Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1987, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. JÚLl 1987. Neytendur Hægt að spara í matarinnkaupum með hagsyni - segir Bvyndís Schram sem fylgist með heimilisbókhaldi DV „Ég kæri mig ekki um að eyða allt- of miklum hluta launanna í matar- kaup og mér tekst að halda matarkostnaðinum í skefjum. Ég kaupi grænmeti og ávexti, fisk og kjöt og það vill svo til að það verður ekki lagður neinn söluskattur á þessar matartegundir," sagði Bryndís Schram, eiginkona nýja fjármálaráð- herrans, Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, í samtali við DV. Fjármálaráðherra vitnaði til heimil- iskostnaðar á neytendasíðu DV í sjónvarpsviðtali á dögunum og okkur lék forvitni á því að vita hvort Bryn- dís hefði fylgst með bókhaldinu hjá okkur. „Jú, ég hef fylgst með því. Ég hef borið mig saman við það og ekki verið svo langt frá þvi oft á tíðum,“ sagði Bryndís. Hún er í reikningi þar sem hún kaupir allar matvörur nema fiskinn, sem hún segist kaupa sjálf hjá fisk- sala. Meðaltalskostnaðurinn í matar- kaupunum hefur verið milli 5 og 7 þúsund kr. á mánuði á mann frá því í desember. Bryndís taldi að fiskkaup- in næmu svona 5-6000 kr. á mánuði. „Að vísu segja krakkamir að ég sé óskaplega nfsk, en það virðast allir vel haldnir hjá mér og alla vega er enginn svangur. Ég hef það fyrir reglu að kaupa sjálf inn til heimilisins. Það er áreiðanlega góð regla. Einnig hef ég það fyrir reglu að fara aldrei svöng út í búð til innkaupa. Svo hef ég alltaf haft áhuga á að spara í mat. Ég á mörg systkini og er með langlægstan matarreikninginn af þeim. T.d. hef ég ekki efni á því að kaupa kindakjöt einu sinni í viku í matinn og ég kaupi aldrei nautakjöt nema hakk. En það er hægt að búa til mjög góða rétti úr hakki, t.d. ýmsa ítalska rétti. Stundum kaupi ég unghænur, en úr þeim er hægt að búa til gómsæt- ar máltíðir. Þannig fæ ég í matinn handa okkur öllum fyrir 400 kr. í stað- inn fyrir að lambalæri fyrir 1000 kr. Langflesta daga vikunnar erum við með fisk á borðum. Fiskur gefur svo miklu meiri mögu- leika heldur en kjöt. Ég set fiskinn mikið í ofn og hef eitthvað gott með, eins og t.d. banana. Svo bý ég alltaf til sósur því ég er svo veik fyrir sósum. Auðvitað er steikta ýsan eins og mamma gerði alltaf ofsalega góð, en ýmsar aðrar tegundir eru líka góðar. Karfi er t.d. líka mjög góður, alveg frábær fiskur. Gott að sjóða hann í mysu og búa til góða sósu og hafa hrísgrjón með. Ég nota mikið af grjón- um. Ég held að það sé okkur öllum fyrir bestu að kaupa matinn sem náttúru- legastan. Það er gaman að búa til fjölbreytta rétti úr einföldu hráefni. Ég hef ákaflega gaman af því að búa til mat en ég baka aldrei," sagði Bryndís. „Ef fólk kærir sig um er hægt að halda útgjöldunum niðri. En það verð- ur ekki gert með því að eyða og eyða hugsunarlaust." - Hvað með ríkisbúskapinn? Ætl- arðu að hafa áhrif á fjármálaráðherr- ann í sparnaðarátt? „Hvað er ríkisbúskapurinn annað en heimili? Ég get ekki gert annað en að gefa fjármálaráðherranum góð ráð,“ sagði Bryndís Schram. -A.BJ. Heimilisbókhald DV: Tölurnar ötrúlega lágar - segir bréfntari sem notar mun hæni upphæðir i mat og hreinlætisvörur „Síðan um 1970 hef ég haldið heimilisbókhald og fylgst vel með öllum útgjöldum heimilisins, sérs- taklega vegna þess að á þessu tímabili hef ég keypt tvær íbúðir og á ennþá báðar.“ Þannig hefst bréf frá Skúla Helga- syni, sem fylgdi með upplýsingaseðli hans fyrir júní, en Skúli hefur ekki sent okkur seðil áður. Hann talaði hins vegar við okkur fyrr í vor. Og bréfið heldur áfram: „Þar sem ég var matsveinn á sjó í mörg ár er ég þrælvanur öllum innkaupum til heimilis og þykist fylgjast allvel með verðlagi. Vegna þessa er ég alveg undrandi á þeim tölum sem birtar eru annað slagið á síðunni hjá ykkur og er sagt meðal- tal um eyðslu ýmissa fjölskyldna á mann pr. mánuð i mat og hreinlætis- vörur. Annaðhvort lýgur fólkið eða þá að það sleppir ýmsu. Ekki gæti ég lifað af 5000 kr. á mánuði. Við erum tvö í heimili, bæði komin yfir sextugt, alin upp á kreppuárun- um og höfum aldrei tileinkað okkur neinn lúxus. Síðastliðið ár voru meðalútgjöd okkar á mann í mat og hreinlætis- vörur 18.300 kr. eða 9.150 kr. á hvort. Enn hefur dýrtíðin hækkað þessi útgjöld svo, að ég gæti vel trúað að þessi upphæð, sem eytt var í júni, verði nálægt meðaltali þessa árs. Vegna alls þessa fullyrði ég að eitt- hvað er meira en lítið gruggugt við þær tölur sem ég hef séð birtar hjá ykkur undanfarið. Eða eins og Shakespeare sagði: „Something is rotten in the state of Denmark." Með bestu kveðju, Skúli Helgason prentari." Upplýsingar frá fólkinu Þær tölur, sem birtar eru á neyt- endasíðunni úr heimilisbókhaldinu, koma frá lesendum víðs vegar af landinu. Okkur er lífsins ómögulegt að rengja þær tölur. Oftar en ekki hefúr komið upp sú staða að ná- kvæmlega sömu tölur hafa komið upp sem meðaltal á einstakling á fleiri en einum stað á landinu. Þar að auki höfum við tekið þátt í bú- reikningahaldinu og fengið svipaða niðurstöðu. Hins vegar er það áreiðanlega rétt, eins og einnig hefúr komið fram í viðtölum við fólk sem er með lágar tölur í heimilisbókhaldinu, að það sparar eftir fremsta megni. Þeir sem taka þátt í heimilisbók- haldinu kaupa t.d. ekki nema ódýrustu ávextina eins og epli, app- elsínur og banana. Þeir kaupa ekki ávaxtaskyr heldur venjulegt skyr. Þeir kaupa yfirleitt ekki jógúrt, búa hana annaðhvort til sjálfir eða nota súrmjólk í staðinn. Þeir kaupa ekki dýrasta kjötið á markaðinum og láta sér ekki detta í hug að kaupa áleggs- bréf nema stöku sinnum, en kg af því kostar á annað þúsund kr. Þessir hagsýnu heimilishaldarar láta heldur ekki eftir sér að kaupa grænmetið þegar það er aldýrast og notast mest við það sem er ódýrast eins og hvítkálið. Þeir kaupa þá annað grænmeti þegar verðið á því er lægst. Þá viljum við enn einu sinni benda á mikilvægi þess að með þvi að skrifa niður allt sem keypt er er auðvelt að sjá hve miklum upphæð- um hefur verið eytt í hvaða vöruteg- undir og þannig skera niður ef ástæða þykir til. -A.BJ. Enn um kol Verslunin Ellingsen hafði samband við okkur vegna umfjöllunar um kol í síðustu viku. Þar var gefið upp verð á kolum í ýmsum verslunum, m.a. hjá Ellingsen. í greininni var sagt að ódýrustu kolin í versluninni kostuðu 395 krónur í þriggja kílóa pokum. Verslunin mun hafa ódýrari kol á boðstólum og kosta þau 265 krónur hver þriggja kílóa poki. Ellingsen var einnig með dýrustu kolin af þeim verslunum sem haft var samband við. Þetta munu vera mjög sérstök harðpressuð kol sem ná mjög háu hitastigi og eru reyklaus og því á engan hátt sambærileg við aðrar al- gengari kolategundir. -PLP Bryndís að koma heim úr búðarferð, en hún hefur fyrir reglu að fara jafnan sjálf i verslunarferðir og lelur sig spara verulega með þvi. DV-mynd Brynjar Gauti U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjölskyldu af sömu stærð og yðar. | Nafn áskrifanda________________________________________ j Heimili________________________________________________ j i Sími Fjöldi heimilisfólks_______ j i Kostnaður í júní 1987: ! ____________________________________________________ i Matur og hreinlætisvörur kr. ___________________ Annað kr. ___________________ I I AHs kr. i Munið að senda inn upplýsinga- seðilinn fyrir heimilisbókhald DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.