Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 21 m innan vítateigs og vitaspyrna dæmd. DV-Brynjar Gauti [ristjáns það laddi augað íþróttir „Sá svart á laugardag" - segir Birkir Kristinsson, maricvörður ÍA, sem meiddist illa á æfingu s.l. laugardag en er bjartsýnn á bata til upphit; í lænnu. stoð vgðn Keflvi OMÖg. e: Kristmsson spyrnu, í vj og kemur fram her Kristinsson illa 4 æJ sliðinu s.l. laug-. létta spretti aði aftan til ian á mig visu meö iiömu uegn ínni og þaðjvar um siöir, sagði, Birkir Akumesmga 1 kngtt- •ærkvöldi. En eins 1 gærkvo an meid( ð liði sm ist Birkir smu um helg- „Vöðvinn svaraði engum hreyfingum“ „Eg fór ásamt þjálfara mínum, Guðjóni Þórðarsyni, til Reyjavíkur til að leita lækninga og komst í hendur á ágætum lækni. í fyrstu var hann ekki bjartsýnn og taldi að meiðslin væru alvarleg og ég sá keppnistímabilið renna úr hönd- um mér. Vöðvinn í lærinu svaraði engum hreyfingum," sagði Birkir. „Ólýsanleg vonbrigði“ „Það verður að segjast eins og er að það eru ólýsanleg vonbrigði að lenda í svona meiðslum og það á skokkæfingu þegar maður á síst von á. Ég er búinn að æfa vel í allt sumar og var ég í mjög góðu formi þegar þetta þurfti endilega að koma fyrir. En það þýðir ekk- ert annað en að bíta á jaxlinn." „Mér var gefið raflost“ „Mér var gefið raflost í lærið og einnig var notuð svoneftid nálar- stunguaðferð. Þessi meðferð virð- ist hafa hafl góð áhrif því mér • Birkir Kristinsson, markvörður ÍA, meiddist illa á æfingu með líði sínu s.l laugardag en segist vera bjartsýnn á að hann nái sér fljót- lega. Þvi hljóta stuðningsmenn Skagaliðsins að fagna enda Birkir einn sterkasti hlekkur liðsins. finnst ég vera miklu betri í lær- inu. Læknirinn hefur góða trú á að ég nái bata fljótlega. Ég hvíli mig vel þessa dagana en finn til ef ég tek eitthvað á . Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn í þessum málum. Ég á að mæta hjá lækninum á morgun og þá kemui- betur í ljós hvort ég get farið að hreyfa mig.“ „Eigum góða möguleika í deildinni" „Við eigum að leika gegn Þór um næstu helgi hér á Akranesi og það verður hörkuleikur og ætla ég að vona að ég verji mark Akumes- inga í þeim leik. Við eigum tals- verða möguleika á íslandsmeist- artitli ennþá, staða okkar í deildinni sýnir það. Liðin sem eru fyrir ofan okkur eiga eftir að leika gegn okkur svo hlutimir geta breyst verulega í þeim leikjum sem eftir em í deildinni. Það hefur sýnt sig i deildarkeppninni á síðustu árum svo um munar," sagði Birkir Kristinsson að lokum. Fimm sinnum verið valinn í DV-liðið Birkir Kristinsson hefur varið mark Akumesinga af stakri snilld á Islandsmótinu og verið einn að- alburðarás liðsins og væri það mikil blóðtaka fynr liðið ef hans nyti ekki við í þeim erfiðu leikjum sem framundan eru í deildinni. En vonandi nær hann sér af þessum meiðslum. Þess má geta að Birkir hefur alls fimm sinnum verið val- inn í DV-liðið það sem af er keppnistímabilinu og hefúr enginn markvörður orðið oftar þeim heiðri aðnjótandi það sem af er. -JKS >mótinu í gærkvöldi í slökum leik ið hefur sýnt betri leik. Liðið siglir nú lygnan sjó í deildinni, er sjö stigum á eft- ir efsta liðinu en allt getur gerst ennþá. Pétur Ormslev var besti maður í leiknum. Ragnar Margeirsson átti einnig góðan leik, hélt knettinum sérlega vel og skap- aði mikinn usla í vörn andstæðinganna. Staða Víðis orðin slæm Staða Víðis í deildinni er orðin mjög slæm en liðið hefur enn tíma til að bæta sig og þeir Víðismenn eru frægir fyrir allt annað en að gefast upp þegar á móti blæs. Liðið barðist vel í gærkvöldi en það dugði ekki til. Daníel Einars var þeirra besti maður en einnig átti Vilberg Þor- valdsson ágætisspretti. Góður dómari leiksins var Eysteinn Guðmundsson. Hann þurfti ekki að grípa til gula spjaldsins f leiknum. Áhorfendur voru 962. Maðui' leiksins var Pétur Ormslev. -JKS Valsmenn tapa ekki þegar Magni skorar - Sveinbjöm skoraði sitt 30. maik fyrir Skagamenn Magni Pétursson, miðvallarspilarinn skotfasti úr Val, hefur heldur betur verið á skotskónum í 1. deildar keppn- inni í sumar. Magni hefur skorað fjögur glæsileg mörk með sannkölluð- um þrumufleygum. Hann skoraði sitt fjórða mark á Akureyri gegn Þór. Magni hefur aldrei skorað eins mörg mörk á einu keppnistímabili. Fyrir þetta keppnistímabil hafði hann skor- að þijú mörk í deildinni. Þau mörk skoraði hann 1980, 1981 og 1983, eða eitt mark á ári þessi ár. Þess má geta til gamans að Magni hefur skorað sjö mörk fyrir Val í sjö leikjum. Valsmenn hafa ekki tapað þessum sjö leikjum, sem Magni hefur skorað mark í. • Sveinbjöm Hákonarson, hinn leikreyndi leikmaður Skagamanna, skoraði sitt 30. 1. deildar mark gegn Keflvíkingum. Sveinbjöm skoraði sitt fyrsta mark gegn KR 1979. • Skagamenn hafa ekki tapað leik í Keflavík síðan 1982 að Keflvíkingar unnu sigur, 1-0. Síðan hafa Skaga- menn farið með sigur af hólmi, eða unnið fimm síðustu 1. deildar leiki sína í Keflavík. • Magni Blöndal Pétursson. fiSonur stjórans skorar og skorarl Enski knattspymumaðurinn Nig- el Clough, sem leikur með Notting- ham Forest, þar sem faðir hans, Brian Clough rajður ríkjum, hefur lieldur betur verið á skotskónum með liði sínu undanfarið. Nottingham Forest hefur verið á keppnisferðalagi á Norðurlöndum og hefur liðið skorað fiórtán mörk i þremur leikjum sínum. Þar af hefur Nigel Clough skorað níu mörk. Hann skoraði meðal annars þrennu á móti danska liðinu KB. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.