Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. Fréttir Spennandi lokaumferð á millisvæðamótinu: Hélt ég værl að tapa kk - sagði Jóhann eftir skák sína við Beljavsky „ Beljavsky var ekki á þeim buxun- um að gera jafntefli, þótt hann hefði ósköp lítið til þess að tefla upp á,“ sagði Jóhann Hjartarson stórmeistari í samtali við DV, eftir að hafa tryggt sér sigurinn á millisvæðamótinu í Szir- ak og sæti í áskorendakeppninni í Kanada í byrjun næsta árs. Skák Jó- hanns við Beljavsky lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar og það nægði Jóhanni til þess að vinna eitt mesta skákafrek Islendings frá því sögur hófust. ., Eftir 48. leik minn bauð hann jafn- tefli. því að upp var komið peðsenda- tafl sem hvorugur gat unnið. Ég var húinn að bjóða honum jafritefli tvisvar fyrr í skákinni. I bæði skiptin sagðist hann ætla að hugsa sig um en svo lék hann eins og ekkert hefði í skorist,1' sagði Jóhann. .. Hann pressaði mig mikið og ég hélt um tíma að ég værí að tapa. Ég fékk nú betra tafl í byjjun en svo missti ég af mjög góðri leið sem hefði gefið mér peð yfir án þess að hann fengi neitt í staðinn. Eins og skákin tefldist varð ég peði yfir en hann var með mikið spil fyrir það. Á réttu augnabliki tókst mér að fóma peðinu til baka og létta á stöðunni." Elvar Guömundsson og Jóhann Hjartarson á „rannsóknarstofunni". Vikurnar fyrir millisvæðamótið lágu þeir yfir skák- borðinu frá kl. 5-6 á daginn og oft langt fram á nótt. Undirbúningsvinna sem skilaði árangri. ,. Við skoðuðum skákina gaumgæfi- lega á eftir. Þetta leit mjög vel út hjá honum en við komumst að þeirri nið- urstöðu, að líklega hefði hann þó aldrei verið með neitt sérstakt." „Ég er ekkert farinn að hugsa um áskorendamótið ennþá," sagði Jó- hann. „Ég hef einnig unnið mér rétt til þess að tefla á World Cup mótunum sem nýstofnuð samtök stórmeistara standa fyrir og þau finnst mér ennþá meira spennandi." Elvar Guðmundsson var aðstoðar- maður og hjálparhella Jóhanns í Szirak. Þeir félagar undirbjuggu sig mjög vel vikumar fyrir mótið. Lágu yfir skákborðinu frá kl.5—6 á daginn og langt fram á nótt. Og þessi undir- búningsvinna skilaði svo sannarlega árangri. Elvar sagði í samtali við DV að spenna lokaumferðanna hefði verið gífurleg og ekki síst í umferðinni í gær. „Ég tók með mér bunka af serví- ettum til þess að þurrka mér um lófana,“ sagði Elvar. „Ég var stressað- ur en Jóhann var hins vegar sallaró- legur. Annars tefldi hann glimrandi vel á þessu móti og ekki er hægt að segja að hann hafi unnið á heppni í neinni skák." -JLÁ Jóhann og Salov áfram - en Nunn og Portisch verða að heyja einvígi um þriðja sætið Jóhann Hjartarson og sovéski stór- meistarinn Valery Salov fengu 12'/; v. af 17 mögulegum á millisvæðamót- inu í Szirak og deildu sigrinum sín á milli. Þetta er sérlega glæsilegur ár- angur á svo sterku móti og vinnings- hlutfallið, 73,5%, er óvenjulega hátt. Til þess að ná stórmeistaraáfanga á mótinu þurfti tveimur vinningum minna. Jóhann mun þvi hækka tal- svert á Eló-skákstigum, liklegast um 35 stig og þar við bætist hækkun hans frá alþjóðamótinu í Moskvu í sumar, þar sem hann hafnaði í þriðja sæti. Jóhann hefur nú 2550 stig. A næsta lista, sem út kemur um áramótin, kem- ur hann því til með að slaga hátt upp í 2600 stig og telst þá óumdeilan- lega kominn í úrvalsflokk stórmeist- ara. Jafntefli Jóhanns við Beljavsky i gær var vitaskuld kærkomið og Jó- hanni kom aldrei til hugar að leita að vinningsleiðum. Salov notaði tækifæ- rið á meðan og laumaðist upp að hlið hans, með því að vinna Túnisbúann Bouaziz. Portisch brást heldur ekki löndum sínum í lokaumferðinni. Sigur hans á Velimirovic var sérlega auð- veldur. „ Velimirovic framdi sjálfs- morð í 10. leik," sagði Jóhann um skákina. Portisch hefur komist í áskorenda- keppnina allar götur síðan 1964 og enn evgir hann von, eftir frábæran enda- sprett. Enski stórmeistarinn og stærðfræðidoktorinn, John Nunn, varð að láta sér lynda jafntefli við bandaríska stórmeistarann Larry Christiansen í gær. Hann og Portisch eru því jafnir í 3.-4. sæti með 12 v. og verða að heyja einvígi um farseðil til Kanada. Fjórir efstu menn á milli- svæðamótinu hafa hins vegar unnið sér þátttökurétt í World Cup mótunum svonefndu, sem samtök stórmeistara hafa komið á legg. Þar eiga 24 skák- menn sæti, mótin eru fjögur og tefla 18 í hverju. Fyrsta mótið verður hald- ið i Brussel. Eins og kemur fram i töflunni hér á síðunni tefldi Jóhann af miklu öryggi á mótinu og tapaði aðeins einni skák, fyrir Adorjan. Jafnteflin urðu sjö en Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann níu skákir. Enginn skákmeistaranna slapp taplaus frá þessari raun; Jóhann, Salov, Portisch og Andersson kom- ust næstir fúllkomnuninni. Jóhann, Salov og Nunn unnu flestar skákir allra. Af vinningsskákum sínum var Jó- hann ánægðastur með skákina við Larry Christiansen. Skákin við Sovét- meistarann Beljavsky var þó vafalaust sú sem tók mest á taugamar og um leið sú mikilvægasta. Geysilega erfið skák, sem Jóhann tefldi af stakri prýði eftir að hafa ratað í þrengingar í mið- taflinu. Þess má geta að þrátt fyrir taugaspennu og erfiða stöðu átti Jó- hann ávallt heldur betri tíma á klukkunni en Sovétmeistarinn. Báðir lentu þó í léttu tímahraki fyrir 40. leik. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Alexander Beljavsky Hollensk vörn 1. d4 fa 2. Rf3 RfB 3. g3 g6 Svonefht Leningrad-afbrigði Holl- enskrar vamar. Að sögn Elvars áttu þeir félagar fastlega von á því að Beljavsky myndi bregða því fyrir sig og voru búnir að kynna sér refilstigu þess í þaula. Aðalvopn Beljavskys er drottningarbragð en ef teflt er til vinn- ings hentar það ekki sérlega vel. 4. Bg2 Bg7 5. (M) 0-0 6. c4 d6 7. Rc3 De8 Þetta er einmitt eftirlætisleikmáti Beljavskys í þessu afbrigði. Nú kemur 8. dp til greina en eftir langa yfirlegu daginn fyrir skákina fannst okkar mönnum sá leikur ekki gefa nægilega traust færi. 8. Rd5!? Rxd5 9. cxd5 c6 10. Db3 cxd5 Þekkt er 10. - Kh8 í stöðunni. Beljavsky bryddar upp á nýjung en hæpið er að hann hafi undirbúið þetta fyrir skákina, því að hann hugsaði sig lengi um. 11. Dxd5+ Kh8 12. Bd2 Rc613. Bc3 Bd7 14. Db3 e5!? Peðsfómin margumrædda. Annars sæti svartur uppi með erfiða stöðu eft- ir d4-d5. 15. dxe5 dxe5 16. Dxb7 Hb8 17. Dc7 e4 18. Bxg7+? Jóhann gagnrýndi þennan leik harð- lega. Að hans sögn er 18. Hfdl! Hf7 19. Rg5 He7 20. Rh3! mun betra fram- hald, því að þá kemst riddarinn í leikinn um f4-reitinn og svartur nær ekki að þrengja að hvítu mönnunum. 18. - Kxg719. Hadl Hf7 20. Rg5 He7 21. b3 Mismunurinn kemur í ljós. Nú þarf hvítur að eyða leik í að forða b-peðinu og á meðan nær svartur yfirhöndinni á kóngsvæng. 21. - h6! 22. Rh3 g5 23. f4 g4 24. Rf2 Hvítur á peði meira en léttu menn- irnir em illa lokaðir inni. Það er skiljanlegt að Jóhanni hafi ekki litist á blikuna. 24. - Hb6 25. e3 Df7 26. Hfel Be6 27. Dd6 Rb4 28. Dd2 Df6 29. Bfl Hc7 Svartur hótar 29. - Hc2 og ef hvítur reynir að andæfa á c-Iínunni með 30. Hcl kemur 30. - Hd7 með miklum þrýstingi. 30. Bc4! Snjöll lausn á vandamálunum. Með því að gefa peðið aftur með góðu nær Jóhann að létta á stöðunni og nú sér hann fram á bjartari daga. 30. - Bxc4 31. bxc4 Hxc4 32. Hcl Hxcl 33. Hxcl Rc6 34. Rdl Re7 35. Hc7 Hd6 36. Dcl a6 37. Rb2 Kf8 38. Rc4 Hc6 39. Hxc6 Rxc6 40. Da3+ Re7 41. Re5! Það hefúr heldur betur rætst úr ridd- aranum ráðalausa, sem átti mesta sök á erfiðleikunum fyrr í skákinni. Staða Jóhanns verður nú að teljast heldur betri og hann tók sér því það bessa- leyfi að bjóða jafútefli. Því var hafnað. 41. - De6 42. Dc5 Dd5 43. Rg6+! Kg7 44. Dxe7+ Kxg6 45. De8+ Kg7 46. De7+ Df7 47. Dxf7+ Kxf7 48. Kf2 abcdefgh Og nú fyrst lýsti Beljavsky sig sáttan við jafntefli. Hann gptur ekki unnið. T.d. 48. - Ke6 49. Ke2 Kd5 50. Kd2 Kc4 51. Kc2 a5 52. Kd2 Kb4 53. Kc2 Ka3 54. Kbl a4 55. Kal Kb4 56. Kb2 Kc4 57. Kc2 o.s.frv. í þessari skák var teflt til síðasta manns! -JLÁ Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Vinn. 1. Jóhann Hjartarsson 2550 '/; '/; '/; '/; '/; 1 1 1 '/; 1 '/; 0 1 1 1 1 1 12'/; 2. Salov (Sovétr.) 2575 '/; '/; 1 1 '/; 1 0 '/; '/; 1 1 '/; 1 1 1 1 12'/; 3. Nunn (Englandi) 2585 '/; '/; ’/; '/; 0 1 '/; 1 1 1 1 '/; 1 0 1 1 1 12 4. Portisch (Ungverj.) 2615 '/; '/; '/; 1 '/; 0 1 1 1 1 1 1 1 '/; '/; ’/; '/; 12 5. Beljavsky (Sovétr.) 2630 ’/; 0 '/; 0 ’/; ’/; '/; 1 '/; '/; 1 '/; 1 1 1 1 1 11 6. Andersson (Sviþjóð) 2600 '/; 0 1 '/; '/; '/; 1 '/; '/; '/; '/; 1 1 '/; '/; '/; 1 10'/; 7. Ljubojevic (Júgósl.) 2625 0 '/; 0 1 '/; '/; '/; '/; '/; 1 '/; '/; 1 1 '/; '/; 1 10 8. Christiansen (Bandar.) 2575 0 0 '/; 0 '/; 0 '/; 1 '/; '/; 1 1 0 1 '/; 1 1 9 9. Todorceviz (Mónakó) 2475 0 1 0 0 0 '/; ’/; 0 1 1 0 ’/; 0 1 1 1 1 8'/; 10. Benjamin (Bandark.) 2575 '/; '/; 0 0 ’/; '/; '/; '/; 0 '/; '/; 1 0 '/; 1 1 1 8'/; 11. Marin (Rúmeníu) 2475 0 '/; 0 0 '/; '/; 0 '/; 0 '/; 1 '/; '/; 1 '/; '/; 1 7'/; 12. Velimirovic (Júgósl.) 2520 '/; 0 0 0 0 '/; '/; 0 1 '/; 0 1 '/; 1 0 1 1 7'/; 13. Adorjan (Ungverjal.) 2540 1 0 ’/; 0 '/; 0 '/; 0 '/; 0 '/; 0 1 '/; '/; 1 '/; 7 14. Milos (Brasil.) 2495 0 '/; 0 0 0 0 0 1 1 1 '/; '/; 0 '/; 1 0 1 7 15. Flear (England) 2480 0 0 1 '/; 0 '/; 0 0 0 '/; 0 0 '/; '/; '/; 1 1 6 16. De la Villa (Spánn) 2485 0 0 0 '/; 0 '/; '/; '/; 0 0 '/; 1 '/; 0 '/; 0 1 5'/; 17. Bouaziz (Túnis) 2370 0 0 0 '/; 0 '/; '/; 0 0 0 '/; 0 0 1 0 1 '/; 4'/; 18. Allan(Kanada) 2310 0 0 0 '/; 0 0 0 0 0 0 0 0 '/; 0 0 0 '/; 1'/;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.