Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1987. 37 DV Sviðsljós Orðnar vinkonur aftur Linn Bergman dóttir Liv Ullman og Ingmars Bergman hefur átt við sín unglingavandamál að stríða líkt og margt besta fólk á hennar aldri. Hún er sautján ára gömul og er flutt aftur til mömmu sinnar. Fyrir rúmu ári þoldi hún ekki við heima og flutti í burtu. Ástæðan mun ekki vera alveg ljós en á þess- um tíma lét hún allt fara í taugam- ar á sér, ekki síst móður sína. Þoldi hún enga afskiptasemi og öskraði og æpti þegar henni þótti við eiga. En nú hafa mæðgurnar tekið gleði sína á ný því eins og segir er Linn komin heim og eru þær stöllur orðnar bestu vinkonur. Fyrir stuttu fóru þær ásamt eiginmanni Liv til Filippseyja þar sem þær áttu góðar stundir saman. Haft er eftir móðurinni að samband þeirra sé ekki byggt á venjulegum grunni sambands móður og dóttur heldur tali þær saman um allt líkt og nán- ustu vinkonur. Linn er mjög stolt af foreldrunum báðum og þeirra starfi. Segist hún eiga auðvelt með að gagnrýna mynd sem móðir hennar leikur í því hún hafi alltaf auðveldlega greint á milli leikkonunnar Liv og mömmunnar Liv. Linn hefur átt mikið og gott samband við föður sinn en foreldrarnir skildu þegar hún var aðeins tveggja ára. Sjálf segir hún að hennar framtíðará- form séu ekki negld. Hún hefur starfað sem fyrirsæta og verið í leiklistarskóla en gafst fljótt upp á hvoru tveggja. Hún hefur mikinn áhuga á bókmenntum og segir að hún geti jafnvel hugsað sér að verða blaðamaður þegar kemur að því að velja sér lífsstarf. Lifandi eftirmynd föður síns Það er ekki hægt að neita þvi. Sean er ansi líkur föður sinum heitnum, John Lennon Það hefur hingað til ekki mjög mikið borið á Sean Lennon, einka- syni Yoko Ono og John Lennon. En nú er pilturinn að fullorðnast og gerist æ vinsælla umfjöllunar- efni fjölmiðla. Ekki síst fyrir þær sakir hve líkur hann er að verða föður sínum heitnum. Hvar sem Yoko kemur með strák- inn dregur fólk andann. „Mikið er hann líkur John.“ Sama fíngerða andlitið, dökka hárið og eilítið dreymandi yfirbragð. Móðirin tekur líka allshugar undir þetta. Hún segir soninn meira að segja hafa sömu persónu- einkennin og gerðu John Lennon svo einstakan mann. Og sömu skapgerð. Það sfefnir því í það að Sean verði lifandi eftirmynd föður síns. Sean er þó aðeins ellefu ára. Eins og allir vita gerðist sá hræðilegi atburður að John var skotinn fyrir framan Dakota bygginguna í New York fyrir sjö árum. Sean hefur bara verið fjögurra ára og á því varla mjög margar greinilegar minningar um fóður sinn. Ólyginn sagði... Sophia Loren lenti nú heldur illa i því um daginn. Hún var farþegi í áætlunarflugi til Los Ange- les og þá bara allt í einu... missti hún buxurnar niður um sig. Þannig var að hún var í buxum sem teknar voru saman með teygju í mittið. Teygjan slitnaði og þar með héngu víðar buxurnar ekki lengur á maddömunni. SXLphXLa dó ekki ráðalaus. Hún brá sér inn á klósett og vafði þar um sig stórri slæðu sem hún hafði í handfar- angrinum. Þannig gat hún útbúið nokkurs konar mini- pils og málið var leyst á farsælan hátt. Þá vitum við það, ekki ferðast í buxum með teygju í mittið, það gæti leitt af sér vandræði. t < Björn Borg er með fjárhagslega stönd- ugri íþróttamönnum verald- ar. Hann hefur á tennisferli sínum orðið sér úti um drjúgan skilding, ekki síst fyrir þátttöku í auglýsingum. Björn þykir hafa fjármálavi- tið í lagi og er þekktur fyrir að fjárfesta í réttum verð- bréfum, hlutafélögum og öðru. Nú síðast hefur hann fest pening í alls kyns dýrum verslunum í Stokkhólmi. Má þar nefna ilmvatnsverslanir, klæða- og íþróttaverslanir og fleira. Sjálfur segist hann frekar vilja sjá fé sitt verða að einhverju áþreifanlegu heldur en einungis að láta það dúsa inni á þankabók. Eric Douglas «■ tuttugu og fimm ára gamall sonur Kirks reynir nú af öll- um mætti að feta í fótspor föður síns. Líkt og eldri bræður hans hyggst hann reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu eins og pabbi. Stefnan er tekin beint á hátind frægðar- innar en ekki þykir liggja Ijóst fyrir hvernig til muni takast. Þó segja sérfræðing- ar að líklegt sé að honum muni reynast leikurinn auð- veldari en Michael bróður hans. Michael var sá sem fyrstur bræðranna reyndi við kvikmyndirnar en komst lítið áfram. Eftirnafnið ætti svo sem ekkert að skaða forleik- inn en svo er bara að sjá....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.