Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1987, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1987. 33 DV Davíð Scheving Thorsteinsson _____________Fólk í fréttum Sveinn Runótfsson Davíð Scheving T'liof-steinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., er fædd- ur 4. janúar 1930. Hann varð framkvæmdastjóri smjörlíkisgerðar- innar Ljóma hf. 1951, Smjörlíkis hf. 1964, og Sólar hf. 1972. Hann var í stjóm Rauða kross fs- lands 1958-’71 og hefúr verið formað- ur Félags íslenskra iðnrekenda, setið í bankaráði Iðnaðarbankans og ver- ið í framkvæmdastjóm VSf. Þá hefúr Ilavíð' m.a. setið í miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins og í stóm V erslunar- ráðs fslands, í stjóm Hydról hf., Lyftis hf., Glits hf. Hafskips hf. Smjörlíkis hf. og Sólar hf. Davíð hefur verið mikið í fréttum að undanfómu eftir að hann hóf framleiðslu á dósagosi og setti upp mjög fullkomna vélar í tengslum við hana . Daíð er giftur Stefaníu, ritara og flugfreyju, Geirsdóttur Borg, framkvæmdastjóra í Rvík., og konu hans Guðrúnar J. Ragnars frá Akur- eyri. Systir Davíðs er Gyða, kona Jóns H. Bergs, forstjóra Sláturfélagsins. Foreldrar þeirra em Magnús Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri í Rvík., f. 4. október 1893, og fyrri konu hans Lauru Sche- ving Thorsteinsson, f. Haístein, f. 22. október 1903, d. 5. október, 1955. Faðir hans, Magnús Scheving Thorsteinsson, er sonur Davíðs Schevings Thorsteinssonar, læknis í Rvík. f. 5. október 1855, d. 6. mars 1938, Þorsteinssonar Thorsteinsson, kaupmanns á Patreksfrrði, Þor- steinssonar, prests í Gufudal, Þórðarsonar. Móðir Davíðs læknis var Hildur, Guðmundsdóttir, Sche- ving, sýslumanns og kaupmanns í Haga á Barðaströnd. Hálfbróðir Davíðs læknis var Pét- ur Jens Thorsteinsson, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, föður Muggs og afa Péturs J. Thorsteins- sonar sendiherra, og Amar Ó. Johnsen, forstjóra Flugfélags ís- lands, Pétur var einnig langafi Jóns Thors, deildarstjóra í dómsmála- ráðuneytinu. Föðuramma Davíðs var Þómnn, Stefánsdóttir, prófasts í Vatnsfirði, Stephensen, sonarsonar Stefáns Stephensens, amtmanns á Hvítár- völlum, afa Magnúsar landshöfð- ingja, langafa Guðrúnar Agnars- dóttur alþingismanns, Stefáns dóttursonar Þorvaldar Böðvarsson- ar, prófasts og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, langafa Finnboga Rúts Þorvaldssonar prófessors, foðm Vig- dísar forseta. Móðir Þómnnar, föðurömmu Dav- framkvæmdastjóri Sólar hf. íðs, var Guðrún, dóttir Páls Melsteðs amtmanns, langafa Péturs Eggetz sendiherra. Bróðir Magnúsar var Þorsteinn, lyfeali í Rvík. Móðir Davíðs, Laura, var dóttir Gunnars Hafstein, bankastjóra í Þórshöfn í Færeyjum, sonar Péturs Hafstein, amtmanns á Möðmvöllum í Högárdal, og Kristjönu Gunnars- dóttur, systir Tryggva bankastjóra. Bróðir Gunnars var Hannes Haf- stein ráðherra. Kona Gunnars var Níelsína Christiansdóttir, kaupfé- lagsstjóra Havsteens, frændkona hans. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri hefur verið í fjölmiðlum að undanfömu vegna umfangsmikillar umljöllunar þeirra um gróðureyð- ingu. Hann er fæddur 28. apríl 1946, son- ur Runólfs Sveinssonar land- græðslustjóra á Gunnarsholti, f. 27. desember 1909, d. 4. febrúar 1954, og konu hans Valgerðar Halldórsdótt- ur, f. 2. apríl 1912, Bræður Sveins em Þórhallur, kennari í Rvík., og Halldór, dýra- læknir á Kirkjubæjarklaustri. Runólfúr landgræðslustjóri var sonur Sveins, b. á Fossi í Mýrdal, Sveinssonar, prests í Ásum, Eiríks- sonar. Móðir Sveins í Ásum, var Sigríður Sveinsdóttir, læknis og náttúrufræðings í Syðri Vík í Mýr- dal, Pálssonar. Kona Sveins læknis var Þómnn Bjamadóttir landlæknis Pálssonar og konu hans Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússon- ar. Kona Sveins í Ásum var Guðríður Pálsdóttir prófasts í Hörgsdal Páls- sonar, langafa Amfinns skólastjóra í Rvík., föður Róberts leikara. Meðal afasystkina Sveins Runólfs- sonar, bama Sveins prests í Ásum, vom Gísli alþingisforseti, Páll menntaskólakennari, faðir Páls, prests á Bergþórshvoli og Sigríður amma Odds Bjömssonar leikritahöf- undar. Föðuramma Sveins Runólfssonar var Jóhanna Margrét, Sigurðardótt- Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. ir, b. og smiðs á Breiðabólstað á Síðu, Sigurðssonar, systir Elínar, móður Helga framkvæmdastjóra í Rvík., og Siggeirs á Klaustri, Lárussona. Meðal foðursystkina Sveins Run- ólfssonar vom Páll landgræðslu- stjóri og Róshildur, móðir Brynju leikstjóra og Ingunnar glerlista- konu, Benediktsdætra. Valgerður, móðir Sveins Runólfs- sonar, er dóttir Halldórs, skólastjóra á Hvanneyri, f. 14. febrúar 1875, d. 12. maí 1936, Vilhjálmssonar, tré- smiðs á Rauðará við Reykjavík, Bjamasonar, prófasts í Laufási, Halldórssonar. Móðir Valgerðar var Svava Þór- hallsdóttir, biskups Bjamasonar, og vom þau hjón bræðraböm. Móðursystkini Sveins em Bjöm, hagfræðingur, Svava kona Gunnars Bjamasonar ráðunautar, Þórhalls, forstjóra hollustuvemdar, og Sigríð- ur kona Páls Þorkelssonar viðgerða- manns. Afmæli Daniel J. Glad Daniel J. Glad, trúboði hjá Hvíta- sunnukirkjunni, er 60 ára i dag. Daniel og kona hans em sænskir Finnar. Hann er fæddur í Finnlandi og ólst upp í Solberg, litlum bæ skammt frá Helsingfors. Móðir hans hét Evie en faðir hans Edvin og var hann jámbrautarstjóri á staðnum. Daniel gekk í verslunarskóla í Helsingfors en sótti síðan biblíu- skóla í Helsingfors, Stokkhólmi og í Smyma í Gautaborg. Árið 1952 kom hann til íslands og hefur hann starf- að hér að trúboðsstöríúm síðan, fyrst á Sauðárkróki, frá 1952-1966, í Stykkishólmi frá 1966-1970 og síðan í Reykjavík. Kona Daniels er Marianne, og eiga þau íjögur böm: Sam Daniel, sem giftur er enskri konu, Ruth Glad, en þau búa í Reykjavík, Robert, sem vinnur að málarastörfum, Clarens, Daniel J. Glad, trúboði hjá Hvíta- sunnukirkjunni. sem stundar nám i guðfræði og heim- speki við Brown háskólann á Rhode Island í Bandaríkjunum, og Barbro, sem gift er á Akranesi Sigurði Sig- urðssyni, skósmiði og starfsmanni á Gmndartanga. 90 ára________________________ Ásta Málfríður Bjarnadóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, er 90 ára í dag. 80 ára_____________________ Gyða Guðmundsdóttir, frú, Skála- gerði 7, Reykjavík, er 80 ára í dag. 70 ára______________________ Guðný Árnadóttir, Faxaskjóli 16, Reykjavík, er 70 ára í dag. 60 ára_______________________ Guðmunda Pálsdóttir, Hjallabraut 7, Hafnarfirði, er 60 ára í dag. 50 ára Jóhann Einarsson, Geithellum, Geithellnahreppi, Suður Múla- sýslu, er 50 ára í dag. Ragnar J. Jónsson vinnuvélastjóri, Miðtúni 14, Tálknafirði, er 50 ára í dag. Eiríkur Óskarsson, Bjarkargrund 34, Akranesi, er 50 ára í dag. Gunnar Guðmundsson, Nýbýla- vegi 104, Kópavogi, er 50 ára í dag. Guðjón Ragnar Sigurðsson verk- stjóri, Árbakka 3, Seyðisfirði, er 50 ára í dag. Arndís Styrkársdóttir, Miklubraut 76, Reykjavík, er 50 ára í dag. 40 ára Jón Sævar Jónsson rekstrarverk- fræðingur, Bjargartanga 10, Mosfellssveit, er 40 ára í dag. Reynir Karlsson matsveinn, Leiru- bakka 4, Reykjavík, er 40 ára í dag. Kristinn Víglundsson bifreiða- stjóri, Vesturbergi 54, Reykjavík, er 40 ára í dag. Hildur Eiríksdóttir, Efstasundi 68, Reykjavík, er 40 ára í dag. Ingigerður Bjargmundsdóttir kennari, Trönuhólum 4, Reykjavík, er 40 ára í dag. Atli Skaftason stýrimaður, Hóla- stig 2, Búðahreppi, er 40 ára í dag. Andlát Guðbjorg Pétursdóttlr Guðbjörg Pétursdóttir, ljósmóðir, frá Gjögri, lést að morgni 26. júlí sl. Guðbjörg fæddist að Gjögri í Víkur- sveit, 13. ágúst árið 1905. Hún lauk ljósmóðurprófi frá LMSÍ árið 1924. Guðbjörg var ljósmóðir í Ámes- hreppsumdæmi á ámnum 1924-1927, í Reykjaijarðarumdæmi frá 1924-1927 og 1931-1945. Faðir hennar var Pétur, húsmaður í Gjögri, Jónsson, bónda á Tindum og Ingunnarstöðum, Magnússonar og Karítasar Níelsdóttur, bónda á Kleifum í Gilsfirði, fæddur 1764, dá- inn 22. júní 1810, Sveinssonar. Bróðir Karítasar var Sveinn prófastur á Staðarstað, faðir Hallgríms biskups og afi Sveins Bjömssonar forseta, Sveins Valfells forstjóra, og Harald- ar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haraldz bankastjóra og langafa Sturlu Friðrikssonar erfða- fræðings. Móðir Guðbjargar var Guðrún, fædd 1873 og dáin 1950, Þorsteins- dóttir, bónda í Litlu Árvík, Sigurðs- sonar og Guðbjargar Ámadóttur frá Ijósmóðir Gjögri. Maður Guðbjargar var Sörli, út- vegsbóndi og formaður frá Gjögri og síðar eftirlitsmaður í Reykjavík, Hjálmarssonar, sjómanns frá Gjögri, Guðmundssonar og Lilju Þorbergs- dóttur úr Reykjavík. Börn þeirra em Pétur, forstjóri í Reykjavík, fæddur 1927, og giftur Sigríði Vilhjálmsdóttur frá Vest- mannaeyjum, Kristmundur, forstjóri í Reykjavík, fæddur 1929, sem giftist Lám Ölafsdóttur frá Reykjavík en þau slitu samvistum, Erla, fsedd 1931, og gift Guðmundi Karlssyni, vél- stjóra að Laxárvirkjun, Elín Sigur- rós, fædd 1933, gift Einari Gunnarssyni, málarameistara í Reykjavík, Friðgeir, trésmíðameist- ari í Reykjavík, fæddur 1935, og giftur Sigurborgu Þórðardóttur frá Bolungarvík, Þorsteinn Rúnar, starfsmaður Stálvers í Reykjavík, fæddur 1938, og giftur Eddu Aspe- lund frá Reykjavík, Lýður, hárskeri í Garðabæ, fæddur 1942, og giftur Elísabetu Matthíasdóttur úr Guðbjörg Pétursdóttir Ijósmóðir. Reykjavík, og Lilja Elsa, fædd 1947, gift Sigurði Sigurðssyni, vélfræðingi á Álftanesi. Pétur Ásbjöms Georgsson Pétur Ásbjörns Georgsson neta- gerðarmeistari, Grundartúni 1, Akranesi, lést 24. júlí. Hann var fæddur 5. júní 1931 og rak um margra ára skeið Nótastöð- ina hf. á Akranesi, fyrst í félagi við aðra en var aðaleigandi hennar hin síðari ár. Pétur var landskunnur knattspymumaður á yngri árum og lék meðal annars nokkra lands- leiki fyrir fsland. Kona Péturs er Emilía Jónsdótt- ir, alþingismanns á Akranesi, Ámasonar, og konu hans, Ragn- heiðar Þórðardóttur. Dætur þeirra eru Ragnheiður Jóhanna, Vilborg, Margrét og Pe- trea Emilía. Pétur átti tvær systur, Salvöru Sigríði og Katrínu. Foreldrar þeirra voru Georg Sig- urðsson, vélstjóri á Melstað á Akranesi, f. 28. júní 1906, en hann fórst með m/b Kjartani Ólafssyni 14. desember 1935, og kona hans, Vilborg Matthildur Ölafsdóttir. Foreldrar Georgs voru Sigurður, b. á Melstað á Akranesi, f. 22. nóv- ember 1867, Jörundsson og kona hans, Salvör Jónsdóttur. Faðir Georgs var Jörundur, b. í Mið- húsum á Akranesi, Jörundssonar, b. á Birnhöfða á Akranesi, Guð- mundssonar, b. á Stórubýlu á Akranesi, Guðmundssonar. Sesselja Eldjárn lést að Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 28. júlí. Sigurbergur Árnason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri, Eskihlíð 5, Reykjavík, lést þriðjudaginn 28. júlí. Hermann Gestsson, Strandgötu 79, Hafnarfirði, lést 28. þessa mán- aðar. Jónína H. Snorradóttir frá Hús- um, Rangárvallasýslu, f. 20.12.1900, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gmnd þann 29. júlí. Páll Guðjónsson frá Sléttu til heimilis að Arahólum 2, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum að- faranótt þriðjudagsins 28. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.