Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. Spumingin Hlustarðu mikið á útvarp? Sigríður Þorsteinsdóttir: Já, ég hef það oft opið og prófa mig áfram með stöðvar. Már Bjarnason: Já, í Noregi, þar er ég búsettur. Ég sakna íslenskra sönglaga en það er allt of mikið af íþróttafréttum. María K. Bjarnadóttir: Minna en ég vildi. Þegar húsmæður vinna úti gefst Iítill tími á kvöldin fyrir útvarp og sjónvarp. Gamla gufan höfðar mest til mín. Aðalsteinn Aðalsteinsson: Ég hlusta töluvert mikið á þetta gamla íslenska útvarp en ég hef gaman af svona elli- þáttum eins og samtalsþáttum og leikritum. Guðríður Nanna Helgadóttir: Já, svo-, lítið. Ég hlusta helst á Bylgjuna. ii I Lijiiiii >ii4 i HiHiiHH Lesendur Islenskur markaður á Keflavíkurflugvelli: Ónóg þjónusta Flugfarþegi skrifar: Það er oft merki þess að ekki sé allt með felldu hjá fyrirtækjum sem lítið hafa þurft að auglýsa, t.d. vegna sérstöðu þeirra í vöruúrvali eða staðsetningu, þegar þau setja allt í einu í gang auglýsingaherferð á ólík- legustu stöðum. Eitt slíkra fyrirtækja er íslenskur markaður á Keflavíkurflugvelli, sem lítið eða ekkert hefur auglýst nema í bæklingum og blöðum sem maður sér í flugvélum eða annars staðar þar sem ferðalög eru á dagskrá. Það er líka ofur eðlilegt. Núna upp á síðkastið hefur maður horft upp á einstaklega heimskuleg- ar auglýsingar í Ríkissjónvarpinu frá þessu fyrirtæki, staðsettu á Keflavíkurflugvelli. í auglýsingunni eru hjón, á leið til útlanda, að því er ætla verður, og eru þau að telja upp í sameiningu hvað heppilegast sé að kaupa í Islenskum markaði á Keflavíkurflugvelli fyrir brottför, sennilega til að gefa vinum eða kunningjum erléndis. Ekkert er svo sem óeðlilegt við þessa auglýsingu annað en það hvað hún er innilega „naive“ og klaufa- Flugfarþegi er óhress með Islenskan markað á Keflavíkurflugvelli lega sett fram, aðallega í orðalagi og framsögn. En það er annað sem maður staldr- ar við. Það er spumingin hvers vegna fyrirtækið Islenskur markað- ur er allt í einu farið að höfða til íslenskra flugfarþega með þessum hætti. Hafa umsvifin dregist svona saman frá því sem áður var? Ef svo er, þá hvers vegna? Sá er þetta ritar átti reyndar von á því að samdráttur yrði í þessari sérkennilegu verslun á Keflavíkur- tlugvelli vegna fádæma þjónustu- leysis gegnum tíðina. Einnig hefur verðlag þarna verið allt of hátt og hefur varla borgað sig að kaupa þarna eitt eða annað ef miða á við verðlag þar og í Reykja- vík. Gjafavörur em svo kafli út af fyrir sig. Ef maður hefur þurft á því að halda að kaupa þama einhvem hlut til gjafa hefur aldrei verið hægt að fá hann innpakkaðan, t.d. í sérstakar öskjur sem passa, að ekki sé nú talað um að fá pakkann skreyttan með böndum, eins og alls staðar er boðið upp á. Þetta þjónustuleysi, sem varað hefur síðastliðna áratugi, hefur fælt fólk frá því að versla þama og það hefur verið einfaldara að kaupa slíka hluti í verslunum í landinu og fá gengið frá þeim þannig að viðunandi sé og láta pakkann svo hreinlega niður í tösku fyrir brottför að heim- an. Endurteknar kvartanir um þetta þjónustuleysi hafa ekki borið árang- ur gegnum tíðina, en kannski hefur þetta breyst nú með vaxandi sam- keppni. Útvarpsstöðvamar: Sérvitringar eiga kost á öðru en léttu poppi Jóhann skrifan Alltaf em einhverjir menningar- postular að predika um hvað sé gott og hvað sé vont á nýju útvarpsstöðv- unum. Svo virðist vera að menn á íslandi geri sér alls ekki grein fyrir hvað er tónlistarútvarp. Samt hafa þessir menn val. Þeir geta hlustað á rás eitt sem er klassísk menningarstöð eða Ölfu sem flytur kristilegt efiii. Af hveiju þurfa menn alltaf að æsa sig yfir poppstöðvunum. Þeirra hlut- verk er að vera með létta tónlist og ekki of mikið af menningarkjaftæði. Það er nóg af því á rás eitt, Fólk sem vinnur allan daginn kýs fretnur að hlusta á léttu stöðvamar því þær létta amstur dagsins. Það em ekki allir sem hafe áhuga á að láta fylla sig stöðugt af þungu menningarlegu efni. Nei, kæm vitr- ingar, sem betur fer em til stöðvar hér á landi sem þjóna fólkinu. Sérvitringamir verða annaðhvort að stilla á aðrar stöðvar eða bara lesa bækur og hlusta á plötur við þeirra hæfi. Þið emð kannski búnir að gleyma hvað það tók okkur mörg ár hér á iandi að fa að hlusta á popp- tónlist yfirleitt. Svo finnst mér hallærislegt þegar verið er að setja út á vinsældalista- popp - er það eitthvað verri tónlist sem kemst inn á vinsældalista? Þetta er bull og þvaður. Allir vita að í öllum löndum heims em léttu útvarpsstöðvamar sem em með „vinsældalistapoppið“ vinsæl- ustu stöðvamar. HRINGIÐ í SÍMA 27022 MILLIKL. 13 OG 15 EÐASKRIFIÐ Fæðing er jákvæð frétt, Ólafur Sigríður skrifar: Ólafur M. Jóhannesson skrifar um fjölmiðla í Morgunblaðið. Það er oft mjög skemmtilegt að lesa þessa pistla og oft er ég sammála honum og oft ekki. Síðustu daga hefur Ólafur þessi ver- ið að agnúast út i fréttamennsku þar sem sagt er frá bamsfæðingum fræga fólksins á Islandi og einnig svokall- aðri vatnsfæðingu. Ég vil segja að ég er ósammála Ólafi í þessum skrifum hans. Fréttamennska snýst ekki eingöngu um það sem er neikvætt í þjóðfélag- inu. Fólk er einmitt alltaf að bölsótast út í þessar neikvæðu fréttir. Mér fannst fréttin um fæðinguna sem átti sér stað i vatni meiriháttar frétt. Þetta var fyrsta fæðing sinnar tegundar á íslandi og að móðirin skyldi leyfa sjónvarpsstöð að fylgjast með og þar með landsmönnum fannst mér aðdáunarvert. Þessi unga kona á mikið hrós skilið fyrir. Ólafur verður að athuga að fæð- ingin var jákvæð og góð frétt og ef hún hefur farið fyrir brjóstið á honum er ömggt að hann hefur aldrei fylgst með bamsfæðingu sjálfur og á þá margt ólært. Allir em sammála um að bams- fæðing er eitthvað það fallegasta og jákvæðasta sem til er og þeir sem líta það öðrum augum hljóta að vera eitt- hvað undarlega þenkjandi. Bamsfæðingar hjá svokallaða fræga fólkinu á íslandi em líka jákvæðar fréttir sem ég reikna með að flestir hafi gaman af að lesa um. Við þurfum að hafa mannlega þáttinn með í frétta- mennskunni en það vill einmitt oft gleymast. Vertu nú svolítið mannlegur í skrif- um þínum, Ólaíúr. Ég ætla að halda áfram að lesa pistlana en gaman væri að þú sæir einnig björtu hliðamar á lífinu. Byggðastefna Pósts og síma Er ekki fulllangt gengið þegar Póstur og sími er farinn að taka upp byggðastefnu í eigin nafni eins og nú kemur fram með síðustu hækk- unum á símagjöldum. Það var tími til kominn að borgar- ráð tæki í taumana til að stemma stigu við þessari endalausu yfir- gangssemi fulltrúa landsbyggðar- innar. Það heíúr nefhilega enginn tekið upp hanskann fyrir höfuðborgarbúa til þessa. Dreifbýlismenn em stöðugt að heimta jöfnuð á hinum ólíkle- gustu gjöldum. Kannski ætti að stíga þetta skref til fulls þannig að borgar- stjórinn í Reykjavík jafnaði lóða- gjöldum á landsmenn. Hvað myndu deifbýlismenn segja ef þeir þyrftu að greiða lóðagjöld og tryggingariðgjöld af bílum til jafns við Reykvíkinga?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.