Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. •y l ! ■ Erlend myndsjá Persaflóaflækjan Persaflóamál og þeir atburðir er þeim tengjast eru mikil flækja og nóg til að æra óstöðugan að eiga að fylgjast með öllu því sem þar skýtur upp kollinum. Bandarísk og bresk herskip (mynd neðst) eru nú skipaumferð á flóanum til verndar. Iranir, ævareiðir yfir afskiptum Bandaríkjamanna og nú síðast at- burðum í Mekka, þar sem um þrjú hundruð íranskir pílagrímar létu lífið í óeirðum í síðustu viku, hafa heitið að hefha sín á öllu umhverfi sínu (mynd efst til vinstri). Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur margoft lýst því yfir að Bandaríkin séu reiðubúin til að taka á móti írönum ef þeir ráðast á bandarísk herskip á Persaflóa en um leið fullyrðir ráðherrann að ekki verði látið leiðast út í hemað- arátök við írani hvemig sem þetta tvennt svo passar saman. Margir telja að verði ráðist á bandarísk skip muni viðbrögð bandarísku stjórnarinnar verða fremur veikburða því þeim ógni sú tilhugsun að lenda í átökum við ofstækis- fulla múhameðstrúarmenn sem trúa því staðfastlega að dauðdagi á vígvelli sé reisupassi til paradísar. Því stríði hljóta allir að tapa. Heima fyrir krefjast sumir Bandaríkjamenn harðari aðgerða gegn írönum á meðan aðrir mótmæla af hörku sölu Bandaríkjamanna á vopnum til írans (sjá mynd efst til hægri). Fulltrúar ríkisstjómarinnar, þeirra á meðal Caspar Wein- berger vamarmálaráðherra (innfellda myndin), gera sitt besta til að veija vopnasöluna en eiga í vök að veijast. Komi til átaka milli írana og Bandaríkja- manna á Persaflóa munu þeir mæta sínum eigin vopnum þar en sem betur fer eru það gömul vopn og hálfúrelt enda ekki annað selt barbörum. Á bandaríska flotanum við Persaflóa gengur svo lífið sinn vanagang. Yfir- menn skipuleggja aðgerðir, sjóliðar „trimma" á þilförum herskipanna og stjóma flugumferð milli þeirra (myndir til hægri). Þeir láta sig engu skipta þótt Kho- meini og kumpánar hans hafi reynst nógu ógnvekjandi til að meira að segja Margaret Thatcher, jámfrúin sjálf, þorði ekki að aðstoða við tundurduflaleit á Persaflóanum (mynd til vinstri). Styrjöldin milli írana og íraka heldur svo að sjálfsögðu áfram og þykir styij- aldaraðilum lítil ástæða til að slaka nokkuð á Jiótt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi gert einhveija ályktun í málinu. Ákvæðum þeirrar ályktunar hefur enda ekki verið fylgt hið minnsta eftir. í síðustu viku gerðu írakar tilraun- ir með eldflaugar sem þeir segjast nú geta skotið á Teheran, höfuðborg Irans. íranir segjast sjálfir eiga nóg af eldflaugum sem nota megi á Bagdad, höfuð- borg íraks. Og líkt og því til áréttingar hófú íranir nýja sókn sem breytti að visu ekki vígvallarstöðu herja ríkjanna neitt en gagnaðist þó að því marki að um fjögur þúsund írökum var slátrað. íranir efndu svo í síðustu viku til heræfinga á Persaflóa. Vömðu þeir alla við að fara um flóann á meðan og kváðust nota almenna skipaumferð sem skot- mark við æfingamar. Þrátt fyrir hótanir þeirra hefur öll umferð gengið áfallalaust fyrir sig. Og meðan Bandaríkjamenn sigla sinn sjó í óvissu, meðan spennan við Persaf- lóa ýmist eykst eða úr henni dregur, vingast Sovétmenn að sjálfsögðu við írani eftir því sem slíkt er hægt. I vikunni er leið kom til Teheran aðstoðamtanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, Yuli Vorontsov, sem átti hinar vinsamlegustu viðræður við íranska embættismenn þar. Ekki hefur verið skýrt af neinni nákvæmni frá því sem þeim fór á milli en vafalítið á það eftir að koma í ljós á einhvem hátt fyrr eða síðar. Og loks má svo geta þess að enn einn óvissuþátturinn hefur nú bæst í spilið. Er það sonur fyrrverandi íranskeisara en hann mun nú telja tímabært að leita „réttar" síns með skipulagi aðgerða gegn núverandi stjómvöldum landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.