Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Qupperneq 12
12
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987.
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing í 100% starf frá 1.
sept. eða eftir samkomulagi.
Sjúkraliða í 100% starf frá 1. sept.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631,
97-1400, 97-1374 (eftir kl. 16.00).
SJÚKRAHÚSIÐ Á EGILSSTÖÐUM
VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUG-
VELLI
óskar eftir að ráða kennara með réttindi til starfa við
barnaskóla Varnarliðsins næsta skólaár.
Kennslugreinar eru: íslenskt mál, íslensk menning og
saga.
Mjög góð enskukunnátta skilyrði.
Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, ráðningadeild, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar
en 7. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973.
Ólsal hf
Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsir eft-
ir starfsfólki, körlum og konum, til starfa í
Kringlunni.
1. Dagleg þrif frá kl. 11.00 til lokunar verslana.
2. Hreinsun á bílastæðum.
3. Almenn ræsting eftir lokun verslana.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Ólsals hf.,
Dugguvogi 7.
HESTAMENN
STÓRMÓT SUNNLENSKRA
HESTAMANNAFÉLAGA
verður haldið á Rangárbökkum við Hellu
dagana 8. og 9. ágúst nk.
Kynbótasýningar.
Gæðinga- og unglingakeppni.
Kappreiðar.
Tekið er á móti skráningum til hádegis mánudaginn
3. ágúst í símum 99-6055, 99-6317, 99-8470 og
99-8860.
Stjórn Rangárbakka sf.
Stærsta
sérverslun
landsins
með
veiðivörur.
Sendum
í póstkröfu
um allt land.
Verslunin
FYRIR
VERSLUNAR
MANNA-
HELGINA
Veiðistangirog veiðihjól í úrvali.
Verð frá kr. 970,-. Barnaveiðisett,
verðfrá kr. 955,-. Spúnarog
í hundraðatali. Fjölbreytt
úrvalregn-og
hlífðarfatnaðar. °°
Langholtsvegi 111
104 Reykjavík 0) 6870*90
Fréttir
Sóluskatturínn á
matvæli effa'r helgina
Frá og með næsta laugardegi verð-
ur greiddur 10% söluskattur af allri
matvöru nema mjólkurvörum, fiski,
kjöti, matjurtum, eggjum og smjör-
líki.
Þannig verður tvenns konar sölu-
skattur í gildi í matvöruverslunum,
10% og 25%. Áður var greiddur 25%
söluskattur af ávaxta- og grænmetis-
söfum, gosdrykkjum og sælgæti.
Þessi varningur er seldur í matvöru-
búðum þótt hann geti ekki kallast
matvæli. Söluskattur verður nú
einnig lagður á brauð og aðrar fram-
leiðsluvörur bakara. Matvörur, sem
falla undir söluskattinn, teljast til
lífsnauðsynja eins og hveiti og önnur
mjölvara, kaffi og sykur, öll pakka-
vara, niðursoðin matvæli, bæði kjöt
og fiskur, frosið og þurrkað græn-
meti og ávextir. Allir drykkir, bæði
ávaxta- og grænmetisdrykkir, gos-
drykkir og sælgæti hafa áður verið
söluskattsskyld en af þessum vörum
er nú þegar greiddur 25% söluskatt-
ur. Verð á þeim vörum á því ekki
að hækka í tengslum við nýja sölu-
skattinn.
Allar mjólkurvörur undan-
þegnar
Allar mjólkurvörur eru undan-
þegnar söluskattinum. Þá er átt við
allar tegundir af mjólk, rjóma, skyr,
jógúrt, bæði hreina og blandaða,
mysu, undanrennu, smjör og osta,
þar með talin kotasæla.
Lesendur hafa haft samband við
neyténdasíðuna og velt fyrir sér
hvort ostur myndi falla undir sölu-
skattsákvæðið og haft af því tals- Nýi söluskatturinn leggst á þær vörur, sem í körfunni eru, sem ekki voru
verðar áhyggjur. Osturinn sleppur áðursöluskattsskyldarogþaðmeiraaðsegja25%.Nýiskatturinner10%.
og sömuleiðis smjörlíki.
Kjöt og fiskur undanþegin
Allur nýr fiskur, vatnafiskur, hum-
ar, rækja og skelfiskur er undanþeg-
inn söluskattinum. Einnig saltaður,
siginn, frosinn, reyktur, grafinn,
kryddleginn og kæstur fiskur er und-
anþeginn. En fiskur, sem hlotið hefur
einhverja aðra vinnslu eða geymslu-
aðferð en hér greinir, verður skatt-
skyldur.
Kjötmeti, svo sem nýtt, frosið,
reykt, sýrt og saltað, er undanþegið
söluskattinum. Einnig unnar kjöt-
vörur, eins og úrbeinað og hakkað
kjöt, kjötálegg, sem ekki er niðursoð-
ið, kjötfars, pylsur, bjúgu, svið
sviðasulta, hrútspungar og slátur,
bæði tilreitt og ótilreitt. Kjöt, sem
hlotið hefur aðra vinnslumeðferð, er
söluskattsskylt.
Þannig virðist bæði fisk og kjöt-
meti, sem er niðursoðið, vera sölu-
skattsskylt.
Matjurtir, svo sem nýir ávextir,
nýtt grænmeti og garðávextir, sem
ekki hafa fengið neina vinnslumeð-
ferð aðra en þvott og pökkun í
smásöluumbúðir, eru undanþegin
söluskattinum. Þannig verður frosið
grænmeti og ávextir söluskattskyldir
og sömuleiðis þurrkað grænmeti og
ávextir.
-A.BJ.
Draga úr fram-
leiðslu og auka
innflutning
Norsk yfirvö’d hafa ákveðið að
draga úr eða hætta alveg við fram-
leiðslu á tómötum, hoidakjúkling-
um, eggjum og korni. f þess stað
verður hafinn innflutningur á þess-
um vörum. Er þetta gert eftir að fyrir
liggja niðurstöður úr rannsókn sem
háskólinn i Björgvin hefúr gert.
Rannsóknin leiddi í ljós aö ekki er
talið verjandi að halda áfram að
styrkja framleiðslu þessara vara eins
og raunin er í dag.
Útreikningamir sýna að útsölu-
verð á tómötum og eggjum getur
lækkað um hvorki meira né minna
en 30% með því að flytja þessar vör-
ur inn.
Verð á matvælum í Noregi er um
54% hærra en í Efnahagsbandalags-
löndunum.
Við sáum þessa klausu í Norsk
Ukeblad sem tók hana úr neytenda-
blaðinu norska.
Hvað skyldi vera hægt að lækka
verð á matvælum á íslandi mikið
með því að flytja inn í stað þess að
framleiða hér á landi?
-A.BJ.
Besti sjávar-
réthirinn 1987
Skilafrestur
til 15. ágúst