Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Page 19
FIMMTUDAGUR 30. JULÍ 1987.
19
Dægradvöl
ur vill útivistarsvæði en Reykjavík
vill leggja hraðbraut eftir dalnum
miðjum, gegnum Skógræktarstöðina
og yfir í Öskjuhlíð. Þetta eru heilmikl-
ar deilur og að mínu viti er ekki hægt
að samræma þetta og hafa bæði braut
og útivistarsvæði svo að vel fari. Ég
hef því gengið út frá þvi að útivistar-
svæðið verði ofan á í samkepphinni. í
teikningum mínum er gert ráð fyrir
göngu- og reiðleiðum, skauta- og báta-
svæði, skokkbrautum með æfinga-
stöðvum og auk þess húsdýrasafiii í
Lundi, litlu tívolíi og mörgu fleiru,"
sagði Yngvi Þór. Hann kvað Foss-
vogsdalinn vera mjög merkilegan að ■
því leyti að þetta væri 85 ha ónotað
flæmi nær miðsvæðis í borginni og
tengdi dalurinn þar að auki saman
fjöru og fjall, Öskjuhlíðina og Elliða-
árdalinn.
t
Slæm umgengni i Fossvogsdal
Fámennt var nú orðið í hópnum
enda veður ekki eins og best varð á
kosið. Þó var haldið ótrautt áfram og
stormað upp Fossvogsdalinn innan um
njóla, kálgarða og ýmsan gróður. Það
sló göngumenn hversu illa er gengið
um dalinn og hve algengt það virðist
vera að fólk losi rusl hinum megin við
limgerði sitt. Þetta var ljótt að sjá og
er mikið lýti á dalnum.
Skógur, hraun og fossar í Ell-
iðaárdal
Þegar komið var í Elliðaárdalinn
slóst Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkur, í hópinn og sýndi og
útskýrði svokallaðan reskigróður en
svo kallar hann þann gróður sem sest
að í röskuðum jarðvegi.
Elliðaárdalurinn er einstaklega
skemmtilegt svæði. Fegurðin og
kyrrðin þar er gífurleg og fallegir stíg-
ar liggja út um allt. Elliðaáin rennur
í fossum og flúðum niður allan dalinn
og hraun og skóglendi fylla afganginn.
„Það eru rúm 40 ár síðan byrjað var
að gróðursetja tré í Elliðaárdalnum
Jóhann Pálsson, grasafræðingur og
garðyrkjustjóri ríkisins, útlistaði gróð-
ur og sögu Elliðaárdalsins fyrir fólki.
sem er eitt af hinum stóru útivistar-
svæðum í Reykjavík. Það var starfs-
fólk hjá Rafmagnsveitum ríkisins sem
byijaði að planta trjám í dalinn og enn
þann dag í dag fjármagnar Rafmagns-
veitan þessar framkvæmdir," sagði
Jóhann.
Fleira fólk með sólinni
Á sunnudagsmorgun var lagt af stað
frá Árbæjarsafni og haldið niður
Elliðavog þar sem sólin fór að skína.
Það voru líka mun fleiri í göngunni
seinni daginn eða um 60 manns að
sögn Einars Egilssonar, formanns
Náttúrufræðifélags íslands, en hann
gekk í broddi fylkingar þá tvo daga
sem hún tók. I Elliðavogi var jarð-
fræði Háubakka og Reykjanesskagans
athuguð. Haft var á orði að þeir sem
fylgdu göngunni báða dagana væru
orðnir útlærðir og komnir með gráðu
í jarðfræðinni.
Laugarnessaga og mengunar-
mælingar
Úr voginum var stormað niður
Laugarásinn og í Grasagarðinn' í
Laugardal þar sem áð var. Þaðan var
haldið í Laugamesið þar sem Birgitta
Spur, sem er mjög sögufróð um nesið,
tók á móti hópnum og bauð í kaffi.
Frá Laugamesinu var gengið í brak-
andi hafgolu niður á Amarhól þar sem
þessari 33 km löngu göngu lauk með
því að Tryggvi Þórðarson heilbrigðis-
fulltrúi kynnti nýja starfsemi sem em
mengunarmælingar og rannsóknir.
Hann leyfði göngufólkinu að fylgjast
með sér niður að höfh þar sem hann
mældi mengunina í sjónum sem reynd-
ist hverfandi.
„Fleiri göngustíga“
Þeir vom tveir fyrir utan Einar Eg-
ilsson leiðsögumann sem gengu báða
dagana. Það vom þeir Bjöm Finnsson
og Ómar Skafti Gíslason. „Við erum
alveg himinlifandi með ferðina og alls
ekkert þreyttir. Við stefnum að þvi að
fara aftur í haust en þá stendur til að
endurtaka þetta,“ sögðu þeir félagar,
og Einar leiðsögumaður bætti við:
„Það er mikil nauðsyn að kynna betur
þau útivistarsvæði sem Reykjavík hef-
ur upp á að bjóða og mér finnst’ að
borgaryfirvöld ættu að sinna því hlut-
verki betur. Það þarf líka að leggja
göngustíga til að tengja þessi svæði
og auka nýtingu þeirra. Það er t.d.
sorglegt að sjá Miklatúnið, þessa stóm
og finu flöt, sem er svo of lítið not- Tryggvi Þórðarson heilbrigðisfulltrúi útskýrir og sýnir notkun mengunarmælingatækis sem notað er t.d. til að finna