og það er ekki jákvæður sláttur. Það má segja að óvissan sé verst,“ sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofú ríkisins, sem rekur hótelið að Laugum í Dalasýslu þar sem ættarmótið fór fram. Kjartan sagði að aldrei í þau 10 ár, sem hann hefði verið í þessu starfi, hefði komið upp nokkur matareitrun á neinum af þeim 20 veitingastöðum sem Ferðaskrifstofan rekur enda hafi hreinlæti alltaf verið í 1. sæti. „Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé ffá okkur komið þegar 10% veikjast. Helmingur eða meira af fólkinu var með eigið nesti og bjó í eigin tjöld- um,“ sagði Kjartan. „Þetta hefur nú verið skoðað í 8 daga og ekki enn fundist vottur um að þetta tengdist hótelinu á nokkum hátt. Það er því alveg eins líklegt í dag að þetta sé ekkert frá okkur kom- ið en þá eru líka líkur á að við fáum aldrei hreinsun því að heilbrigðisyfir- völd eru treg til að gefa út hreinsikvitt- un,“ sagði Kjartan og bætti því við að hættan væri að fólk dæmdi hótelið án ástæðu. Það gæti allt eins verið farið á hausinn þegar niðurstaðan fengist, ef svo færi væri það þeirri manneskju að þakka sem hefði hlaup- ið með málið í fjölmiðla. „Það kemur ekki til greina að loka hótelinu. Það væri sama og að stað- festa að við tryðum því að við værum að selja eitraðan mat,“ sagði Kjartan um þá spumingu hvort komið hefði til tols að loka hótelinu á meðan rann- sókn færi ffam. Kjartan sagði að heilbrigðisfulltrúi Vesturlands og heil- sugæslulæknirinn á staðnum hefðu ekki séð neina ástæðu til þess heldur. Þeir hefðu gert úttekt á eldhúsi, birgð- um og kæli og ekki séð neitt athuga- vert við það heilbrigðislega séð. Enginn hefði orðið veikur á hótelinu hyorki fynr né eftir þetta ættarmót. „Ég held að niðurstaða mín sé sú að þeir hlytu að vera búnir að finna það út ef það væri,“ sagði Kjartan Lárus- son. JFJ Tiyggingar: MatareHnin undanskilin „Samkvæmt skilmálum um ferða-, slysa- og sjúkratryggingar fást engar bætur vegna sjúkdóms, slyss eða ffá- falls af völdum matareitrunar eða drykkjareitmnar,“ sagði Birgir Lúð- víksson deildarstjóri tjónadeildar Almennra trygginga. Birgir sagði að skilmálar þessir væm samræmdir hjá tryggingafélögunum og því gæti ekk- ert af því fólki sem sýktist af salmon- ellu fengið bætur frá tryggingunum. Ef það vildi fá tjón sitt bætt yrði það að sækja bætumar samkvæmt al- mennum skaðabótareglum. »Ég get ekki annað en svarað al- mennt um þessi mál. Ef maður veikist af völdum eitmnnar í mat, sem hann hefur keypt hjá kaupmanni eða veit- ingahúsi, þá em mestar líkur á því að hann eigi skaðabótarétt því að telja verður að allstrangar reglur gildi um bótaábyrgð manna í þessum tilfell- um,“ sagði Amljótur Bjömsson, prófessor við lagadeild Háskóla -Is- lands, þegar hann var inntur eftir því hver staða fólks er veiktist af völdum matareitmnnar væri samkvæmt skaðabótareglum. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.