Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Leyniskýrsla fískveiðideildar Efnahagsbandalagsins um stjómun á fískinnflutningi: Stjóma ber innflutningi með tollum á unninn fisk „Því miður sýnist manni sem Efha- hagsbandalagið ætli að takmarka með tollum innflutning á fullunnum fiski frá löndum utan bandalagsins' og stuðla með því að innflutningi á óunn- um fiski til að halda gangandi fisk- vinnsluíyrirtækjum Efnahagsbanda- lagsríkjanna. Og vissulega blasir þama við okkur íslendingum mikið vandamál," sagði Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra í samtali við DV. í tillögum, sem fiskveiðideild Efiia- hagsbandalagsins samdi handa framkvæmdastjóm bandalagsins f\TÍr árið 1987 um stefhuna í þessum mál- um, er lagt til að stjóma innflutningi á fiski til bandalagslandanna með þeim hætti að tolla unninn en ekki ferskan fisk og er þar sagt að með því móti einu sé hægt að sjá fiskivinnslu- fyrirtækjum í bandalagslöndunum fyrir nægu hráefni til vinnslu. Segir þar einnig að útreikningar sýni að þótt fé tapist við að afnema toll af ferskum fiski muni það vinnast upp með verðmætaaukningu þeirri sem verði við vinnsluna. Þá kemur fram í skýrslunni að lang- tímamarkmið Efnahagsbandalagsins hljóti að vera að fá leyfi fyrir skip bandalagsríkjanna til að veiða innan landhelgi landa utan þess og er þá átt við ísland, Noreg og Grænland. „Það er í sjálfu sér ekki nýtt að þeir vilji komast með skip sín til veiða inn- an fiskveiðilögsögu okkar. Þegar ég var sjávarútvegsráðherra voru þeir byijaðir að kanna það mál og hafa haldið því við allar götur síðan,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Steingrímur sagði að eftir viðræður, sem hann átti við forsætisráðherra Portúgal, De Silva, í vor, teldi hann að Portúgalir skildu það að um slíkar veiðar gæti ekki orðið að ræða. Bæði Frakkar og emhverjir fleiri væru með kröfur uppi um að fá að veiða innan íslenskrar landhelgi. Mikið vandamál blasir við okkur, segir Steingrímur Hermannsson 1 lok þessa árs rennur samningur Islands og Efhahagsbandalagsins um tolla á saltfiski út. Steingrímm" sagði að það yrði fyrsta verkefni sendiherr- ans í Brussel að taka það mál upp þegar hann kæmi til starfa eftir sum- arfrí. Það versta við það mál sagði Steingrímur vera að bandalagið vildi aldrei semja um tollana nema til eins árs í senn. Þvi vissu saltendur í raun og veru aldrei hvað þeir mættu verka mikinn fisk. Það er aftur á móti alveg samkvæmt því sem segir í sk\Tslunni sem fyrr var vitnað í. Þar er lagt til að tollar verði notaðir, næstum því frá degi til dags. til að stjóma fiskinnflutningi. Steingrímur sagði það ljóst að þetta mál yrði á næstu mánuðum eitt af stærri málunum hjá utanríkisvið- skiptadeildinni. sem nú væri í mótun. og hjá sér sem utanríkisráðherra. -S.dór Lífið er saltfiskur segir þar og vissulega skiptir hann okkur íslendinga miklu. Þess vegna er það ekki ofsagt hjá Steingrimi Hermannssyni utanríkisráðherra að erfiðir samningar séu framundan um tollamál á unnum fiski við Efnahagsbandalagiö. ' COMMUNICATION OF TKZ CO;-2gSSIOtl TO THS COTOCIL CONCZKMIUG i COMMUHITV FISHZRY PRODUCT SUrPIIIS 1. In tha fisheríes sector the market supply policy is an aspect of the comr.on policy, 'the.rules and mechanisms of which are desicned .to secure coherence of ■production, processing and narketing. ......... ..The fundamental changes.in.fishing.activities frcm 1977 onvards occasioned Upphaf leyniskýrslu þeirrar þar sem fiskveiðideild Efnahagsbandalagsins leggur fram tillögur i tollamálum og fleira. Eftir þessum tillögum hefur bandalagið unnið i ár. BÍLASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, SÍMAR 17770 og 29977 Iveco Daily disil, árg. 1984, 15 sæta. ekinn 117.000 km. Verð 780.000.- Viðtalið ?,A mína paradís uppi undir Heklu“ - segir Halldóra Viktorsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Frjáis framtaks „Ég dreif mig út á vinnumarkað- inn aftur eftir að hafa verið húsmóð- ir í allmörg ár og komið upp þremur bömum. Það var árið 1983 sem ég hóf störf hjá Frjálsu framtaki, fyrst við almenn skrifstofustörf, síðan sem gjaldkeri um nokkurt skeið og loks varð ég skrifstofustjóri fyrir imi tveimur ámm en það hefur svo verið starf mitt fram að þessu,“ segir Halldóra Viktorsdóttir sem nvlega tók við starfi framkvæmdastjóra út- gáfufélagsins Frjáls framtaks. Halldóra er 39 ára gömul og fædd á Akureyri. „Ég held að ég sé hálf- partinn Akureyringur i mér þótt ég hafi flutt til Reykjavíkur 6 ára göm- ul enda á ég mikið af skyldfólki þar og hef mikiö dvalist fyrir norðan. Ég er reyndar Garðbæingur eins og er,“ segir Halldóra. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík árið 1968 var hún flugfreyja hjá Flugfélagi íslands i tvö ár. Þar kynntist hún eiginmanni sínum. Páli Stefánssyni flugmanni. Eiga þau þrjú börn, tvítugan son og 16 og 11 ára dætur. „Það er mjög ánægjulegt til þess að vita að þótt konur hafi gefið sér tíma til að annast heimili og aia upp börn séu möguleikar enn opnir fyrir þær úti á vinnumarkaði þegar börn- in era farin að stálpast. Þótt ég hafi ekki menntað mig frekar að loknu stúdentsprófi hafa vfirmenn mínir metið þá reynslu sem ég hef fengið við húsmóðurstörfin og þeir era mjög meðvitaðir um þessa stöðu kvenna. Ég hef verið mjög heppin að þessu leyti." Áhugamál sin segir Halldóra eink- um vera ferðalög og útivist, hún og fjölskylda hennar era nýkomin úr hálfsmánaðar fríi þar sem þau ferð- Halldóra Vikforsdóftir, fram- kvæmdastjóri Frjáls framtaks. uðust imi Bandaríkin.^ „Svo eigrmi við sannkallaða paradís sem er sum- arbústaðurinn okkar á Rangánóll- um. skanmit 110 Heklu. Hann höftmi við átt síðan árið 1970 og eyðimi öllum okkíu frístundimi þar. Bústað- luinn er dálítið afskekktur en við eigum þó góða nágranna af því maðurinn minn var í sveit þama á næsta bæ öll simnu- sem strákur. Síðan les ég mikið í mímmi frístúnd- um og fylgist með hvað er að gerast í útgáfunni hér en við gefrmi út 18 tímarit svo af nógu er að taka. Þetta nýja starf leggst vel í mig. ég samræmi revnslu mina af skrif- stofustjóra- og gjaldkerastarfinu í því. Síðast en ekki síst er það líflegt og fjölbrevtilegt eins og þeir þekkja sem starfa við Qölmiðla," sagði Halldóra að lokum. -BTH Toyota Corolla GL. árg. 1984 ekinn 48.000 km. Verö 365.000.- Ford Escort, árg. 1985. ekinn 42.000 km. Verö 330.000.- SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Lada Samara, árg. 1987. ekinn 8.000 km. Daihatsu Charade, árg 1986 ekinn 18.000 km. Pajero dísil turbo, langur árg 1987. VW Golf, árg. 1986, ekinn 16.000 km. Fiat Uno, árg. 1984, ekinn 26.000 km. Mazda 323 1500 GT, ár9 1985, ekinn 49.000 km. Honda Prelude EX, árg. 1985, ekinn 40.000 km. Cherokee dísil turbo, árg. 1984. Vantar nýlega bíia á sölu- skrá. Mikið úrval sendibila. Mikið úrval bila á góðum kjörum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.