Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 31 dv Sandkorn Albert Guómundsson og Siguróur Þórðarson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, náóu ekki samkomulagi um söluveró á ráðherrabilnum á samningafundi i Sætúninu. Þvi nýtur Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra nú glæsivagnsins. Tjaldvistin rómantísk Mikið hefur verið rætt um jjú sprengingu sem orðið hefur undanfamar vikur í barns- fæðingum. Margar fæðingar- deildir eru yfirfullar og er þetta talin með meiri barns- fæðingarholskeflum í manna minnum. Eðlilegt er að ýmsir velti fyrir sér ástæðum þessarar skyndilegu aukningar. Glögg- ir menn hafa bent á að upphafið megi rekja til leið- togafundarins sem haldinn var á íslandi síðasta haust. En hvernig getur verið að sá fundur hafi orðið til að auka vilja landans til barneigna? Jú, á það er bent að f]öl- margir landsmenn gengu úr rúmi til að geta leigt erlcndum gestum heimili sín. Margir brugðu á það ráð að koma sér fyrir í tjaldi á tjaldstæðinu í Laugardal. Víst er að vistin var með kaldara móti í tiöld- unum í byrjun vetrar. Því hafa útileguhjónin orðið að sofa mjög þétt til að halda á sér hita og afleiðinguna telja menn sig sjá á fæðingardeild- um þessa dagana. Ekki uppá- haldssonur I Vikunni, sem kom út síð- astliðinn fimmtudag, er gagnmerkt og ítarlegt viðtal við Friðrik Sophusson, iðnað- arráðherra og varaformann Sjálfstæðisflokksins. Friðrik kemur þar víða við. og ræðir m.a. um frama sinn og feril í stjórnmálum. I viðtalinu rifjar Friðrik upp mikinn slag sem varð við formannskjör í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna 1973 milli hans og Bjöms Bjamasonar sem nú er aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins. Formannskosning þessi teygði anga sínavíða og skiptust ungir sjálfstæðismenn alger- lega í tvær fylkingar milli frambjóðendanna en Friðrik hafði nauman sigur. „Þetta var sjálfsagt fjöl- mennasta og eftirminnileg- asta þing SUS sem haldið hefur verið. Kosningin fór á þann veg að ekki munaði nema um það bil 10 atkvæðum á okkur Birni. Eg er ekki einn af uppá- haldssonum Morgunblaðsins, á því leikur enginn vafi. Það er hins vegar þjóðsaga að ekki hafi gróið um heilt milli okkar Bjöms og henni er viðhaldið vegna þess að Morgunblaðið er ekki talið hafa gefið mér jafnmikið á garðann og ýms- um öðmm forystumönnum flokksins," segir Friðrik með- al annars í Vikuviðtalinu. Líf í tuskunum Margir telja að formanns- slagur sem nú er í uppsiglingu innan Sambands ungra sjálf- stæðismanna muni jafnast fyllilega á við átökin 1973. Þetta formannskj ör hefur þeg- ar vakið mikla athygli en það mun fara fram á þingi SUS í september. Strax í maí lýstu tveir ungir sjálfstæðismenn yfir framboði sínu, þeir Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Sigurbjörn Magnússon, fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir að hljótt hafi verið um kjörið undanfarið hafa stuðningsmenn fram- bjóðendanna tveggja unnið af miklu kappi undanfarnar vik- ur. Um allt land hafa þeir unnið að því að fá sína menn valda á þingið og er tilnefning á lokastigi. Það má því gera ráð fyrir að fljótlega megi lesa í það hversu marga stuðnings- menn hvor um sig mun eiga á þinginu. Frægasti Benz landsins Albert Guðmundsson hafði til afnota á ráðherraferli sín- um stórglæsilega Benz bifreið. Þegar Albert hafði látið af störfum, með aðdraganda og afleiðingum sem óþarft er að rekja, stóð honum til boða að kaupa glæsivagninn í sam- ræmi við gildandi reglur. DV birti meðal annars fræga mynd af Albert og Sig- urði Þórðarsyni, skrifstofu- stjóra í fjármálaráðuneytinu, þegar þeir óku um fbifreiðinni og ræddu um hugsanleg kaup Alberts á henni. Ekkert varð þó af kaupunum því fjármála- ráðuneytið vildi fá meira fyrir vagninn en Albert var tilbú- inntil aðgreiða. Síðan hefur þessi frægasti Benz landsins, sem er tveggja til þriggjamilljónakróna virði, verið í hálfgerðu reiði- leysi og ekki ljóst hvað yrði afhonum. Nú er hins vegar séð fyrir endann á því. Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráð- herra, sem eRið hefur um á eldri Benz bifreið, hefur tekið við glæsivagninum í stað þess gamla. Það er því völlur á Halldóri þegar hann ekur til hvalaviðræðnanna í frægasta Benz landsins. Umsjón: Eyjólfur Sveinsson Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra er hreinskilinn i Vikuvið- talinu. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV Lögreglustöð á Selfossi Tilboð óskast í að reisa og fullgera lögreglustöðvar- byggingu á Selfossi sem er 1 hæð og kjallari. Hvor hæð um 430 m2. Verklok 1. mars 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgart- úni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð veróa opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 28. ágúst 1987 kl. 11.00. INNKAUFASTOFNUN RÍKISINS BORGAffTÚNI 7 SÍMI 26844 POSTHOLF 1441 TELEX 2006 Innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang á þrem hæðum í byggingunni Laugavegur 118D í Reykjavík. Hver hæð er um 400 m2. Múrverki og hitalögnum er lokið. Innifalið er allt ann- að er þarf til að fullgera hæðirnar. Verklok sé 15. des. 1987 en hluta byggingarinnar sé skilað mánuði fyrr. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgatr- úni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. ágúst 1987 kl. 11.30. BOPGARTÚNI 7 SÍMI 26844 POSTMOLF 1441 TELEX 2006 Dvalarheimilið Lundur, Hellu Tilþoð óskast í framkvæmdir við 3. áfanga við ofanrit- að dvalarheimili. Innifalið í verkinu er að skila fokheldri 1 hæðar bygg- ingu sem er um 430 m2. Kjallari að stærð um 140 m2 er undir hluta hússins og er hann uppskiptur. Auk þess skal setja þak á hluta af 2. áfanga og skila sýnilegri steypu tilbúinni undir málningu. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgart- úni 7, Reykjavík, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 25. ágúst 1987 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 er nú á fullri ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býóur þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.