Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 9 Sprengt íAþenu Tíu starfsmenn bandaríska hersins og grískur bílstjóri særðust í Aþenu í gær er sprengja, sem komið hafði ver- ið fyrir í bíl bandarísks sendiráðs- starfsmanns, sprakk. Voru hermenn- imir á leið íram hjá í herflutningabíl. Engin samtök hafa enn lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu. Var herflutningabíllinn í Voula, sem er tuttugu kílómetra fyrir sunnan Aþenu, til þess'að sækja starfsmenn til bækistöðva bandaríska hersins þar rétt hjá. Að sögn vitna sáust tveir menn á mótorhjóli koma einhveiju fyrir nálægt bíl sendiráðsstarfsmanns- ins sem gjöreyðilagðist við sprenging- una. Rúður brotnuðu í nálægum húsum. I apríl var gerð árás á starfsmenn bandaríska hersins við herbækistöð- ina. Særðust þá sextán Bandaríkja- menn og tveir Grikkir er herflutninga- bíll, sem þeir ferðuðust í, sprakk í loft upp. Billinn, sem sprengjunni var komið fyrir i í Aþenu i gær, sprakk i loft upp. I baksýn má sjá bandariska herfiutningabílinn. Simamynd Reuter Owen berst áfram gegn sameiningu Jón Oimur Halldórsson, DV, Landon; David Owen, sem í síðustu viku sagði af sér sem leiðtogi Lýð- ræðisjafhaðarmannaflokksins (SDP) í Bretlandi í kjölfar ósigurs í at- kvæðagreiðslu um sameiningu við Frjálslynda flokkinn, hefúr haldið áfram baráttu sinni gegn slíkri sam- einingu. I atkvæðagreiðslunni meðal með- lima í flokknum í síðustu viku var samþykkt með 57 prósentum at- kvæða gegn 43 prósentum að leita eftir sameiningu við Frjálslynda flokkinn en flokkarnir tveir hafa barist hlið við hlið í síðustu þing- kosningum í Bretlandi. Owen hefur ákveðið að gegna ekki leiðtogaembætti til bráðabirgða, eins og farið var fram á við hann, til þess að hann hafi frjálsari hendur með að skipuleggja andstöðu gegn sam- einingu og hugsanlegri stofnun nýs flokks ef af sameiningu verður. Helstu leiðtogar SDP náðu fæstir kjöri á þing í síðustu kosningum að Owen og fjómm af fimm þingmönn- um flokksins undanskildum. Flestir leiðtoganna styðja sameininguna og þar á meðal eru þau Shirley Williams og Roy Jenkins sem nú heitir raunar Jenkins lávarður. Hann varð aðlað- ur eftir að hann missti sæti sitt í neðri málstofunni í kosningunum í júní. David Owen veittist að Jenkins um helgina og kvað hann hafa litið á SDP sem eins konar flóttamanna- búðir fyrir fólk á leið í Frjálslynda flokkinn. I kosningunum í júní fékk SDP aðeins fimm þingmenn kjöma en fijálslyndir fengu tuttugu menn á þing. Á breska þinginu sitja sex hundruð og fimmtíu þingmenn og hefðu þessir flokkar fengið nálægt hundrað og fimmtíu sæti á þingi í stað tuttugu og fimm ef hlutfalls- kosningar væru notaðar við þing- kosningar í Bretlandi. Þessi ósigur og þær aðstæður að flokkar fá lítinn sem engan þingstyrk þó fjórðungur kjósenda sé að baki þeim leiddu til þess að flestir framámenn beggja flokkanna leituðu eftir sameiningu þeirra. Beina kókaíni til Evrópu Venezuela er nú að verða mikilvæg- ur hlekkur í kókaínkeðjunni frá Suður-Ameríku til Bandaríkjanna og Evrópu. Talið er að útflutningurinn hafi þrefaldast síðustu þrjú árin og sé nú orðinn tuttugu tonn á ári. i fyrra vom hundrað og fimmtíu tonn af kókaíni flutt inn til Bandaríkj- anna. Vegna offramleiðslu og verðfalls hafa nú kókaínbarónar Suður-Amer- íku í auknum mæli beint viðskiptum sínum til Evrópu og Ástralíu. Tugir þúsunda bænda lifa á því að rækta kókalauf og hefur verðið á þeim lækkað allt að fimmtíu prósent á einu ári. Kókaræktin hefur aðallega farið fram í Perú, Bólívíu og Kólumbíu en nú hefur Venezuela bæst í hópinn. Fer ræktunin fram við landamæri Kól- umbíu undir eftirliti kólumbískra eiturlyíjasala. Reiða þeir sig á að skæruliðar frá Kólumbfu vemdi bændurna. Varnarmálaráðherra Venezuela, Eliodoro Gomez, á tali við hermenn við landa- mæri Kólumbiu. Þjóðvarliðar voru drepnir þar i júni siðastliðnum af aðilum er vernda vilja kókaínrækt þar. Símamynd Reuter UtLönd Sprenging í kjamorkuveri Rafmagnsbilun olli í gær lítilli sprengingu í kjamorkuveri í Wales en engan sakaði og enginn geisla- virkur ieki kom að stöðinni, að sögn talsmanns orkuframleiðslufyrirtæk- isins. f tilkynningu frá kjamorkuverinu segir að rafinagnsiaust hafi orðið í hluta stöðvárinnar og við það hafi orkuframleiðsla: hennar dregist veruiega saman í nokkra klukku- túna. Sagði talsmaðurinn að: éinna helst mætti líkja atvikinu við það áð stórt öryggi hefði sprungið en aldrei hefði verið nein hætta á út- geislun. Atvikið átti sér stað þegar verið var að aftengja spennubreyta fyrir venju- bundið eftirht og viðhald. Orsakir óhappsins verða rannsakaðar. Fleiri lík fundin Sjö tík hafa nú fundist í húsi þvi í Philadelphia f Bándaríkjunum þar seni lögregla var til kvödd vegna óþefs í gær. í gær fundust sex lík í íbúð í húsinu, öll meira eða minna rotnuð, og í nótt fannst svo sjöunda líkið uppi á þaki hússins. Líkamsleifamar á þaki hússins voru raunar beinagrindin ein og var hún vafin í segldúk og dýnu. Lögregian segir að nokkra daga muni taka að komast að því af hverj- um tíkin em. Gefin hefúr verið út handtökuskipun á hendur Harrison Graham, sem tatíð er að hafi verið íbúi í þeim hluta hússins þar sem líkin fundust. Gm- ham var rekinn úr íbúð sinni í gærmorgun vegna óþefs sem lagði út þaðan en hann hafði ekki sinnt kröfum húseiganda um að þrífa íbúðina. Lögregla var til kölluð eftir að húseigandi fór inn í íbúðina og sá vegsummerki þar. Hnullungur veldur manntjóni Sex manns létu tífið og sextán slösuðust í gær þegar stór hnullungur lenti á langferðabifreið í fjallaskarði skammt frá Winter Park í Kóloradó í Banda- ríkjunum. Hnullungurinn var á stærð við fólksbifreið. Áð sögn lögreglu var langferðabifreiðin á ferð um fjörutíu mílur vestur af borginni Denver í Kólóradó þegar lmullungurinn kom veltandi niður hlíð og lenti á hægri hlið bifreiðarinnar. HnuUungurinn tók með sér hliðina úr vagninum. í langferðabifreiðinni vom tuttugu og átta manns. Aðeins sexþeirra sluppu ómeiddir. Strsetisvagnastjórar í London í verkfalli Strætisvagnastjórar í Lundúnum em nú í verkfalli til þess að mót- mæla því að einkafyrirtækjum verði fenginn í hendur rekstur hluta af almannasamgöngukerfi borgarinn- ar. Strætisvagnastöðvar borgarinnar em því auðar um þessar mundir, ólíkt þvi sem venjulega gerist. Verkfaltíð munstanda í einn sólar- hring. Koch á batavegi Ed Koch, borgarstjóri New York, er nú á batavegi eftir að hafa fengið vægt slag fyrir nokkrum dögum. Borgarstjórinn þurfti að dvelja á sjúkrahúsi um sinn en var brott- skráður þaðan í gær og dvelst nú í opinberum bústað borgarstjórans þar sem hann mun hvílast Lá enn við árekstri í gær varð enn eitt tilvikið þar sem lá við árekstri tveggja flugvéla í lofti skammt frá New York. 'IVær þotur í farþegaflugi flugu þá í um tvö hundr- uð metra fjarlægð hvor frá annarri en talið er að flugumferðarstjóri hafi gefið rangri þotu lendingarleyfi. Önnur þotan var frá flugfélaginu Pan Am og var hún á leið frá Boston til Sa Guardia flugvallar við New York. Hin þotan var frá TWA, á leið frá Mílanó á Ítalíu til Kennedy-flugvallar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.