Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Fréttir i>v Hvalatalning: Fjögur þúsund hvalir af ýmsum tegundum Þrjú skip komu til Reykjavíkur í fyrradag að lokinni hvalatalningu. Unnið hefúr verið að talningu og rannsóknum á hvölum í hafinu um- hverfis íslands undanfamar fimm vikur. Kannað var hafsvæðið allt frá Sval- barða suður undir Bretlandseyjar í austri og frá ísröndinni norðvestan við landið suður fyrir Höfða í vestri. Einnig hefur verið talið úr flugvél innan 600 metra dýptarlínu umhverfis ísland. Þessar rannsóknir eru liður í sam- eiginlegum hvalarannsóknum þjóð- anna við norðausturhluta Atlantshafs, en auk íslendinga hafa Norðmenn, Færeyingar, Danir og Spánverjar tek- ið þátt í þessum rannsóknum. Þannig hefúr verið talið samtímis frá Barents- hafi og Svalbarða að Spánarströndum og frá ströndum Vestur-Grænlands að Noregsströndum. Mikill fjöldi hvala af mörgum tegundum sást við talninguna Við rannsóknir þessar hafa menn orðið margs vísari. Frá einu skipanna sáu menn sléttbak en hann hefúr ekki sést hér við land síðastliðin fimmtán ár og er talinn næsta sjaldgæfur í Norðaustur-Atlantshafi. Hann var mikið veiddur fyrr á tímum. Alls sáust í leiðöngrum íslensku skipanna um fjögur þúsund hvalir af ýmsum tegundum. Þar af sáust 1.400 marsvín, 370 langreyðar, 260 hrefnur, 176 andamefjur, 136 hnúfúbakar og 105 búrhveli. Afgangurinn var svo smærri hvalir. Þá er ónefnd talning úr flugvél en hún staðfesti verulega hrefnugengd umhverfis landið. Enn er of snemmt að segja fyrir um lokaniðurstöður varðandi stærð og ástand einstakra hvalastofna og er talið að samræming og úrvinnsla gagna taki um ár. -PLP Nýr fimmtíukall óvart í umferð Einum blaðamanni DV varð heldur hverft við er hann fékk fimmtíu króna mynt til baka í sjoppu í vikunni. Hann hafði vanist fimmtíu króna seðlum og ekki heyrt af því að von væri á nýrri mynt. Stefán Stefánsson, aðalféhirðir Seðlabankans, sagði að fimmtíu króna myntin væri væntanleg í umferð 8. september. „Það eru aðeins komin um hundrað sýnishom til landsins og hafa þau flest verið lánuð til fyrirtækja, svo sem Pósts og síma, sem eru með pen- ingavélar sem þarf að breyta með tilkomu nýrrar myntar.“ Það er því engu líkara en að starfs- maður einhvers þessara fyrirtækja hafi verið orðinn auralítill svona í lok mánaðarins og notað sýnishomið til að fjárfesta í kóki og prinspólói. Nýja myntin er úr gulleitri eir- blöndu. Hún er örlítið minni en fimm króna myntin, eða 23 millímetrar í Nýja fimmtíu króna myntin. Á bak- hlið hennar er mynd af bogakrabba. þvermál. Hins vegar er hún þyngri en tíu króna myntin. Á framhlið myntar- innar er skjaldarmerkið en á bakhlið- inni er mynd af bogakrabba. -ATA Bandarísk hvalavemdunarsamtök, sem nefna sig Midwest U.S.A. Whale Protection Federation, ætla að senda íslenskum fyrirtækjum í Bandaríkjun- um og stjómvöldum hér á landi bréf með harðorðum mótmælum og hótun- um um viðskiptaþvinganir gagnvart íslendingum vegna hvalveiðanna. Það sem vekur einkum athygli við þessa sendingu eru undirskriftalistar sem látnir hafa verið ganga í allar bekkjar- deildir í bamaskóla í Frankfort í Illinois. Á annað hundrað böm hafa þar undirritað harðorða yfirlýsingu gegn hvalveiðum íslendinga, þau yngstu eru vart meira en sjö eða átta ára gömul, eins og ráða má af skrift- inni. Mótmæli þessi ásamt hótunum um viðskiptaþvinganir segjast samtökin ætla að senda til höfúðstöðva Cold- water Seafood Corporation og Ice- landic Seafood Corporation ,í Bandaríkjunum og einnig til Flug- leiðaskrifstofunnar í Illinois. Krefjast samtökin þess að hvalveiðum íslend- inga verða algerlega hætt. Að sögn Péturs Mássonar, markaðs- stjóra á aðalskrifstofu Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjun- um, þá er geysilegur fjöldi slíkra samtaka á við þessi starfandi þar um þessar mundir og kannaðist hann ekki við þessi. -BTH undir þetta mótmælaskjal sem banda- risk hvalavemdunarsamtök láta ganga i bamaskólum í lllinois þessa dagana til að mótmæla hvalveiðum íslendinga. i yfirlýsingunni er sagt að hvalveiðamar séu villimannslegar og mark beri að taka á afstöðu bamanna því að þau eigi eftir að taka við stjóm- artaumunum síðar. Fyrsta hótelið á Islandi sem tilheyrir alheims hótelkeðju hefur verið form- lega opnað. Þetta er hið glæsilega Holiday Inn við Sigtún. Það er Guðbjörn Guðjónsson sem er eigandi hótelsins en hótelstjóri er Jónas Hvannberg. Nýja hótelið er góð viðbót við gistirými höfuðborgarinnar því þar eru hundr- að herbergi með óvenju breiðum og góðum rúmum. Þar er að finna tvo glæsilega veitingastaði sem opnir eru almenningi og að auki einn veis- lusal. Á myndinni sést Matthías Mathiesen samgöngumálaráðherra opna hótelið formlega. -A.BJ./DV-mynd JAK Bruggverksmiðja í Yrsufelli: Gengust við rúmlega sautján hundruð lítrum af bruggi Verðið: einn og hálfur lítri á 1.000 krónur Rannsóknardeild lögregluemb- ættisins í Reykjavík hefúr komið upp um stórfelda bruggverksmiðju. Lög- reglan hefur um tíma fylgst með mönnum sem grunur hefur leikið á að stunduðu bruggun á víni. Lög- reglan hóf aðgerðir aðfaranótt þriðjudags. Þrír menn voru hand- teknir, auk þeirra voru fjórir færðir til yfirheyrslu. Fimm menn munu vera viðriðnir þetta mál. Lögreglan lagði hald á 600 lítra af bruggi og 88 lítra af áfengi. Að sögn lögreglunnar var ákveðið að láta til skarar skríða fyrir versl- unarmannahelgi. Fyrsti maðurinn var handtekinn í húsi við Yrsufell, rejmdi hann að komast hjá handtöku án árangurs. Úr húsinu, sem maður- inn var í, lagði gufustrók. Þegar leitað var í húsinu fundust í bílskúr við húsið eimingartæki sem voru í notkun. Þar voru einnig um 150 lítr- ar af bruggi og rúmlega 30 lítrar af eimuðum landa. Lögreglan lagði hald á bruggið og landann. í bíl- skúmum voru 100 kíló af sykri og ger. Einnig var gerð húsleit í ann- arri íbúð við Yrsufell og fundust þar nokkrir lítrar af áfengi. Á þriðjudag var forsprakki brugg- aranna handtekinn. Lögreglan stöðvaði bíl hans og fundust í bílnum 12 lítrar af áfengi. Heima hjá for- sprakkanum fundust 8 lítrar og í aðstöðu sem maðurinn hafði annars staðar fundust 10 lítrar af áfengi. Með forsprakkanum í bílnum var maður búsettur í Hveragerði, heima hjá honum fundust 500 lítrar af bruggi og lítið eitt af áfengi. Lögregl- an lagði því hald á samtals 88 lítra af áfengi og 600 lítra af bruggi. Áfengið var veikast 40 % að styrk- leika, en 90 % það sterkasta. Að sögn lögreglunnar hafa menn- imir viðurkennt að hafa lagt í 1.720 htra frá því í apríl. Ekki er ljóst hversu mikið af bmggi mennimir hafa selt en þeir hafa viðurkennt einhverja sölu. Enginn kaupandi heíúr komið við sögu hingað til. Mennimir hafa verið leystir úr haldi og rannsókn málsins vel á veg komin. Forsprakki þessa máls var einnig viðriðinn Guðrúnargötumál- ið svokallaða en það komst upp fyrir tveimur árum og er það stærsta bruggmálið sem rannsóknardeild í áfengismálum hefur haft afskipti af en rannsóknardeildin var sett á lagg- imar árið 1980. Þetta nýja mál er nærri Guðrúnargötumálinu hvað umfang snertir. Aðrir, sem vom við- riðnir málið, hafa ekki áður komið ■við sögu bmggmála. -sme Bandarísk hvalaverndunarsamtök: Sjö ára skólabörn undirrita mötmæli gegn hvalveiðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.