Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Mafían sækir fram Daginn eftir síðustu kosningahelgi gaf landbúnaðar- ráðherra út grænmetisreglugerð, sem þrengdi verulega rétt neytenda frá því, sem lög gera ráð fyrir. Eftir þess- um nýju starfsreglum er nú verið að vinna til að endurreisa fyrri einkasölu í hertri og grimmari mynd. Athyglisvert er, að ráðherra skyldi velja mánudaginn eftir kosningar til að setja reglur, sem taka til baka hinn tímabundna ávinning, er neytendur náðu, þegar djarfir heildsalar rufu kartöflueinokun Grænmetisverzl- unar ríkisins eftir fræga, finnska kartöfluævintýrið. Þannig malar kerfið hægt, en örugglega. Það reynir að gefa sem minnst eftir, þegar hneykslismálin eru kom- in í forsíðufréttir. Þegar svo storminn lægir, fer samsæri landbúnaðarkerfisins aftur í gang til að geta afturkall- að ávinninginn, þegar búið er að telja atkvæði neytenda. Þegar boðað er til blaðamannafundar út af hauga- kjöti, er hann haldinn hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga. Þar hefur Landbúnaðarráðuneytið orð fyrir mafíunni, en fulltrúar Búnaðarfélags, Stéttarsam- bands og Framleiðsluráðs fylla fjölskyldumyndina. Þannig er mafían ein og heil, hvaða nafni sem hún nefnist eftir aðstæðum hverju sinni. Hún fyrirlítur neyt- endur og skattgreiðendur og telur tilverugrundvöll þeirra vera þann einan að standa undir andstyggilegu búvörukerfi, sem heldur þjóðinni í sífelldum Qárskorti. Ekki hefur tekizt að gera gælufyrirtækin ísfugl og ísegg að fullgildum félögum í einkasölukerfi land- búnaðarins. Það stafar þó ekki af, að haldið hafi verið uppi nægum vörnum fyrir neytendur, heldur hreinlega af, að fyrirtækin eru svo illa rekin, að með eindæmum er. Hins vegar hefur tekizt að gera Sölufélag garðyrkju- manna að verðugum arftaka Grænmetisverzlunar landbúnaðarins í mafíunni. í skjóli reglugerðar ráð- herrans hefur félaginu tekizt að kúga og knýja framleið- endur til að skríða undir verndarvæng einokunarinnar. Neytendur hafa ef til vill tekið eftir, að súlurit DV um grænmetisverð sýna, að í sumar hefur að verulegu leyti lagzt niður samkeppni í grænmetisverði. Hún hef- ur verið nokkurn veginn afnumin í framleiðslu og heildsölu og hefur því lítið svigrúm í smásölunni einni. Afleiðingarnar eru margar og meðal annars sú, að neytendur borga kúafóður á borð við hvítkál á 80 krón- ur kílóið eða á svipuðu verði og kílóið af eplum. Auðvitað leiðir þetta til, að neytendur kaupa frekar epli og mafían verður að fleygja vöru sinni á haugana. Starfsreglur ráðherrans miða líka að því, að fram- vegis megi banna innflutning á grænmeti, þótt sama tegund sé ekki framleidd innanlands, heldur hliðstæð tegund. Þannig má banna innflutning á hrísgrjónum, ef kartöflur seljast illa. Þetta mun hann reyna næst. Lygin er mikilvægur hornsteinn þessa kerfis. Sama daginn og talsmaður mafíunnar sagði ekki koma til greina, að tómötum yrði fleygt á haugana, gat DV náð ljósmynd af þeim hinum sama verknaði. Og mafían notar núna orðið „markaður“ yfir einokunarkerfið. Neytendur hafa litla vörn. Stjórnmálaflokkarnir styðja mafíuna allir sem einn. Verðlagsstjóri vísar frá sér öllu, sem varðar hina heilögu kú, landbúnaðinn. Neytendasamtökin hafa ekki bolmagn til mikillar bar- áttu, en þau reyna þó að klóra í bakkann eftir beztu getu. Ef neytendur vildu losna úr þrældómnum, gætu þeir þó sameinazt um að neita alveg að kaupa vörur mafíunn- ar. Það gera þeir þó ekki og því versnar ástandið. Jónas Kristjánsson „Bændur fara yfirleitt vel með skepnur og reka ekki fé á hagleysu. sem aldrei reka á fjall og fá góðar afurðir af sinu búfé samt.“ Auk þess þekki ég ýmsa landlitla bændur Við eigum landið 1 DV 17. júlí s.l. birtist grein eftir Ólaf H. Torfason, forstöðumann Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins, sem er að ég held svar til mín vegna greinar sem ég skrifaði í sama blað nokkru áður. Reyndar dregur hann allan Borgaraflokkinn til ábyrgðar fyrir greininni. Ég vil minna hann á að enn hafa íslending- ar skoðana- og tjáningafrelsi ef þeir hafa skoðun og vilja til að setja hana fram. Grein mannsins einkennist af hroka og reiði. Hrokanum hef ég átt að venjast á seinni árum. Sumt yngra menntafólk talar alltaf eins og við þessi „ómenntuðu" vitum ekki neitt. Það eitt veit. Ég er ekki sammmála þessu sjónarmiði og verð ekki. Hryggðarefni að henda mat í hungruöum heimi Reiði hans skildi ég ekki alveg strax. Eftir því sem ég tala við fleira fólk skil ég hana betur. Þorri fólks er sárt og hryggt yfir því að mat skuli vera fleygt á haugana. íslend- ingum finnst enn ljótt að henda mat og það breytir engu þó Evrópu- bandalagið geri það. Það er sannar- lega hryggðarefni þegar matvælum er hent í hungruðum heimi og okkur varðar um það. Sveitafólk finnur jafrivel meira til þess en annað fólk því það nýtir matvæli manna best. Ég held líka að þetta hafi verið óheppileg ráðstöfun, einmitt nú þeg- ar verið er að gera nýtt átak í landbúnaðarmálum. Mest íyrir at- beina bænda sjálfra. Ómengað land Ég verð að segja Ólafi að ég hef búið í sveit. Ég veit að útflutnings- bætumar eru rúmlega aldarfjórð- ungs gamlar. Þær voru nokkuð umdeildar strax en nú eru allt aðrir tímar. Merkir menn sem hingað hafa flutt frá útlöndum, svo og íslending- ar sem hafa búið lengi úti, hafa sagt mér að sölumennsku okkar á út- fluttum landbúnaðarafurðum hafi alltaf verið stórlega ábótavant. Það hafi alls ekki verið lögð næg áhersla á hvað landið er ómengað, einkum nú í seinni tíð þegar stóru löndin eru að berjast við mengun. Þá skulum við tala um beitina. Við erum svo heppnir, íslendingar, að landgræðslan hefúr alltaf haft dugmiklum og áhugasömum mönn- um á að skipa. Ár eftir ár eru þessir menn að aðvara okkur. Afrétturinn er að eyðast. Það verður stórfelld Kjallariiin Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir landeyðing árlega þrátt fýrir það sem þeir eru að gera. Ástæðuna segja þeir fyrst og fremst vera ofbeit. Ég trúi þessum mönnum, Ólafúr. Mér finnst þeir hafa til þess unnið að þeim sé trúað. Ólafúr segir að fé hafi fækkað á fjalli. Ég trúi því líka. Bændur fara yfirleitt vel með skepn- ur og reka ekki fé á hagleysu. Auk þess þekki ég ýmsa landlitla bændur sem aldrei reka á fjall og fá góðar afurðir af sínu búfé samt. Auka fjölbreytni í atvinnugreinum Ekki hef ég á móti því að bændur eigi jarðimar sem þeir búa á og það sem þeim fylgir, en við eigum öll landið, allt landið og miðin. Okkur kemur það öllum við og við berum öll ábyrgð á því. Okkur þykir flestum vænt um það og eigum að hjálpast að því að vemda það. Mér hrís hug- ur við hvað fólkið flýr af lands- byggðinni á Reykjavíkursvæðið. Til þess að breyta því þarf m.a. að bæta samgöngur, menntakerfið og síðast en ekki síst auka fjölbreytni í at- vinnugreinum. I Reykjavík er svo mikill skortur á fólki í vissar og nauðsynlegar starfsgreinar að menn tala um í fullri alvöm að flytja inn vinnuafl. Fyrir austan fjall vantar eins og víðar atvinnutækifæri, því skil ég ekki hvers vegna er verið að flytja landbúnaðarvörur þaðan óunnar til að fullvinna þær í Reykja- vík. Flutningavandamál er í raun- inni ekki lengur fyiir hendi svo tjón hljótist af. Þama fara saman hags- munir bænda og þéttbýliskjama í byggðarlaginu. Og svo er það fæðið. Ólafur finnur aldrei eitt orð sem ég hef sagt þar sem talið er eftir ódýrt fæði á vinnu- stöðum. Málið er það að margir vinnustaðir, þ.á' m. sjúkrahús, em í hreinustu vandræðum með að fá starfsfólk. Ástæður em of lág laun. Landsfeðumir segja að ekki meigi hækka launin. Sú hugmynd sem ég lagði fram var ekki um nýjar álögur, heldur færslu á fjármagni sem þegar hefúr verið ákveðið. Hvað Borgarspítalinn kem- ur þessu máli við fremur er en önnur sjúkrahús veit ég ekki. Aldrei hef ég ráðið neinu um stjóm hans, enda hefði ég aldrei samþykkt að helsta ráðið til spamaðar þar væri að fækka ræstingarfólki, enda hefúr sú framkvæmd ekki gefið góða raun. Að lokum Þetta vamaðarorð venjulegs manns hefur lítið að segja í þessu þjóðfélagi fræðinganna. Menn finna út tölu. Hún er reiknuð út á ótal vegu og gefin út. Útkoman stenst ekki í raun, gerir ekkert til, bara að reikna aftur nýjar tölur. Nú er lögð nótt við dag, svo rísa menn upp sæl- ir og ánægðir með nýjar tölur. Þeir sem em tortryggnir þora sjaldan að segja nokkuð. Þá em þeir dæmdir fáfróðir. Mennimir sem reikna em jú svo lærðir. Mig minnir það vera Ólafur Thors sem sagði um slíka snillinga að þeir þekktu ekki síld frá kind því þeir þekktu hvomgt. En nú er nóg í bili. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn „Ekki hef ég á móti því að bændur eigi jarðirnar sem þeir búa á og það sem þeim fylgir, en við eigum öll landið, allt landið og miðin. Okkur kemur það öllum við og við berum öll ábyrgð á því.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.